Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Þó alkóhólismi eigi sér ad einhverju leyti líffræðilegar orsakir hjá einstaklingum, þá leysir ' það samfélagið ekki undan ábyrgð á hinum félagslegu orsakaþáttum áfengisvandamálsins. Ævar Árnason nemandí Alkóhólismi — sjúkdómur — samfélag Undanfarna daga hefur verib hér á landi atvinnurekandinn dr. Frank Herzlin, er rekur Freeport-sjúkrahúsiö f New York. Herzlin þessi hefur komiö fram I fjölmiðlum (m.a. Þjóöv. 6/4. Morgunbl. 11/4, þar sem hann hefur lýst þvi yfir aö alkó- holismi sé meðfæddur og ólækn- andi s júkdómur .Hann segir (Þjv. 6/4 f allár rannsóknir benda til þess, að alkóhólistar hæfu drykkju á sama hátt og af sömu ástæðum og þeir, sem ekki verða alkóhólistar, þ.e. vegna félagslegra aðstæðna, tisku, feimni, o.þ.h. Munurinn værisá, að tiundi hver maður hefði með- fæddan veikleika fyrir vini, og yrði hann alkólhólisti en hinir níu ekki. Þessa menn segir dr. Herzlin þola i sifellu stærri og stærri skammta af áfengi og þurfa því meira og meira af þvi, ogsmám saman þróa þeir með sér einkenni alkóhóiismans og koma þau fram á öllum sviðum. Andlega verða þessir menn óánægðir, þeir skammast sin fyrir drykkjusiði sina, finna sektarkennd vegna þess,að þeir drekka mikið meira en aðrir, þeir leita g jarnan i einangrun og byrja að ljúga að sjálfum sér og öðrum um vandamálið og jafn- vel fleira. Likamlega liður þeim sifellt verr. Þeir hafa lélega matarlyst, þjást af meltingar- truflunum og magaverkjum, skjálfa, missa úr drykkju og að lokum byrjar lifrin að gefa sig. Félagslega eru þeir geðstirðir, sambúð við aðra verður erfið, vinnuafköst minnka, hugsun og minni siævist. An þess að sé um neina óyggj- andi visindalega vissu fyrir þvi, að alkóhólismi eigi sér lfffræði- legar orsakir, þá ber alls ekki að útiloka þann möguleika. Þvi ber að fagna ef tekst að finna lif- fræðilegar orsakir fyrir „áfengissýki”. En þar er bara ekki hálf sagan sögð, þvi án hinna félagslegu þátta byrjaði enginn að drekka ogenginn yrði alkóhólisti. Af hvaða toga eru þessir félagslegu þættir spunn- ir, sem valda þvi að sumir þurfa stöðugt á áfengi að halda? Það verður enginn alkóhólisti á skömmum tima, — yfirleitt þróast vandamálið á nokkurra ára timabili.Gætiverið að rekja mættí hina ýmsu félagslegu þætti beint til misskiptingu hinna efnahagslegu gæða og samkeppni, sem rikir i okkar þjóðfélagi? Ef svo er, þá er iausn á „áfengisvandamálinu” fólgin I að útrýma efnahagslegu misrétti og samkeppni, burt séð frá hinum meðfæddu orsökum ef einhverjar eru. Þó alkóhólismi eigi sér að ein- hverju leyti liffræðilegar orsakir hjá einstaklingnum, þá leysir það samfélagið ekki undan ábyrgð hinna félagslegu orsakaþátta áfengisvanda- málsins. Eins og vitað er, þá telja margir það framför, og dr. Herzlin lika, þegar farið var að lita á alkóhólisma sem sjúk- dóm. Þessi sjúkdómssamlíking á sér hliðstæður á fleiri sviðum og spurninger, hvortekki sé um stöðnun eða afturför að ræða frekar en framför i notkun þess- arar likingar eins og þróun mála er nú háttað. Sjúkdóms- hugtakið i hefðbundnum læknis- fræðilegum skilningi felur i sér ákveðna orsakafræðilega merk- ingu, sem ekki tekur tillit til hinna félagslegu hliða mannlifs- ins, þó þróunin sé i þá átt. Aðeins skal drepið á nokkra þætti þessa máls til glöggvunar. ,, Geðsjúkdómar” Ef litið er á geðrænar trufl- anir eða afbrigðilega hegðun sem „sjúkdóm” eins og gert er að mestu leyti i dag, þá er verið að beita læknisfræðilegri eða sjúkdómslikingu (módeli) um viðkomandi fyrirbæri. Likingin kemur frá visindalegri læknis- fræðilegri vitneskju um likam- lega sjúkdóma, sem