Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Page 24
36 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 ftr Það er eftirsótt að vera alþingis- maður. Þarf að hækka laun í eftirsótt starf? „Ég get gert orð nágranna mlns að mínum; hann skilur ekki af hverju er verið að hækka þessi laun eins og menn sækjast eftir starfinu." Tryggvi Skjaldarson, í Alþýöublaðinu. Verður að semja við álfana „Það er í mínum huga engin spurning að það eru til álfar en það sem fólk áttar sig ekki á er að það er hægt að semja við þá.“ Regína Hallgrímsdóttir, í DV. Ummæli Erlent fjármagn „Menn verða að fara að átta sig á því að það þarf að hleypa erlendu fjármagni í sjávarútveg- inn.“ Einar Víglundsson, í DV. Af hverju fellur regnið? „Ég var einu sinni spurður. Af hverju skrifarðu? Ég svaraði: Af hverju feUur regnið til jarðar?" Cees Nooteboom, í Alþýðublaðinu. Freistandi að hafa marga leikara „Það hefur jafnað freistað mín að nota mikinn fjölda leikara i verkum mínum og hingað til hef ég komist upp með það.“ Ólafur Haukur Símonarsson, í DV. Al Jolson syngur Sonny Boy í The Singing Fool sem var fyrsta talmyndin sem sýnd var á ís- landi. Fyrstu bíósýn- ingar á íslandi Á margan hátt er þess minnst að eitt hundrað ár eru frá því fyrsta kvikmyndin var gerð. ís- lendingar voru frekar seinir að tileinka sér þessa nýju menn- ingu en þó er talið að fyrsta kvik- myndasýningin hafi farið fram í Iðnaðarmannahúsinu árið 1903 og voru myndirnar sem sýndar voru frá Noregi. Talmynd var fyrst sýnd hér á landi 1. september 1930, bæði í Gamla bíói og Nýja bíói. í Nýja bíói var það The Singing Fool með A1 Jolson í aðalhlutverki. Blessuð veröldin Fyrsta íslenska talmyndin Þann 13. janúar 1949 var frum- sýnd í Reykjavík fyrsta íslenska kvikmyndin með tali. Mynd þessi var Milli fjalls og fjöru eft- ir Loft Guðmundsson ljósmynd- ara. Aðallleikarar í myndinni voru Brynjólfur Jóhannesson, Alfreð Andrésson, Gunnar Eyj- ólfsson og Inga Þórðardóttir. Löngu áður hafði fyrsta leikna myndin verið tekin upp hér á landi. Var það Saga Borgarættar- innar sem gerö var eftir skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar. Talsverð rigning vestanlands I dag verður vaxandi sunnanátt. Stinningskaldi og talsverð rigning verður vestanlands um hádegi og þar má búast við allhvössum eða hvössum vindi með áframhaldandi rigningu og súld þegar líður á dag- inn. Um landið austanvert verður stinningskaldi eða allhvasst og fer Veðrið í dag að rigna undir kvöldið. Gengur í hvassa suðvestanátt um landiö sunnanvert í kvöld og nótt en norð- antil verður vestan- og suðvestan stinningskaldi eða allhvasst. Skúrir verða þá um allt vestanvert landið. Hiti á bilinu 9 til 15 stig. Á höfuð- borgarsvæðinu verður allhvasst eða hvasst og talsverð rigning síðdegis en snýst í hvassa suðvestanátt með skúrum í kvöld og nótt. Hiti 7 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.38 Sólarupprás á morgun: 7.06 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.51 Árdegisflóð á morgun: 4.19 Heimild: Aimanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjaö 9 Akurnes skýjaó 4 Bergsstaöir alskýjaö 9 Bolungarvík rigning 8 Egilsstaðir skýjaó 6 Keflavíkurflugvöllur alskýjaö 8 Kirkjubœjarklaustur skýjaö 7 Raufarhöfn skýjaó 7 Reykjavík alskýjaö 8 Stórhöföi alskýjaö 8 Bergen skýjaó 8 Helsinki þokuruön. 3 Kaupmannahöfn rigning 13 Ósló léttskýjaö 3 Stokkhólmur léttskýjaó 5 Þórshöfn skýjaö 9 Amsterdam þokumóöa 14 Barcelona hálfskýjaö 16 Feneyjar rigning 16 Frankfurt skýjaó 13 Glasgow þokuruón. 8 Hamborg þokumóöa 12 London rign/súld 16 Los Angeles þokumóóa 18 Lúxemborg skýjaö 12 Madríd þokuruón. 7 Mallorca léttskýjaö 20 Nice leiftur 19 Nuuk súld 1 Orlando léttskýjaö 25 París rigning 14 Róm skýjað 22 Valencia léttskýjaó 14 Vin þoka 13 Winnipeg heiöskirt 0 Sigvaldi Óskar Jónsson, höfundur bókar um Windows 95: Kennsluefni sem varð að bók „Vinnan við þessa bók er eigin- iega framhald af vinnu sem ég vann fyrir Tölvufræðsluna þar sem ég kenndi. Við vorum ekki sáttir við það kennsluefni sem við höföum um Windows 3,1 og ég vann upp kennsluefni sem varð að bók. Bókin gekk mjög vel og það lá eiginlega beint við að skrifa nýja bók um Windows 95,“ segir Sig- valdi Óskar Jónsson, rafmagns- verkfræðingur og einn af eigend- um tölvuverkfræðistofunnar Prím. Hann hefur sent frá sér veglega bók um hið nýja kerfl Windows 95 en þetta kerfi hefur verið mikið í umræðunni mn tölvur að undan- Maður dagsins fornu