Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. aprn 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 Bankaráð Alþýðubankans endurkjörið Reksturlim snýst til betri vegar Aðalfundur Alþýðubankans h.f. var haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 22. april 1978. A fundinum gerði formaður banka- ráðsins Benedikt Daviösson grein fyrir starfsemi bankans á árinu 1977 og Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri, útskýrði rcikninga bankans. Fram kom f ræðum for- manns bankaráös og banka- stjóra, að á árinu 1977 snéri mjög til betri vcgar i rekstri bankans. Hin jákvæða þróun innlána, sem hófst i júli 1976 hélt áfram á árinu 1977 og jukust innlán um 383.9 m.kr. eða 33.7% samanboriö við 2,9% árið áður. Aukning útlána varð 170,3 m.kr. eða 16.3%. Innlán Bókmenntafélagið Mái og menning viil vekja athygli á þvi að 15. mai nk. rennur út skila- frestur i skáldsagnasamkeppni þeirri sem efnt var til á f jörutiu ára afmæli félagsins. Sögurnar skulu merktar dul- nefni og nafn höfundar fylgja meði lokuðu umslagi. Ein verö- laun verða veitt, 500.000 krónur, auk höfundarlauna sem nema 18% af forlagsverði bókarinnar að frádregnum söluskatti. Fé- voru i árslok 1.524,8 m.kr., en i ársbyrjun 1.140,8 m.kr. Heild- arútián bankans námu 1.214.2 m.kr. i ársiok 1977. Innlán i árslok skiptust þannig að spariinnlán voru 1.333.9 m.kr. eða 87,5% af heildarinnlánum, sem er sama hlutfallslega skipting og og i árs- lok 1976. Aukning spariinnlána var 335.7 m.kr. Veltiinnlán voru 190,9 m.kr. og jukust á árinu um 48,3 m.kr. Innstæður á almennum sparisjóðsbókum hækkuðu um 256,0 m. kr. eða 47,4% og á vaxta- aukareikningum um 117,2 m.kr. eða 77,2%, en drógust saman eða stóðu i stað á öðrum innlánsform- lagið áskilur sér rétt til útgáfu fleiriskáldsagnaen þeirrar sem verðlaun hlýtur og taki hugsan- legir samningar um þær bækur mið af rammasamningi Rithöf- undasambands íslands við út- gefendur. Dómnefnd skipa Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor, dr. Jakob Benediktsson, Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag. og Þorleifur Hauksson, útgáfu- stjóri Máls og menningar. Rekstrarafgangur fyrir af- skriftir nam 4,1 m.kr., Heildaraf- skriftir af vélum og tækjum námu 1,0 m.kr. Staða Alþýðubankans gagnvart Seðlabanka íslands batnaði um 209,2 m.kr. á árinu. 1 árslok 1977 nam innistæða á viðskiptareikn- ingi 154,8 m.kr. og bundin inni- stæða 336,9 n.kr. skuldir Alþýðu- bankans i formi vixils og verð- bréfs 240 m.kr. og 34,0 m.kr. vegna endurseldra lána. Inneign Albvðubankans i Seðlabanka um- framskuldirvar 217.6 m.kr. I árs- lok 1977. Á árinu jókst hlutafé bankans um 32,9 m.kr. og var hlutafé hans i árslok 197^100 m.kr. þar af voru ógreidd hlutafjárloforð 32,5 m.kr. Aukning varð á innborguðu hluta- fé um 18,3 m.kr. Bókfært verð fasteigna bankans var i árslok 1977 191,6 m.kr. og hafði aukist um 3,1 m.kr. Eigiðfé bankans var á sama tima 140 m.kr. eða 9,2% af heildarinnlánum. Aukning eigin fjár nam 27,7 m.kr. eða 24.7%. A árinu 1977 flutti Alþýðusam- band íslands og Menningar- og fræðslusamband alþýöu starf- semi sina að Siðumúla 37. Gengið var frá eignaraöild Listaskála alþýðu h.f. að 3. hæð hússins. Listaskálinn vinnur nú að þvi að innrétta hæðina og verður væntanlega lokið við að innrétta hluta húsnæðisins nú i vor og flyt- ur Listasafn alþýðu þá starfsemi sina þangað. Ekki hefur endan- Framhald á bls. 22 um. Skilafrestur í skáld- sagnakeppni MM Frá aðalfundi Alþýðubankans á Hótel Sögu. Stefán Pétursson útgerðarmaður Rangfærslum svarad Guöjón Jónsson, form. Málm- og Skipasmiðasambands íslands fullyrðir i Þjóðviljanum 26. april s.l., að gifurlegur munur sé á erlendum tilboðum i skipaviö- gerðir og raunverulegu kostn- aðarverði. Til að rökstyðja mál sitt nefnir hann m.a. að mestur munur sé á yfirbyggingu, leng- ingu og vélaskiptum i Náttfara ÞH. 60. Þar hljóða tilboö upp á 92.5 miljónir islenskra króna, en lokaverð reyndist 152 miljónir. Mismunur 59.5 miljónir islenskra króna. Eina talan, sem rétt er, er lokatalan 152 miljónir, sem var endanlegur kostnaður og veit ég ekki til að nokkur hafi fengið allt það gert, sem Guðjón nefnir fyrir iægri upphæð. Eg lýsi undrun minni á að nokkur maður, sem kennir sig við járniðnaö skuli detta til hugar, að allt, sem þar var upptalið muni einhver gera fyrir 92.5 mHjónir. Það má taka fram, aö það, sem gert var við Náttfara var boðið út bæði hér á landi og erlendis. Tilboðin voru svipuð i Noregi og á Akranesi, en það, sem réði úrslitum var mun skemmri afgreiðslufrestur i Nor- egi. Sjálfsagt hefði ég ekki átt að svara þessum manni, en vegna þess að hann er svo ósvifinn að bera Fiskveiðasjóð fyrir þessari frétt, þá fannst mér ekki hjá þvi komist, þvi ég hef sannprófað, að Guðjón Jónsson hefur aldrei feng- ið upplýsingar frá Fiskveiðasjóði um að allt það, sem hann talar um að gert hafi verið I Náttfara, hafi nokkurn tima verið áætlað á 92,5 miljónir. Alþjóóleg bílasýning í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa o sýnigunni lýkur á morgun opió frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22— Símar sýningarstjórnar: 83596 og 83567

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.