Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 29, apríl 1978 Laugardagur 29. aprfl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Rætt við Sigurjón Pétursson sem skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins í borgárstjórnarkosningum 28. maí n.k. Sigurjón Pétursson tré- smiöur hefur nú setiö í borgarstjórn og borgarráði Reykjavikur í 8 ár Þó aö hánn eigi þetta langa reynslu i stjórnmálum er hann aöeins fertugur að aldri. Og í borgarstjórnar- kosningunum/ sem fram fara 28. maí n.k., skipar hann efsta sæti framboðs- lista Alþýðubandalagsins í þriðja skipti. En hver er Sigurjón? Þjóðviljinn fór á stúfana um daginn til að forvitnast dálítið um manninn sjálfan og skoðanir hans. Afrakstur- inn er eftirfarandi viðtal. Pólitisk frumbernska á Sauðárkróki — Ekki ert þú innfæddur Reyk- vikingur, Sigurjón? — Nei, ég er fæddur á Sauðár- króki og er húnvetnskra og skag- firskra ætta. Föðuramma min var hins vegar frá Vestfjörðum svo að segja má að ég sé viða ættaður að. Faðir minn hét Pétur Laxdal en móðir min heitir Ingi- björg Ogmundsdóttir. . — Komst þú snemma i kynni við pólitik? — Já, faðir minn var i Kommúnistaflokknum i gamla daga og á minu bernskheimili var pólitik mjög mikið rædd. Næstum hver einasti fulltrúi Kommúnistaflokksins sem átti leið um fyrir norðan, gisti heima þó að bara væri búið i 2 herbergj- um. Ég get getið þess til gamans að faðir minn var fyrsti kommún- istinn sem kosinn er i hrepps- nefnd á Islandi. Það var á Sauðárkróki mjög fljótlega upp úr 1930. — Þú hefur þá eiginlega drukk- ið róttækar skoðanir með móðurmjólkinni? — Frumbernska min var mjög pólitisk ef ég má orða það svo. A árunum, sem pabbi var i hrepps- nefnd, stóðu kommúnistar á Sauðárkróki að blaðinu Kotungi sem kom út reglulega um nokk- urra ára skeið. M.a. minnist ég þess að hafa séð nokkur eintök með myndum eftir Helga Hálf- danarson skáld sem teiknaði i blaðið og aðstoðaði við útgáfuna. Allur frágangur á blaðinu og út- breiðsla þess fór fram i þessum tveimur herbergjum sem fjöl- skyldan bjó i og þægilegast þótti að hafa fjölritarann uppi á barna- vöggunni. — Svo skilst mér að þið hafið flust til Siglufjarðar? — Já, árið 1945 fluttist fjöl- skyldan til Siglufjarðar. Það var fyrst og fremst vegna þess að fað- ir minn átti mjög erfitt með að fá vinnu vegna stjórnmálaskoðana. Ég var átta ára gamall og á þess vegna flestar bernskuminningar minar frá Siglufirði og þar var ég öll unglingsárin. — Voru þau jafn pólitisk eins og Sauðárkróksárin? — Þar var vissulega mikið um pólitik en þar var fiokkurinn stærri og mæddi ekki eins mikið á föður minum. A Siglufirði fékk ég samt allt að ofnæmi fyrir stjórn- málum, afneitaði öllum afskipt- um af þeim og vildi hvergi nærri koma. 1 kunningjahópi var ég samt með fastmótaðar og ákveðnar pólitiskar skoðanir. — Hver var skólaganga þin? — Hún varð ekki löng á þessum árum. Ég lauk barnaskólaprófi 12 ára og hætti þá i skóla og fór að vinna. Ég var i sveit á sumrin tii 14 ára aldurs og á veturna var ég sendill og vann önnur tilfallandi störf. Eitt vorið rerum við bræðurnir á trillu og þó