Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 15
I.aS^arítagur 29. apríl 1978 kJóÐVILJINN — SIÐA 15 kvæmdastjóra A-pressen, er miðlaði þeim af mikilli og dýr- mætri reynslu. Hann hét þeim einnig stuðningi við véla- og efniskaup og stuðlaði að verð- lækkun á vélum og tækjum. Þá má geta þess að tveir verkstjórar Blaðaprents hf. fóru til þjálfunar hjá A-pressen i Noregi, þar sem þeir dvöldust um hriö. — A- pressen leiðbeindi við val á öllum tækjum og skipulagningu prent- smiðjunnar..... Aðstoð norskra jafnaðarmanna kom fram i fleiri myndum, sem siðar verður greint frá. Mun þá öllum ljóst vera að ritstjóri Þjóðviljans fer með stað- lausa stafi þegar hann fullyrðir að blað hans hafi engrar aðstoðar notið”. ,Meira síöar 5? Enn er framhald á hinni óttalegu afhjúpunarherferð. Það birtist daginn eftir, 7. april, með yfirskriftinni’ „Þjóðviljinn og norskir jafnaðarmenn: Að- stoðina má meta á miljónir króna”. Þar er enn endurtekin sagan um lyginn ritstjóra, um tæknilega aðstoð við stofnun Blaðaprents, við þjálfun starfs- manna Blaðaprents, við kaup á tækjum ,,og með margvislegri fyrirgreiðslu”. „Meira verður sagt frá þessu máli siðar”. Siðan eru liðnar þrjár vikur. Al- þýðublaðið hefur enn ekki haldið áfram hinni skemmtilegu fram- haldssögu um hina inargvislegu fyrirgreiðslu. Það eina sem hefur sést til þess að sanna ósannindin eru þrjár fréttir urn sama fyrir- bærið, ferð framkvæmdastjóra fjögurra dagblaða til Noregs. Það er allt og sumt. Þegar svo er komið verður niðurstaðan óhjá- kvæmilega sú að allur gaura- gangurinn stafi af þvi einu að Vil- mundur Gylfason hafi orðið reið- ur, angaskinnið, hafi viljað sanna lygar á mann úti i bæ, en ekki tek- ist. Sannanirnar hafa aldrei komið fram, hin „margvislegu gögn” hafa ekki komið fram, ekki heldur hinar „margvislegu upp- lýsingar”. Eftir að hafa staðhæf.t i þremur „fréttum”, einum leiðara og tveimur greinum i siðdegisblöð- unum að Þjóðviljinn hafi fengið styrk frá norskum jafnaðar- mönnum, eftir að hafa skýrt frá sönnunum og sönnunum enn, eftir að hafa fullyrt að hér hafi verið um fjárhagsstuðning að ræða sem skipti sköpum fyrir rekstur Þjóð- viljans, eftir að hafa orðið sér til vansa á almannafæri með hróp- um um lygar, subbuskap og fleira gott i bland við athugasemdir um trúarvingl og spiritisma — eftir allt þetta stendur ekkert eftir annað en einn ættstór frambjóð- andi, heldur vandræðalegur og klórar sér i höfðinu: „Meira verður sagt frá þessu máli siðar”. Þetta „meira” er ekki komið enn — það er ekkert „meira”. Alþýðublaðsfréttirnar snerust allar um skýrslu um ferð fram- kvæmdastjóra dagblaðanna til Noregs fyrir stofnun Blaðaprents. Verður nú nokkuð vikið að þvi máli: 1968 áttu forsvarsmenn þriggja dagblaða viðræður um vandamál sem stöfuðu af þvi að blöðin öll bjuggu við mjög lélegan prent- vélakost. Þessi blöð voru Alþýðu- blaðið, Visir og Timinn. 