Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995
11
Afmæli Dagblaðsins
„Ég kunni það vel við blaðasöl-
una að ég er enn að selja papp-
ír,“ segir Rúnar Gunnarsson.
DV-mynd Sveinn
Enní
sölu-
mennskunni
„Ég var 10 ára þegar þessi aug-
lýsing var gerö og haföi sennilega
byrjað aö selja blöð tveimur árum
fyrr og var að því til 13 ára ald-
urs. Ef ég man rétt þá var mesta
samkeppnin á milli mín og
þriggja bræöra sem voru einnig
aö selja og viö fengum fullt af
fólki til starfa fyrir okkur, fólk
sem tók blöð í okkar nafni, því
þaö voru veitt verðlaun fyrir þá
söluhæstu, jafnframt því sem
þeir fengu blööin afhent fyrr. Ég
man aö ég þénaði vel á þessum
tíma. Keypti skrifborð, mynda-
vél, skíði og margt fleira,“ segir
Rúnar Gunnarsson, sölustjóri
Formprents og fyrrum blaðasali
Dagblaösins.
Rúnar segir aö auk mikilla
gönguferða hafi harka einkennt
sölustörfin á þessum tíma. Oft
hafi komið til handalögmála á
milli sölubarna og annarra
reyndari blaöasala. Til dæmis
hafi Óli blaðasali þurft aö verja
söluhomið sitt, á homi Pósthús-
strætis og Austurstrætis, með
kjafti og klóm.
„Eins kaldhæðnislega og það
kann að hljóma þá hrósaði maður
happi þegar Óli var veikur. Þá
var setið um homið hans. Það
kom fyrir að ég hringdi upp á
Dagblað og pantaði blaðabunka
niður í bæ þegar ég varð var við
að Óli mætti ekki. Það kom fyrir
einhvern tímann undir hádegi,
þegar ég var 11 ára í Landakots-
skóla, að ég sagöist vera veikur.
Um leið og ég slapp úr skólanum
fór ég niður í bæ því Óh hafði
ekki mætt til vinnu. Einhvern
tímann um miðjan dag mætti
skólastjórinn og ég þurfti að taka
út refsingu daginn eftir.“
Nú, 18 árum eftii að Rúnar
hætti að selja Dagblaðið, er hann
enn við sölustörf. „Ég kunni þaö
vel við þetta að ég er enn að selja
pappír," segir Rúnar. -pp
Ekiðyfirpar
í ástar-
leikjum
í Dagblaðinu fyrir 20 árum
mátti lesa þessa frétt undir fyrir-
sögninni „Óvænt stuð“.
„Ungt par í London henti óvænt
atvik þar í gær þegar þau lögðust
á götuna og hófu innilega ástar-
leiki. Drukkinn ökumaður ók yfir
þau. Bæði misstu meðvitund, rif-
brotnuðu og skárust hér og þar.
Þá skemmdi ökutækið einnig lif-
ur mannsins.
Ökumaöurinn, sem er 36 ára,
hefur verið sviptur ökuleyfi í eitt
ár og sektaður um 34.000 íslensk-
ar krónur.
Ökumaðurinn var ákærður fyr-
ir aö hafa ekið undir áhrifum
áfengis."
í sama Dagblaði mátti til dæmis
lesa að djúpsteikingarpottur
kostaði 17.110 krónur.
Tuttugu ár frá gerð Dagblaðsauglýsingarinnar:
Þólti ekki meistara
verk en skilaði sínu
- segir Bjami Grímsson - markmiðið var að kynna sérstöðu blaðsins
„Þetta var afar harður bardagi í upp-
hafi og mikið auglýst. Ég man að ég
var í sumarfríi þegar unnið var aö
stofnun Dagblaðsins. Ég fékk boð
austur á Hallormsstað um að koma
í bæinn því að það væri heilmikið í
uppsiglingu. Þegar ég kom í bæinn
varð ég vitni að þeim látum sem voru
í gangi. Það þurfti að fara af stað
með auglýsingaherferð, semja kjör-
orðiö - frjást, óháð dagblað - og koma
því í hausinn á fólki og einkenna
blaðið," segir Bjarni Grímsson sem
fyrir 20 árum var framkvæmdastjóri
Auglýsingastofu Kristínar, auk þess
að vera textagerðarmaður og hug-
myndasmiður þar.
I auglýsingatímum Stöðvar 2 hefur
undanfama daga mátt sjá 20 ára
gamla auglýsingu Dagblaðsins á
skjánum þar sem söluböm blaðsins
syngja hástöfum Dagblaðið er óháð
Bjami var leikstjóri Dagblaðsauglýsingarinnar fyrir 20 árum. Fjöldi sölubarna lék i augiýsingunni. Á myndinni eru
meðal annars tviburarnir Stefán og Kristján, sem rætt er við annars staðar á siðunni, og Rúnar Gunnarsson.
DB-mynd Björgvin
veriö notað til að hljóðsetja tvær til
þrjár auglýsingar en slík vinna taki
gjarnan einn dag eða meira nú á tím-
um.
Bjarni starfar enn viö markaðsmál
ýmiss konar, rekur fyrirtækið Sölu-
hvata. Til dæmis hélt hann af landi
brott í gær til að stjóma markaðs-
setningu á íslenskri framleiðslu sem
ætlað er að selja í næstum 200 stór-
mörkuðum í Bandaríkjunum.
Nýverið afhenti hann Kvikmynda-
safni íslands allar auglýsingar sem
hann tók á filmu um svipað leyti og
Dagblaðsauglýsinguna. Hana er þvi
að finna þar og hún er því með réttu
safngripur þótt hún skili enn sínu í
dag og er notuð til að kynna sérstöðu
blaösins. -pp
Bjarni, sem vinnur enn að markaðs-
málum, segir að Dagblaðsauglýs-
ingin hafi verið tekin og klippt i sam-
ræmi við lagið í auglýsingunni.
