Þjóðviljinn - 20.12.1975, Side 26
26 StÐA — ÞJÓÐVILJINPLaugardagur 20. desember 1975.
Sport
Framhald af bls. 20
mönnum liösins má telja: Steve
Sutherland (nr. 41), 196 cn., Pan
Weber (nr. 33) 201 cm., og Terrv
Maddux (nr. 53).
Aðal miðherji liðsins er
hinn 198 cm. hái Roger Edelbrock
(nr. 31), en Dave Weber leikur
einnig miðherja.
Aðrir leikmenn eru: Doug
Weber (nr. 43) 193 cm., Mark
Hodson (nr. 21) 191 cm., Greg
Wehr (nr. 45) 193 cm., Jeff Justus
(nr. 23) 183 cm., Randy Wingerter
(nr. 55) 198 cm., Rick Wilson (nr.
13) 191cm., Harvey Wallman (nr.
51) 188 cm., Jeff Kramer (nr. 11)
180 cm., James Boerger (nr. 35)
201 cm., og Dave Spear (nr. 10)
185 cm. Af þessari upptalningu
sést að ekki er um neina smá-
karla að ræða og munu þeir ef-
laust reynast úrvaldsliðinu erfið-
ir.
íslenzka úrvalsliðið er þannig
skipað:
A síðasta borgarstjornarfundi
var samþykkt fundargerð frá
félagsmálaráði, þar sem gerð er
grein fyrir þvl, hvernig hátta
skuli niðurgreiðslum borgarinnar
á dagvistunarkostnaði vegna
dagvistunar á einkaheimilum, og
eiga þær að hefjast 1. janúar.
1 fundargerð félagsmálaráðs,
sem borgarstjörn samþykkti
segir svo:
1. Samkvæmt ákvörðun borgar-
stjörnar skal, frá n.k. áramót-
um, greiða niður gjald vegna
barna einstæðra foreldra i
dagvistun á einkaheimilum.
2. Umsóknareyðublöð um niður-
greiðslu gjalda skulu liggja
frammi hjá Félagsmálastofn-
un Reykjavikurborgar.
Umsóknir skulu lagðar fyrir
félagsmálaráð eftir að kann-
aðar hafa verið aðstæöur
umsækjenda.
3. Niðurgreiðslur eru bundnar
þvi skilyrði að viðkomandi
dagvistarheimili hafi leyfi
Barnaverndarnefndar
Reykjavikur.
4. Niðurgreiðslur skulu greiddar
foreldrum samkvæmt fram-
lögðum reikningi.
5. Niðurgreiðsla skal vera mis-
munur á gjaldi Barnavina-
félagsins Sumargjafar og þvi
gjaldi, sem er greitt fyrir dag-
vistun barns, þó aldrei yfir kr.
6.000.- á mánuði.”
Kristinn Jörundsson 1R, fyrir-
liði, Jón Sigurðsson Armanni,
Kolbeinn Pálsson KR, Kolbeinn
Kristinsson tR, Gunnar
Þorvarðarson, Stefán Bjarkason
og Kári Mariasson allir frá
UMFN, Torfi Magnússon, Val,
Bjarni Jóhannsson KR, Björn
Magnússon Armanni og blökku-
mennirnir tveir, Jimmy Rogers
Armanni og Curtis Carter KR.
Eins og áður sagði hefst leikur-
inn kl. 14 og fer hann fram i
Laugardalshöllinni. G.Jóh.
Guðmundur
Framhald af 1 . siðu.
skattahækkana af hálfu rikis-
stjórnarinnar.
Þær hækkanir sem hér er um að
ræða eru:
Söluskattshækkun um 2 pró-
sentustig sem gefur 2.500
miljónir króna.
Framlenging vörugjaldsins
um 2.200 milj. kr.
1000 milj. kr. i hækkuðu vöru-
verði vegna aukinnar álagning-
ar út af söluskattslíækkuninni
og vörugjaldinu.
Ilækkun landbúnaðarafurða
um áramótin með skerðingu
niðurgreiðslum um 700 milj. kr.
Hækkun á útsvari um 1200
milj. kr.
Hækkun á greiðslum sjúkl-
inga fyrir sérfræðiþjónustu á
sjúkrahúsum um 500 milj. kr.