1 fram- haldi af nokkrum viðræðum þess- ara aðila ákváðu þeir að ’bjóða Þjóðviljanum þátttöku og varð Eiður Bergmann, framkvæmda- stjóri Þjóðviljans, fulltrúi blaðs- ins i viðræðunum. A þessum tima voru fjárhags- örðugleikar Alþýðublaösins mjög verulegir. Þeirra upphefð kemur að utan og samkvæmt ráðlegg- ingum norskra sérfræðinga varð að ráði að forráðamenn Alþýðu- blaðsins beittu sér fyrir samstarfi dagblaða um prentsmiðjurekstur. Til þess að tryggja að af þvi yrði lögðu forráðamenn A-press- en i Noregi áherslu á að kynna framkyæmdastjórum blaðanna fjögurba rpkstur prentsmiðja A- pressen, en framkvæmdastjór- arnir fóru i kynnisferð til Noregs og Kaupmannahafnar dagana 10.- 15. september 1969. t ferðinni ræddu framkvæmdastjórarnir við forráðamenn A-pressen, þeir skoðuðu prentsmiðjur þeirra, ræddu við sölustjóra Goss-prent- véla i Noregi og fleiri aðila um vélakaup, rekstrarvörur o.fl. Buðu þeir hjá A-pressen að beita sér fyrir þvi að verðlækkanir fengjust á vélum handa Blaða- prenti auk þess ráðgjöf og verð- lækkun á rekstrarvörum. Ekkert af þessu kom til framkvæmda ut- an verðlækkun á rekstrarvörum, en eftir skamma hrið hættu for- ráðamenn Blaðaprents að kaupa þær rekstrarvörur sem hér um ræðir þar sem grunur lék á þvi að þáverandi framkvæmda- stjóri Visis hirti umboðslaun af ihnflutningi þessara rekstrar- vara. t skýrslum sem undirritaður hefur undir höndum kemur ekk- ert fram um það að norðmennirn- ir hafi á nokkurn hátt lagt fram styrk til islensku dagblaðanna. Eorráðamenn A-pressen tóku að visu á móti framkvæmdastjórum islensku blaðanna, þeir fengu að skoða prentsmiðjur^ i Noregi — kannski hafar þeír fengið ókeypis kaffi og vinarbrauð. Islensku blöðin, þar á meðal Þjóðviljinn, kostuðu sjálf förina til Kaup- mannahafnar og Noregs. Þess vegna er ljóst: Mýflugaft og úlfaldinn 1) A-pressen sýndi fram- kvæmdastjórum blaðanna prent- smiðjur i Noregi ennfremur ræddu þeir við forystumenn A- pressen, en þessar viðræður og þessi skoðunarferð skipti engum sköpum um stofnun Blaðaprents til eða frá. Hefðu ekki verið skoð- aðar prentsmiðjur hjá A-pressen hefðu bara verið skoðaðar aðrar smiðjur. 2) A-pressen hafði áhuga á þvi að koma Alþýðublaðinu i sam- starf við önnur dagblöð á Isiandi um prentverk. Þess vegna sýndu ráðamenn A-pressen talsverðan áhuga á samstarfshugmyndum blaðanna 1968-1970 enda var það áreiðanlega eina leiðin til þess að tryggja útkomu Alþýðublaðsins enn um nokkurt skeið. 3) A-pressen gat haft hagsmuni af þvi að stuðla að kaupum Blaða- prents á rekstrarvörum. Þar með liggur það fyrir, mý- flugan er ferð framkvæmdastjór- anna til Noregs, kaffi og vinar- brauð, úlfaldinn eru þrjár „frétt- ir” i Alþýðublaðinu, leiðari með sóðaorðbragðútvær greinar i sið- degisblöðunum. Ætli að það sé hr Gylfason frambjóðandi Al- þýðuflokksins fór með ósannindi er hann ræddi um styrk A-pressen i gegnum Blaðaprent við Þjóð- viljann, þegar hann lagðist svo lágt að reyna þannig að réttlæta að Alþýðublaðið er nú gefið út fyrir erlent fé. Vilmundur fór mikinn um siður Alþýðublaðsins, Visis og Dag- blaðsins. Af hverju? Vegna þess að hans höfuðskylda i islenskum stjórnmálum er að klekkja á sósialistum og stjórnmálastarf- semi þeirra. Ihaldið er banda- maður hans og félagi. Þessi grein sýnir svo rækilega fram á að hann hefur farið með