Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Áuglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir. 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugi@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Hamslaus veiðigræðgi Mælingar á afla sex íslenzkra skipa hafa sýnt, að mestum hluta Smugunnar í Barentshafi væri lokað, ef íslenzkar lokunarreglur giltu á þeim slóðum. í flestum tilvikum var smáfiskur meira en flórðungur aflans, sem mundi leiða til umsvifalausrar lokunar hér við land. Umgengni íslenzkra skipstjóra og sjómanna í Smug- unni yrði aldrei þoluð af yfirvöldum hér við land. Dæmi hefur verið nefnt um, að íslenzkur frystitogari hafa hent helmingi af 30 tonna hali í hafið. Að öðru leyti er talið, að íslenzku saltfisktogararnir séu einna verstir. Það eru lélegar málsbætur, þótt bent sé á, að um- gengni Norðmanna og ýmissa annarra sjómanna sé litlu betri á karfamiðum utan lögsögu á Reykjaneshrygg. Þar er verið að ganga að karfastofninum með sams konar smáfiskadrápi og á þorskstofninum í Smugunni. Á báðum stöðunum væri til bóta, að helzta strandrík- ið, í öðru tilvikinu ísland og í hinu Noregur, gæti ein- hliða sett strangari reglur um veiði á svæðinu og hald- ið uppi virku eftirliti með reglunum. Slíkt verður að gera einhliða og strax, því að stofnarnir eru í hættu. Því miður sýnir reynslan, að græðgi sjómanna og skipstjórnarmanna eru lítil takmörk sett. Það gildir ekki, að þeir séu færir um að vernda framtíðarhags- muni sína eins og veiðimenn eru sagðir hafa gert í fymdinni. Þeir fóma þeim hiklaust fyrir þrengstu stundarhagsmuni. Skipulag veiða við ísland er markað þeirri stað- reynd, að sjávarútvegurinn er ófær um að stunda sjálf- bærar veiðar. Allt kvótakerfið er byggt á þeirri stað- reynd, að flotvarpan hefði valdið algeru hruni nytja- flska við ísland, ef ekki hefði verið stofnað til þess kerf- is. Kvótakerfið hefur þó ekki megnað að snúa blaðinu við. Mikið er veitt af smáfiski utan kvóta og honum hent í sjóinn aftur, svo að hann lendi ekki í mælingum. Er áætlað, að fleygt sé tæpum þriðjungi þorskaflans til að standast vigt. Þetta er græðgi á geðveikisstigi. Til viðbótar kunna hugvitsmenn í sjávarútvegi ótal aðferðir við að færa til afla. Ýmist er, að hann flytzt af kvótaskipum yflr á banndagaskip eða þá að tegundir í afla breytast með dularfullum hætti, svo sem dæmin sýna. Kvótakerflð er hriplegt og úr sér gengið. Vegna græðginnar hafa stofnar minnkað og veiðin einnig. Rányrkja hefur gengið nærri dýrmætustu nytja- stofnunum. Samt halda sjómenn uppi sífelldri gagnrýni á veiðitakmarkanir kvótakerfisins og heimta meiri út- hlutanir. Græðgin jaðrar við sjálfseyðingarhvöt. Kvótakerfið er svo gallað, að það dugir ekki til að vemda framtíðarhagsmuni sjávarútvegsins gagnvart skipstjórnarmönnum, sem eru svo viðþolslausir af hamslausri græðgi, að þeir koma með verðlausan mokafla að landi, af því að þeir láta hann skemmast í lest. ítrekuð dæmi hafa komið fram um, að menn hamast svo við veiðar, að þeir missa ráð og rænu og átta sig ekki lengur á, að heildarverðmæti aflans minnkar við hvert mokhal, einfaldlega af því að aflinn lendir meira eða minna í bræðslu, þegar hann kemur að landi. Þjóðin á að taka fram fyrir hendur sjómanna og skip- stjórnarmanna. Hún á þann auð, sem þeir eru að eyði- leggja í friðleysi sínu. Hún á að ná til baka þeim verð- mætum, sem hún hefur trúað sægreifunum fyrir og þeir farið illa með eins og ótrúi þjónninn í biblíunni. Hvort sem kvótakerfi verður notað áfram eða nýtt kerfi tekið upp á rústum þess, verður að nást stjórn á hamslausri græðgi, sem einkennir fiskveiðar okkar. Jónas Kristjánsson Viöunandi lausn fannst og það verður enginn vandi að veiða ferðamenn næsta sumar. Ljon finnast uppi á öræfum Það vakti eðlilega talsverða undrun, en jafnframt hræðslu- blandna gleði hjá sumum, þegar fréttin barst um það í DV að fund- ist hefðu villt ljón sem öskruðu af reiði út í samfélagið I skógi undir Vatnajökli. Tveir ofurhugar úr Vík í Mýrdal, sem höfðu farið í skóginn í ævintýraferð á snjóbíl búnum fullkomnustu tækjum, heyrðu öskrin og kölluðu með