Þjóðviljinn - 20.12.1975, Side 24

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Side 24
2 4 >ÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember t975. Lúðvík Jósepsson: Stœrð fiskiskipaflotaiis og afkastageta hans Það er ljóst, að smágrein sem ég skrifaði i Þjóðviljann 6. des. sl. og nefndi ,,Er fiskiskipaflotinn of stór?”, hefur komið óþægilega við auman blett á starfshópi Rannsóknaráðs rikisins, sem samdi ritið „Þróun sjávarút- vegs”. t grein minni vék ég aðeins að einu atriði, sem um er fjallað i riti starfshópsins, en það varðar stærð fiskiskipaflotans og af- kastagetu hans. önnur atriði, sem fram koma i skýrslu starfshópsins, sem þó er ekki sið- ur ástæða til að gera athuga- semdir við, lét ég liggja og biða betri tima. Þessi litla grein min hefur orðið tilefni til langrar ritsmiði, sem kennd er við allan starfshópinn og á að heita athugasemd við mina grein. Mér er ljóst, að nú á siðustu dögum fyrir jól, er engin aðstaða til birtingar á löngum blaðagrein- um og af þeim ástæðum verð ég að láta mér nægja örstutt mál til athugasemda við grein þeirra starfshópsmanna. Jólabækurnar BIBLÍAN stærriog minni útgáfa, vandað, fjölbreytt band, — skinn og balacron — — f jórir litir — Sálmabókin i vönduðu, svörtu skinnbandi og ódýru balacron-bandi. Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG ®u&branbjsptofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opið 3-5 e.h. Mikill hluti fiskiskipaflot- ans er gamall og þarfnast endurnýjunar I grein minn 6. desember benti égá þá ómótmælanl. staðreynd, að starfshópurinn, sem talar um offjárfestingu i fiskiskipum og telur flotann of stóran og afkasta- getu hans margfalda á við þarfir, að hann skilgreinir fiskiskipaflot- ann ekki á annan hátt en þann að nefna rúmlestatölu og verðmæti á núgildandi verðlagi. Hvergi i skýrslunni er vikið að raunveru- legu ástandi flotans, aldri hans eða útbúnaði, né heldur að kröf- um um gjörbreytta útgerðar- hætti, sem nú verður ekki undan vikist, eins og málum er komið. Ég benti á i grein minni, upp- lýsingar Siglingamálastofnunar um meðalaldur fiskiskipa 25 rúm- lesta og stærri. Starfshópurinn getur auðvitað engu hnekkt af þeim staðreynd- um sem ég dró fram. Hann reynir hins vegar að breiða yfir sin óvis- indalegu vinnubrögð ,um raun- verulegt ástand fiskiskipaflotans, með þvi að snúa út úr og reyna að gera „meðaltalstölur” tortryggi- legar. Hvers vegna heldur starfs- hópurinn að Siglingamálastofn- unin birti tölur um „meðalaldur skipa”? Það eru engin merkileg sannindi að taka það fram, að i hópi 268 skipa með meöalaldur 20 ár séu einnig skip allmiklu yngri og jafnvel ný skip. Og auðvitað eru á sama hátt i þeim 79 skipum með meðalaldur 7—8 ár, nokkur mjög gömul skip. Meðaltalstölurnar sýna það sem ég var að undirstrika, að verulega stór hluti fiskiskipaflot- ans er i dag gamall og óhcntug- ur. Þessi skip er erfitt að reka eins og nú er komið málum. Á þau fást ekki vanir menn, afköst þeirra verða litil og frátafir I rekstri óheyrlega miklar. Til þess að komast fram hjá þessari staðreynd, þá vitnar starfshópurinn til annarrar skýrslu Siglingamálastofnunar- innar um aldur fiskiskipa og segir að samkvæmt henni séu „220 skip 4 ára og yngri eða 24,4%”. Ekki list mér á nákvæmnina i vinnubrögðum starfshópsins varðandi þessa tilvitnun. t þess- ari skýrslu er tilgreindur fjöldi fiskiskipa, sem smíðaður var á hverju ári, árin 1970 til 1974, eða alls 220 skip. Þessi skip eru ekki „4 ára og yngri”, heldur „6 ára og yngri” og i hópi þessara skipa eru trillu- bátareða bátar undir 25 rúmlest- um, en við þá stærð miðaði ég i minni grein. Hvað er endurnýjun? t grein minni talaði ég um endurnýjun fiskiskipaflotans, sem fram hefur farið síðustu árin og um nauðsyn á endurnýjun m .a. til þess að tryggja nýtisku skip, fullkomin og afkastamikil. Starfshópurinn skrifar i athuga- Trésmiöir Jólatrésskemmtun Trésmiðafélags Reykjavikur verður laugardaginn 27. des. 1975 kl. 15, að Hallveigarstig 1. Miðasala verður þriðjudaginn 23. des. 1975, Þor- láksmessu, kl. 16—18 á skrifstofu fé- lagsins. Skemmtinefndin semdum sinum langt mál til skil- greiningar á orðinu „endurnýj- un” og virðist hafa meiri áhuga á slikri skilgreiningu, en að gera ýtarlega grein fyrir ástandi veiði- flotans. t skilgreiningu sinni á orðinu „endurnýjun” segir starfshópur- inn, og er þá nýlega búinn