og sýnist sitt hverjum um gæði þess. Sigvaldi sagði að hann hefði í gegnum starf sitt fylgst vel með þróun Windows 95: „Ég hef allt frá árinu 1993 verið að vinna með gögn um kerfið en þróunarfyrir- tæki eins og Prím fá beint frá Microsoft með löngum fyrirvara allar breytingar sem verða. Fyrst var hugmyndin að þessi nýja bók Sigvaldi Óskar Jónsson. yrði nokkurs konar uppfærsla á þeirri eldri en niðurstaðan var að breytingarnar voru það miklar á útlitinu að ég endaði með alveg nýja bók sem er þó með sömu upp- byggingu." Um Windows 95 sagði Sigvaldi: „Það er mjög misjafnt hvað mönn- um finnst um kerfið. Að mínu áliti er þetta i langflestum tilfellum betra kerfi én það gamla. Ég er þegar farinn að kenna á kerfið og það virkar mjög vel á byrjendur og er ég fljótari að koma nemendum af stað. Þeir sem eru aftur á móti vanir ööru kerfi hanga dálítið í því og eru lengur að komast upp á lag- ið.“ Sigvaldi stofnaði ásamt þremur félögum sínum Prím fyrir ári og sagðist hafa verið að halda uppi á ársafmælið fyrir nokkrum dögum. „Við erum fjögur sem stofnuðum fyrirtækið, þrír eru hér heima og einn í Bandaríkjunum. Við hitt- umst í háskólanum, vorum þar við vinnu og ákváðum að fara út í að stofna fyrirtæki. Við erum lang- mest í sérhæfðri hugbúnaðar- vinnu.“ Sigvaldi sagðist hafa haft lítinn tíma fyrir áhugamál undanfarið ár: „Allur tími minn hefur farið í vinnuna og gerð bókarinnar. Ég var þó nokkuö í íþróttum áður fyrr og var í björgunarsveit og fór í fjallaferðir en þetta hefur allt orðið að víkja að sinni.“ Eginkona Sig- valda er Sigurbirna Sigtryggsdótt- ir, grunnskólakennari í Laugar- nesskóla. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1320: Eldfæri Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki Önnur um- ferð í hand- boltanum Síðastliðið sunnudagskvöld var leikin fyrsta umferð í 1. deild handboltans og voru margir spennandi leikir háðir sem lofa góðu um framhaldið í vetur og óvænt úrslit litu dagsins ljós. í kvöld verður síðan leikin önnur umferðin. í Garðabæ tek- íþróttir ur Stjarnan á móti íslandsmeist- urum Vals. KR ieikur gegn FH í vesturbænum, á Akureyri eigast við KA og Afturelding, á Sel- tjarnamesi leika Grótta og Sel- foss, í Hafharfirði Haukar og Víkingur og í Vestmannaeyjum ÍBV og ÍR. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. Skák Hótunin Bc2 með ógnunum að svarta kónginum virðist gefa hvítum betra tafl í meðfylgjandi stöðu, sem er frá stórmeistaramóti í Kaupmanna- höfn á dögunum. En svartur á leikinn og það gerir gæfumuninn. Staðan kom fram í skák Kínverjans Wang Zili, sem hafði svart, og Danans Lars Schandorff. Hvað leikur svartur? 1. - Bel!! og nú eru hvítum skyndi- lega allar bjargir bannaðar. Ef 2. Hxel Hf2+ 3. Kh3 H7f3+ og mátar. 2. Hxf6 Dg3+ 3. Kfl Hxf6+ 4. Ke2 Rb4 og hvítur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Þetta spil úr úrslitakeppninni í bik- arkeppni BSÍ um síðustu helgi vakti mikla athygli. Það kom fyrir í tveimur leikjum í undanúrslitum. Annars veg- ar i leik VÍB og Samvinnuferða - og hins vegar i leik Hjólbarðahallarinnar og +Film þar sem það réö úrslitum um niðurstöðu leiksins. Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson náðu 6 spöðum á hendur NS, en samningur- inn var 4 spaðar á hinu borðinu í leik Samvinnuferða og VÍB. Sagnir gengu hins vegar þannig í opnum sal í hinum leiknum, AV á hættu og vestur gjafari: * K7 * K10852 + KD64 * D5 * 4 •* 97 * 85 * ÁG1087432 * ÁD86532 •* Á43 * ÁG * K Vestur Norður Austur Suður Einar Valur Jónas Guðmundur 3* pass pass 44 p/h Guðmundur valdi að stökkva i 4 spaöa og Valur átti erfitt með aö finna framhald með ásalausa hendi og tvö spil í laufí. Sagnir gengu á annan hátt í lokuðum sal: Vestur Norður Austur Suður Jakob Hjalti Sigurður Eiríkur 3* 3+ pass 4G pass 5* pass 6+ p/h Hjalti ákvað að koma létt inn á á þremur hjörtum og Eiríkur fór beint í ásaspumingu og sagði síðan hjarta- slemmuna sem óhjákvæmilega fór einn niður. Spilið skapaði 22 impa sveiflu í leiknum (síðasta spilið í leiknum) en sveit Hjólbarðahallarinn- ar tapaöi leiknum með 19 impa mun. Spurningin er hvort 3 spaöar hefðu ekki verið betri sögn hjá Eiríki (eðli- legt að það sé kröfusögn) og þá hefði hugsanlega veriö hægt að stýra spilinu í 6 spaða. Ef þrjú lauf eru pössuð yfir tO suðurs, er dobl sennöega besta sögnin til að segja síðar fjóra spaða og eiga þannig möguleika á að ná réttri slemmu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.