— Verkalýðshreyfingin hefur,
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son, lýst þvi yfir að hún muni
meta kjarabætur, enda þótt þær
væru ekki endiíega fólgnar i
kauphækkunum, aðeins ef ákveð-
inn kaupmáttur næðist. Þessum
yfirlýsingum hafa stjórnarblöðin
fagnað. En prentsvertan er ekki
þornuð á leiðarasiðum stjórnar-
blaðanna þegar ráðist er gegn
hagsmunum verkafólks með nýj-
um álögum upp á miljarða króna.
Og þessar álögur eru allar teknar
með þeim ranglátustu aðferðum
sem fyrirfinnast, — eins og út-
svarshækkunin og álögurnar á
sjúklinga bera greinilegast vitni
um.
Með þessum aðgerðum er rikis-
stjórnin að kynda og trylla verð-
bólgudansinn i þjóðfélaginu. Allt
er þetta i æpandi þversögn við
yfirlýsta stefnu verkalýðssam-
takanna og þessar árásir rikis-
stjórnarinnar eru nokkurn veginn
jafnþungt högg á stefnu alþýðu-
samtakanna og frekast getur orð-
ið.
En, sagði Guðmundur að lok-
um, ég minni á að verkalýðs-
hreyfingin lýsti þvi einnig yfir, að
yrði ekkert tillit tekið til krafna
hennar um aðrar ráðstafanir i
efnahagsmálum ætti hún ekki
annars úrkosti en að knýja fram
enn meiri kauphækkun.
Káta ekkjan
Framhald af 21. siðu.
Það mætti auðvitað benda á
nokkrar veilur i verkinu. Helst er
það i málfarinu, þar sem t.d. hið
tröllriðna orð „allavega” veður
uppi og nokkrar fleiri misfellur.
Eigi að siður er heildarstillinn
þokkalegur og fellur vel að efn-
inu, og þess vegna hefur sagan
styrkan heildarsvip.
Að öllu samanlögðu verður
Útrás að teljast gott byrjanda-
verk, og hlýtur að gefa okkur
fyrirheit um enn betri verk frá
þessum höfundi. Ey Þ
Álögur
Framhald af 1 . siðu.
Engin mótatkvæði komu fram i
efri deild gegn frumvarpi rikis-
stjórnarinnar um heimild til er-
lendrar lántöku, og var það sam-
þykkt sem lög með 16 samhljóða
atkvæðum.
Ragnar Arnalds tók ómakið af
rikisstjórninni og birti i nefndar-
áliti sinu sundurliðun á þvi, hvað
fyrirhugað væri að gera við þetta
lánsfé, en þvi verður fyrst og
fremst varið til Kröfluvirkjunar
(4,3 miljarðar) og Framkvæmda-
sjóðs (2 miljarðar). — Sjá 6. siðu.
Þjóðviljinn mun eftir helgi
greina frá þriðju umræðu fjár-
laga og endanlegri afgreiðslu
þeirra, og segja nánar frá um-
ræðum á alþingi siðustu daga.
Gísli
Framhald af 2. siðu.
jafnaði haldnir tvisvar á ári.
Klemenz Jónsson hefur verið for-
maður ráðsins i sl. tvö ár, en
baðst undan endurkjöri. For-
maður ráðsins var kjörinn Finn
Kvalem frá Osló, og verður næsti
fundur ráðsins haldinn þar að
vori.
16. þing Alþjóða leikhúsmála-
stofnunarinnar varhaldið í Berlin
á liðnu vori. Þing þessieru haldin
á tveggja ára fresti. Fulltrúar is-
lenskra leikara á þinginu voru
leikararnir Margrét Ólafsdottir
og Steindór Hjörleifsson.
Þá urðu miklar umræður á
fundinum um Þjóðleikhúslaga-
frumvarpið. En eins og kunnugt
er, hefur frumvarp til laga um
Þjóðleikhús lengi verið i undir-
búningi og þrivegis verið lagt
fram á Alþingi. Fundurinn fól
stjórninni að skrifa menntamála-
ráðherra bréf og skora á hann að
leggja þetta frumvarp fram á þvi
þingi, sem nú situr.
A fundinum var Klemenzi Jóns-
syni þakkað fyrir hans mikla og
langa starf fyrir félagið, en hann
hefur setið i stjórn þess i sl. 19 ár
og hefur verið formaður þess i sl.
8 ár.
Þessir voru kjörnir i stjórn fé-
lagsins: Formaður var kjörinn
Gisli Alfreðsson, ritari Sigurður
Karlsson, gjaldkeri Bessi Bjarna-
son, varaformaður Helgi Skúla-
son og meðstjórnandi Briet Héð-
insdóttir.
