Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. desember 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA H
„Þeir hringdu hljómþungum klukkum”
Sunnudaginn fjórtánda desem-
ber héldu óratóriukór Dómkirkj-
unnar og stjórnandi hans, Ragnar
Björnsson, tónleika ásamt þeim
Gústaf Jóhannessyni organista,
Sigurði Snorrasyni kiarinettleik-
ara og Manuelu Wiesler flautu-
leikara. Það er ekki allajafna
hlutskipti mitt að skrifa tónlistar-
gagnrýni, og ég bið menn lika að
taka þennan pistil minn sem slik-
an. Á hinn bóginn var ég einu
sinni félagi i Dómkórnum og
óratóriukórnum, ég þekki þetta
fólk og veit hvernig þvf var innan-
brjósts þegar það auglýsti tón-
leika og lagði heiður sinn að veði.
Þvi er það að ég kveð mér nú
hljóðs.
Vikjum fyrst að þeim Manuelu
Wiesler og Sigurði Snorrasyni, en
þau voru gestir tónleikanna.
Manuela lék Sónötu i a-moll eftir
C. Ph. Em. Bach og Sigurður ann-
an þátt úr Konsert i A-dúr eftir
Mozart. Saman léku þau Dúett
eftir Thelemann. Bæði eru þau
músikölsk i besta lagi og listfeng,
leikur Manuelu er gáskafullur og
áhyggjulaus, leikur Sigurður við-
kæmnislegur og kannski ofurlitið
varfærinn. En þegar ég ber sam-
an þennan hluta efnisskrárinnar,
þennan ungæðislega tónlistar-
flutning, við hinn sem að heima-
mönnum vissi, verður mér á að
hugsa sem svo að kannski hafi
þau Manuela og Sigurður aldrei
orðið fyrir miklu mótlæti, aldrei
vogað mannorði sinu, eigi
kannski enga óvini. Viðbrögð
þeirra við þeirri lifsreynslu sem
tónlistarlifið i Reykjavfk er, eiga
auðvitað eftir að ráða úrslitum
um hvers konar tónlistarfólk þau
verða.
Og þá er ég komin að hlut
Ragnars Björnssonar og
óratóriukórsins. Fyrir kemur að
maður gengur út af tónleikum
með þá tilfinningu að hafa orðið
fyrir mikilli lifsreynslu og hefur
þá fengið að hlusta á tónlist sem
nær hinum eina sanna tilgangi
sinum og er raunar hafin yfir það
að vera góð eða vond. Svo var
mér nú. Þó ætla ég að reyna að
lýsa þvi sem ég heyrði með fáein-
um orðum.
Kórinn er nú fáliðaðri en áður,
en ég hef aldrei heyrt hann syngja
betur. Hertur i eldi samstöðunnar
söng hann fyrst sálmalögin úr
tveimur fyrstu þáttum Jólaóra-
tóríunnar, en sú uppfærsla féll hjá
þeim i fyrravetur. Sálmarriir
voru afar vel sungnir, tóngæði
kórsins mikil, texti með afbrigð-
um góður svo að hvert orð, jafn-
vel hvert atkvæði komst til skila,
flutningur blæbrigðarikur og
formsterkur. Það var þungt yfir
þessari túlkun og hvergi sást bros
i auga, kórinn söng eins og einn
maður og þessi maður var Ragn-
ar Björnsson.
Gústaf Jóhannesson aðstoðaði
við flutning sálmalaganna. Leik-
ur hans var lýtalaus og reyndi i
sjálfu sér ekki á hann sem tón-
listarmann.
Enn hef ég ekki minnst á tvö
atriði efnisskrárinnar, hið fyrsta
Choral nr. 3 i e-moll eftir César
Franck sem Ragnar þandi orgel
sitt á, og hið siðasta, verk hans
sjálfs, Þeir hringdu hljómþung-
um klukkum, við texta Jóhanns
Jónssonar. Kórinn söng þetta
verk undir stjórn Ragnars, en
Gústaf lék á orgelið. Þegar hér
var komið sögu má segja að kór
og stjórnandi hafi verið hams-
laus, og var þessi flutningur i
minum eyrum svo tilkomumikill
að ég treysti mér ekki til að dæma
Ragnar Björnsson
i smáatriðum um gæði verksins
svo að hlutlægt sé. Ég held þó, að
þetta sé fallegt verk, og mér þyk-
ir einsýnt að Rikisútvarpið láti
taka það upp, þó að áhrifin verði
vafalaust aldrei þau sömu.
Framhald á 26 siðu.
Höf um
ávallt
f yrirligg jandi
hverskonar
BOKBANDSTÆKIOG EFNI
fyrir
heimabókband.
BORGARFELL SKÓLAVÖRÐUSTÍG 23 SÍMI 11372
Ómissandi á hverju heimili, fyrir unga sem gamla. Sjálfsagður hlutur fyrir
íþróttafólk (þjálfunarnudd). Gæðavörur frá Sviss. 2 ára ábyrgð
mo PONö ^ ^ m
Eigum einnig i
badmintonsett
frá Kína,
mjög ódýr.
Borðtennisspaðar, net og kúlur frá Kína. Frábær gæði, með því bezta, sem Kínverjar
framleiða og kínversku borðtennissnillingarnir nota. Þeir kalla þennan borðtennisútbún-
að: Tvöfalda hamingju!
VIBRATERM NUDDPÚÐI
Hef ir 3 mismunandi styrkleika á nuddinu og hitastilIingu eða 7
mismunandi nuddstillingar.
Eyðir vanastöðuverkjum og þreytu úr vöðvum. ómissandi
fyrir bílstjórann og skrifstofustúlkuna. Líkn fyrir þreytta
fætur húsmóðurinnar. Gegn kulda í fótum.
VANDRÆÐI!
IKKI BÚIN AÐ ÁKVEÐA JÓLAGJÖFINA INNÞÁ?
VIÐ LEYSUM VANDANN;
Aukin vellíðan
VIBROSAN NUDDTÆKI
Nuddar með örbylgjum
Hefir mismunahraða
Fimm nuddhlutir fylgja. Ennfremur má fá með tækinu
brjóstaklukku.