að það gæfi litlar tekjur aðrar en mat til heimilisins er það einhver skemmtilegasti kaflinn i lifi minu. Við fórum á sjóinn þegar okkur fannst það henta og komum að landi þegar okkur hentaði. Sið- an vann ég að sjálfsögöu við sild á sumrin eins og allt fólk á Siglu- firöi en sildarvinnan var þó orðin heldur stopul og iéleg á þessum árum. Þegar búið var að ganga frá sildinni á haustin þá var al- gjört atvinnuleysi þangað til vor- ið eftir. Það var þetta sem réði „Maður sér víða árangurinn sem betur fer” Fulltrúar Alþýöubandalagsins I borgarstjórn. F.v. Þorbjörn Broddason, Adda Bára Sigfúsdóttir og Sigurjón Pétursson Sigurjón Pétursson I fyrirspurnartima borgarfulltrúa. þvi að fjölskyldan fluttist suður 1955. Formaður Iðnnemasam- bandsins en veiktist þá af berklum — Það hefur verið þá sem þú fórst að læra trésmiði? — Fyrst i stað vann ég almenna verkamannavinnu og var m.a. á vertið i Vestmannaeyjum. Pabbi var þá orðinn byggingarmeistari i Reykjavik og 1956 byrjaði ég að vinna hjá honum sem handlang- ari og fór svo á námssamning hjá honum 1958 og lauk prófi 1962. — En hvenær læknaðistu af of- næminu fyrir pólitikinni? — Það læknaðist eiginlega sjálfkrafa. Þó að mikið væri talað um pólitik á minu heimili þá var það algjörlega áreitnislaust gagnvart okkur börnunum og fjarri lagi að reynt væri með neinum hætti að þvinga skoðun- • um upp á okkur. Arið 1956 voru umbrotatimar og þá ákvað ég að ganga i Æskulýðsfylkinguna sem þá var æskulýðssamtök Sósial- istafélagsins. — Það hafa verið þin fyrstu beinu afskipti af félagsmálum? — Já, tveimur árum siðar var ég byrjaður að læra húsasmiði og endurvakti þá Félag húsasmiða- nema og lenti þaðan sem ritari Iðnnemasambands tslands og ár- ið 1960 var ég kosinn formaður þess. — Og þá ertu kominn á kaf i félagsmálin? — Það má kannski segja að þetta félagastand hafi tekið óeðli- lega langan tima frá bóklegu námi i Iðnskólanum en ég hygg þó að það hafi ekkert verið lakari skóli. A.m.k. slapp ég i gegnum, Iðnskólann með ágæta einkunn. Starf mitt hjá Iðnnemasamband- inu fékk hins vegar snubbóttari endi en til var stofnað þvi áþessu skeiði veiktist ég af berklum og varð að hætta i stjórn þess. Ég var i rúmlega eitt ár á Vifilsstöð- um. Störf hjá Trésmiðafélag- inu — Siðar varstu i stjórn Tré- smiðafélagsins? — Þegar ég lauk sveinsprófi 1962 fór ég beint inn i varastjórn Trésmiðafélags Reykjavikur og nokkru siðar i aðalstjórnina og var þar alit tii 1973, siðustu árin sem varaformaður. Þó að segja megi að ég hafi verið litið þekktur út á við þegar ég fór i borgar- stjórn fyrst hafði ég fengið tals- vert mikla skólun i félagsmálum. — Þú starfarenn hjá Trésmiða- félaginu? — Já, ég starfa hjá verðskrá húsasmiða sem er rekin sam- eiginlega af þvi og meistarafélag- inu og hefur með ákvæðisvinnu húsasmiða að gera. Dýrmæt reynsla fyrir hvern þann sem kominn er út í stjórnmál — Nú er orðið alllangt siðan þú hefur starfað beint við þitt fag. Hafa ekki tengslin slitnaö? — Þegar ég var kosinn fyrst i borgarstjórn 1970 var hugmyndin alltaf sú að ég starfaði áfram við mina iðn og ég reyndi það i nokk- uð