Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 16
16 SIDA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 29. april 1978 Frá aöalfundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Reykjaneskjördæmi Ályktun um efnahags- og atvinnumál Haldið verði áfram ötulli baráttu fyrir íslenskri atvinnustefnu Aðallundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Reykja- nesskjördæmi vekur athygli á hinum margháttuðu orsökum óstjórnarinnar i efnahags- og atvinnumálum sem ríkt hefur á undanförnum árum. Meðal helstu orsaka þess vanda sem nú er við að glima má nefna eftirfarandi: Látlausa viðleitni atvinnurek- enda og rikisstjórnar þeirra til að breyta tekjuskiptingunni launafólki i óhag. Skipulagslausa fjárfestingu i atvinnumálum og á sviði opin- berra framkvæmda. Erlend eyðslulán sem hafa stóraukið skuldabyrði þjóöar- innar. Ranglátt skattakerfi sem hygl- ar fyrirtækjum og hátekjufólki. Misheppnaða stjórn peninga- mála og haldlitið verðlagseftir- lit. Mistekist hefur að beita verð- jöfnunarstjóði til að jafna sveiflur i útflutjningsgreinum. Aukning milliliðastarfsemi hef- ur skapað dýra yfirbyggingu á kostnað gjaldeyrisskapandi út- flutningsgreina. Dýrkun viðskiptafrelsis og áhersla á hömlulausan inn- flutning hefur veikt gjaldeyris- stöðu þjóðarinnar og hindrað uppbyggingu innlends iðnaðar. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsinslýsir yfir fullum stuðningi við varnarbaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar gegn kjara- skerðingarlögum rikisstjórnar atvinnurekenda. A þeim timamótum sem nú eru i islenskum stjórnmálum hvilir sú skylda á Alþýðubandalaginu, forystuflokki launafólks i landinu, aðsetja fram ftarlega stefnu sem vísi þjóðinni veginn út úr óstjórn og kaupránsaðgerðum siðustu ára. Alþýðubandalagið á Reykjanesi fagnar þeirri stefnu i efnahags- og atvinnumálum sem nýlega var samþykkt af miðstjórn Alþýðu- bandalagsins. Kjördæmisráðið minnir á að vandinn sem við blas- ir verður ekki leystur nema með varanlegum úrræðum og sam- tvinnuðum aðgerðum i efnahags- og atvinnumálum. Taka verður upp markvissa framleiðslustefnu sem leiði til stóraukinnar gjald- eyrisöflunar og skapi grundvöll fyrir varanlegum kjarabótum. 1 þessu sambandi leggur kjör- dæmisráðið einkum áherslu á eft- irfarandi atriði: 1. Gerðar verði þjóðhags- og framkvæmdaáætlanir til langs tima, sem verði grundvöllur meginákvarðanatöku i efna- hagsmálum og taki þær mið af framleiðslugetu þjóðarbúsins, hóflegri nýtingu auðlinda og fé- lagslegum markmiðum i um- sköpun þjóðfélagsins i sam- ræmi við hagsmuni launafólks. 2. Breýtingar á skipulagi rekst- urs og eignarformum verði grundvallarþáttur i aðgerðum til styrktar rekstrargrundvelli fyrirtækja i útflutningsgrein- um: sjávarútvegi, fiskiðnaði og almennum iðnaði. Lánveiting- ar og önnur rekstraraðstoð verði ekki veitt til að halda uppi óhagkvæmum framleiðsluein- ingum. Félagsleg eignarform, samruni fyrirtækja og ný sam- vinnuform verði meginþættir i bættum rekstri útflutnings- greina. 3. Skattakerfið i landinu verði umskapað á þann hátt að skattabyrði láglaunamanna léttist en þyngist á háum tekj- um og miklum eignum og atvinnureksturinn i landinu greiði skatta af umsvifum sin- um með eðlilegum hætti. Kosningastarf Alþýðubandalagsins. Sjálíboðaliðar! Kosningaundirbúningur fyrir borgarstjórnarkosningarnar er hafinn af fullum krafti og svo komið að sjálfboðaliða vantar til ýmissa verka. Þeir, sem geta séð af tima til starfa fyrir flokkinn eru beðnir úm að láta skrá sig á skrifstofunni Grettisgötu 3, i sima 17500. Píanótónleikar Rögnvaldur Sigurjónsson pianóleikari heidur tónleika á vegum Tónlistarfélags Kópavogs, sunnudaginn 30. april kl. 5.00 e.h. i sal Tónlistarskólans að Hamraborg 11, 3. hæð. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Chopin og Liszt. