Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. april 1978 AF SALFRÆÐIGENGI Þá hefur lausrtin á verðbólguvandanum loksins litið dagsins Ijós. Ef nahagsundrið er riðið í hlað. Hagfræðingar, sérfræðingar og sálfræðingar hafa árum saman verið með heilana í bleyti í örvæntingarfullri leit að haldgóðri lausn á efnahagsvandanum og þegar höf uðinnihald allra helstu f jármála- sérf ræðinga landsins var orðið gersamlega útvatnað af því að vera svo lengi i bleyti, skeði kraftaverkið. Lausninni laust raunar niður eins og eldingu. Undrið bar að með þeim hætti að Jón Skaftason sem búinn var að gleyma hvernig 25eyringur leit út, sá Tage Erlander borga hótelreikning i Finn- landi með peningum, sem komust fyrir í buddu (pengepung). Jón kom þessum stórtiðindum á framfæri við æðstaráð Seðlabankans og það var eins og við mann- inn mælt, gáfnakollar æðstu peninga- stofnunar landsins tóku við sér þótt þeir væru búnir að vera um langt árabil í bleyti og f engu auglýsingaskrifstof u Kristinar sér til fulltingis. Ljóst var með hverjum hætti hægt væri að leggja verðbólguóf reskjuna að velli í eitt skipti fyrir öll. Lausnin var sem sagt sú að gera íslenska peninga notadrýgri (praktískari) og viðmiðunin, að andvirði einnar nætur á hóteli kæmist i venjulega buddu. Nú hófust langar og erf iðar f undar- setur. Var einkum deilt um það, hvort væn- legra væri til árangurs að stíga það fjár- málagæfuspor að stækka buddur lands- manna svo meira af seðlum kæmust i þær (Hér var að visu íslenskur hótelreikn- ingur hafður til hliðsjónar), eða hvort hugsanlegt væri að minnka seðlana, svo að andvirði einnar nætur kæmist í venjulega buddu. Fyrir nokkrum dögum skeði það svo að hin örlagaríka ákvörðun var tekin. Tvö núll skyldu strikuð aftan af allri seðla- súpunni og nýir seðlar prentaðir. Með þessum aðgerðum hyggst Seðlabankinn höfða sálfræðilega til almennings í landinu og (svo notuð séu orð sjálf ra forystumanna fjármála landsins) ,,að auka virðingu almennings í landinu fyrir peningum al- mennt". Það varðað uppræta hina djúpu og rótgrónu fyrirlitningu, sem íslenska þjóðin hafði um langt skeið haft á peningum sin- um. Nú voru til kvaddir sálfræðingar, því Ijóst var að þessar ráðstafanir væru ekki siður sálfræðilegar en efnahagslegar. Sál- fræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu að ef auka ætti virðingu landsmanna fyrir peningum, yrðu þeir að vera eigulegir. Viss fregða væri meðal íslendinga á því að saf na óásélegu rusli. Þá var að gera seðlana sem ásjálegasta og voru til þess fengnir bestu auglýsingahönnuðir, sem völ var á og þeim uppálagt að gera islenska seðla, sem yrðu það eigulegir að fólk freistaðist til þess að hugsa sig um tvisvar áður en það eyddi þeim í nauðþurftir. Það fyrsta sem lá Ijóst fyrir var að sjálf- sagt væri að hafa seðlana sem litríkasta og kom þá helst til gulur, rauður, grænn og blár. Þá virtist Ijóst að landsmenn væru orðnir leiðir á þeim andlitsmyndum, sem prýtt hafa íslenska peningaseðla til þessa (Einar Ben, Tryggvi Gunnarsson, Hannes Hafstein og fleiri og var því brugðið á það ráð að haf a þeirra í stað táknmyndir af nú: verandi ráðamönnum. Þannig kemur þorskur i staðinn fyrir Tryggva Gunnars- son og tarfur fyrir Hannes Hafstein, grá- sleppa fyrir Jón Sigurðsson og marhnútur fyrir Einar Ben. Á myntina verður m.a. sett mynd af smokki, en lengi var