Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 Spurningin Lesendur Trjálundir og gróin svæði: Geymslustaðir fyrir flutninga tæki? Atvinnuleysi og samfélagshjálp Þórólfur Rúnar Þórólfsson: Hún á ekki rétt á sér. Hrafnkell Helgi Helgason: Þeir höfðu alveg nógu há laun fyrir. íbúi við Efstaleiti skrifar: Á lóð Ríkisútvarpsins, norðanvert við Útvarpshúsiö við Efstaleiti, var mikið um framkvæmdir á síðast- liðnu ári, m.a. við bílastæði. Litlir trjálundir voru gróðursettir og var allmiklum gróðri komið fyrir á svæð inu, til augnayndis fyrir þá sem búa í blokkunum þarna í kring. Nú virðist þetta svæði vera aö verða geymslustaður fyrir flutn- inga tæki, t.d. frá Loftorku, Króka- leiðum, VörubUastöðinni Þresti og fleirum. Viö íbúarnir héldum að ekki væri hægt að taka bUastæði í grónu hverfi undir þessa risastóru flutningabUa. Þegar verið er að ræsa þessi ferlíki snemma á morgnana bergmálar háv aðinn að sjálfsögðu frá þeim inn um svefnherbergisglugga blokkanna hinum megin við götuna. Þessu þyrfti að ráða bót á hið allra fyrsta. Það er ekki hægt að búast við því að íbúar sætti sig við svona nokkuð. Stórum UutningabUum verður auð- Við íbúarnir héldum að ekki væri hægt að taka bílastæði í grónu hverfi und- ir þessa risastóru flutn ingabfla, segir bréfritari m.a. vitað að finna stað tU geymslu, þar sem þeir eru ekki til ama fyrir íbú- ana. Ég leyfi mér að senda meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var af nokkrum bUanna sem minnst er á hér að ofan. Sjón er sögu ríkari og vonast ég til að myndin geti fylgt þessum línum. Hvað finnst þér um launa- hækkun þingmanna og ráð- herra? Bjöm Helgason: Hafa þeir ekki nóg fyrir? Þuríður Hallgrímsdóttir: Ég er á móti henni. Eva Ýr Gunnarsdóttir: Ég hef ekki skoðun á því. Umferðaröryggi: Gervivísindalegar röksemdir Tinna Jökulsdóttir: Þeir höfðu al- veg nóg fyrir. Kristín E. Þorleifsdóttir skrifar: Þann 28. ágúst sl. birtist á lesenda- síðu DV greinarkorn, merkt: Berg- lind. - Hvaða atvinnuleysi,? spyr Berglind. Hún virðist illa fjarri veruleika nútímans hér á landi hvað snertir efnahagsstöðu hins al- menna borgara. Ef til vUl er hún í hópi hinna vel stæðu sem hafa nóg að bíta og brenna. Slíku fólki er gjarnan tamt að loka augunum fyrir kjörum hinna fátæku, og sljógva því dómgreind sína og gleyma boð- skapnum um náungakærleika. Því fer þó fjarri að allir eigi hér hlut að máli. Auðvitað er stór hópur fólks sem nýtir sér samfélagshjálp, svo sem tryggingar, atvinnuleysisbætur, fé- lagsmálastofnun o.fl. o.fl. En hinar fáránlegu dylgjur Berglindar, sem beinast að hinum mörgu er lifa við erfið kjör, fá enga vinnu hversu grannt sem þeir sækjast eftir ein- hverju starfi, eru ósanngjarnar í meira lagi. Mig furðar að nokkur fjöimiöill skuli vilja birta annað eins og frá Berglindi kemur. - Nema skrif henn- ar eigi að skoða sem einhvers konar grín, en þá fmnst mér slíkt vera heldur ósmekkleg kímni. En ég vildi spyrja Berglindi, hvort hún hefði fylgst með þeim sem róta í sorp- tunnum í leit að einhverju verð- mætu sem þeir gætu hugsanlega selt, eða jafnvel að einhverju æti- legu? Skyldu þeir vera ofsælir af sínum kjörum? - Hvað finnst þér, Berglind? Carl Henrik Rörbeck skrifar: í DV hafa nýlega birst nokkrar greinar um umferðaröryggi og hvernig megi fjárfesta 4,6 milljarða í því að danskri fyrirmynd. Með þrengingu gatna og gróðursetningu í miðju þeirra sem gerir það að verk um að ekki verður hægt að taka fram úr og leiðir til þess að há- markshraði fer ekki upp fyrir 50 km á klst. (Oftar en ekki er þó hraðinn á þessum stöð um ekki yfir 30 km vegna þess að eldri borgarar, t.d. i Skoda- og Lada bifreiöum, eru þarna í fararbroddi.) Hefur þeim ár- angri verið náð í Dan mörku að slysum og sérstaklega alvarlegum slysum hefur fækkað um 40%. Því er slegið upp sem vís indalegri stað- reynd að þessi fækkun sé alfarið þessum fáránlegu breyt ingum að þakka. Staðreyndin er hins vegar sú að aksturseiginleikar bila hafa stór batnað sl. 10 ár. Það er lítið um gömlu Skodana, Wartburgana, Trabantana, Volgurnar, og önnur slík ökutæki á vegunum. Fjöldinn allur af evrópskum bílum hefur nú ABS-hemlabúnað og líknarbelgi fyr- ir ökumenn og far þega í framsæt- um o.s.frv. Ég hef ekki séð neinar