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang- inn. UTBOÐ Hitaveita Suðumesja Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i smiði á ryðfrium geymum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitunnar, Vesturbraut 10 A, Kefla- vik og á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavik, gegn kr. 10 þús. skilatryggingu. — Tilboðin verða opnuð 15. mai. 4. Dregið verði úr óhagkvæmni i rekstri og forræði einkafjár- magns á sviði mikilvægrar milliliðastarfsemi, m.a. með þvi að eitt oliusölufélag á veg- um opinberra aðila taki að sér allan innflutning og sölu á oliu og oliuvörum og tryggingafé- lögum verði fækkað með aukn- um félagslegum rekstri á þvi sviði. 5. Skipulag og rekstur innflutn- ingsverslunarinnar 'verði tek- inn til rækilegrar rannsóknar og stefnt að verulegíi fækkun þeirra mörghundruð heildsölu- fyrirtækja sem nú eru i land- inu. Jafnframt verði gjald- eyrissvindl upprætt, svo og hverskonar brask sem tiðkast hefur á þessu sviði. Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Reykjanes- kjördæmi leggur höfuðaherslu á að á næstu árum verði haldið áfram ötulli baráttu fyrir islenskri atvinnustefnu sem komi i stað þeirrar erlendu stóriðju sem núverandi stjórnvöld hafa sett á oddinn. t þessu sambandi minnir kjördæmisráðið á itarleg- ar tillögur Alþýöubandalagsins um þróun iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar i öllum landshlut- um og sérstaklega þær tillögur um uppbyggingu innlendra atvinnuvega i Reykjaneskjör- dæmi sem settar hafa verið fram af hálfu fulltrúa flokksins á opin- berum vettfangi. Aðalfundur kjördæmisráðsins Itrekar að grundvallaratriði islenskrar atvinnustefnu eru: Að skapa um það sem viðtæk- asta samstöðu, að atvinnulif á tslandi verði áfram i höndum innlendra aðila. Að beita áætlunargerð og skipulagshyggju, markvissum rannsóknum og markaðsleit með virkum stuðningi hins opinbera við uppbyggingu islenskra atvinnuvega. Að endurskipuleggja fram- leiðsluna i þvi skyni að draga úf sóun, óhagkvæmni og yfir- byggingu, sem aukist hefur á undanförnum árum og stuðla að alhliða hagræðingu i rekstri. Að velja úr og benda á þá fram- leiðslumöguleika, sem arðvæn- legir eru fyrir þjóöarbúið og henta vel sem hæfileg viðfangs- efni fyrir samtök fólksins viðs vegar um land. Að efla félagslegan rekstur og stuðla að forræði fólksins sjálfs yfir framleiðslutækjum og vinnuskipulagi. Rætt við Gunnlaug Astgeirsson um starfsemi Kjördæm- isráðs Alþýðu*- bandalagsins í Reykjanesi Uunnlaugur Astgeirsson, for- maður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins I Reykjaneskjör- dæmi. forvalsins. Kjördæmisráðið gekkst lika fyrir mjög fjölsótt- um fundi i Hafnarfirði um efna- hags- og atvinnumál, þar sem rætt var um stefnumótun flokksins I þessum málaflokk- um. Nauðsynlegt að virkja sem tlesta til starfa Föstudaginn 21. april sl. hélt kjördæmisráö Alþýðubanda- lagsins í Reykjaneskjördæmi aöalfund. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var rætt um undir- búning fyrir þær kosningar sem í hönd fara. Stjórnarkjör t stjórn voru kjörnir Gunn- laugur Astgeirsson, Seltjarnar- nesi, formaður, Hrafnhildur Kristbjarnardóttir, Hafnarfirði varaformaður og meðstjórn- endur Þóra Runólfsdóttir, Garðabæ Runólfur Jónsson, Mosfellssveit, Sigmar Ingason, Suðurnesjum, Eggert Gautur Gunnarsson og Ingimar Jóns- son, Kópavogi. Forval tókst vel I samtali við Þjóðviljann sagði Gunnlaugur Astgeirsson formaður Kjördæmisráðsins að starfsemi ráðsins fyrri hluta siðasta starfsárs hefði beinst fyrst og fremst að forvali fyrir Alþingiskosningarnar. „Frarn- kvæmd forvalsins tókst mjög vel,” sagði hann og „vakti at- hygli á Alþýðubandalaginu i kjördæminu. Forvalið var nýj- ung i starfsemi flokksins, og þótt önnur kjördæmi hafi ekki séð ástæðu til að nota þessa að- ferðviðval á frambjóðendum til Alþingiskosninga þá hafa ýmis flokksfélög beitt henni við val á frambjóðendum til sveitar- stjórnarkosninga. Forvalið var ný leið til að efla lýðræði innan flokksins frábrugðið þeim að- ferðum sem aðrir flokkar beita og jafnframt laust við þá höfuð- galla sem einkennir hin opnu prófkjör. Framboðslistinn var siðan ákveðinn á fundi 12. desember og var farið eftir niðurstöðum