Þar sem mjög mörg mál voru á
dagskrá fundarins og ekki vannst
timi til að ræða þau öll, þá var á-
kveðið að halda framhaldsaðal-
fund i byrjun næsta árs.
Dagskrá
Framhald a/ 5- s*öu.
þessa, sagði Jón. — Hér er þó alls
ekki um neina byltingu að ræða,
þetta efni mun væntanlega siast
inn i dagskrána smám saman,
um leið og aðrir þættir detta út
með eðlilegum hraða.
— Var eitthvert sérstakt efni
sem þér fannst athyglisvert?
— Mér eru t.d. ofarlega i huga
tvær tékkneskar myndir. Aðal-
persónurnar i báðum eru börn og
þar er fjallað um aðstöðu þeirra
af mikilli nærfærni og skilningi.
Það var auðvitað margt annað
sem var athyglisvert og ég vona
að þe§sari tilraun okkar verði vel
tekið.
Það má geta þess lika að ég fór
til ítaliu fyrir nokkru og efni
þaðan verður væntanlega á dag-
skránni strax i janúar. Þar var
m.a. rætt um kaup á framhalds-
myndum svo að fjölbreytnin I
efnisvaiinu á að verða mun meiri
en áður. —gsp
Þeir hringdu
Framhald af bls. 11
Fátt fólk var i kirkjunni og
hlustendur úr hópi kollega Ragn-
ars mátti telja á fingrum annarr-
ar handar en það segir i sjálfu sér
meira um aðra en hann.
Ekki lýk ég svo þessari grein að
ég minnist ekki á Dómkirkjuna
sem er gamalt hús og erfitt til
tónlistarflutnings og orgel henn-
ar sem er vont. Sú var tiðin að
þetta hús fóstraði dýrasta hljóð-
færi landsins og var vagga söng-
menningar okkar. Nú eru ný og
betri hús miðstöð tónlistarlifsins
og er það vel, og eins stóð i upp-
hafi til að hafa þak á kirkjunni i
Holtinu. Þetta geldurekki að fullu
skuld okkar við fortiðina. Ég veit
að ég þarf ekki að minna is-
lendinga á þá mætu menn sem
staðið hafa fyrir tónflutningi i
Dómkirkjunni, en mig langar til
að segja ykkur að mér er per-
sónulega kunnugt um að Ragnar
Björnsson hefur lagt I það mikla
vinnu og krafta að halda i heiðri
fornri hefð og gert það i trássi við
straum timans. Viðleitni hans
ætti hver maður með einhvern
snefil af sjálfsvirðingu að geta
metið.
Saga nokkur sem allir aust-
firðingar þekkja er nú komin i há-
mæli meðal tónlistarfólks i
Reykjavik siðan menntamála-
ráðherra lagði út af henni i hófi
hjá Sinfóniuhljómsveit tslands:
Fátækur bóndi austur á Héraði
pantaði eitt sinn orgel handa dótt-
ur sinni Þorbjörgu og lét drösla
þvi af skipsfjöl á Seyðisfirði heim
til sin i Klúku i Hjaltastaða-
þinghá. Menn voru efins i að þetta
fyrirtæki mætti blessast, en karl
svaraði: „Akkúrat sama alveg
hreint, orgelið skal i Klúku.
Stefán i Klúku á ekki nema eina
dóttur.”
Það hefur virst forráðamönn-
um menningarlifs á tslandi ofviða
að kaupa vandað hljóðfæri i
gömlu dómkirkjuna okkar. Þvi
geri ég það að tillögu minni að
maður verði fenginn frá útlönd-
um til að lita á þetta dæmalausa
apparat ef fært væri að laga það
eitthvað og verði þetta gert áður,
en við erum öll, hvert eitt og ein-
asta okkar, orðin samdauna þess-
ari svivirðu.
Grein þessa sendi ég svo Þjóð-
viljanum og Morgunblaðinu til
birtingar. Reykjavik, 17/12 ’75
Guðrún Sigriður Friöbjörnsdóttir.
