Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. aprfl 1978 Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða skrifstofumann til almennra skrifstofustarfa á svæðisskrifstofu Raf- magnsveitnanna á Egilsstöðum. Laun eru skv. kjarasamningum B.S.R.B. og rikisins launaflokkur B-7. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Austurlands- veitu á Egilsstöðum. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik UTBOÐ Stjórn verkamannabústaðanna i Reykja- vik óskar eftir tilboðum i hita- og hrein- lætislagnir i 216 ibúðir i Hólahverfi. Út- boðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlið 4, gegn 20 þús. kr. skilatrygg- ingu. TILKYNNING Eigendur skúra sem standa i óleyfi á hafnarsvæði Reykjavikurhafnar i örfiris- ey og Vatnagörðum i Sundahöfn skulu hafa fjarlægt þá fyrir 20. mai n.k. Áð öðrum kosti verða þeir fjarlægðir á kostnað eigenda. Hafnarstjórinn i Reykjavik BYGGUNG KÓPAVOGI Framhaldsaðalfundur verður haldinn - laugardaginn 3. júni, nánar auglýst siðar. Stjórnin. íslenska járnblendifélagið hf. víll ráða vanan ritara til margvislegra skrifstofu- starfa i skrifstofu byggingarstjórnar að Grundartanga. Góð kunnátta i islensku, norðurlandamáli og ensku nauðsynleg. Umsóknir óskast sendar til félagsins um póststöð 301 Akranes fyrir 20. mai n.k. Upplýsingar gefur staðarverkfræðingur, Guðlaugur Hjörleifsson i sima 93-1092 kl. 7.30-10.00 að morgni mánudaga til föstu- daga. ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum i forsteypta hita- veitubrunna fyrir Hitaveitu Borgar- fjarðar. Útboðsgagna má vitja hjá V.S.T. Ármúía 4, Reykjavik og Berugötu 12, Borgamesi, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð að Berugötu 12, Borgamesi, þriðjud. 16. mai kl. 11 f.h. Hitaveita Borgarf jarðar Umsjón: Stefán Kristjánsson Fram forðaði sér frá falli með sigri gegn KR 20:13 Framarar sýndu góðan lelk og KR leikur aukalelklna gegn HK og verður fyrri leikurinn á sunnudaginn kl. 21.00 „Ég tel aðalástæöuna fyrir þessum glæsilega sigri Fram hér i kvöld einkum vera sálfræði- lega” sagði Jóhann Ingi Gunnars- son þjálfari Fram og sálfræði- nemi eftir leikinn gegn KR í gær- kvöldi. „Við ræddum vel saman fyrir , þennan leik og vorumstaðráðniri þvi að selja okkur dýrt. Hins veg- ar var ég búinn aö heyra KR-ing- ana tala fyrirfram um það, að þeir myndu ef til vill tapa leikn- um með tveggja til þriggja marka mun og sllk bjartsýni kann aidrei góðri lukku að stýra” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson að lokum. En ef við vikjum okkur að leiknum sjálfum þá voru það KR- ingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var Björn Pétursson þar að verki. En fljótlega jöfnuðu Framarar og eftir það var leikur- ínn nokkuð jafn þangað til að siga fór á siðari hálfleikinn en þá tóku Framarar góðan sprett og höfðu náð fjögurra marka forskoti i leikhléi 10:6. 1 siðari hálfleik voru yfirburðir Framara enn meiri og juku þeir jafnt og þétt við fengið forskot. Staðan varð slðan 19:12 og enn siðar 20:12 og úrslit leiksins voru þvi 20:13 eftir aö KR-ingar höfðu skorað siðasta mark leiksins. Það er þvi ljóst að það kemur i hlut KR-inga að leika gegn HK um fallið i deildinni. Það verða ef að likum lætur erfiðjir leikír fyrir KR þvi lið HK er ekki auðsigrað um þessar mundir. Úrslitaleik- urinn í kvöld Úrslitaleikurinn i Bikar- keppni HSÍ verður leikinn í kvöld klukkan 18.00 Eigast þar við lið Víkings og FH. i undanúrslitum keppn- innar sigraði Víkingur islandsmeistara Vals 19:16 en FH lék gegn Haukum og