Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 28
Fóru þingmenn í kringum hlutina þegar þeir ákváðu sín laun? Mokum ekki til okkar úr sjóðum „Sagan sýnir að þingmenn hafa ekki verið að moka til sín úr opinberum sjóðum.“ Össur Skarphéðinsson þlngmaður, ÍDV. Mikil útgjöld „Þetta starf hefur í for með sér mun meiri útgjöld en ég hafði nokkru sinni ímyndað mér.“ Hjálmar Árnason þingmaður, f DV. Ummæli Ekki reyna við „dánlód" „Þetta er alvöru „stöff“ og í guöanna bænum ekki reyna við „dánlód" ef þið hafið eitt af þess- um hæggengu 9.400 bauda mótöldum.“ Internetfræðsla f Alþýðublaðinu. Leikum niðrímóti „Völlurinn er hálfgerð brekka. Við leikum niðrímóti í fyrri hálf- leik.“ Logi Ólafsson þjálfari f fréttum á RÚV. Söngur breyttist í hvell „Skyndilega heyrðum við söng í drifinu og tveimur kílómetrum síðar breyttist söngurinn í háan hvell.“ Hjörtur P. Jónsson rallökumaður, f Morgunblaðinu. Starf Flugbjörg- unarsveit- arinnar kynnt Kynningarfundur á starfi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður í kvöld kl. 20.00 I húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg. Kosningafundur AB Kynningarfundur vegna for- mannskjörs í Alþýðubandalag- inu verður á Egilsstöðum i kvöld kl. 20.30. Gengið um strönd Grafarvogs í kvöldgöngu HGH í kvöld verður gengið um útivistarsvæði og strönd Grafarvogs að Elliðaár- vogi. Mæting við Miðbakkatjald- ið kl. 20.00. Samkomur Fjöltefli Sofia Polgar teflir fjöltefli í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 í dag kl. 17.00. Öll- um heimil þátttaka. Einoka mæður börnin sín? Morgunverðarfundur Kven- réttindafélags íslands verður í Skrúð, Hótel Sögu, í fyrramálið kl. 8.15-9.45. Göran Wimmer- ström flytur erindi. Besti dagur ævi þinnar... ITC-Melkorka heldur fúnd í kvöld kl. 20.00 í Gerðubergi. Stef fundarins er: Besti dagur ævi þinnar er dagurinn í dag, ef þú notar hann rétt. 28 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER eða rigning Súld í dag verður suðvestlæg átt, sums staðar stinningskaldi suðvestan til í fyrstu en annars gola eða kaldi. Um landið sunnanvert og allra vestast á landinu verður súld eða rigning með köflurn. Norðanlands verður skýjað með köflum. Hiti verður á Veðrið í dag bilinu 8 til 16 stig í dag, hlýjast í innsveitum norðanlands. í nótt verður 5 til 9 stiga hiti. Á höfuð- borgarsvæðinu verður suðaustan- gola eða kaldi. Þá verður dálítil súld eða rigning með köflum og hiti 9 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.03 Sólarupprás á morgun: 6.46 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.04 Árdegisflóð á morgun: 9.22 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 5 Akurnes alskýjaó 8 Bolungarvík skýjaö 9 Egilsstaöir hálfskýjaö 8 Keflavíkurflugvöllur rigning 10 Kirkjubœjarklaustur alskýjaö 8 Raufarhöfn heiöskirt 4 Reykjavik súld 10 Stórhöföi súld 9 Bergen alskýjaö 13 Helsinki léttskýjaö 9 Kaupmannahöfn þoka 13 Ósló skýjaó 12 Stokkhólmur skýjaö 12 Þórshöfn alskýjaö 10 Amsterdam lágþokubl. 11 Barcelona þrumuveöur 16 Berlín skýjaö 15 Feneyjar skýjaö 18 Frankfurt rigning 15 Glasgow þokumóöa 11 Hamborg skýjaö 14 London þokumóöa' 10 Lúxemborg skýjaö 11 Madríd léttskýjaö 12 Mallorca þrumuv. 20 Montreal heiðskírt 18 New York alskýjaö 22 Nice þrumuv. 18 Nuuk rigning 2 Orlando skýjaö 25 París þokuruön. 9 Róm rigning 21 Valencia skýjaö 19 Vín skýjaö 16 Winnipeg heiöskírt 16 Ásgeir Sigurðsson rallökumaður: Ákveðin friðþæging að hafa náð settu marki „Ég tók þátt í fyrstu rallkeppn- inni í aprU 1978 en hef þó ekki ver- ið með öll árin síðan, hef sleppt úr einu og einu ári og jafnvel tveimur í röð,“ segir rallkappinn Ásgeir Sverrisson sem ásamt félaga sín- um, Braga Guðmundssyni, sigraði í alþjóðaraflinu um siðustu helgi. Er þetta fjórða árið í röö sem þeir sigra í þessu stærsta raUi sem haldið er árlega hér á landi. Ásgeir, sem sigraði fyrst í raU- keppni 1985, segist hafa keyrt á margs konar bUum: „Maður er bú- inn að fara allan stigann, byrjaði á druslu en endar svo á Metróinum sem ég hef keyrt i nokkur ár.