Þjóðviljinn - 20.12.1975, Page 9

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Page 9
Laugardagur 20. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐÁ 9 Hólmfriður Jónsdóttir formaður Fósturfélagsins: Iskyggileg þróun Eins og Þjóðviljinn hefur sagt frá hyggst rikisstjórnin afnema rikisstyrk til rekstrarkostnaðar dagvistunarstofnana en hann var lögbundinn i april 1973. Sam- kvæmt gildandi lögum er rikis- vaidið skuldbundið til að greiða allt að 20% af rekstrarkostnaði leikskóla og 30% þegar dagheim- ili eiga i hlut. Þessi rikisstyrkur hefur bætt mjög rekstrargrundvöll dag- heimilanna og orðið til þess að foreldrahópar og ibúar sambýlis- hiísa hafa lagt út i rekstur dag- heimila. Með afnámi hans blasir það við að einkaheimilin leggi upp laupana þvi foreldrar ráða ekki við aukinn kostnað við gæslu barna sinna. Þjóðviljinn hafði tal af Hólm- friði Jónsdóttur formanni Fóstru- félagsins og bað hana að segja álit sitt á þessum áformum rikis- valdsins. — Mér finnst þetta iskyggilegt, einkum vegna þess að hvergi kemur fram hver á að afla þessa fjár sem af er tekið. Það litur þvi út fyrir að foreldrarnir eigi að greiða þennan mismun. Það geta þeir i mörgum tilvikum ekki. Þeir sem hafa aðgang fyrir börn sin að dagheimilunum hér i Reykjavk eru eingöngu svonefndir for- gangshópar, þe. einstæðir for- eldrar og námsmenn. Þessir hóp- ar geta ekki greitt meira en þeir gera og þvi blasir við að færri börn fái að njóta þess að dvelja á þessum stofnunum. Þessi ákvörðun rikisvaldsins gerir það að verkum að enn lengra verður i land hvað snertir almenna notkun dagheimilanna. Það kom mikill kippur I dagvist- unarmálin þegar lög um rikis- styrk voru sett og mér finnst það bölvanlegt að vera að hreyfa við þessu áður en reglugerðir um þessi mál ganga i gildi til fulls, sagði Hólmfriður. Þess má geta að daggjöld á dagheimilum og skólaheimilum eru nú 9 þúsund krónur á mánuði. Er sú upphæð miðuð við upphæð þeirra gjalda sem einstæðir for- eldrar fá greidd vegna barna sinna hjá Tryggingastofnun rikis- ins. Daggjöld á leikskólum eru hins vegar 4.500 krónur á mánuði. —ÞH Jólasteikin Aligæsir Rjúpur Svínasteikur Og að sjálfsögðu hangiketið að norðan Sendum heim Matvöruverslunin Kjötbær Þórsgötu/Baldursgötu Sími 13828 HRÓP í MYRKRINU Þetta er saga um Sigga Flod og félaga. I þessari sögu vinna þeir félagar hvert af- rekið af öðru sem leynilög- reglumenn. Þó oft sé teflt á tæpasta vað. Þessi saga er bráðskemmtileg og gott lestrarefni fyrir unglinga. Verð kr. 1920. FARINN VEGUR Ævibrol úr llfl Ounnhlldor Ryel °B Vladlsar KrIsi|dnBdðliur FARINN VEGUR Ævibrot úr lifi Gunnhildar Ityel og Vigdisar Kristjáns- dóttur. Gunnhildur Ryel ekkja Balduins Ryel, kaupmanns og ræðismanns á Akureyri veitti um áratuga bil for- stöðu einu mesta myndar- og menningarheimili á Akur- eyri. Hún segir frá uppvaxt- arárum sinum og gömlu Akureyri viðburðum, mönn- um og málefnum, sem hún hafði kynni af á langri ævi og miklu og fórnfúsu félags- starfi, einkum i þágu liknar- og mannúðarmála. Vigdis Kristjánsdóttir lista- konan þjóðkunna rekur hér þræði langrar sögu sinnar við listnám og listiðkun, seg- ir frá ferðum til lista- og menningarstöðva stórborg- anna, samvistum