sigraði eftir framlengd- an leik 23:22. Það verður þvi að segjast eins og er að Vikingar eru mun sigur- Fram meistari kvenna Framarar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn i kvennahandboltanum er þær gerðu jafntefli gegn FH 9:9. Fyrri úrslitaleik liðanna lauk með sigri Fram 11:9 og var hann leikinn i Hafnar- firði. FH-stúlkurnar höfðu lengst af forustu i leiknum i gærkvöldi. Staðan i leikhléi var 6:4 þeim i vil. En i siðari hálfleik sýndu Framstúlkurnar klærnar og tókst að jafna fyrir leikslok þrátt fyrir að FH-stúlkurnar tækju þær Guðriði Guðjóns- dóttur og Oddnýju Sigsteins- dóttur úr umferð. En Framarar geta verið á- nægðir með uppskeruna i gær- kvöldi. Fyrst tslandsmeistaratit- illinn i kvennaflokki og siðan sig- ur gegn KR 20:13 sem er stærsti sigur hjá Fram yfir KR i mörg ár. Gústaf Björnsson og Guðjón Einarsson voru bestu menn Fram i gær en Arnar Guðlaugsson lék ekki með. Gústaf skoraði flest mörk Framara alls 8 en hjá KR skoraði Simon Unndórssson flest eða þrjú mörk. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson og Gunnlaugur Hjálmarsson og er langt siðan að maður hefur orðið vitni að svo góðri dómgæslu. SK. stranglegri en FH fyrir leikinn i dag en þó má ekki afskrifa FH- ingana þvi þeir standa sig ávallt best þegar mest á reynir. Vikingar eru mun vanari að leika i Laugardalshöllinni en FH- ingar og það er ein ástæðan fyrir þvi, að ég spái Vikingum fimm marka sigri. Vikingar hafa spilað mun betri handknattleik i vetur en FH-ingar og voru að minu mati óheppnir að tapa íslandsmótinu. Það yrði þvi mikil Sárabót fyrir Vikinga ef þeir næðu sér i gull- verðlaun i kvöld. En þrátt fyrir það að flestir spái Vikingi sigri má ekki reikna með þvi að leikurinn verði þeim auð- veldur þvi að FH-ingar hafa á að skipa leikreyndum mönnum, en það hafa Vikingarnir nú einnig. En spá min stendur. Fimm marka sigur Vikings. En hvort hún rætist sjá menn i höllinni i kvöld klukkan 18.00 eins og áður sagði. SK. Mætiö við kirkjuna VÍðavangshlaup Eyra- bakka verður háð þann 1. mai n.k. og hefst það klukk- an 14.00. Keppt verður i tveimur flokkum, karla- og kvenna- flokki og hlaupa karlarnir um fimm kilómetra en kon- urnar þrjá. Allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt i hlaupinu eru beðnir að mæta timanlega við kirkjuna. SK. Isl glíman um helgina Islandsgliman verður háð um helgina og verður glimt i iþróttahúsi Kennaraskóla Is- lands. Keppnin hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn og verða allir bestu glímumenn lands- ins meðal þátttakenda. Keppt verður um Grettis- beltið að venju, en núverandi handhafi þess er Ingi Þ. Yngvason HSÞ, og verður hann meðal þátttakenda. Alls verða keppendur 10 á mótinu. Frá HSÞ verða fjór- ir, Ármanni þrir, Vikverja tveir og einn KR-ingur. Landsflokkagliman var fyrst háð árið 1907. SK. LAUSSTAÐA Staða fulltrúa I Menntamálaráðuneytinu er laus til um- sóknar. Aðalstarf skv. 10. gr. laga nr. 50/1976: „Menntamálaráöuneytiö fer með málefni almennings- bókasafna. Sérstakur fulltrúi i ráðuneytinu annast málefni safnanna og skal aö öðru jöfnu ráöa eða skipa I þaö starf bókasafnsfræðing með reynslu I starfi”. Sam- kvæmt 5. gr. reglugeröar um almenningsbókasöfn frá 7.3. 1968 skal hann ennfremur m.a. fjalla um málefni skóla- bókasafna. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfs- reynslu sendist Menntaipálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 24. mai n.k. Menntamálaráöuneytiö, 24. aprii 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.