Þjóðviljinn - 12.03.1978, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978
Háir-fasiski lögregluforinginn
Hult (Carl-Axel Heiknert) og
Martin Beck (Carl Gustaf Lind-
stedt).
Bækur þeirra Sjöwall og
Wahlöö um leynilögreglu-
manninn Martin Beck og
starfsbræður hans í Stokk-
hólmslögreglunni njóta
vaxandi vinsælda hér-
lendis sem erlendis.
Maðurinn á þakinu var t.d.
síðdegissaga rikisút-
varpsins nú fyrir skömmu,
og önnur bók eftir þau hjón
kom út á íslensku fyrir
siðustu jól. Fleiri munu
væntaniegar, og er það vel.
Hér er um að ræða skemmti-
legar og spennandi leynilögreglu-
sögur sem innihalda talsvert
magn af þjóðfélagsádeilu en eru
fyrst og fremst vel skrifaðar og
fullar af sterkum og sannfærandi
persónulýsingum. Eftir að hafa
lesið nokkrar af þessum sögum
finnst manni þeir félagar Martin
Beck.Kollberg, Larsson, Rönn
ofl. vera orðnir heimilislegir i
betra lagi.
Tvær flugur
i einu höggi
Bo Widerberg er af þeirri
kynslóð sænskra kvikmynda-
stjóra sem ólst upp undir yfir-
þyrmandi verndarvæng Ingmars
Bergmans og þurfti að losa sig úr
þeirri klipu. Það gerði hann með
giæsibrag, og er nú einn viður-
kenndasti Sviinn i bransanum.
Margar fyrri myndir hans hafa
borið það með sér að hann er
þjóðfélagslega sinnaður — og má
i þvi sambandi minna á verkfalls-
myndina Ádalen — 31. Það var
áreiðanlega engin tilviljun að
einmitt hann skyldi verða fyrstur
til að kvikmynda sögu eftir Sjö-
wall og Wahlöö. Þau hafa lagt
áherslu á að gera þjóðfélags-
ádeilu aðlaðandi fyrir fjöldann,
og notfært sér i þvi skyni
bókmenntagrein sem fyrir þeirra
tima ekki hátt skrifuð hjá
bókmenntafræðingum, en þvi vin-
Á ÞAKINU
sælli meðal almennings. Þegar
slik saga er kvikmynduð liggur
þvi beint við að notfæra sér þessa
grein eins og hún hefur þróast
innan kvikmyndalistarinnar. Bo
Widerberg gerir það óspart.
Spennan magnast jafnt og þétt,
allt frá fyrsta atriðinu, og reynd-
ar má segja að i siðasta hluta
myndarinnar æsist leikurinn svo
mjög, að boðskapurinn — ádeilan
— sélátin sitja á hakanum. En á
siðustu sekúndunum kemur hún
aftur i ljós, og var þá alltaf þarna
á bakvið, þegar að er gætt.
Hjá lögreglunni
Ádeila þeirra Sjöwall,
Wahlöö og Widerbergs beinist
gegn Stokkhólmslögreglunni, og
er innlegg i umræðu sem staðið
hefur árum saman i Sviþjóð, um
lögregluvald, lögregluofbeldi,
vigbúnað lögreglunnar osfrv.
Margir eru þeirrar skoðunar að
lögreglan sé að verða aö ein-
hverskonar ,,riki i rikinu.” Þessi
vandamál eru vissulega ekkert
sérstakt sænskt fyrirbrigði.
Þvi fer mjög fjarri að þessi
ádeila sé það sem mest ber á i
mynd Widerbergs. Hann hefur
tekið það viturlega ráð að láta
sjálfa söguna ætið vera I for-
grunni —- andrúmsloftið innan
lögreglunnar og ádeilan á hana er
sýnt ,,i forbifarten” einsog sagt
er. Viða tekst þetta snilldarlega
— einsog t.d. i atriðinu á lögreglu-
stöðinni, þegar Martin Beck er að
leita upplýsinga um lögreglufor-
ingjann sem myrtur var i
upphafsatriði myndarinnar og
allt snýst um. A göngu Martins
um stöðina sjáum við og heyrum
mótmæli pilts sem tekinn hefur
verið fastur og hafður i haldi i 6
tima að ástæðulausu, við finnum
bókstaflega kuldann og þjösna-
skapinn sem ræður rikjum á
þessum stað, þar sem manneskj-
ur eru meðhöndlaðar einsog
vörur á færibandi.
Leikstjörn
og leikur
Mörg dæmi mætti nefna um
hnitmiðaðan frásagnarmáta leik-
stjórans: atriðin heima hjá
Martin Beck, þar sem heimilis-
ástæðum hans er lýst i tveimur
„skotum”, andstæða þessara
heimilisástæðna er morgun-
stundin heima hjá Kollberg, og
enn aðra andstæðu fáum við svo
þegar Beck heimsækir Hult. í
þremur örstuttum atriðum hafa
okkur verið gefnar mjög
nákvæmar og sannfærandi
lýsingará þremurólikum persón-
um, sem hver um sig er fulltrúi
ákveðins hóps innan lögregl-
unnar.
Þessi frásagnarmáti gerir
miklar kröfur til leikaranna. Þeir
þurfa að geta sagt margt með
einu augnatilliti, einni hreyfingu.
Hér hefur tekist með afbrigðum
vel að velja rétta leikara i hlut-
verkin. Carl Gustaf Lindstedt er
nákvæmlega einsog ég hafði
hugsað mér Martin Beck. Hann
segir ekki margt, og breytir
sjaldan um svip — en hann er
Martin Beck. Hlutverkið er hreint
ekki auðvelt: Beck er hvort-
tveggja i senn, hetja og fórnardýr
Úr hinu æsispennandi lokaatriði.
kerfis. Auk þess er hann maga-
veikur og heimilislif hans er i
molum. Uppgötvanir hans, sem
gera hann að hetju, eru miklu
fremur árangur af hversdagslegu
puði, vanabundinni vinnu, en inn-
blæstri snillingsins. Hann er
þrjóskur og heiðarlegur og hreint
ekkert vel liðinn innan
lögreglunnar.
Um aðra leikara er það að
segja að þeir skapa allir trúverð-
ugar persónur, mjög i anda Sjö-
wall og Wahlöö. Má t.d. nefna
Hákan Serner (Einar Rönn),
Sven Wollter (Kollberg), Thomas
Hellberg (Larsson)nog Carl-Axel
Heiknert (Hult).
„Krimmi"
með meiru
Ekki er hægt að minnast á
þessa mynd án þess að geta sér-
staklega um hlut kvikmynda-
tökumannsins, Odd Geir Saether,
og klippingamannsins Sylvia
Ingemarsson. Myndrænt séð
finnst mér Maðurinn á þakinu
afbragðs vel unnin og falleg kvik-
mynd. Litameðferðin vekur sér-
staka athygli, fyrst og fremst
vegna vandaðra vinnubragða. Og
Framhald á bls. 22
PETUR OG VELMENNIÐ
Eftir Kjartan Arnórsson
Ne<^3r þeir tóko ap coér
nefcící UÖkSu mér sá sleppa 'ddur
noiq rSF lceJvJrY)/
S-tuftu semoa
en peir Homu 3
(-ÍGi 'b’' Er pet/U íc’ptC' r
r~ 1 4 r , j lr yn Y) S
~ V. f ’’ 'Hfk;