Þjóðviljinn - 24.12.1954, Qupperneq 12
12
Brotalöm í Hafnarfjarðarhrauni — Séð af Smyrlabúð Norðaustur í Hjalla
Hraunið rann frá hœgri til vinstri.
röskan kílómetra frá upptökun-
um; þá er hún öll sigin í jörð
Þessa skömmu leið rennur hún
eftir hrauni, sem er ættað úr
Búrfelli og virðist helzt jafr;
gamalt Hafnarfjarðarhrauríi
eða með öðrum orðum hluti af
því. En einnig í miðri höfuð-
kvísl Hafnarfjarðarhrauns,
hjá Gjáarrétt norðvestur frá
Búríelli, sér í vatn niðri í djúp-
um gjám, og í þvi vatni et
mjög greinilegur straumur til
suðv'esturs. Áður en Hafnar-
fjarðarhraun rann, hlýtur allt
þetta vatn, sem nú rennur um
upptakasvæði þess — bæði of-
anjarðar (í Kaldá) og neðan-
jarðar (í gjám) — að haf?
runnið ofanjarðar — sem vatna
fall — þá leið, sem hraunií
rann síðan. Við getum kallað
þetta vatnsfall „Fornu-Kaldá“.
Að líkindum hefur hún verið
drjúgum meira vatn en sú
Kaldá, sem við þekkjum nú,
því að botn hinnar fornu Kald-
ár lak ekki vatninu. Hún rann
eftir hraunlausum dal undir
Vífilstaðahlíð norður að Vífils-
staðatúni. En hvar rann hún í
sjóinn? Hraunið gefur okkur
einnig ákveðna bendingu um
það: Meginhluti þess féll út í
Hafnarfjörð. Og þar sem
hraunið er þykkast, þar ligg-
ur árfarvegurinn enn undir
því. Forna-Kaldá hlýtur að hafa
runnið í Hafnarfjörð. £n þá
var fjörðurinn lengri en nú,
ekki af því að sjórinn stæði
hærra — hann var lækkaður
niður að núverandi sjávarmáli,
áður en hraunið, rann — heldur
styttist fjörðurinn við það, að
hraunið fyllti upp í innstu voga
hans. Ekki verður vitað með
vissu, hvar fjörðurinn endaði.
Ef til vill hefur hann náð lang-
leiðina upp að Vífilsstöðum, ef
til vill skemmra. Vitaskuld
mætti kanna þetta með því að
bora gegnum hraunið og finna
hvar undirlag þess kemst upp
fyrir sjávarmál. Að sjálfsögðu
hefur innsti hluti fjarðarins
verið grunnur. Hann hefur
smám saman verið að fyllast
af -framburði Fornu-Kaldár.
Trúlegt er, að þar hafi verið
leirur og mikið útfiri, og ef til
vill voru grösugir óshólmar
milli árkvíslanna. En nú er
þetta allt innsiglað af hraun-
inu, nema sá leirinn, sem lengst
barst út eftir firðinum. Hann
stendur út undan hraunbrún-
inni og þekur þar fjarðarbotn-
inn í þykku lagi. Það leirlag
hefur reynzt heldur ótraust
undirstaða undir hina nýju
hafnargarða. Þeir hafa -hvað
eftir annað sigið og sprungið.
Af því, sem ég hef nú sagt
frá Búrfelli og Hafnarfjarðar-
hrauni, mætti ætla, að Hafnar-
fjarðarbæ stafaði , nokkur
hætta af eldgosum og hraun-
flóðum; Þá leið, sem hraun hef-
ur 'áður runnið, gæti hraun
runnið aftur! En þessi hætta er
miklu minni en ég hef til
þessa gefið í skyn; Búrfell, þar
sem hraunið kom upp, og stór
landspilda hið næsta því öllum
megin hefur sigið, eftir að
hraunið rann. Hin signa spilda
hefur brotnað sundur í rima
milli spi;ungna, sem stdfna all-
ar frá norðaustri til suðvest-
urs. Rimarnir hafa sigið mis-
mikið, svo að stallur er um
sumar sprungurnar, eystri
barmurinn þá jafnan lægri en
hinn vestri, rétt eins og á Al-
mannagjá. Sums staðar eru
sprungurnar gínandi gjár, en
annars staðar saman klemmd-
ar og koma aðeins fram sem
bergveggur. Einn slíkur sig-
stallur brýtur Hafnarfjarðar-
hraun um þvert við suðurenda
Vífilsstaðahlíðar. Sá er 5—10
m hár og mundi einn sér veita
verulegt viðnám nýju hraun-
flóði. En raunar er sigið meira
en nemur hæð þessa stalls.
Önnur misgengissprunga ligg-
ur vestan við Helgadal, sem er
sigdalur, og sú klýfur sjálft
Búrfell í miðju. Misgengið
veldur því, að eystri gígbarm-
urinn er nú lægri en hinn
vestri. En þetta var öfugt, með-
an Hafnarfjarðarhraun var að
flæða upp úr gígnum. Það rann
vestur úr honum, og eru þar
miög fagrar og lærdómsríkar
hrauntraðir eftir rennsli þess.
Þær nefnast Búrfellsgjá (þótt
þær séu raunar engin gjá í
venjulegri merkingu) og eru
óslitnar um nokkurra kíló-
metra veg vestur og norður fra
fjallinu. Hraun, sem nú flæddi
upp úr Búrfellsgíg, tæki ekki
þessa stefnu, heldur rynni aust-
ur eða suður af.