langan tima. Ég var ákaflega vel settur þvi að sá meistari sem ég var hjá gaf mér algjörlega frjálsan tima ' . hvenær ég starfaði. En þetta féll mjög illa saman, annars vegar fundarset- ur, sem var mjög algengt að væru á miðjum degi, og svo aftur tré- smiðin svo að ég gafst hreinlega upp á þessu enda var þá vikuleg- ur vinnutimi i trésmiðinni kominn niður i 7-8 tima. Óhjákvæmilega rofna mikil tengsl við svona fag á þetta löng- um tima. Það eru komin nær 8 ár siðan ég hætti að vinna við þetta. Það eru komin ný efni og nýjar vinnuaðferðir sem ég hef að vlsu kynnt mér i gegnum það starf sem ég vinn núna en hef enga þjálfun lengur Eigi að siður er það ákaflega dýrmæt reynsla fyr- ir hvern þann sem er kominn út I stjórnmál að hafa þó að ekki sé nema á ákveðnu skeiði þurft að vinna fyrir sjálfum sér með hörð- um höndum og i þeim þrældómi sem bæði almenn verkamanna- vinna og trésmiði er. Ég held að sú reynsla sem maður öðlast við það hverfi manni aldrei að fullu. óhjákvæmi lega meiri stofnanabragur á verka- lýðsfélögum — Nú er oft talað um að verka- lýðsforystan sé firrt hinum al- mennu félögum. Hvað finnst þér um þá skoðun? — Þetta er að einhverju leyti rétt og einhverju leyti vandamál en það er stórum ýkt. Auðvitaö má segja að firringin sé sú að menn vinna ekki lengur við þær sömu aðstæður og verkamennirn- ir sjálfir — en þetta eru menn runnirúr þessum jarðvegi og þeir eru i daglegu sambandi meira og minna við mennina sem þarna starfa þannig að þeir vita nákvæmlega um allar hræringar sem þar eiga sér stað. Þeir hafa á þeim næmari skiln- ing vegna sinnar fyrri starfs- reynslu þannig aðég held að þetta sé stórlega ýkt en auðvitað á þetta séreinhverja stoð i veru- leikanum. Það má lika benda á að verka- lýðsfélögin eru i vaxandi mæli farin að gegna hlutverki trygg- ingarfélaga, sjúkrasamlaga, lánastofnana og annars sliks sem þekktist ekki áður og þetta hlýtur óhjákvæmilega að kalla á að það verði meiri stofnanabragur á þessum félögum. En ég held að það sé viðs fjarri að verkalýðs- foringjar séu úr tengslum við verkamenn. Það er rangt. Hitt er svo annað mál að það má segja að timarnirhafi breytt þvi þannig að menn vinna ekki lengur hörð- um höndum á daginn og stjórna stóru stéttarfélagi á kvöldin i aukavinnu. Það er liðin tið. Ég sóttist ekki eftir því — Hvað olli þvi að þú fórst i framboð til borgarstjórnar 1970? — Ég get nú kannski ekki svar- að þvi hvað olli þvi. Ég sóttist ekki eftir þvi. Þegar leitað var tii min kom það kannski mér mest á óvart af öllum að það skyldi vera gert. Eftir að hafa hugleitt málið nokkurn tima þá sló ég til og ég skal játa að ég sé alls ekkert eftir þvi. Þetta hefur verið ákaflega liflegur timi. Ég hef haft svolitið gaman að þvi að vasast i þess- um sveitarstjórnarmálum. Aður hafði ég ákaflega litið hugleitt það að borgarstjórnin i Reykjavik skipti einhverju verulegu máli en eftir að ég hef kynnst þvi og áttað mig á hve hún fjallar um raun- bandalagsmenn og raunar minni- hlutinn allur höfum um langt skeið flutt tillögur i ýmsum form- um um að byggja ibúðir fyrir aldraðfólk til að reyna að