Kosningastjórn A siðari hluta starfsársins hefur starfsemin miðast við undirbúning kosninganna og i febrúar var skipuð kosninga- stjórn. I henni eiga sæti fimm efstu menn framboðslistans.for- máður kjördæmisráðsins og fulltrúar frá þeim félögum sem ekki eiga menn i hópi hinna sex fyrrnefndu. Kosningastjórnin réð starfsmann i febrúar, As- mund Ásmundsson sem siðan hefur unnið við undirbúning kosningastarfsins og blaðaút- gáfu á vegum kjördæmisráðs- ins. Fyrsta blaðið kemur út á næstu dögum. Opið hús i Þinghóli Kosningastjórnin stendur lika fyrir opnu húsi siðdegis á laugardögum i Þinghóli i Kópa- vogi. Þangað eru allir stuðnipgsmenn Alþýðubanda- lagsins velkomnir að ræða um undirbúning kosninganna og þá málaflokka sem leggja ber áherslu á og einnig koma þangað sérstakir gestir til að reifa málin. Á aðalfundinum var rætt um undirbúning kosninganna og þar gerðu fulltrúar hinna ein- stöku félaga grein fyrir stöðunni i hverju byggðarlagi fyrir sig. Kom i ljós að undirbúningur er viðast hvar vel á veg kominn, einkum i stærri byggðarlögun- um, Kópavogi, Hafnarfirði og á Suðurnesjum.” Gunnlaugur sagði að menn hefðu verið bjartsýnir og lagt mikla áherslu á það að nauðsyn- legt væri að virkja sem flesta til starfa, þvi við þær aðstæður sem nú riktu I þessu þjóðfélagi væri það ákaflega mikilvægt að Alþýðubandalagið hafi sterka stöðu að kosningum loknum. —eös iÁlyktun um herstöövamálið Mikilvægt að Samtök herstöðva- andstæðinga verði stórlega efld Kjördaimisráð Alþýðubanda- lagsins i Reykjaneskjördæmi mótinælir harðlega veru banda- riska hersins i landinu og lýsir yfir einarðri andstöðu sinni við aðild islands að NATO. Þá þrjá áratugi sem herinn hefur setið á Miðnesheiði hafa áhrif hans i islensku þjóðfélagi farið stöðugt vaxandi. Með ein- stæðri aðstöðu sinni til fjölmiðl- unar hefur herliðið ausið yfir landsmenn lágkúrulegum áróðri bandariskum, sem oftast er sér- staklega sniðinn fyrir hermenn- ina sem i heiöinni dvelja. Ber þvi sérstaklega að fagna þeim áfangasigri sem náðist i siðustu vinstristjórn er bandariska her- sjónvarpínu var lokaö. Þrátt fyrir gefin fyrirheit um brottför hersins i tveimur siðustu vinstristjórnum sem Alþýðubandalagið átti aðild að þá hefur enn ekki tekist að ná þvi marki. Bæði var það að sam- starfsflokkar okkar voru klofnir og óheilir i afstöðu sinni til máls- ins og ráðandi öfl i sumum þeirra frá öndverðu staðráðin i að stöðva framgang samkomulagsins brottför hersins. Til þess liggja ýnsar ástæður, en sú er þó veiga- mest að islenska auðstéttin, sem mikiu ræður bæði i Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki, hef- ur margvisleg og margslungin viðskiptatengsl við herinn. Sýnir reynsla undanfarinna ára hve nauðsynlegt það er að til séu virk og öflug samtök hetstöðva- andstæðinga, þvi að ákvæði um brottför hersins i stjórnarsátt- mála er enganvegin nóg til að koma honum úr landi, né heldur til að tryggja úrsögn okkar úr NATÖ. Vill kjördæmisráðið þvi leggja sérstaka áherslu á mikil- vægi þess að Samtök herstöðva- andstæðinga verði stórlega efld og sú þjóðfélagsbarátta sem þau standa fyrir aukin um allan helm- ing. Þess hefur gætt i vaxandi mæli undanfarin ár að ungt fólk hefur fylkt sér um kröfuna tsland úr NATO — Herinn burt og veit það á bjartari daga i herstöðvamálinu. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins I, Reykjaneskjördæmi fagnar fram kominni þingsálykt- unartillögu um Suðurnesjaáætlun og bendir á að með framkvæmd hennar verður atvinnulifinu á Suðurnesjum lyft upp úr þeirri lægð sem nærvera hersins hefur komið þvi i. Ennfremur vill Kjördæmis- ráðið taka fram að komi til þess að loknum kosningum að Alþýðu- bandalagið taki þátt i viðræðum um stjórnarmyndun þá verði uppsögn herstöðvarsamningsins og aðildarinriar að NATO ein meginkrafa flokksins. Verður þá að tryggja að herstöðvamálið hafi þann forgang að hugsanlegir samstarfsflokkar komist ekki hjá þvi að standa við gefin fyrirheit. tsland úr NATO — Herinn burt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.