Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Rafvirki frá Rafafli við töflutengingu I Kröfluvirkjun: „Ástæðan fyrir lengingu verktimans og stórlegri aukningu verksins er hins vegar sú .... að hönnum virkjunarinnar var ekki að fullu lokið þegar útboð raf- lagna fóru fram...” Heildargreiðslubyrði Rafafls á árinu 1977 vegna kaupanna á hluta af húseigninni að Skólavörðustfg 19 var 12 miljónir króna. Rafafl svarar áburði Vilmundar Gylfasonar Blaðinu barst í gær greinargerð frá fram- leiðslusamvinnufélaginu Rafafl þar sem svarað er árásum,' aðdróttunum og dylgjum þessa frambjóð- anda Alþýðuflokksins Vil- mundar Gylfasonar í garð f ramleiðslusamvinnu- félagsins sem birtust í grein í Dagblaðinu 21. apríl sl. Greinargerð Rafafls fer hér á eftir: t grein, sem Vilmundur Gylfa- son skrifar i Dagblaðið 21. april s.l., er fullyrt að tilboð Rafafls s.v.f. Reykjavik i raflagnafram- kvæmdir við Kröfluvirkjun hafi verið sýndartilboð, og látið að þvi liggja að það hafi ekki verið i samræmi við útboðsgögn þau, sem verkfræðifyrirtækið Rogers Engineering Co. hafi útbúið, enda hafi komið á daginn að greiðslur Kröflunefndar til Rafalfls s.v.f. hafi reynst miklu hærri, en til- boðið gerði ráð fyrir. I greininni fullyrðir höfundur einnig að Raf- afl s.v.f., sem hann segir að sé i eign forystumanna Alþýðubanda- lagsins, hafi verið notað til að flytja fjármagn úr almannasjóði til pólitlskrar starfsemi og kaup Rafalfs s.v.f. á húseign Þjóö- viljans á Skólavörðustíg 19 sanni það. 1 tilefni þessara ummæla, sem erfitt er að sjá hvaða tilgangi þjóna öðrum en þeim að bera óhróður á starfsemi Rafafls s.v.f., sem á I harðri samkeppni við rafverktaka á almennum markaði, vill stjórn Framleiðslu- samvinnufélags iðnaðarmanna, sem á og rekur Rafafl s.v.f., taka eftirfarandi fram: Tilboð Rafafls oft undir kostnaðarverði 1. Fjögur tilboð bárust i umrætt verk, og var tilboðunum skipt I tvohluta, annars vegar almennar raflagnir og jarðgröft, og hins vegar vélalagnir i stöðvarhúsi virkjunarinnar. Var fyrri hlutinn hannaður af Rafteikningu hf., en slðari hlutinn af Rogers Engin- eering Co. Tilboðin voru sem hér segir: Eins og sjá má af þessu yfirliti var tilboð Rafafls s.v.f., 23% undir heildarkostnaðaráætlun og 14% undir kostnaðaráætlun I hönnunarhluta Rogers Engin- eering Co., sem er meginhluti verksins, og sá, er krafðist mestrar verk- og tæknikunnáttu. Helsta skýringin á hinu lága til- boði Rafafls s.v.f. i hönnunar- hluta Rafteikningar h.f., er sá að Rafafl s.v.f. fékk sérstaklega lágt undirtilboð I jarðgröft frá byggingarverktaka virkjunar- innar, fyrirtækinu Miðfelli h.f., enda var sá hluti tilboðsins úrskurðaður raunhæfur eftir að viðsemjendur Rafafls s.v.f. höföu kannað forsendur boðsins. Vilmundur Gylfason gæti kynnt sér það, ef hann hefur áhuga á að stunda rannsóknarblaða- mennsku, sem honum virðist fyrirmunað, aö á Islandi er til- boðum ekki hafnað þótt slikur munur, sem hér um ræðir, sé á tilboði og kostnaöaráætlun. Annars er rétt að geta þess að tilboð Rafafls s.v.f. i rafverk eru oft langt undir kostnaðaráætlun- um og er tilboðið i Kröflu þvi ekki neitt sérstakt og skulu hér tilfærð nokkur nýleg dæmi: „Þaö er athyglisvert aö frambjóö- andi Alþýöuflokksins skuli taka undir rógskrif fulltrúa Landssam- bands ísl. rafverktaka án þess aö kynna sér málavexti. tilboðsupphæð, enda varö stór- kostleg aukning á vinnu við ýmsa verkþætti og á sama hátt lengdist verktiminn, hvoru tveggja af ástæðum, sem Rafafl s.v.f. átti engan þátt I að skapa. Einkum urðu miklar breytingar á þeim hluta, er hannaður var af Rogers Engineering Co., og mun svo hafa Verk: Kostn.áæti. Rafafl % undir áætlun 3jiáfangi Hvassal.skóla 17.394.497 13.829.992 21 Félagsmiðstöð Arbæ 2.450.000 2.028.447 17 Töf luskápar f. Arnarholt 1.600.000x> 1.100.000 31 x) engin kostnaðaráætlun var I Arnarholtsboðið en tekiö er meðaltal boða frá öðrum rafverktökum. Fleiri sambærileg dæmi mætti nefna, en látum þetta nægja. Fjarstæða er að halda þvi fram, að Rafafl s.v.f. hafi ausið fjár- magni úr almannasjóðum, heldur má miklu frekar segja, að með tilkomu Rafafls s.v.f., hafi verðlág lækkað á þessu sviði, almenningi til heilla. Hönnun ekki lokið er tilboð voru gerð Varðandi kostnað við fram- kvæmd raflagna I Kröfluvirkjun, þá er það rétt, sem komiö hefur fram, að hann fór langt fram yfir Bjóöendur: Verkhluti Verkhluti Samtals % hannaður af hannaður af Rafteikningu hf af Rogers Eng. Co. Rafverkt. Noröurl 12.800.000 26.900.000 39.700.000 107 Samvirki .. 