fjar- símanum á björgunarsveit Varnar- liðsins. Séríslensk Ijón Hermennirnir sáu óðar að þarna voru á ferðinni þrjú ljón sem höfðu einhverra hluta vegna kró- ast inni í dal. Margir héldu í fyrstu að fréttin væri plat og sögðu: Hvað haldið þið að tÖ séu grimm ljón á okkar friðsama landi? Úr því Ameríkanarnir könnuð- ust ekki við tegundina var slegið föstu að þetta hlytu að vera sérís- lensk ljón. Það var engin leið að fá úr því skorið í stjórnkerfinu undir hvaða stofnun ljónin heyrðu eða hvaða mat ætti að gefa þeim. Þau litu hvorki við harðfiski né lamba- kjöti. Náttúruverndarráð bar enga Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur ábyrgð á framfærslu þeirra og Náttúrugripasafnið gat heldur ekki tekið við þeim, ljónin voru lif- andi og það mátti ekki drepa þau því lagcdega séð hefur enginn hér leyfi til ljónaveiða. Um þetta var mikið rætt og ekki komist að neinni niðurstöðu og sýndist sitt hverjum, þangað til einhver mundi að reiður ungur maður hafði sagt í blaðaviðtali og átti þá við sjálfan sig: Ef villt ljón fyndust hér á landi yrði þeim kennt að jarma. Þetta var auðvitað kveikjan að lausninni. Ljónin heyrðu undir heilbrigðisráð sem er á vegum heilbrigðisráðherra. Ljón eru bönnuð ... Það kom því í hlut heilbrigðis- stéttanna að leysa vandann. Að vísu var ekkert pláss fyrir ljónin á sjúkrahúsum af því að komið var að sumarlokun deOda. Það eru óskráð lög að íslendingar mega ekki hlusta á sígOda tónlist, ekki lesa bækur og aUs ekki leggjast á sjúkrahús á sumrin. Ljónin urðu líka að lúta þessu þótt þau urruðu. Ekki er að orðlengja að í ljós kom að ljón eru bönnuð á íslandi vegna sýkingarhættu svo þau voru feng- in í hendur meinatæknum og hreinsuð af hættulegu urri og kennt að jarma. Þannig fannst viðunandi lausn og allir urðu ánægðir. Svo enginn vandi verður að veiða ferðamenn næsta sumar. Land Ijónanna Setningin tO landkynningar er tO reiðu, jafnvel á tungu þeirra sem kunna ekki að koma fyrir sig orði. AUir geta sagt stoltir, heima og erlendis, við landa og útlend- inga: Sækjum ísland heim, land ljónanna sem jarma inn tO dala, út við sæ, í borg og bæ. Ljón sem jarma á öUum sviðum eru hvergi nema á íslandi! Guðbergur Bergsson „Það eru óskráð lög að íslendingar mega ekki hlusta á sigilda tónlist, ekki lesa bækur og alls ekki leggjast á sjúkrahús á sumrin. Ljónin urðu líka að lúta þessu þótt þau urruðu.“ Skoðanir annarra Velmegunin blasir við „Sá hluti þjóðarinnar, sem þrúgaður er af lágum launum og gluggapósti, fylgir fordæmi þingmanna sinna og heimtar viðunandi lífskjör, lægri skatta og hærra kaup. Baráttumóðurinn er magnaður á úti- fundum og hvarvetna eru viðbrögðin hin sömu . . . Fjárlögin hljóta að taka mið af skattalækkunar- og kauphækkunarstefnu Alþingis, og velmegunin blas- ir við þeim stóra hópi þjóðarinnar sem deilt hefur bágum kjörum með alþingismönnum sínum tO þessa.“ OÓ í Tímanum 19. sept. Atvinnuleysi - byggðapólitík „Á sama tíma og fólk er að flýja atvinnuleysi og hálfgerða eymd á íslandi birtast líka fréttir um að víða um land séu laus störf sem erfitt sé að manna . . . Ekki hef ég séð að neinn láti sér það til hugar koma að fara hina leiðina, nefnilega þá að flytja at- vinnuna þangað sem atvinnuleysið er mest og starf- andi hendur eru tfl staðar. Er þá komið að því atriði sem er sennOega hvað erfiðast úrlausnar í efnahags- lífi íslendinga - byggðapólitíkinni - en ef við ein- hverju á að hreyfa í henni er líkt og verið sé að nefna snöru í hengds manns húsi.“ Magnús Hreggviðsson í 6. tbl. Frjálsrar verslunar. Enginn flóttamaður til íslands „I hittifyrra tóku Norðulönd við 68 þúsund flótta- mönnum - meðan íslendingar skutu skjólshúsi yfir þrjá einstaklinga. Á síðasta ári - þegar Evrópa stóð frammi fyrir mesta flóttamannastraumi í háífa öld - kom ekki einn einasti flóttamaður til íslands. Það er löngu tímabært að íslendingar reki af sér slyðruorð- ið. Málið er nú í höndum Páls Péturssonar og þess er vænst að hann geri tfllögur Flóttamannaráðs að sínum. Jafnframt þarf að marka stefnu tO næstu ára.“ Úr forystugrein Alþbl. 19. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.