Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 37 I>V Gunnar Gunnarsson er einn þeirra sem segja sögu í kvöld. Sögukvöld- í Kaffiieik- húsinu í kvöld verður í Kaffileikhús- inu I Hlaðvarpanum sögukvöld en dagskrá þessi er samstarfs- verkefni Rithöfundasambands íslands og Kaffileikhússins og er tilgangurinn að fá fólk úr öllum áttum til þess að koma saman, Atburðir hlýða á góðar sögur og rækta um leið þá sagnahefð sem býr með þjóðinni. Sögukvöld verða annan hvern miðvikudag í vet- ur. Sögumenn kvöldsins eru Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Hildur Finnsdóttir prófarkalesari og Sigurður Val- geirsson ritstjóri. Fram- kvæmd Gatt- samnings ins Ungir jafn- aðarmenn boða til fund- ar umfram- kvæmd Gatt- samningsins í Ingólfscafé í kvöld kl. 20.30. Frum- mælend ur eru Jón Baldvin Hannibalsson og Árni M. Mathiesen. Kynningarfundur Málfreyja Málfreyjur á íslandi halda kynningarfund í Iðnskólanum i kvöld kl. 20.00. Gengið inn um aðaldyr. ITC deildin Björkin Fundur verður í kvöld kl. 20.30 að Sigtúni 9. Gestur fundar er Unnur Arngrímsdóttir. ITC Fífa ITC Fífa í Kópavogi heldur kynningarfund að Digranesvegi 12 í kvöld kl. 20.15. Fundurinn öllum opinn. Samkomur ITC Korpa ITC Korpa í Mosfellsbæ held- ur fund í kvöld kl. 20.00 í safn- aðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti. Afmælisganga Hafnar- gönguhópsins í tiíefni þriggja ára afmælis hópsins verður slegiö á léttari strengi hjá Hafnargönguhópn- um. Mæting er við Miðbakka- tjaldið kl. 20.00. Eftir göngu verður boðið upp á afmæliskaffi í Miðbakkatjaldinu. Gaukur á Stöng: Hress tónlist frá Sól Dögg Gaukur á Stöng býður upp á lifandi tónlist í kvöld eins og önnur kvöld og nú er komið að hljómsveitinni Sól Dögg sem leikur í kvöld og annað kvöld. Sól Dögg leikur hressa tónlist og má þar nefna disco, funk, rokk og aðra tónlist sem er dansvæn. Sól Dökk gerði víðreist um landið í sumar og lék við mikla hrifhingu í Skemmtanir mörgum samkomhúsum. Meðlimir hljómsveitar- innar eru: Bergsveinn Arel- íusson, söngur, Ásgeir Ás- geirsson, gítar, Baldwin A.B. Aalen, trommur, Eið- ur Alfreðsson, bassi, og Stefán H. Henrýsson, hljómborð. Sól Dögg leikur dansvæna tónlist á Gauknum í kvöid. Vegir í góðu ásigkomulagi Þjóðvegir landsins eru í góðu ásigkomulagi en þar sem ný klæðn- ing er á vegum getur verið steinkast. Nýbúið er að setja lag á hluta af leiðinni Reykjavík-Hval- Færð á vegum fjörður. Þá er einnig enn verið að lagfæra nokkrar leiðir og er það merkt sérstaklega. Enn er sumarfærð á hálendisveg- um vegna góðrar tíðar. Flestir vegir eru sem fyrr aðeins fyrir fjallabíla en hægt að komast einstaka leiðir á venjulegum bílum. Má þar nefna Kjalveg sunnan og norðan, veginn í Landmannalaugar, um Kaldadal, Uxahryggi og Djúpavatnsleið. Ástand vega O Hálka og snjór H Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q} LokaðrSt°ÖU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum Bróðir Steingríms Myndarlegi drengurinn á mynd- Hann reyndist vera 4350 grömm að inni fæddist á fæðingardeild Land- þyngd og 55 sentímetra langur. For- spítalans 9. september kl. 4.10. eldrar hans eru Hlíf Steingríms- dóttir og Eyjólfur Kristjánsson. Hann á einn bróður, Steingrím, sem er 4 ára. Barn dagsins Virginia Ledoyen leikur Christine í L’Eau Froide. Kalt vatn í tilefni 100 ára afmæli kvik- myndarinnar munu Háskólabíó og Hreyfimyndafélagið standa fyrir 100 kvikmyndasýningum á nýjum og gömlum kvikmyndum og var fyrsta kvikmyndin L’Eau Froide (Kalt vatn) sýnd í fyrsta skipti í gærkvöld. í dag verða síðan tvær sýningar. L’Eau Froide (Kalt vatn) er eftir Olivi- er Assayas og var valin í aðal- keppnina á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1994. Myndin segir frá tveimur tán- ingum í París sem verða ást- fangnir. Gilles er að kafna yfir ráðríki föður síns þar sem faðir- inn neitar að viðurkenna þá staðreynd að barnið hans er að verða fullorðið. Líf Christine er Kvikmyndir ekki betra. Hún er skilnaðar- barn og eru fósturfaðir hennar og móðir hennar í endalausu stríði við föður hennar um for- ræði yfir henni. Leið og pirruð á yfirgangi fullorðna fólksins leita táningarnir á önnur mið: stela úr búðum, skemma eigur ann- arra og gefa skít i skólann. Nýjar myndir Háskólabíó: Casper Laugarásbíó: Dredd dómari Saga-bíó: Bad Boys Bióhöllin: Ógnir í undirdjúpun- um Bíóborgin: Umsátrið 2 Regnboginn: Braveheart Stjörnubíó: Tár úr steini Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 223. 20. september 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,160 66,500 65,920 Pund 102,340 102,860 102,230 Kan. dollar 48,590 48,900 49,070 Dönsk kr. 11.5200 11,5810 11.5690 <- Norsk kr. 10,2030 10,2600 10,2540 Sænsk kr. 9,3070 9,3590 9,0210 Fi. mark 14,9690 15,0580 15,0930 Fra. franki 12,9730 13,0470 13,0010 Belg. franki 2,1683 2,1813 2,1824 Sviss. franki 55,1400 55,4400 54,4900 Holl. gyllini 39,8100 40,0400 40,0800 Þýskt mark 44,6100 44,8300 44,8800 It. líra 0,04102 0,04128 0,04066 Aust. sch. 6,3390 6,3790 6,3830 Port. escudo 0.4281 0,4307 0,4323 Spá. peseti 0,5212 0,5244 0,5246 Jap. yen 0,63820 0.64200 0,68350 irskt pund 104,530 105,180 104,620 SDR 97,00000 97,58000 98,52000 ECU 83,5900 84,0900 84,0400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan Lárétt: 1 kvendýrið, 8 mjög, 9 skref, 10 lækkun, 11 stjökuðu, 12 gnýr, 13 borða, 14 haldi, 16 egg, 17 átt, 18 gælu- nafn, 20 afkvæmi. ^ Lóðrétt: 1 svaladrykkur, 2 hámark, 3 skrökvuðu, 4 nef, 5 kvöld, 6 veiðar- færi, 7 skammir, 12 andvarpa, 13 eimyrja, 15 lána, 19 fæddi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þróttur, 7 víl, 8 ilma, 10 Emil, 11 æru, 12 rangt, 13 æf, 14 sneið, 15 leir, 16 man, 17 ál, 18 óðara. Lóðrétt: 1 þverslá, 2 rima, 3 ólinni, 4 tilgerð, 5 umræða, 6 raufma, 9 læti, 14 sel, 16 MA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.