staðlausa stafi að ekki er þörf á að ræða þau mál frekar. Núna hefur hann lika fundið upp annað mál þar sem einnig er um það að ræða að gera tiiraun til þess að koma höggi á Þjóðviljann: Að Kröflupeningar hafi verið notaðir til þess að fjár- magna blaðið! Þeim staðhæfing- um hefur þegar verið svarað opinberlega. Þau mál verða þvi ekki rædd frekar við Vilmund hér. Þau eru útrædd og það hefur komið i ljós að drengurinn hefur hvergi við rök að styðjast. Vinnu- brögð hans eru óvönduð og óheið- arleg. En þau styðjast við sömu forsendur og blaðamennska sið- degisblaðanna: Eitt hneyksli á dag kemur fjárhag i lag, eitt miljónir króna. Heildar- verðmæti lóðar (fasteignamat) og húss (brunabótamat) þvi um 67 miljónir króna. Alþýðubrauð- gerðin mun nýiega hafa selt þetta hús og hafið byggingu annars i miðborginni. Alþýduhúsiö 260 miljónir Alþýðuhús Reykjavikur hf. var stofnað i Reykjavik 17. júli 1934. Upplýsingar um stofnun hiuta- félagsins er að finna i Lögbirtingablaðinu 30. ágúst 1934. „Tilgangur félagsins er að reisa og reka samkomu- og skrifstofuhús fyrir al- þýðusamtökin i Reykjavik.” Hlutafé var alls 90.000 kr., 25 króna, 100 króna og 1000 króna bréf, eitt atkvæði fyrir hvert 25 króna bréf, en enginn má fara með meira en 1/5 hluta af atkvæðamagninu. Innheimt hlutafé var á stofndegi 22.500 kr. „Stjórnarformaður er Jón Axel Pétursson. Fasteignamatsverð hússins er 76,2 milj. kr.. en lóðar 40 miljónir króna. Brunabóta- matsverð er 221 miljón króna. Stærð þess er 2008 fermetrar en um 6000 rúmmerar. Samanlagt fasteignamat lóðar, 40 miljónir, og brunabótamatsverð húss, 221 miljón, er þvi 260 milj. kr. Alþýðuhúsið og aðrar þær eignir sem kenndar hafa verið við Alþýðu- flokkinn eru taldar ná hátt I sex hundruð miljónir að söluveröi. Það er þvi ekki fátækt að fjármunum sem drepur Alþýðublaðið heldur hugsjónafátækt. Eigni um 61 Alþýf )0 milji luflokl >nir k ksins róna unnt að sökkva dýpra fyrir einn blaðamann? Hin sannanlegu ósannindi Svavars Gestssonar reynast vera blákaldar stað- reyndir. Dapurlegt — vegna þess að áður en Vilmundur varð fram- bjóðandi hreyfði hann oft þörfum málum. Núorðið lætur hann sig staðreyndir engu skipta og veður fram með vitleysuna. Vonandi verða þessa ábendingar til þss að Vilmundur Gylfason biðjist af- sökunar á frumhlaupi sinu. Hann yrði maður að meiri. 1 gögnum Blaðaprents er að finna upplýsingar um það hvernig fyrirtækið sjálft greiddi fyrir vinnu þeirra erlendu sérfræðinga sem hingað komu á þess vegum á árunum 1971 og 1972. Fyrra árið greiddi fyrirtækið liðlega 700 þús- und krónur i „ferðakostnað vegna offsetnáms, erlendra sérfræðinga o.fl.”, Siðara árið um 325 þúsund i „uppihaldskostnað erlendra sér- fræðinga”. Þessi gögn getur Vilmundur Gylfason fengiö hvenær sem er hjá undirrituðum. 