litíð er á sem starfrænar bilanir I hinni likamlegu vél. A sama hátt og likamlegur sjúkdómur á sér einhver ja likamlega eða iifræna orsök, gerir þessi liking ráð fyrir einhverri lifrænni orsök sem liggi aö baki „sjúku” at- ferli. Þannig segja þeir sem aðhyllast þessa likingu, að eini munurinn á milli sálrænna og lifrænna truflana sé sá, að hinar fyrrnefndu eiga sér stað I miðtaugakerfinu og koma fram i geðrænum sjúkdómsein- kennum, en hinar siðamefndu eiga sér stað i öðrum liffæra- kerfum og koma fram sem likamleg sjúkdómseinkenni. A miðöldum, þegar galdraof- sóknir voru i algleymingi má segja, að trúfræði- eða siðferði- leg liking hafi verið notuð um afbrigðilega hegðun. Siðar (i byrjun 19. aldar) er svo afbrigðileg hegðun endanlega talin eiga rætur að rekja til sjúkdóms. Flestir eru sammála um, að það hafi á margan hátt verið til bóta ogmikil framför á sinum ti'ma. Það eyddi hug- myndum um djöfla ogilla anda, er svipt höfðu einstaklinginn öllu mannlegu og réttlætt ein- angmn og vanrækslu sem rétt- mætar varnaðaraðgerðir sam- félagsins, ai settu i stað þess fram hugmyndir, er byggðust á llffærafræði. Hinn geðsjúki stóð nú jafnfætis hinum likamlega sjúka og meðferðin varð i sam- ræmi við það mannúðlegri. 1 framhaidi af þessu voru greind- ir sjúkdómar, er rekja mátti beint til heilaskemmda eða ann- arra lifrænna truflana (t.d. sýfilis) og þar meö komu brátt rökrétt meðferðarform við þeim. Mikil bjartsýni rikti á þessum fyrstu árum formlegra geðlækninga, en siðan hefur trú manna dofnað, þar sem alls ekki hefur tekist að rekja allar geðtruflanir tilheila-eða tauga- sjúkdóma. Gagnrýni á geðsjúkdómsheitið Geðlæknar, sálfræðingar, félagsfræðingar og fleiri hafa haldið þvi fram, að notkun læknisfræðilegs likingamáls hindri eiginlegan skilning og meðferð á geðrænum vanda- málum ogþvi beri aðleggja það niður. Að visu er gagnrýni á sjúkdómsheitið i þessu sam- bandi sett fram út frá ýmsum sjónarmiðum, sem oft eru sjálf umdeilanleg, og einnig hefur gagnrýnin beinst að ólikum hliðum þess. En segja má, að mesta og harðasta gagnrýnin varði þann jöfnuð, sem gerður er á líffræði- legum og sálfræðilegum trufl- unum, þ.e. að hinar siðarnefndu eigi rætur að rekja til lífrænna truflana i miðtaugakerfinu, en hinar fyrmefndu eigi sér stað i öðrum liffærakerfum. Kjarninn i þessari gagnrýni er i stuttu máli sá, að s júkdómslikingin (1) kennir liffræðilegum göllum um geðrænar truflanir, þegar mjög vafasamt er, að einhverjum göllum sé til að dreifa, og enn- fremur (2) útilokar það, að sál- fræðilegir þættir og félagsleg samskipti einstaklinga eigi nokkurn hlut að máli i sálslýkis- fræðinni. Fleira mætti tina til i þessu sambandi. Notkun hugtaksins sjúkur, til að lýsa afbrigðilegu atferli einstaklings hefur I för með sér, að hann getur ekki talist ábyrgur gerða sinna, t.d. gagnvart lögum. Hann getur ekki ráðið við hegðun sina frekar en hann gæti með vilja stjórnað hita, sem hann væri með. Flestir ef ekki allir eru sam- mála um, að það hafi verið framför á sinum tima, þegar farið var að lita á hegðunar- truflanir sem merki um sjúk- dóm. En siðan hafa heyrst æ háværari raddir, sem setja spurningamerki við þessa sjúk- dóma. Mörgum finnst að sjúk- dómshugmyndin geri ekki annaö en að fela hið raunveru- iega eðli þessara truflana og sé jafnvel notuð gagngert i þeim tilgangi, og sjá þeir ýmsar aðrar orsakirað þessum vanda- málum. Það er ekki spurt um það, hvort fólk hafi sálræn eða mannleg vandamál, þaö er augljóst, að fólk hefur slik vandamál. En spurningin er um hvað er skilgreint sem vanda- mál og af hverjum, og hvaða lausn eða lausnir