vísindalegar kannanir sem greina áhrif þessara þátta eða „blóma- potta“aðferðarinar. Sem sé: Eintóm- ar staðfhæfmgar. Það sem er einnig mjög vafasamt við blóma- og skóg- rækt á götum úti er að ef neyðará- stand skapast getur þetta leitt til al- gjörra hörmunga á vettvangi. Tökum við miðbæ Hafnarfjarðar sem dæmi þá er svo að segja búið að loka annarri flóttaleiðinni úr bæn- um, þ.e.a.s. framhaldinu af Reykja- víkurvegi meðfram sjónum. Mér þætti fróðlegt að heyra rök bæjar- verkfræðings Hafnarfjarðar og bæj- best í sambandi við þjóðvegahátíð- ina miklu 17. júní 1994. í siðmennt- uðu þjóðfélagi hefði þetta hneyksli eflaust haft í för með sér umfangs- miklar rannsóknir og málshöfðanir á hendur ábyrgðaraðilum. Hér hafa menn ekki einu sinni reynt að draga lærdóm af þessum atburðum. Guð einn veit hvað gerist, ef jarð- skjálftafræðingurinn Ragnar Stef- ánsson hefur rétt fyrir sér og við fáum öflugan jarðskjálfta og eldgos í Bláfjöllum. Frá nýjum miðbæ Hafnar fjarðar. arráðs, Almannavarna ríkisins og Vegagerðarinnar, hvort búið sé að áætla hvaða afleiðingar þessi lokun mun hafa fyrir suðurbæ Hafnar- fjarðar og Suðurnesjabúa yfirleitt, ef stórslys skyldi eiga sér stað t.d. í ál- verinu eða Keflavíkurflugvelli, eða þá af völdum jarðskjálfta eða eld- goss. Það þarf ekki nema einn skrjóð ur að bila til að vegurinn lok- ist. Þetta er hneykslanlegt glappa- skot. Að hvorki lögregla, almannavam- ir, vegagerð eða skipulagsnefndir hafi gert sér grein fyrir þessu sést Meiri jákvæðni æskileg Sigríður Sigurðardómr, Patreksfirði, hringdi: „Við erum orðin þreytt á því héma fyrir vestan að það eru eintómar neikvæðar fréttir af pólitíkinni héðan þó að ýmislegt gott sé að gerast. Ég hef allt gott að segja um Hilmar Ámason skólastjóra og kann vel við hann, en mér finnst að við ættum að taka vel á móti nýja skólastjór- anum í grunnskólanum og óska honum til hamingju með að þora að koma á þennan stað. Það get- ur verið jákvætt að fá breytingar í skólann og við ættum aö óska honum velfamaðar í starfi. Mér þætti vænt um að fleiri gæfú sig fram og legðu eitthvað já kvætt til _ ekki alltaf neikvætt. Kjöt- fjöllin Grímur hringdi: Það er ljótt að lesa í DV aö hundruð tonna af nautakjöti liggi undir skemmdum í frysti- geymslum í landinu. En hvað með kindakjötið? Mér hefur ver- ið sagt að þar séu allt að 3000 tonn í geymslu. Auövitað á að gera eitthvað í málunum strax. Það má selja þetta við vægu verði til fólks eða gefa kjötið á sjúkrahúsin. Betra er að fá eitt- hvað fyrir kjötið en ekkert og verða svo að uröa ósköpin. „Heitt stríö“ b stað hins kalda? Steingrímur hringdi: Menn segjast furða sig á hug- mynd um um að efla hér tilfinn- ingu fyrir vömum landsins og koma upp innlendu varnarliði í einhverju formi. Gjarnan er svo bætt við að nú sé kalda stríðið yfirstaðið og því geti menn sofið rólegir hér á landi. Ég sé ekki betur en senn líði einmitt að því að í stað hins kalda stríðs verði bráðlega heitt í kolunum um gjörvalla Evrópu haldi fram sem horfir um átökin í Júgóslavíu. Samstiga morgunrásir Elfar hringdi: Ég hlusta ýmist á morgunút- varp Bylgjunnar eða rásar 2 áður en ég fer til vinnu. Mér finnst óþarft að báðar þessar stöðvar skuli vera samstiga með vissa þætti þama, algjörlega óþarfa. Ég nefni veðrið sem er síend- urtekið, upptalningu úr ein- hverju sem þeir nefna þarna Bók daganna, eða eitthvað álika, og svo upphringingu til Umferðar- ráðs. Þetta eru svona einhver drýgindi fyrir umsjónarmenn þáttanna, og ásamt með lögunum á milli verður tíminn til almenns spjalls og viðtala mun styttri. Morgimrásir þessara stöðva eru annars prýðilegar og umsjónar menn einnig. Bæði líflegir og óþvingaðir, og það er jákvætt. Kringlunni hrakar Ásta skrifar: Ég skrapp í Kringluna sl. sunnudag. Þar var ekki margt um manninn og ekki nærri allar verslanir opnar. Mér finnst Kringlunni hafa hrakað undan- farið að mörgu leyti. Það er ekki eins mikil snyrtimennska og skiltum og merkingum ábóta- vant. Ég minnist t.d. í svipinn að á einum stað stendur með áber- andi stöfum „lagaður ís“ í stað „heimalagaður" og eitt og annað í þessum dúr. Það er synd ef Kringlan og verslanir hennar berjast illilega í bökkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.