1 þeim kemur fram til dæmis að greitt hefur verið fyrir ferðir til útlanda hvað eftir annað, fyrir ferðir erlendra sérfræðinga hingað, hóteldvöl þeirra, fæði og drykkjarföng. I þessum gögnum kemur meðal annars fram að greitt hefur verið fyrir aðstoð þeirra sérfræðinga sem Vilmundur birti myndirnar af i fyrstu grein sinni i Visi, þeirri grein sem hann neitaði sjálfur að birta i Þjóðviljanum. Niðurstaðan af öllu þessu verð- ur þvi i fyrsta lagi sú að Vilmund- hneyksli á dag kemur fylginu i lag. En að lokum væri þó ekki úr vegi að beina til hans ákveðnum spurningum um eignir Alþýðuflokksins og hvers vegna þær eru ekki notaðar i þágu flokksins og blaðsins. Alþýöubrauögeröin 67 miljónir Alþúðubrauðgerðin hf. var stofnuð 29. október 1940. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu 22.11. 1940 er tilgangur félagsins að reka smásöluverslun, brauð- og kökugerð i Reykjavik og nágrenni „með það fyrir augum að halda niðri verðlagi á brauði og kökum til hagsbóta fyrir neyt- endur.” Hlutafé var alls 45.000 kr., 100 krón^a og 1.000 kr. hluta- bréf. „Eigendaskipti að hl'uta- bréfum eru aðeins gild ef stjórn samþykkir og getur hún neitað um samþykki er hún álitur að félaginu geti stafað hætta af eig- endaskiptum td. ef hinn nýji eigandi er óvinveittur verkalýðs- samtökunuin eða Alþýðuflokkn- um.” Framkvæmdastjóri með prókúruumboð Guðmundur R. Oddsson. Fasteignamatsverð húsnæðis Alþýðubrauðgerðarinn- ar er nú um 14 milj. kr., bruna- bótamatsverð um 40 miljónir króna. Stærð hússins er 848 fermetrar (Þjóðviljahúsið er 650 fermetrar), eða 1864 rúmmetrar. Húsið stendur stend- ur á eignarlóð. Lóðamat 27,7 Iðnó 155 miljónir Iðnó er einnig i eigu Alþýðuhúss Reykjavikur hf. Fasteignama.ts- verð húss er 14,5 milj. en lóðar 73 milj. kr. Brunabótamatsverð húss er 82 milj. kr. Samanlagt brunabótamatsverð húss og fast- eignamatsverð lóðar er þvi um 155 miljónir króna. Fasteignasali sem blaðið ræddi við taldi að fara mætti nærri verðlagi á þessum eignum með þvi að leggja saman fast- eignamatsverð lóðar og bruna- bótamatsverð húss. Þessi aðferð hefur verið viðhöfð hér á undan. Samkvæmt þvi er raunverulegt verð þessara eigna sem hér segir. Alþýðubrauðgerðin 27,7 milj. kr. plús 40.7 milj. kr. eða 68.1 milj. kr. Iðnó 73,0 milj. kr. plús 82.0 milj kr. eða 155 milj. kr. Aiþýðuhúsið 40 milj. kr. plús 221 milj. kr. eða 261 milj. kr. Heildarverðmætið er þá 484.4 milj. kr.Ef notuð er sú aðferð að margfalda fermetratölu húsanna með 130.000 sem mun vera gang- verð húsnæðis um þessar mundir er heildarverð þessara eigna um 550 miljónir króna, og þegar tillit hefur verið tekið til óvenju- hagstæðrar staðsetningar allra þessara eigna má geta nærri að heildarverðið er i rauninni mun hærra en hér hefur verið nefnt — en það er þó æriö. Þegar hlutafélög þessi voru stofnuð var tilgangurinn vita- skuld sá að tryggja fátækri stjórnmálahreyfingu húsnæði fyrir starfsemi hennar. Að baki stofnun félaganna voru þvi pólitiskar, félagslegar forsend- ur, en aldrei ætlunin að einstaklingar sem flokkurinn setti til forystu i félögunum mötuðu krókinn privat og per- sónulega á þvi að sitja i stjórnum hlutafélaganna. Ekki skal fullyrt hér að svo hafi verið. En hitrtigg- ur ljóst fyrir að Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið fá ekki krónu af þessum miklu fasteignum, enda þótt sá hafi verið tilgangurinn með stofnun þeirra er fátækt fólk skaut saman