Hrakningasögu Kaldár lýkur
ekki með uppkomu Hafnar-
fjarðarhrauns. Það lokaði leið
hennar til Hafnarfjarðar, eins
og þegar er get-
ið. En það er eng-
an veginn óhugs-
andi, að hún hafi
samt um .þúsund-
ir ára eftir allar
þær ófarir kom-
izt ofanjarðar alla
leið til sjávar —
og þá fyrir sunn-
an Hafnarfjörð,
litlu innar á
ströndinni en þar,
sem Straumsbæ-
irnir eru nú. En
hvort sem hún
hefur nú komizt
til ; sjávar eða
ekki, þá er full-
víst, að hún hef-
ur um langt skeið
náð miklu lengra
áleiðis en nú.
Þá kemur enn upp eldgos,
hið síðasta, sem orðið hefur
í nágrenni Hafnarfjarðar. Að
þessu sinni gaus úr sprungu,
sem nú markast af gígaröð
meðfram Undirhlíðum, lang-
leiðina frá Vatnsskarði til
Kaldárbotna. í syðsta og
stærsta gíghólnum skammt frá
Krýsuvíkurveginum eru nú
stórar malargryf jur. Frá þessari
sprungu rann hraun það, sem
nú er kallað Bruninn í heild,
en efri hlutinn Óbrinnishóla-
bruni og fremsta totan, sem
komst alla leið niður í sjó,
Kapelluhraun. Þetta hráun
nær alla leið norður að Kaldá
og hefur bersýnilega ýtt henni
eitthvað norður á bóginn. Hún
fylgir nú jaðri þess ofan á
Búrfells- (eða Hafnarfjarðar-)
hrauninu, sem fyrr getur. Vatn-
ið úr Kaldá virðist allt hverfa
inn undir þenna hraunjaðar.
Ekki er nú annað sennilegra en
hinn forni farvegur Kaldár
liggi undir Brunanum þar, sem
hann er þykkastur, og áfram
í átt til sjávar undir hinni til-
tölulega mjóu álmu Brunans,
sem endar í Kapelluhrauni.
Bruríinn (að meðtöldu Kap-
elluhrauni) er unglegastur að
allra hrauna, sem runnið hafa
út í Faxaflóa sunnanverðan.
Hann breiddist yfir allan suð-
ur- og vesturhluta Hvaleyrar-
hraunsins, sem fyrr var getið,
og féll út í sjó fram af lágu
sjávarbergi vestan við Gjögrin
og myndaði þar dálítinn tanga
út í sjóinn. Ekki hefur sjórinn
enn brotið þann tanga að neinu
ráði.
í Kjalnesinga sögu er getið
hrauns, sem þar er kallað
Nýjahraun, og er þar varla
öðru til að dreifa en Brunanum.
Og í máldaga, sem talinn er
vera frá miðri 15. öld, er nafn-
ið Nýjahraun haft alveg ótví-
rætt um það, sem nú heitir
Bruninn og Kapelluhraun. Mér
þykir nafnið Nýjahraun (sem
nú hefur fyrnzt) benda ein-
dregið til, að menn hafi verið
sjónarvottar að myndun
hraunsins, það hafi ekki runnið
fyrr en á landnámsöld eða
söguöld. Að vísu hefur engin
frásögn um það eldgos varð-
veitzt til þessa dags. En ann-
álariturum hefur löngum þótt
annað merkilegra til frósagn-
ar en náttúruviðburðir, og þögn
þeirra sannar ekkert. Enda er
fullvíst, að fleiri eldgos hafa
orðið á Reykjanesskaga, löngu
eftir að land byggðist, án þess
að þeirra sé nokkurs staðar get-
ið í annálum.
Hér hlýt ég að enda þetta
gloppótta söguágrip, þar sem
aðeins stórviðburða er getið,
því að síðan Kapelluhraun
rann í sjó fram á fyrstu öld-
um íslands byggðar, hafa eng-
in þau tíðindi orðið í nágrenni
Hafnarfjarðar, er shmbærileg
séu að mikilfengleika þeim
sem nú var sagt frá.
„Sittu kjur og
farðu hvorugt“
Prestur nokkur var einhverju
sinni að spyrja börn í kirkju,
Meðal barnanna var drengur
einn er Jón hét, hann átti aldr-
aða móður, sem einnig var
við kirkjuna; en þegar kemur
að dreng þessum spyr prestur
hann, hvort hann vilji heldur
fara til himnaríkis eða vítis
en drengurinn stánzar við. Þá
kallar móðir hans, er sat langt
fram í kirkju og segir: „Sittu
kjur, Jón litli, og farðu hvor-
ugt.“
Or óprentuðu þjóðsagnasafni
Jóns Árnasonar.
Elías Mar:
Landssölumanna-bænin á
lýðveldisafmælinu 1954
Heitt og innilega.
Þú, faðir vor, sem Vesturálfu byggir
og vetnissprengjumátt þinn lýðum sýnir,
helgist þitt nafn og hjá oss sé þitt ríki,
á himni og jörðu bitni dómar þínir.
Gef oss í dag vort daglegt stoff — að vanda:
detective-sögur, pin-ups, lof í eyra,
þrívíddarmyndir, þægilega gleymsku,
en þyrrn oss hverri freistni að sldlja meira.
Fyrirgef öll vor brot sem bezt þú getur
af biðlund þinni, líkt og sá er gefur
spánnýjan Buick fyrir gamlan Ford.
Á þeirri tungu er þú eina metur
vér auðmjúkt svörum, hvers senx oss þú krcfur:
Oh, yes, my Lord! Oh, yes, my dear Lord!