Þjóðviljinn - 20.12.1975, Síða 16
16 StDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975.
pingsjá
tnrrni
þinesjá
Þingsjá
Lúðvík Jósepsson við umræður um vörugjaldið:
Bullandi veröbólga — Stríö
við verkalýðshreyfinguna
og minni þjóöartekjur
Þetta er ríkisstjórnin að kalla yfir þjóðina
Lúövik Jósepsson
Þegar frumvarp rikisstjórnar-
innar um vörugjaldið ásamt
breytingartillögum fjármálaráð-
herra um framelngingu þess kom
til 2. umræðu ineðri deild i fyrra-
dag, var Lúðvik Jósepsson,
formaður Alþýðubandalagsins
meðal ræðumanna.
Lúðvik aðvaraði rikisstjórnina
sterklega við að ganga svo ber-
lega gegn tilmælum verkalýðs-
hreyfingarinnar um stjórnmála-
legar aðgerðir til að draga úr
verðbólguhraða og tryggja kjara-
bætur og minnti á yfirlýsingar
kjaramálaráðstefnu Alþýðusam-
bandsins um óhjákvæmilega
harðvituga kjarabaráttu verka-
fólks, verði þau tiimæli virt að
vettugi.
Með mörgum tillögum, nú á
seinustu dögum þingsins, um
Olíugjald og
olíustyrk á
aö fram-
lengja
A fundi efri deildar alþingis i
fyrradag mælti óiafur Jóhannes-
son, viðskiptaráðherra fyrir
stjórnarfrumvarpi um framleng-
ingu um eins árs skeið á svoköll-
uðu oliugjaldi (1% á söluskatts-
stofn) sem varið er til að greiða
nokkuð niður oliukostnað við hús-
hitun og að hluta til orkusjóðs. Af
rúmlega 1250 miljónum kr. alls,
sem gert er ráð fyrir að gjaldið
gefi af sér á næsta ári, er gert ráð
fyrirað rúmlega helmingur komi
i hlut einstaklinga, en greiddar
hafa verið að undanförnu um 2000
krónur á nef, fyrir hvert þriggja
mánaða timabil i „oliustyrk”.
Helgi Seijan kvaðst styðja
frumv. Hann taldi hins vegar
að styrkurinn hafi að undanförnu
lækkað að verðgildi og ákaflega
mikið vantaði á, að hann dygði til
að jafna þann mikla mun, sem
væri á hitunarkostnaði húsa ann-
ars vegar á hitaveitusvæðum og
hins vegar þar sem kynda verður
með oliu.
stórauknar áiögur á almenning,
og þar af leiðandi enn nýja kjara-
skerðingu, þá er rikisstjórnin að
lýsa þvi yfir, að hún hafi að engu
tiimæli verkalýðshreyfingarinn-
ar. Þvert á móti stendur stjórnin
nú fyrir nýjum og nýjum árásum
á lifskjörin, og bætir við nýjum og
nýjum álögum hvern nú siðustu
dagana.
Með vörugjaldinu ætlar stjórn-
in að ná inn 2.200 miljónum kr. á
næsta ári. Á þessu ári, sem nú er
að ljúka gaf gjaldið að visu ekki
nema 1350 miljónir, þótt reiknað
hafi verið með 1850 miljónum, en
það stafar m.a. af þvi, að inn-
flutningur á þeim vörum, sem
gjaldið leggst á, hefur i mörgum
tilvikum verið látinn biða fram
yfir komandi áramót, þar eð þá
átti gjaldið að falla niður,
samkvæmt fyrri yfirlýsingum
rikisstjómarinnar. En hér eftir
trúir þvf auðvitað ekki nokkur
maður, að gjaldið verði fellt niður
yfirleitt, og mun það þvi ekki á
næsta ári hafa áhrif til að draga
úr innflutningi á sama hátt og á
undanförnum mánuðum.
Það má þvi reikna með, að á
næsta ári færi vörugjaldið rikis-
sjóði fyllilega þær 2.200 miljónir,
sem gert er ráð fyrir.
Þá hefur fjármálaráðherra nú
boðið, að ætlunin sé að skerða
niðurgreiðslur landbúnaðarvara
um 700—800 miljónir króna á
næsta ári, sem mun leiða til
hækkandi vöruverðs, sem þvi
svaraði, þótt sú skerðing sé
nokkru minni en áður stóð til
þegar vörugjaldið átti að hverfa.