i 25 króna hlutabréf til þess að geta bakað ódýrara brauð en einkaframtakið. Hvað hefur orðið um þessar fasteignir? Það er spurning sem Vilmundur Gylfason er vinsamlegast beðinn um að svara. Hefur þeim verið stolið frá Alþýðuflokknum og Alþýðublaðinu? Eða telja for- ráðamenn þessara eigna Alþýðuflokkinn og Alþýðublaðið núorðið starfrækt i andstöðu við upphaflegan tilgang og stefnu Alþýðuflokksins? Hver er ástæðan? Ekki fjárskortur Um þessar mundir er Alþýðubláðið i andarslitrunum: það mun leggja upp iaupana með haustinu samkvæmt yfirlýs- um ritstjóra þess. Alþýðublaðið sem stofnað var fyrir 59 árum er i rauninni löngu dautt: það hefur hins vegar fundið framhaldslif á astralplani bilasalanna um nokk- urra ára skeið. Væri döngun i forystumönnum Alþýðublaðsins myndu þeir hins vegar spyrna i og reyna að nýta eignirnar sem hér hafa verið gerðar að umtals- efni til þess að tryggja blaðinu lif á eigin spýtur. Hallinn á Alþýðublaðinu er mikill um þess- ar mundir og það þarf mikið fé til þess að koma blaðinu af stað aft- ur. En eignirnar sem hér á undan voru tiundaðar nægja þó til þess aö gefa út blað, þó halli sé á þvi. i tvo til þrjá áratugi eða framundir aldamót! Astæðan til þess að Alþýðublaðið er lagt niður er þvi ekki fjárskortur. Fyrsta ástæðan er aumingjaskapur og metnaðar- leysi. önnur ástæðan er pólitisk. Hún er fógin i þeirri staðreynd að Alþýðuflokkurinn 1978 er ekki sami Alþýðuflokkurinn og um áratugaskeið hélt úti Alþýðublað- inu og flokksstarfi oft af miklum myndarskap þrátt fyrir litil efni. Alþýðuflokkurinn 1978 er ekki verkalýðsflokkur, heldur einskonar „óháður borgaraflokk- ur” Glistrup-flokkur. Þesskonar flbkkur þarf ekki og má raunar helst ekki eiga málgagn. honum fer betur að koma sjálfum sér á framfæri i gegnum siðdegisblöðin sem selja sig fyrir hvað sem er. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir fórnfúst starf þúsunda alþýðu- manna til áratuga við að skapa Alþýðuflokknum efnalegan grundvöll getur Alþýðuflokkurinn ekki lifað lengur i þeirri mynd sem hann var. Forystumennirnir hafa ákveðið að breyta flokkn- um. Meginástæðan til þess að Alþýðublaðið hefur hrunið niður á liðnum áratug er þessi pólitiska staðreynd: það hefur enginn lengur áhuga á pólitiskri stefnu- mótun Alþýðuflokksins. Þess vegna er það rétt sem ungur flokksbróðir Vilmundar skrifaði i Alþýðublaðið i vetur: „Reynsla af rekstri Alþýðublaðsins gegnum árin virðist sýna að þvi niinna seni er um pólitfk i blaðinu þvi skár gengur það.” Alþýðuflokkinn þjakar hug- sjónafátækt. ekki efnaleg fátækt. Drepur hann líka Blaöaprent? Skrif Vilmundar hafa oröið tilefni itarlegra hugleiðinga. Niðurstaðan liggur fyrir að þvi er varðar blaðrið um stuðning A- pressen við Þjóðviljann. Hitt er enn óljóst hvaða afleiðingar subbuskrif Vilmundar hafa fyrir samstarfið i Blaðaprenti. Kannski tekst Vilmundi Gylfa- syni lika að eyðileggja samstarfsgrundvöll Blapaprents, þess fyrirtækis sem A-pressen og forystumenn þess töldu að eitt gæti orðið Alþýðubláðinu til bjargar. Þá væri illa fariö. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.