Happdrætti Þjóðviljans 1975
Vegna mikilla fjárhagserfiðleika blaðsins er eindregið skorað á greiðslu Þjóðviljans eða til eftirtalinna umboðsmanna happ-
alla sem fengið hafa senda happdrættismiða að greiða andvirði drættisins:
þeirra sem fyrst á skrifstofu happdrættisins Grettisgötu 3, af-
REYKJANES
Kópavogur: Alþýðubandalagið, Álf hólsvegi
11, sími 41746.
Hafnarfjörður: Alþýðubandalagið, Þor-
björg Samúelsdóttir, sími 51536.
Garðahreppur: Hilmar Ingólfsson, sími
43809.
Garður, Gerðum: Sigurður Hallmannsson,
sími 92-7042.
Mosfellssveit: Runólfur Jónsspn, simi
66365.
Keflavík, Grindavík, Sandgerði, Njarðvík:
Alþýðubandalagið, form. Karl Sigurbergs-
son, sími 922180.
VESTURLAND
Akranes: Sigrún Gunnlaugsdóttir, sími
931656
Borgarnes og Borgarfjörður: Flemmíng
Jessen, sími 937438.
Hellissandur, Rif: Skúli Alxandersson, sími
936619.
Ólafsvík: Kristján Helgason, sími 936198.
Grundarf jörður: AAatthildur Guðmunds-
dóttir, sími 938715.
Stykkishólmur: Rafn Jóhannsson, sími
938278.
Dalasýsla, Búðardalur: Kristján Sigurðs-
son, sími 952175.
VESTFIRÐIR
ísaf jöröur og Djúp: Þuríður Pétursdóttir,
sími 943057.
Hólmavík, Strandir: Sveinn Kristinsson,
Klúkuskóla
Dýrafjörður: Guðm. Friðgeir AAagnússon,
Þingeyri.
Súgandafjörður: Gísli Guðmundsson, sími
946118.
V-Barðastrandarsýsla: Unnar Þór
Böðvarsson, Tungumúla.
A-Barðastrandarsýsla: Jón Snæbjörnsson,
AAýrartungu.
Önundarfjörður, Flateyri: Guðvarður
Kjartansson
NORÐURLAND VESTRA
Skagaströnd: Kristinn Jóhannsson, sími
954668
Blönduós: Sturla Þórðarson, sími 954357.
Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson, sími
951384.
Sauðárkrókur, Skagafjörður: Hulda Sigur-
björnsdóttir, sími 955289.
Sigluf jörður: Kolbeinn Friðbjarnarson,
sími 9671271.
Hofsós: Gísli Kristjánsson, sími 956341.
NORÐURLAND EYSTRA
Akureyri: Haraldur Bogason, sími 96-11079.
Dalvtk: Hjörleifur Jóhannsson, sími 96-
61237.
ólafsf jörður: Sæmundur Ólafsson, sími 96-
62267.
Húsavík: Snær Karlsson, sími 96-41397.
S-Þingeyjarsýsla: Þorgrímur Starri, Garði
N-Þingeyjarsýsla: Angantýr Einarsson,
sími 96-51125.
AUSTURLAND
Höfn, Hornafirði: Benedikt Þorsteinsson,
simi 97-8243.
Djúpivogur: Eysteinn Guðjónsson.
Breiðdalsvík: Guðjón Sveinsson
Fáskrúðsfjörður: Baldur Björnsson
Eskifjörður: Alfreð Guðnason
Reyðarfjörður: Anna Pálsdóttir, simi 97-
4166.
Seyðisf jörður: Jóhann Jóhannsson, sími 97-
2425.
Borgarfjörður: Sigríður Eyjólfsdóttir, Ás-
byrgi.
Egilsstaðir og Hérað: Guðrún Aðalsteins-
dóttir, sími 97-1292.
Neskaupstaður: Bjarni Þórðarson, sími 97-
7178.
SUÐURLAND
Eyrarbakki, Stokkseyri: Frímann Sigurðs-
son, sími 99-3215.
Hveragerði: Sigmundur Guðmundsson,
sími 99-4259.
Árnessýsla: Sigurður Björgvinsson, Neista-
stöðum.
Selfoss: Iðunn Gísladóttir, sími 99-1689.
Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, sími
99-3745
Hella, Hvolsvöllur: Guðrún Haraldsdóttir,
Hellu.
Rangárvallasýsla: Hulda Jónasdóttir,
Strandarhöfði.
Vík í AAýrdal, V-Skaftafellssýsla: AAagnús
Þórðarson, Vík, sími 99-7129.
Vestmannaeyjar: Jón Traustason, sími 98-
1363.