Þá á söluskatturinn að hækka um
2prósentustig, og þannig ætlar nú
rikissjóður að innheimta áfram
það fé, sem áðurTann til Viðlaga-
sjóðs. Þarna er um að ræða um
2.500 miljónir kr.
Þá er það 10% útsvarshækkun-
in, sem þýðir 1200 miljónir i nýjar
álögur á almenning og svo nær
500 miljónir sérstaklega á það
fólk, sem þarf á lyfjum og læknis-
hjálp að halda.
Og ofan á vörugjaldið leggst
svo enn söluskattur og verslunar-
álagning. <
Með þessum ráðstöfunum
stefnir rikisstjómin beint að þvi,
að hækka enn allt almennt verð-
lag i landinu um a.m.k. 6—7%
Þetta er gert, þegar einmitt
hefði þurft að standa þveröfugt að
málum til að auðvelda samninga
við verkalýðsfélögin. Þessar ráð-
stafanir rikisstjórninnar knýja að
sjálfsögðu á um það, að verklýðs-
félögin telji sig tilknúin að
krefjast enn meiri kauphækkana
en áður vom óhjákvæmilegar til
að verja hagsmuni félagsmanna
sinna.
Greinilegt er að stjórnin tekur
hins vegar ekki hið minnsta tillit
til aðvarana verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Með þessum ráðstöfunum er
rikisstjórnin ekki að leysa neinn
vanda, heldur magna hann, það
er verið að kalla á enn meiri
launahækkanir og kynda enn
betur undir verðbólgubálið.
A þriðjudaginn hugðist fjár-
málaráðherra fá hcimild til lán-
töku erlendis á árinu 1976,uppá 3,6
miljarða króna. A iniðvikudaginn
hækkaði hann upphæðina uppi 4,6
miljaröa og á fimmtudaginn
hækkaði hann sig enn uppi 6,7
miljarða króna.
Þær tölur sem nefndar.eru hér
Oft hefur verið reynt að skella
skuldinni af verðbólgunni á
kjarabaráttu verkafólks, en hér
er það algerlega ljóst, að það er
rikisstjórnin sjálf, sem enn einu
sinni hellir oliu á verðbólgueld-
inn. Kjarabarátta verkafólks er
hins vegar aðeins varnarbarátta,
eins og mál standa nú.
Sagt er, að atvinnuvegirnir séu
illa stæðir, en með ráðstöfunum
sinum er rikisstjórnin að sjá til
þess, að atvinnuvegirnir verði að
standa undir a.m.k. 6—7% hærra
kaupi en ella hefði verið.
Það er bullandi verðbólga, strið
við verkalýðshreyfinguna og
minnkandi þjóðartekjur, sem
rikisstjórnin er að kalla yfir
þjóðina með þessum aðgerðum.
að ofan koma fram i frumvarpi
fjármálaráðherra um heimild til
handa rikissjóði um lántökur er-
lendis, og i tveim breytingartil-
lögum sem sami ráðherra hefur
flutt við sitt eigið frumvarp með
sólarhrings millibili. Þessi ráð-
herra sem hækkar fjárþarfir sin-
ar um einn til tvo miljarða króna
þessum fjölmörgu nýju álögum.
Svo á að nota minnkandi þjóðar-
tekjur sem röksemd til að þrýsta
enn niður lifskjörum almennings.
Auk Lúðviks tóku til máls við 2.
umræðu málsins i neðri deild þeir
Tómas Ámason, sem mælti fyrir
nefndaráliti meirihlutans, —
Gylfi Þ. Gislason, Magnús Torfi
Ólafsson og Sighvatur Björgvins-
son, sem allir andmæltu tillögum
fjármálaráðherrans og ráðherr-
arnir ólafur Jóhannesson og
Matthias Á. Mathiesen.
Við höfum áður skýrt frá þvi er
stjórnarliðið felldi við lok þessar-
ar umræðu tillögu um, að
verslunarálagning skyldi þó ekki
leggjast ofan á vörugjaldið á
næsta ári.
á hverjum degi heitir Matthias Á.
Mathiesen.