að brýna fyrir mönnum nauðsyn á visindalegum vinnubrögðum, að það sé ekki venjuleg endurnýjun „að kaupa 10 nýjar ryksugur i stað gamla kústsins”, eða „að kaupa 80 skuttogara i stað 16—20 gamalla siðutogara”. Veik er sú röksemdafærsla, sem byggð er á skilgreiningu af þessu tagi, Starfshópurinn virðist ekki vita, að islendingar áttu fyrir nokkrum árum 60 togara.en ekki aðeins 16—20. Hann hefði einnig átt að vita að i flestum tilfellum þar sem nú eru reknir minni skut- togarar, hafa þeir komið i staöinn fyrir 200—300 rúmiesta báta, sem smiöaðir voru upphaflega sem sildarskip, en siöar breytt í tog- báta. Vissulega hafa togarakaupin siðustu ár aukiö við fiskiskipastól landsmanna, þó að skuttogararn- ir séu ekki enn orðnir 80. Skuttog- ararnir eru fullkomnustu fiski- skip okkar i dag. Þeir leysa af hólmi gömlu siðutogarana og verulegan hluta af togbátunum. Þeir uppfylla nú best þær kröfur, sem óhjákvæmilega verður að gera i dag, að fiskurinn sé allur isaður i kassa um borð og að afla sé ekki landað sjaldnar en viku- lega úr veiðiferð. Þeir tryggja nú best hráefni i jafna og örugga vinnslu i landi. Endurnýjun gamla bátaflotans er orðin knýjandi nauðsyn i mörgum fiskibæjum, ef þeir eiga ekki að drágast aftur úr og missa alla góða sjómenn og allt vant fiskvinnslufólk. óvísindaleg vinnubrögð Hér er þvi miður ekki aðstaða til að ræða fullyrðingar starfs- hópsins um afkastagetu fiski- skipaflotans, enda ætla ég að allir viðurkenni, að grundvallarskil- yrði þess að hægt sé að áætla með nokkurri nákvæmni afkastagetu flotans, sé að rannsaka gerð og ástand hans við núorðnar rekstraraðstæður. Það er með öllu þýðingarlaust að vitna i það að einu sinni, fyrir mörgum ár- um, hafi 30 rúml.bátur aflað 500 eða 700rúml. á vetrarvertið og af þvi megi ætla, að hann geti það eins nú, ef nægur fiskur er i sjón- um. ' . 'Mr *■ mtp Togskipið Trausti á Suðureyri. Staðreyndin er sú að i dag verða ekki 30 rúml. bátar gerðir út á vetrarvertið vegna þess m.a. aö á slika báta fást ekki hæfir sjó- menn. Það er líka jafnfráleitt að miða afla bátaflotans nú við afiann 1970 hjá þeim 15% bátanna, sem þá veiddu mest og álykta siðan „að tæknilega ætti bátaflotinn i heild að geta aflaö þess magns að meö- altali, ef fiskmergð i sjónum er nægileg”. Hér er i fyrsta lagi miðað við toppaflaár og siðan teknir út úr aflahæstu bátarnir (fiskikóngarnir) og reiknað með þvi að „allur flotinn” geti skilað sama aflamagni, og auðvitað er siðan ekkert reiknað með gjör- breyttum aðstæðum til útgerðar. Hér er þvi haldið fram, á einfald- an hátt sagt, að af þvi að Eggert Gislason og Hilmar Rósmunds- son, svo tveir kunnir aflakóngar séu nefndir, hafi getað aflað svo mikið, fyrir 6 árum þá sé ó- hætt að ætla að allir geti aflað jafnmikið og þeir. Auðvitað vita allir, sem eitt- hvað þekkja til útgerðarmála og þeirra gifurlegu breytinga á nær öllum sviðum, sem orðið hafa að ályktanir af þessu tagi er fjar- stæöa.Ég hef ekki tima, né vilja, til að elta ólar við fjas þeirra i starfshópnum um „hjólböruskip” og „vélskófluskip”, eða um ál- verksmiðjusamanburð og Búr- fellsvirkjun, — allt er það svo óralangt frá raunverulegu um- ræðuefni. Sama er að segja um dylgjur starfshópsins um það að ég hafi staðið fyrir að skattleggja „hag- kvæmari hluta flotans og rýra kjör sjómanna allar slikar dylgj- ur eru siðlausar. Ég hef allan timann staðið gegn stofnun oliu- sjóös og vátryggingasjóðs og stofnfjársjóðs. Sú niðurgreiðsla á oliu, sem átti sér stað i ráðherra- tið minni, nam 225milj. kr. og var gerð samkvæmt samkomulagi út- gerðarmanna, sjómanna og fisk- kaupenda, enda þar aðeins um að ræða fjármuni, sem áttu annars að renna i verðjöfnunarsjóö. Þær greiðslur voru á engan hátt sam- bærilegar við oliusjóðskerfið, eða annað sjóðakerfi. Það sem er kjarni þessa máls, sem ég hef rætt um i þessari og fyrri grein minni er þetta: mikill hluti fiskiskipaflotans er enn gamaii og lítt hæfur til rekstrar við núverandi aðstæður, Þörf er á að endurnýja þennan skipaflota með hagkvæmari skipum eða bátum. Fullyröingar um of stóran og of dýran flota eru órökstuddar. Verkefni islcnskra fiskiskipa verður að veiða nær helmingi meiri fiskafla en þau hafa gert um langt árabii — eða 700—800 þús- und tonn af botnfiskafia ásamt þvi að auka einnig annan fiskafla. AIASKA SIMl:

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.