við ýmsa samferðamenn og frá ævi- kjörum sinum og farsælu og hamingjusömu hjónabandi. Hugrún skráði bókina. Verð kr. 840. Verð kr. 1200. ORRUSTAN UM VARSJA Hitler réði forlögum Þýska- lands og það voru forlög sem ekki urðu umflúin. Þetta sagði Walter von Brauc- hitsch, yfirhershöfðingi þjóðverja 1938—1941. Það var draumur Hitlers um þúsund ára riki, sem hratt siðari heimsstyrjöldinni af stað. Hún var öllum öðrum styrjöldum ægilegri, mann- tjónið meira, eyðileggingin stórkostlegri, grimmdin of- boðslegri. Þar réð ekki sist tæknilegar framfarir her- gagnaiðnaðarins, og há- marki náði hin nýja tækni, þegar tveim, kjarnorku- sprengjum var varpað á Japan. BORIST A BANA- SPJÓTUM Þetta er spennandi saga um fjölskyldudeilur vigaferli, er „ binda endi á vináttu og fóst- bræðralag Halla og frænda 1 hans, Hrafns og rjúfa festar 35 Halla og heitkonu hans og 2 æskuvinstúlku Disu. Og að lokum býst hann til siglingar að leita ókunnra landa. DÖGG NÆTURINNAR Þetta er sjöunda bók Ölafar Jónsdóttur og flytur þrettán ljóð, balletttextan Alfasöng- ur og trölla og sex ljóðævin- týri. Skáldskapur Ólafar ein- kennist af mikilli vand- virkni. Ljóðævintýri hennar eru fjölbreytilegar myndir, sem virðast ýmist á sviði i- myndunar eða raunveru- leika, en þar kemur i ljós djúpur næmleiki og rik sam- Verð kr. 1440. DÖGG NÆTURINNAR LJÓD ÓLÖF JÚNSDÚTTIR Mpditelkalatir Sllfii Hillðórssen úð. Ljóð Olafar eru og stil- hrein og minnisstæð. Sigfús Halldórsson tónskáld og listmálari hefur teiknað mjög fallegar myndir i bók- ina, sem falla vel að efni ljóðanna, og mun vandfundin jafn glæsileg myndskreyting islenskrar ljóðabókar. GULLSKIPIÐ TÝNDA Skemmtileg og góð bók fyrir stráka og stelpur á öllum aldri. Þessi bók, Gullskipið týnda er um þá félaga Namma mús, Gogga páfagauk, Lalla þvottabjörn, Fúsa frosk og Hrabba hreysikött. Þeir lenda i mörgum ævintýrum i leit að týnda gullskipinu hans Kolfinns hólmakonungs i Skógalandi og Drunu drottningar hans. Þröstur Karlsson hefur skrifað tvær aðrar bækur um þessa skemmtilegu félaga. Þær heita Flöskuskeytið og Náttúlfurinn. Verðkr. 090. Verö kr. 1800. Gullskipiö týnda DRAUMURINN UM 2 ÁSTINA er saga ungrar stúlku, sem ~ dreymir um lifið og ástina, — 2 er gáfuð, skapmikil og u stjórnsöm, sem veldur erfið- ” leikum i lifshlaupi hennar. Höfundurinn, Hugrún skáld- kona, er afkastamikill rit- höfundur, sem hefur skrifað tjölda bóka, nokkrar áþekk- ar og Prauniurinn uin ást- ina.og má þar nefna úlfhildi, Agúst i Ási og Fanney á Furuvöllum, en þá siðast- töldu las skáldkonan i útvarp fyrir skömmu og vakti sagan feikna athygli. FJALLAFLUG- MAÐURINN Það var aðeins eitt sem Harry Nickel elskaði meira en hið frjálsa og glaða lif i fjöllunum — að fljúga. Hann átti enga peninga, en samt tókst honum að útvega sér þá upphæð til að geta keypt gamla Norseman-flugvél og skapa sér þar með þá at- vinnumöguleika, sem hann hafði dreymt um. Verð kr. 090. FflST í ÖLLUM BÖKAVERSLUNUM LANDSINS BÓKAMIÐSTÖÐIN ° , Laugavegi 29 -— simi 26050 Reykjavik ^ Skemmtilegustu og fallegustu og ódýrustu bækurnar í búðunum í ár Gerið áætlun um bókakaupin áður en þið leggið af stað Bjóðum gott úrval af bókum fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.