Greiðslubyrði af erlendum lán-
um i hlutfalli af útflutningstekj-
um var 10,7% siðastá heila ár
vinstri stjórnarinnar 1973, hún
verður um 14,5% i ár og spáð
17,5% að ári. Arið 1979 er talið að
greiðslubyrðin verði yfir 20%.
Hlúa ber að áhugafólki
nýjum framkvæmdastjóra, Helgu
Hjörvar. Eg get ekki stillt mig um
það að sýna fram á þýðingu
þessa starfs á alþjóðavettvangi,
þar sem islendingur er nú i stjórn
IATA, alþjóðaleiklistarráðsins,
einn norðurlandabúa i 12 manna
stjórn þess. Sakar ekki að geta
þess að hann hefur unnið þar
mjög athyglisvert kynningarstarf
á islenskum leikbókmenntum, en
stjórnarmaðurinn er einmitt
Jónas Árnason þingmaður."
Vangefnum
ber að sinna
Þá mælti Helgi Seljan fyrir til-
löguhansog Karvels Pálmasonar
um aö framlag til styrktarsjóðs
vangefinna hækki úr 31.8 milj. kr.
i 35 miljónir. Lög um tekjustofn
styrktarsjóðsins, „tappagjaldið”,
falla úr gildi um mitt næsta ár, og
þá tekur rikissjóður að sér
greiðsluna siðari hluta ársins
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Helgi sagðist að visu vonast til
þess að þingmenn næðu saman
um það að framlengja þessi lög
eftir nýár, en ófært væri að viður-
kenna með fjárlagafrumvarpinu
að tekjur sjóðsins skyldu lækkað-
ar. Þingmenn úr öllum flokkum
hafa flutt þingsályktunartillögu
um heildarlöggjöf varðandi mál-
efni vangefinna og mundi þá stór-
aukast fjármagnsþörf vegna
lengi vanræktra verkefna.
Nátengt þessu máli er skóli fyr-
ir þroskahömluð börn, en Helgi
flytur ásamt jSvövu Jakobsdóttur
tillögu um hækkað frámlag til
hans þannig að hann megi koma
að notum fyrir landið allt.
Stjórn sambands sveitarfélaga um sjúkratryggingar:
Á ekki aö velta yfir
á sveitarstjórnirnar
„Stjórn Sambands ísl.
sveitarfélaga lýsir undrun
sinni yfir framkomnu
frumvarpi um breytingar
á almannatryggingalög-
um, um skyldur sveitarfé-
laga til áiagningar og inn-
heimtu viðbótarútsvars til
að standa undir auknum
kostnaði við sjúkratrygg-
ingar.
Mótmælir stjórn sambandsins
þvi harðlega að auknum kostnaði
við sjúkratryggingar sé þannig
velt yfir á sveitarfélögin til við-
bótar þeim 10% af kostnaði
sjúkratrygginganna, sem sveit-
arfélögin hafa greitt. Vill stjórn
sambandsins vekja athygli á þvi,
að þetta ákvæði gengur I berhögg
. við tillögur, sem komið hafa fram
um endurskoðun verkaskiptingar
rikis og sveitarfélaga, en i sam-
ræmi við þær hafa sveitarfél.
lagt til, að rikið yfirtaki allan
kostnað við sjúkratryg’gingar. Þá
tillögu hefur fulltrúaráð og stjórn
sambandsins itrekað sérstaklega
við stjórnvöld undanfarið.
Stjórn sambandsins vill enn-
fremur benda á, að sveitarfélögin
hafa engin bein afskipti hvorki af
stjórn né framkvæmd sjúkra-
trygginga, en rikisvaldið ræður
mestu um kostnað þeirra með
lagasetningum, stjórnvalds-
ákvörðunum og aðild að kjara-
samningum.
t þessu sambandi er rétt að
geta þess, að i nágrannalöndum
okkar, ber rikið allan kostnað af
lifeyris- og sjúkratryggingum.
Telji rikisvaldið þörf aukinna
tekna vegna sjúkratrygginga
virðist eðlilegast að riki noti til
þess sina eigin tekjustofna og sið-
an eigin innheimtumenn.”
Lántökur Matthíasar
Aöalskiladagur í dag!
Dregið eftir 3 daga
HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS