Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Qupperneq 13
a MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 Hugleiðingar um hernaðarbrölt Þegar ég heyrði fyrst talað um þá furðulegu hugmynd Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á dögunum, hvort ekki væri rétt að koma á stofn þúsund manna varnarliði, eða her á Islandi, brá mér satt að segja nokkuð þegar tekið er tillit til þess að Björn Bjarnason er sá maður hérlendis sem talinn er hafa einna besta þekkingu á alþjóðlegum utanríkis- og varnarmálum, maður sem nýt- ur alþjóðlegrar virðingar á því sviði að sagt er. Ekki ný hugmynd Hugmynd Björns, sem ég tel frá- leita, er að vísu ekki ný, hún hefur verið að skjóta upp kollinum manna á miUi af og til síðustu ára- tugina. Mætti ætla að samstarfið við Nato og herstöðina á Keflavík- urflugvelli, sem lengst af hefur verið þjóðinni sú vörn sem dugað hefur hvað best í varnarlegu tilliti, væri í verulegri hættu. Getur ver- ið að Bjöm Bjarnason sé nú að koma til okkar skilaboðum um að breytingar séu í vændum? Getur verið að uppi séu hugmyndir inn- an Nato um að loka eða draga verulega úr vörnum landsins og starfi varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli? Björn Bjarnason veit vel að þús- und manna íslenskt varnarlið eða her, sem koma ætti í stað varnar- liðs Nato á Keflavíkurflugvelli, myndi kosta tugi eða hundruð milljarða. Hvar á að afla þess fjár? Þjóð sem nú berst í bökkum við að viðhalda ríkisbákninu og notar til þess þá óhugnanlegu aðferð að hálfsvelta þorra landsmanna. Þjóð sem ekki getur sómasamlega séð eldri og lasburða þegnum sínum fyrir sæmilegu viðurværi er að tala um að stofna þúsund manna varnarlið eða her á íslandi. Þetta er grátbroslegt. Hvern er Björn Bjarnason að blekkja? Guðsmaður gegnir kalli í Morgunblaðinu 13. sept. sl„ á blaðsíðu 28, má lesa athyglisverða grein, skrifaða af guðsmanninum Kjallarinn Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryfirlögregluþjónn gæti sannað, að betur draga tveir fuglar í hreiður en einn. Það er nú ekki ónýtt fyrir Björn Bjarnason að hafa guðsmanninn Heimi Steinsson með sér í þessu undar- lega hervæðingarbrölti. Ekki verð- ur á guðsmennina logið. Fjárskortur Ég sem þetta skrifa er lögreglu- sl. áramótum eins og lög gera ráð fyrir. Landhelgisgæslan mun einnig búa við þröngan kost að sagt er, og svo mun einnig vera með Tollgæsluna. - Svo tala menn um að stofna þúsund manna vam- arlið eða her fyrir milljarða. Væri ekki nær að búa sæmilega að því sem við höfum og láta hug- leiðingar um hervæðingarbrölt „Mætti ætla aö samstarfið viö Nato og herstöðina á Keflavíkurflugvelli, sem lengst af hefur verið þjóðinni sú vörn sem dugað hefur hvað best í varnarlegu tilliti, væri í verulegri hættu.“ og fv. Þingvallaklerkinum og nv. útvarpsstjóra Heimi Steinssyni. Ég hvet alla til að lesa þessa undar- legu grein. Hún sannar svo ekki verður um villst að Björn Bjarna- son hefur sér við hlið góðan liðs- mann í þessu undarlega máli, sem maður í Reykjavík, hef verið það frá 1958, og þekki því nokkuð til mála. Ég vil leyfa mér að fullyrða að lögreglan i landinu er hálflöm- uð vegna fjárskorts til starfsemi sinnar og lögreglumenn hafa ekki fengið þau laun sem þeim ber frá fyrir björg? Við Björn Bjarnason og Heimi Steinsson vil ég segja þetta að lokum. Tvennt gefur til kynna veikleika, að þegja þegar rétt er að tala og að tala þegar rétt er að þegja. Hilmar Þorbjörnsson Getur verið að uppi séu hugmyndir innan Nato um að loka eða draga verulega úr vörnum landsins og starfi varnarliðsins? spyr greinarhöfundur. Dómskerfi ÍSÍ í Sambandsstjórnarskýrslu ÍSÍ 21. apríl 1995 birtist grein um mál- efni Skotsambands íslands þar sem minnst er á margra ára erfið- leika í störfum og stjórn STÍ. I greininni er einnig minnst á að seta dómara í íþróttadómstólum taki gífurlegan tíma vegna kæru- mála sem „langt hafa“ . . . „geng- ið“. „Óskráðar reglur" Hér mun vera átt við.kærur frá mér sem ég hef þurft að leggja fram á undanfórnum árum vegna margvíslegra meintra brota fyrrv. stjórnar STÍ á reglum og lögum íþróttarinnar og vegna margvís- legra meintra ósanninda stjórnar- innar í íþróttaskýrslum, til íjöl- miöla o.fl. íþróttadómstólar hafa sinnt kærunum með þeim endemum að þeir hafa ekki enn leyft málflutn- ing (sókn og vörn) í einu einasta máli. Og hafa ekki. leyft vitna- leiðslu í einu einasta máli. Þeir hafa ekki þingfest eitt einasta mál svo vitað sé (a.m.k. ekki að