beri aö telja góðar (sbr. fréttír í blöðum um vistun sovéskra andófsmanna á geðveikrahælum). Allt er enn á huldu um lif- rænar orsakir hinna helstu flokka geðtruflana, en þrátt fyrir það er stöðugt litið á þær sem sjúkdöma. Gerðar hafa verið margar rannsóknir t.d. á uppruna geðklofa eða geðrofs (scizophrenia), sem er eins og stendur eitt af hinum helstu vandamálum (geð)læknisfræð- innar, en engin samhljóða niðurstaða hefur fengist. Líkamlegir sjúkdómar og læknisfræði Innan sálsýkisfræðinnar hefur hið hefðbundna s júkdóms- hugtak lengi verið ófull- nægjandi, og skortur á viður- kenningu á annmörkum þess verið þrándur i götu fyrir þróun meira viðeigandi skoðana og skýringa. Nýjar niðurstöður og vit- neskja um sambandið milli llk- amlegra sjúkdóma og lifskjara eða umhverfisins hafa i för með sér, að hið hefðbundna læknis- fræðilega sjúkdómshugtak verður að teljast einnig of þröngt á hinu likamlega sviði. Því það er viðurkennt i stöðugt auknum mæli, að sjúkdómar eru bundnir hinum félagslegu og umhverfislegu aðstæðum, þar sem ekki ræðst bót á ýmsum kvillum nema taka nefndar aðstæður með i myndina. Breyttar sjúkdómsaðstæður i iðnaðarþjóðfelögunum eru þannig smátt og smátt að breyta hinni fyrrnefndu lif- fræðilegu sjúkdómsskoðun læknisfræðinnar. Þar má sér- staklega nefna hina svokölluðu menningarsjúkdóma (hjarta- og æðasjúkdóma) og sállikam- lega (psykosómatiska) sjúk- dóma. Nauðsynin á fyrirbyggjandi læknisfræði er viðurkennd af öllum, en slikar læknisfræði- legar aðgerðir krefjast annarr- ar afstöðu eða nýrra kenninga um samhengið milli félagslegra og liffræðilegara þátta. Lausnir á hinum óráðnu gátum læknis- fræðinnar krefjast, með öðrum orðum, fræðilegra likinga eða kenninga, sem eru félags-lif- fræðilegar. I samræmi við þessar kröfur eru nú stöðugt fleiri sjúkdómar taldir hafa sál-likamlega þætti. En að sjálfsögöu er ekki nóg að halda fram, aö félagslegar kringumstæður geti verið þýðingarmiklar orsakir sjúk- dóma. Það hafa menn gert sér ljóstlengi.Enás tæða n fy r ir þv i, að þessi viðurkenning á félags- legum orsökum varpar ekki neinu ljósi á eðli sjúkdóma er, að þessar orsakatil visanir byggjast eingöngu á tölfræði- legri fylgni þ.e. svo og svo margir, sem búa við þessar eða hinar aðstæður fá t.d. magasár, meðan fólk, sem býr við ein- hverjar aðrar kringumstæður fær ekki eins oft magasár. Það er ekki hér um að ræða notkun fræðilegra kenninga og þar af leiðandi er ekki gerö nein grein fyrirþeim þáttum sem liggja að baki hinu tiltekna samhengi, og lausn á vandamálinu er þar af leiöandi ekki möguleg. Full- nægjandi lausn eða skilningur á sjúkdómum krefst fræðilegra svara, og ekki einungis félags- legra eða liffræðilegra, heldur hvoru tveggja. En nútimaleg fræðileg læknis- fræði, sem reyndi að öðlast skilning a hinum rikjandi sjúk- dómum, meðal annars með tíl- visun til mótsagnakénndrar félagsgerðar myndi lenda i and- stöðu við hagsmuni rikjandi samfélagsafla. Það hljóta alltaf að verða hagsmunir þeirraafla, er vilja viðhalda óbreyttu sam- félagsástandi að halda fram og útbreiða hugmyndir um skiln- ing á sjúkdómum sem eitthvað | náttúrulegt, fremur en skoðun, | sem skýrði afbrigðileika út frá félagslegri uppbyggingu. „Nikótinismi” Stöðug útvikkun á sjúkdóms- likingunni hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þannig eru t.d. heilu þjóðfélögin talin „sjúk”. Alkóhólisminn er skýrt dæmi um þessa útvikkun. Samkvæmt þessu er varla langt að biða, að tóbaksneysla fái sömu meðferð og áfengis- neysla: Margir þeirra, sem neyta tóbaks (nikótins) þróa smám saman með sér einkenni nikótinismans. Andlega verða