Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 3 Fréttir Kjaradeila rafiðnaðarmanna á Keflavíkurflugvelli 1 hnút: Álit ríkislögmanns raf- iðnaðarmönnum í vil starfsmannahald vamarliðsins neitar að taka það gilt Kjaradeila sú sem rafiönaðarmenn á Keflavíkurflugvelli standa í við varnarliðiö er komin í algeran hnút. Bandaríski herinn neitar að gera kjarasamninga við starfsmenn sína, hvar sem er í heiminum. Þess í stað er alltaf skipuð kaupskrárnefnd sem úrskuröar um kaup og kjör starfs- manna varnarliðsins og styðst þá við ákveðna viðmiöunarhópa í þjóðfé- laginu. Úrskurður kaupskrárnefnd- ar fyrr í sumar var rafiðnaðarmönn- um hagstæður í fyrsta sinn að þeirra sögn. Þá hafnaði launadeild varnar- liðsins úrskurði kaupskrárnefndar og sagði hana ekki hafa vald til slíks úrskurðar. Utanríkisráðherra, sem skipar í kaupskrárnefnd, leitaði eftir áliti rík- islögmanns um stöðu kaupskrár- nefndar og úrskurðar hennar í launamálunum á Keflavíkurflug- Island £/ $/ o . <?/ si Azoreyjar velh. Urskurðurinn er kominn en hefur ekki verið birtur opinberlega. Samkvæmt heimildum DV er hann raflðnaðarmönnum og kaupskrár- nefnd hagstæður. Að sögn Guðmundar Gunnarsson- ar, formanns Rafiðnaðarsambands- ins, hafa raflðnaðarmenn ekki fengið að sjá úrskurðinn. Hann hefur aftur á móti verið sýndur varnarliðinu. Samkvæmt heimildum DV hafnaöi varnarliöið úrskuröi ríkislögmanns og fór fram á að farið yrði í mál vegna þessa úrskurðar kaupskrárnefndar og álits ríkislögmanns. En þá vand- ast málið. Varnarliðið má ékki fara í mála- ferli hér á landi samkvæmt varnar- samningnum. Það er utanríkisráðu- neytið sem fer í mál fyrir hönd varn- arhðsins. En utanríkisráðherra skip- ar kaupskrárnefnd þannig að ef hann fer í mál fyrir vamarliðiö er það í raun utanríkisráðuneytið gegn utan- ríkisráðuneytinu. Slíkt gengur ekki upp og lögfræðingar ráðuneytisins eiga nú í hinum mestu erfiðleikum. Guðmundur Gunnarsson sagði í samtaU við DV að hann hefði ekki hugmynd um hvernig úrskurður rík- islögmanns liti út. Rafiðnaðarmönn- um hefur hins vegar verið lofað að þeir fái að sjá úrskurðinn áöur en þeir halda miðstjórnarfund næst- komandi föstudag. Á þeim fundi verður tekin ákvörðun um framhald þessa máls. „Varnarliðið hefur alltaf hafnað óskum okkar um beina kjarasamn- inga. En því verður að vera ljóst að annaðhvort semur það beint við okk- ur eða samþykkir úrskurð kaup- skrárnefndar. Ef ekki, þá blasa átök við,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. ...Einn á dag Línurnar í lag... Le Patch Megrunarplásturinn sem sló öll met hjá Sjónvarpsmarkaðinum nú fáanlegur beint. 4 VIKNA PKN 8 VIKNA PKN TITANhf kr. 2.490 kr. 4.490 TÍTANhf Lágmúla 7-108 Reykjavík Sími 581 4077 - Fax 581 3977 Frí heimsending um allt land ef greitt er með VISA/EURO 3 éí lýslmin há§@§§^á*¥i*pfllwl0Mi 327.500, Grandihf.: í skoðun að senda skip til búraveiða við Azoreyjar - um 1700 sjómílna siglingu „Þetta er eitthvað sem menn horfa á þegar fyrir liggur að fara þarf meira út fyrir landhelgina. í þeirri skerðingu sem verið hefur í karfa og grálúðu hljótum við að horfa meira út,“ segir Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda hf., aðspurður hvort fyrirtækið hyggist senda skip sín til veiða á búra við Azoreyjar. Samkvæmt heimOdum DV er fyrir- tækið með í skoðun að senda skip til veiða allt suður undir Azoreyjar. Þessar hugmyndir eru tilkomnar vegna árangurs færeysk-norskrar útgerðar sem stundað hefur þessar veiðar með ágætum árangri. í Fiski- fréttum í júní sl. er greint frá veiði- ferð sem Islendingur fór með skipi í útgerö þessara aðila. Þar kemur fram að togarinn Aiksnyne fékk allt að fjörutíu tonn í hali við Azoreyjar. Sigurbjöm segir ekkert vera ákveðiö um hvaða skip færu til þess- ara veiða ef af þeim verður. Grandi hefur yfir að ráða öflugum skipastól sem hentað gæti til þessara veiða. Um mánaðamótin næstu er togarinn Engey væntanlegur úr breytingum þar sem sett var í skipið heilfrysti- búnaður. Þar með gæti skipið hentað vel til þessara veiða. Búrinn er mjög verðmætur flskur en nýting hans er helsta vandamálið. Um 1700 sjómílur eru á þessar slóð- ir frá íslandi. Það er mun lengri leið heldur en í Smuguna en þangað eru innan viö 1000 sjómílur frá Aust- fjörðum. Besti veiöitíminn er frá því seinnipartvetrarogframávor. -rt Nordmende RP-46 er 46" sjónvarp með innbyssðum skjávarpa, textavarpi, 40 W masnara, 2 Scart- tensjum, S-VHS-tensi, flölkerfa móttöku (Pal, Secam 03 NTSC), tímarofa o.fl. (svartur skjár), íslensku textavarpi, 40 W Nicam Stereo Surround- masnara, 2 Scart- tensjum, Zoom o.fl. EUROCARD raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA T7I_ 24 MÁWAÐA INNKAUPATRYGCING - FRAMIJ3SGDUR ÁBYKGDARTÍMl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.