kær- anda viðstöddum). Þeir hafa í engu máli, þar til í apríl 1995, sýnt kær- Kjallarinn Carl J. Eiríksson verkfræðingur anda gögn frá gagnaðila fyrr en eftir aö málunum var lokið. Þeir hafa gróflega brotið ákvæði ÍSÍ um tímafresti á einstökum þáttum málsmeðferðar (einn dómari við- urkenndi það sjálfur). I flestum málunum hefur kærandi ekkert heyrt frá dómstólunum fyrr en eft- ir margra mánaða bið, t.d. ellefu mánaða bið í einu máli sem eftir þá bið var vísað frá. Þeir hafa tek- ið við fyrirmælum frá fram- kvæmdastjóra ÍSÍ um það hvaða „óskráðar reglur" giltu í íþróttun- um sem þeir síðan dæmdu eftir, þótt „óskráðar reglur“ fram- kvæmdastjórans stönguðust á við gildandi reglur frá þingi ÍSÍ. - Og þeir hafa vísað frá nærri öllum kærumálum mínum, þar með þremur málum sem lausnir feng- ust á eftir öðrum leiðum, sem sönnuðu að ég fór með rétt mál í þeim öllum. Ný stjórn? Þessi framkoma dómstólanna segir mér að dómskerfið innan ÍSÍ sé gjörsamlega í molum og íþrótt- unum til skammar. Síðan koma menn og þykjast al- saklausir og bera því við að málin myndu taka „gífurlegan tíma“. Öll málin má að mínu áliti leysa á ein- um degi ef vilji er til þess. Framkvæmdastjóri ÍSÍ gefur i skyn í grein sinni að með ,,nýrri“ stjórn STÍ ætti allt að vera komið í lag í skotíþróttinni. En sú „nýja“ stjórn, sem var kosin á skotþing- inu 16. jan. 1995 (sem fór fram á ólöglegum tíma eins ög öll önnur skotþing á síðasta áratug), var nú ekki nýrri en svo að fjórir af fimm mönnum í henni höfðu allir verið í stjórn STÍ áður! Carl J. Eiríksson „Síöan koma menn og þykjast alsaklausir og bera því viö að málin myndu taka „gíf- urlegan tíma“. Öll málin má að mínu áliti leysa á einum degi ef vilji er til þess.“ Guömundur Stein- grimsson, formað- ur stúdentaráðs H.Í. Á SHI að fá hluta af inn- ritunargjöldum H.Í.? Tvímælalaust „Stúdenta- ráð hefur tví- mælalaust um- sjón með starf- semi sem er nauðsynleg í Háskólanum. Að mínu mati er starfsemi ráðsins, ásamt starfsemi Fé- lagsstofnunar stúdenta sú eina sem á tilkall til þess að fá hluta af innritunargjöldunum. Ef peningar, sem eru innheimtir af stúdentum við skráningu í skólann, eiga að renna til ein- hvers þá er það auðvitað helst til þeirrar starfsemi sem miðar að því að tryggja réttindi og jafna aðstöðu stúdenta. Stjórnvöld hafa ákveðið að leggja 24 þúsund króna skrásetn- ingargjald á stúdenta. Þetta er gert gegn vilja háskólaráös og stúdentaráðs en báðir aðilar hafa lýst því yfir að upphæðin sé allt of há. Áður var gjaldið 7 þús- und krónur, upphæð sem menn gátu sætt sig við og hluti þess rann til stúdentaráðs. Eina nýbreytnin núna er sér- stakur samningur milli stúd- entaráðs og háskólaráðs um þaó hvernig þessum fjármunum verður varið. Af því tilefni var borin upp til atkvæða í stúdenta- ráði sérstök ályktunartillaga sem áréttar sjálfstæði ráðsins og að það skuli lúta vilja stúdenta hér eftir sem hingað til. Þessa til- lögu samþykktu Vökumenn ekki, gengu út af fundi og halda því nú fram að Röskva hafi selt sjálfstæði ráðsins undir háskól- ann. Þetta er fáránlegur mál- flutningur." Siöferðilega rangt Gísli Martelnn Baldursson, fulltrúi vöku í stúdentaráði H.Í. „Við Vökumenn teljum að með því að háskólinn borgi stúd- entaráði fyrir ákveðna þjón- ustu þá sé ráð- ið að selja sjálfstæði sitt undir háskóla- yfirvöld. Við teljum að stúd- entaráð eigi að vera frjálst hagsmuna- gæslufélag stúdenta sem megi ekki undir neinum kring- umstæðum vera háð hagsmun- um einhverra annarra aðila, allra síst þeirra sem kunna að hafa andstæða hagsmuni. Það er opinber stefna stúd- entaráðs að vera á móti innrit- unargjöldum. Röskva ályktaði um það mál síðast í vor en Vaka hefur alla tíð haft þessa stefnu. Það skýtur því mjög skökku við þegar forsvarsmenn stúdenta- ráðs eru tilbúnir að taka hluta af þessum innritunargjöldum í eig- in vasa. Þetta er eins og að segja að það sé siðferðilega rangt að stela en fyrst það er stolið á ann- að borð þá sé eins gott að maður njóti þess sjálfur. Mér finnst sjálfsagt að stúd- entar fái að ráða því sjálflr hvort þeir séu í stúdentaráði. Mennta- málaráðuneytið hefur úrskurðað að ráðið sé félag og í stjórnar- skránni er kveðið á um rétt manna til að standa utan félaga. Við Vökumenn teljum stúdenta- ráð mjög mikilvægt en ráðið get- ur hins vegar auðveldlega aflað sér sjálft nægjanlegra tekna til starfseminnar, til dæmis með frjálsum félagsgjöldum." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.