“ Maður dagsins Það vekur athygli að alþjóðaraU- ið er fyrsta raUið sem Ásgeir og Bragi taka þátt í á þessu tímabUi: „Við höfum ekkert keppt á þessu ári fyrr en nú og kepptum heldur ekkert í fyrra. Það er lítið gaman að gera alltaf sömu hlutina aftur og aftur. Eftir að búið er að ná settu marki þá er komin ákveðin friðþæging, sem hægt er að una við.“ Ásgeir Sigurðsson. Ásgeir var spurður hvort næst væri ekki að fara í stóru röllin í út- löndum: „Sjálfsagt væri það rétt framhald en að fara í þessar stóru keppnir vex manni í augum. Þama eru margir á jötunni sem erfitt er að komast á.“ Ásgeir sagðist hafa æft vel fyrir alþjóðaraUið og sigurinn kom hon- um ekkert á óvart: „Við þekkjum orðið bflinn vel, enda búnir að vera á honum í fimm ár og svo erum við með snjaUan fagmann sem fer yfir bílinn. Hann gjörþekk- ir hvert einasta stykki í bílnum og fylgist vel með að aUt sé I fuU- komnu lagi.“ Hvað framtíðina vai'ðar sagði Ásgeir hana óráðna. „Þetta fer að veröa ágætt. Það liggur við að helmingurinn af ævinni hafl farið meira og minna í raUið.“ Ásgeir Sigurðsson vinnur hjá Tryggingu hf. og skoðar skemmda bUa og tjónmetur þá. Hann segist aUtaf furða sig á hve lítið pláss virðist vera fyrir bUana á götunum þegar litið sé á hve margir árekst- ara verða daglega en talið er að um fjörutíu árekstrar verði á hverjum degi: „Þetta er eins og stórfljót sem ekki er hægt að stoppa. AUtaf er það sami pakkinnn á hverju ári. Ef það er rólegt eina vikuna eykst bara fjöldinn þá næstu og eftir hvert ár kemur í ljós að árekstrum hefur ekkert fækkað." Ásgeir er giftur Þorgerði Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú böm, tvo stráka og eina stúlku. Myndgátan Hefur vaðið fyrir neðan sig DV Meistaraslagur í hand- boltanum Nú fer knattspymuvertíðinni að ljúka og við tekur handbolti og körfubolti. Handboltinn er þegar byrjaður og lauk Stór- Reykjavikurmótinu um síðustu helgi með sigri íslandsmeistara Vals. LítU er hvUdin hjá Vals- mönnum því í kvöld fer fram ár- leg viðureign mUli bikarmeist- íþróttir ara og íslandsmeistara og leikur Valur við KA á Akureyri. Fyrstu deildar keppnin í hand- boltanum hefst síðan á sunnu- daginn og verður þá fróðlegt að sjá hvemig liöin koma tU leiks en miklar breytingar hafa orðið á liðunum frá því sem var á síð- asta keppnistímabili. Skák Helgi Áss Grétarsson vann Smyslov glæsUega í 7. umferð Frið- riksmótsins. Grípum niður í skák- ina er leiknir hafa verið 20 leikir. Helgi Áss hafði hvítt og átti leik: 21. Da3+ Rd6 22. Hfdl De5 23. Hxd6! Hxd6 24. Hdl og Smyslov gafst upp. í dag er frídagur á mótinu en 10. og næstsíðasta umferð verður tefld á morgun, fimmtudag. Jón L. Árnason Bridge Á sunnudaginn var spilað silfurstigamót með þátttöku 24 sveita í Bridgesambandshúsinu, en spilað var með Monrad niðurröðun. Sigurvegari varð sveit sem kallaði sig „Fimm gúrkur" en hún vann góðan sigur á sveit Landsbréfa 1 lokaumferðinni. Spilarar í sigursveitinni voru Aðalsteinn Jörgensen, Jakob Kristinsson, Július Sigurjónsson, Magnús Magnússon og Sveinn R. Eiríksson. Hér er eitt spil úr keppninni sem kom fyrir í leik sveita Einars Jónssonar og Olafs Steinasonar. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, suður gjafari og a-v á hættu: * KDG862 * ÁD4 * K753 4 — * 54 * G963 * D9 * KD1086 * 109 «4 K * Á862 * ÁG9752 Suður Vestur Norður Austur 1+ pass lg pass 24 dobl redobl 2* pass pass 24 pass 3+ pass 34 pass 4é pass 64 p/h Opnun suðurs lofaði ójafnskiptri hendi og 11-15 punktum. Norður, Helgi Sigurðsson, sagði eitt grand sem var úttektarkrafa (game) og tvö lauf lýstu minnst 5 laufum. Vestur var djarfur þegar hann doblaði og norður bauð upp á að spila spilið redoblað. Austur flúðu i tvö hjörtu og suður sýndi tigullit sinn eftir spaðasögn norðurs. Helgi taldi líklegt aö vestur ætti töluvert af laufpunktum fyrir dobli sinu og hélt því að punktar suðurs myndu nýtast vel í slemmu. Austur átti erfitt með að finna útspiliö sem hnekkir slemmunni, spaðaás . og meiri spaða. Útspilið var lauf, Helgi drap á ás, tók hjartakóng, tígulás og kóng, ÁD'í hjarta, henti tveimur tíglum I blindum og trompaði tígul. Hann gaf því aðeins slag á spaðaásinn og gróðinn var 11 impar því samningurinn var 4 spaðar á hinu borðinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.