um það deilt hvernig bakhlið þess penings skyldi vera og varð það úr að þar sem lykkjan væri mynd- rænni en pillan, þá skyldi það verða smokk- ur að framan en lykkja að aftan.. Á þessi peningur að minna fólk á það að gát er best með forsjá. Ekki mátti gleyma kvenskörungum þingsins og þótti brýnt að haf a táknmynd af einni slíkri á seðli. Varð hinn þjóðlegi f iskur skatan fyrir valinu og bragðið haft til hlið- sjónar. Aftan á þann seðil mun verða prentuð dæmigerð þjóðlífsmynd úr íslenskri baðstofu þar sem kvöldvakan er i fúllsving, allir eitthvað að sýsla, einn að lesa í bók, annar að bora í nefið, sumir að flétta reipi, eða spinna á snældu, eða rokk, en í forgrunni situr gamall maður við þá þjóðlegu islensku iðju að nudda punginn fram í andlátið og til að fyrirbyggja allan misskilning í eitt skipti fyrir öll skal það skýrt tekið fram að hér er ekki átt við tóbakspunginn, heldur den gamle gode pengepung. Hér á ef til vill vel við vísan, sem gamla konan á elliheimilinu orti um efnahagsað- ferðir ríkisstjórnarinnar: Rikisstjornin glaöning gaf greiddi úr vanda sínum strikaöi núllin aftan af innistæöum mínum Flosi AnAb SUS Kapprœðu- fundur íStapa um höfuðágreining islenskra ,, stjórnmála: Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins og Samband ungra Sjálfstæðismanna efna til kappræðufundar i Stapa sunnudaginn 30. apríl kl. 14.30 um höfuð- ágreining íslenskra stjórnmála. Fjallað verður um efnahagsmál — utanríkismál — einkarekstur — félagsrekstur. Fundarstjórar: Jóhapn Geirdal og Júlíus Rafnsson. Ræðumenn ÆnAb: Guömundur ólafsson Arthur Mortens Svavar Gestsson Ræðumenn SUS': Anders Hansen Hannes Gissurarson Friörik Sophusson Svavar Jóhann Guðmundur Auglýsmgasimínn er 81333 „Á sama tima ad ári um Nordurland Leikför Þjóðleikhússins með gamanleikinn ,,Á sama tima að ári” eftir Bernard Slade heldur áfram og er nú komið að Norð- lendingum að sjá Bessa Bjarna- son og Margréti Guðmundsdóttur leika þetta vinsæla leikrit. Siðast voru sýningar á Vesturlandi, en nú verður lagt af stað til Norð- vestur og Norðurlands og verður fyrsta sýningin á leiðinni i Bió- höllinni á Akranesi sökum þess hve margir urðu frá að hverfa, er leikritið var sýnt þar á dögunum. Fer hér á eftir skrá yfir sýningar- dags- og staði á næstunni: , Er sjonvarpió bilað? „ D Föstud. 28. april: Akranes Laugard. 29. april: Asbyrgi, Mið- firði Sunnud. 30. april: Sævangur Mánud. 1. mai: Blönduós Þriðjud. 2. mai: Sauðárkrókur Miðv.d. 3. mai: Miðgarður F'immtud. 4. mai: Hofsós Föstud. 5. mai: Siglufjörður Laugard. 6. mai: Ólafsfjörður Sunnud. 7. mai: Dalvik Pólýfónkórinn Byrjar æfingar í haust Jólaóratória Bachs í desember? Stefnt er að þvi að starf Pólýfónkórsins hefjist að nýju á næsta hausti. Þessi ákvörðun var tekin á fundi kórfélaga á mánudag. Æfingar hefjast siðari hluta septembermánaðar og hefur veriðrættum að flytja Jóla- óratóriu Bachs i desember, þótt ekki sé það fullráðið. Ákveðið er að bæta við söng- fólki i allar raddirog verður nýliðum gefinn kostur á raddþjálfun á vegum kórs- ins, að þvi er segir i frétt frá Pólýfónkórnum. Ingólfur Guðbrandsson verður stjórn- andi kórsins eins og verið hefur frá upphafi. — ekh. Skjárinn Spnvarpsverhstó, Berqstaðástrati 38 219-40| Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T r ésmí ða verks t æðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.