þessir menn oft þjakaðir og skammast sin fyrir reykingasiði sina og finna til sektarkenndar vegna hins óheilsusamlega athæfis. Likamlega liður þeim sifellt verr. Þeir hafa lélega matarlyst, þjást af mæði og hósta, og svo fara lungun og hjartað að gefa sig. Félagslega verða þeir geðstirðir og vart viðræðuhæfir nema undir áhrifum og vinnuafköst þeirra minnka. Til hliðsjónar af neyslu áfengis má nefna neyslu ann- arra vimugjafa, t.d. neyslu á marijuana og hassi, sem er mjög vinsæl hjá miklum fjölda fólks á vesturlöndum. Er ekki mál til komið að hætta að of- sækja þettafólk og stimpla það sem glæpamenn, sem verður að sekta og setja i fangelsi fyrir neyslu þessara efna, þar sem þaðgetur verið með „óuppgötv- aðan sjúkdóm”? t framhaldi af þvi sem hér hefur verið sagt má segja, að ekki er raunhæft yfirhöfuð að skipta sjúkdómum i geðræna eða likamlega. Einstakling- urinn hefur oftast vissar sál- rænar upplifanir i sambandi við likamlegan sjúkdóm, þannig að segja má að sjúkdömurinn sé geðrænn um leið. Sjúkdóma verður aðskoða i þvi félagslega og liffræðilega samhengi, sem þeir eiga sér stað i. Breyttar sjúkdómsaðstæður i þjóðfélag- inu og aukin fræðileg þekking gera það að verkum, að þetta samhengi verður smátt og smátt ljósara, ogtil að skilja og leysa hin ýmsu læknisfræðilegu fyrirbæri, sem komaupp i þessu samhengi, er hið hefðbundna sjúkdómshugtak alisendis ónullnægjandi og nýtt verður að koma i staðinn. En þessar breytingar eru hægfara vegna tregðurikjandi samfélagsafla og hugmyndafræði, sem ekki hafahag af breýttum viðhorfum i þessum málum, og reyna þvi frekar að halda i og útbreiða hina hefðbundnu sjúkdómshug- mynd eins og hún hefur þróast fram til þessa. Yfirlýsingar dr. Frank Herzlin’s eru af þeim toga. ÆvarÁrnason nemandi Skólakór Gardabæjar: SÖNG INN Á PLÖTU Komin er út plata með söng 35 barna, á aldrinum 9—13 ára, úr Fiataskóla, Garðabæ. Lagaval er fjölbreytt, alls 17 lög og upp- lestrar o.fl. Sex stúlkur syngja einsöng með kórnum. A hlið 1 eru islensk og erlend þjóðlög, barnagælur, lög eftir og I útsetningu Jórunnar Viðar, Jóns Þórarinssonar, Jóns Ásgeirs- sonar, Egils R.Friðleifssonar, Lajos Bardos, Mozart o.fl. með textum eftir Jónas Hallgrimsson, Kristján frá Djúpalæk, Hildi- gunni Halldórsdóttur o.fl. A hlið 2 eru eingöngu frum- samin lög eftir annan söngstjóra kórsins Guðmund Norðdahl. Lög- in eru öll samin viö texta úr barnaleikritum Ragnheiöar Jóns- dóttur rithöfundar' Hlyna Kóngssyni og Sæbjörtu og urðu til á árshátiðum skólans. Hafa þau ekki birst áður eða verið sungin utan skólans. Platan er gefin út i tilefni af 20 ára afmæli Flataskóla, áður barnaskóla Garðahrepps, ep hann er nú aö ljúka sinu 20. starfsári. (Hóf starf 18. okt. 1958. Skólakór Garðabæjar var formlega stofnaöur l.des.1976. Hann hefur sungið viða fyrir félagssamtök, á sjúkrahúsum og hælum og við kirkjulegar at- hafnir. Hann kom fram á lands- móti isl. barnakóra i mars 1977 og fer i söngferðalag til Norður- lands, dagana 4.-7. mai n.k. og syngur (með öðrum kórum) i Stórutjarnaskóla 4. mai, i Hafra- lækjarskóla (kl. 11.00) 5. mai, að Laugum I Reykjadal sama dag (kl. 21.00), i Húsavikurkirkju 6. mai (kl. 17.00) og i Akureyriar- kirkju sunnudaginn 7. mai kl. 17.00. Stofnendur Skólakórs Garða- bæjar voru Guömundur Norðdahl og Guðfinna Dóra ólafsdóttir, sem stjórnar kórnum nú. Þettá er fyrsta platan, sem gef- in er út i Garðabæ. Aðeins 450 ein- tök verða til sölu og dreifingar. Hún getur þvi oröið verðmætur minjagripur, er fram liöa stundir — og að sjálfsögðu er hún góö og falleg sumargjöf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.