17.100.000 28.071.000 45.171.000 121 Rafafl s.v.f. 7.245.000 21.240.000 28.485.000 77 Orkuvirkinn 13.335.100 31.619.950 44.955.050 121 Kostnaðaráætlun 12.628.000 24.630.000 37.258.000 100 verið um flesta verkþætti i Kröfluvirkjun. Aukningin i raflögnum var rúmlega þreföld (3,3 sinnum meiri) frá þvi, sem gert var ráð fyrir i útboðsgögnum, en á verk- tlmanum hækkaði kaup rafvirkja verulega, þannig að greidd laun voru um 40% hærri að meðaltali yfir allan verktimann heldur en útboðið gerði ráð fyrir. Þannig hækkaði kaup rafvirkja úr 553,- krónum á dagvinnust. i 944,- krónum á framkvæmdatimanum. Sé þetta haft i huga og beitt ein- földum margföldunarreikningi, þá á hverjum hugsandi manni ekki að koma það á óvart að greiðslur til Rafafls s.v.f. skulu vera tæpar 130 miljónir. Astæðan fyrir lengingu verk- timans og stórlegri aukningu verksins er hins vegar sú, sem áður hefur komið fram i skrifum um þessi mál, að hönnun virkj- unarinnar var ekki að fullu lokið þegar útboð raflagna fóru fram, og helsta skýring þess, að stjórn- málalegar ákvarðanir voru teknar árið 1975 um að hraða virkjunarframkvæmdum við Kröflu um eitt ár. Strax og gengið var til samninga við Rafafl s.v.f., eftir tillögu allra ráðgefandi verk- fræðistofa, sem aðild áttu að út- boðinu, var gerður samningur um einingarverð við framkvæmd aukaverka, sem þá þegar mátti sjá fyrir. Við þá samninga voru lögð til grundvallar verð úr hinu lága boði. Var að þessum samningum staðið eftir ósk hinna ráðgefandi verkfræðinga. Segja má þvi, að þær viðbætur, sem komu á verk Rafafls s.v.f. við Kröfluvirkjun hafi veriö Kröflunefnd hagkvæm á sama hátt og tilboðiö sjálft, hvað verð- lagningu varðar. Ekki mikil fjárfesting 2. Rafafl s.v.f. er eign Fram- leiðslusamvinnufélags iðnaðar- manna, sem er félag rúmlega 100 iðnaðarmanna og opið öllum iðnaðarmönnum. A vegum félagsins er nú rekin öflugasta rafverktakastarfsemi, sem um ræðir I landinu hjá sjö sjálfstæðum rafmagnsverk- stæðum viða um land. 1 hópi félagsmanna eru sannarlega nokkrir Alþýðubandalagsmenn og sumir gegna trúnaðarstörfum fyrir þann flokk, hins vegar eru engin skipulagsleg eða fjármála- leg tengsl milli Rafafls s.v.f. og Alþýðubandalagsins og því dylgjur að segja það i eigu forystumanna þess. Vitað er, aö fram til þessa hafa einnig fundist stuöningsmenn Alþýðuflokksins meöal Rafaflsmanna. 3. A siðasta ári keypti Rafafl s.v.f. hluta af húseign Miðgarðs hf., að Skólavörðustig 19, var kaupverð þess eignarhluta 30 miljónir króna og útborgun u.þ.b. 6,5 miljónir. Hins vegar yfirtók Rafafl s.v.f. mikið af lánum með húseigninni, þannig að heildargreiðslubyrði félagsins á árinu 1977 vegna kaupanna var um 12 miljónir. Var gengið frá þessum kaupum eftir að stjórn félagsins hafði kannað framboð og verð fasteigna, enda er kaup- verðiö I samræmi við fasteigna- verð I Reykjavik og i samræmi við brunabóta- og fasteignamat á húsinu. Getur slik f járfesting ekki taliststór i sniöum hjá félagi, sem hafði á siöasta ári 200-300 miljón króna veltu. Launahækkun, verdlækkun og atvinnulýöræöi Þátttaka félagsins i atvinnu- starfsemi hefur orðið til þess að hækka aimenn launakjör raf- virkja i landinu og launajafn- réttiskerfi þess vfsar veginn til gjörbreyttra aðferða um ákvörðun kauptaxta, sem verka- lýðshreyfingin hlýtur að stefna að. Daglegur rekstur félagsins er i höndum starfsmannaráða, þar sem ailir starfsmenn eiga jafna aðild, en eitt helsta baráttumál verkafólks á næstu árum, er að fá full áhrif á stjórnun atvinnu- lifsins. Það er athyglisvert, að fram- ' bjóðandi Alþýðuflokkksins skuli taka undir rógskrif fulltrúa Landssambands isl. rafverktaka án þess að kynna sér málavexti. Vonandi er rannsóknarblaða- mennska frambjóðandans ekki öll þessu marki brennd. Stjórn Framleiðslusamvinnu- félags iðnaðarmanna lætur með yfirlýsingu þessari lokið skrifum af sinni hálfu um mál þetta, og sér ekki ástæðu til að elta frekari ólar við þær lygar og þá van- þekkingu, sem skrif Vilmundar Gylfasonar einkennast öll af. f.h. stjórnar Framleiðslusamv.fél. iðn.manna Sigurður Magnússon Stefán Ólafsson Einar Kristinsson Jón Kristófersson Ingvar Elisson Guðmundur Magnússon GIsli Þ. Sigurðsson Guðmundur Bjarnleifsson.” (Fyrirsagnir eru ÞJV). Slikkiöjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.