DV-mynd Sveinn
og fijáls. Bjami, sem var potturinn
og pannan við gerð auglýsingarinn-
ar, er ekki viss um hvernig auglýs-
ingin fæddist en markmiðið hafi ver-
ið að kynna fólki sérstöðu blaðsins á
markaðnum, vinna smáauglýsinga-
stríðið og síðast en ekki síst að selja
blaðið. „Maður fór í þetta eins og að
drepa naut og allt heppnaðist þetta.“
„Það var mikið af auglýsingum
framleitt á þessum tíma og ég man
nú ekki alveg hvemig þessi fæddist.
Ég held þó að Herbert Guðmundsson
hafi komið með lagið við auglýsing-
una og síðan var saminn texti við
það. Loks var auglýsingin tekin og
klippt í samræmi við lagið. Það er
ekki hægt að segja að ný tækniatriði
hafi komið fram við gerð auglýsing-
arinnar. Lagið og textinn buðu upp
á hraðar khppingar og svo var hún
tekin á filmu eins og allar auglýsing-
ar vom gerðar þá og menn eru fam-
ir að gera á ný nú,“ segir Bjami sem
var leikstjóri auglýsingarinnar.
Hann segir umrædda auglýsingu
alls ekki lifa í minningunni sem
meistaraverk. Tröllaauglýsingar
Búnaðarbankans geri það frekar en
hún hafi þó skilað sínu eins og ætl-
ast var til.
Hann segir mikið hafi verið að gera
á þessum tíma við auglýsingagerð en
tækjakostur ekki beysinn. Til dæmis
hafi ekkert hljóðsetningarstúdíó ver-
ið í landinu en sjónvarpið lánaði-sín
tæki vikulega í eina til tvær klukku-
stundir að kvöldi til. Kvöldið hafi
Tvíburabræður seldu DB fyrir tuttugu árum:
Börðumst um sölustaðina
Stefán og Kristján fyrir utan aðalbyggingu DV. DV-mynd ÞÖK
Það voru ekki einungis ritstjóri,
blaðamenn og starfsfólk á skrifstof-
um DB sem gerðu það mögulegt að
halda úti útgáfu blaðsins. Hundmð
sölubarna sáu um að koma því í
hendur lesenda því þótt áskrifendur
væru nokkuð margir byggðist sala
blaðsins á lausasölu á þessum tíma.
Tveir að hörðustu sölumönnum
blaðsins voru tvíburarnir Stefán og
Kristján Kristjánssynir.
„Við byrjuðum á að selja Vísi en
leist svo betur á nýja blaðið. Dreifing-
arstjórinn, Elli Már, Már E.M. Hall-
dórsson, fór af Vísi við Stofnun DB
og við fórum með honum til að selja
blaðið. Stemningin var mjög góð
fyrstu dagana sem blaðið kom út og
við seldum hrikalega mikið af blöð-
um. Þetta var nýtt og eitthvað sem
vantaði. Að selja blaðið fyrstu tvær
vikurnar var eins og að gefa börnum
sælgæti. Maður komst varla upp á
hornið sitt að selja, maður þurfti oft
að snúa við og sækja fleiri blöð.'Ætli
við höfðum ekki selt svona 300 blöð
á dag í fyrstu," segja bræðurnir.
Iðulega seldu þeir blaðabunkann
sinn á homi Kringlumýrarbrautar
og Háaleitisbrautar.
„Maður átti sín hverfi og varö að
verja þau með hnefunum. Það kom
fyrir að maður lenti í slagsmálum
og einu sinni var ég sleginn niður
þegar strákur kom inn á okkar sölu-
svæöi,“ segir Kristján. Þeir segjast
hafa haft mjög gott upp úr sölu-
mennskunni og virðast hafa haft
peningavit og hneigst til að starfa
sjálfstætt alveg frá upphafi. Þannig
keypti annar þeirra sláttuvél fyrir
hýruna og gekk svo í hús efdr að
hafa lokið viö að selja blöðin og
bauðst til að slá garða fyrir fólk. í
dag gerá þeir út eigin sendibíla hjá 3
x 67 og sérhæfa sig í búslóða- og
þungaflutningum. Eins og áður taka
þeir starfið alvarlega og æfa lyftingar
á hverjum morgni til að vera í betra
formi þegar tekist er á við verkefni
dagsins.
Sungið í Sjónvarpinu
Vorið 1976 var gerð sjónvarpsaug-
lýsing fyrir DB. Auglýsingin var í
söngvamyndastíl og í henni lék hóp-
ur sölubama. Laglínan var nokkuð
einfóld; „Dagblaðið, Dagblaðið, Dag-
blaðið er óháð og frjálst," en skilaði
sínu. Enn þann dag í dag muna Stef-
án og Kristján laglínuna og sungu
hana fyrir blaðamann.
Þeir segja þetta ekki í eina skiptíð
sem þeir komust í fjölmiðla því á þeim
tíma sem þetta geröist hafi blaða-
mennska verið allt önnur en tíökast
í dag. Þá hafi veriö mikið meira um
mannlegar fréttir; sjónvarpsmenn
hafi t.d. tekið viðtöl við þá við sölu-
störfogfleiraíþeimdúr. -pp
White-Westinghouse
• 75 - 450 lítrar
• Stillanlegur vatnshiti
• Tveir hitastillar
• Tvö element
• Glerungshúð að innan
• Öryggisventill
• Einstefnulokar
• Frí heimsending í Rvk.
og nágrenni
VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR
ÁRA
RAFVORUR
ARMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411