tryggja þvi öruggara athvarf i ellinni heldur en verið hefur. Þessu var ýmist visað frá, fellt eða drepið á dreif með einhverjum öðrum hætti þangað til einn af borgar- fulltrúum ihaldsins flytur þessa sömu tillögu, að sjálfsögðu studd- ur mjög dyggilega af öllum minnihlutanum. Þá gafst meiri- hlutinn upp og þetta var sam- þykkt með 15 samhljóða atkvæð- um. Auðvitað eignar viðkomandi fulltrúi sér þetta mál en við vitum að þarna er komið aftur það mál sem við höfum barist lengi fyrir. Með sama hætti mætti nefna mý- mörg mál sem við sjáum i fram- kvæmd núna sem við höfum flutt og barist fyrir en að sjálfsögðu aldrei verið samþykkt. — Þú átt sem sagt við að mörg .þrifamál sem hafa verið fram- kvæmd séu upphaflega frá ykkur komin en siðan tekin upp af ihald- inu? — Mörg og sérstaklega mál sem eru félagslegs eðlis. Það má segja að ekkert hafi verið gert i félagsmálum i Reykjavik nema það sem hefur verið hægt af minnihlutanum að aka meiri- hlutanum áfram. Hann hefur ver- ið eins og staður klár i öllum slik- um málum t.d. i byggingu dag- vistunarstofnana og allrar slikrar aðstöðu, leikvalla og sliks. Það sem hefur þokast hefur þokast með sifelldu nauði og nuddi minnihlutans. Auðvitað er þetta ‘állt saman langtum slakara og lé- legra heldur en við vildum og mundum framkvæma fengjum við að ráöa en þó erum við al- gjörlega sannfærð um að ekki væri helmingurinn af þessu i ar auga leið að hún verður aldrei nægjanlega mikil á meðan kerfið sjálft er svona lokað og þröngt þvi að þó að við séum öll af vilja gerð höfum við ekki innsýn inn i hinar einstöku stofnanir, sem viö eigum kannski engan fulltrúa i stjórn fyrir, þannig að þetta verður óhjákvæmilega ákaflega spillt kerfi með timanum vegna þess hvernig það er uppbyggt. Ég er ekki að væna einstaka embættis- menn að þeir séu i sjálfu sér óheiðarlegir heldur hitt að þessi uppbygging er spillt i eðli sinu. Spurningar sem sósialistar verða að spyrja sig — Nú hafa komið upp gagn- rýnisraddir að þið vinnið með kerfinu þannig að Sjálfstæðis- flokkurinn hagnist á ykkar starfi. Hvað segir þú um þá skoðun? — Það má hugsanlega draga þá ályktun. Þó held ég að við verðum fyrst og fremst að lita á okkur sem fulltrúa fyrir okkar umbjóð- endur, okkar kjósendur, og ég er viss um að fólk sem kýs okkur til ábyrgðarstarfa ætlast til að við störfum þar að framfaramálum borgarinnar. Þetta eru alltaf spurningar sem sósialistar verða að spyrja sig i kapitalisku þjóðfé- lagi. Eigum við að starfa með kerfinu eða eigum við að starfa móti kerfinu. Við getum hugsað okkur t.d. á þann hátt að allar kauphækkanir til verkalýðsins séu af hinu illa af þvi að þær sætti hann betur við það kerfi sem er. Eigi að siður höfum við valið þá leið að okkur beri að reyna i fyrsta lagi að skapa umbjóðend- um okkar eins hagstæð lifskjör og við frekast getum og okkur beri i ööru lagi að upplýsa þá um eðli þessa þjóðfélags þannig að þeir skilji ágalla þess þrátt fyrir að Heima á Asparfelli 21 Breiðholti. Sigurjón ásamtkonu sinni, Rögnu Brynjarsdóttur, og sonunum Brynj- ari (lengst til hægri) og Skildi (Ljósm.: Leifur) verulega gifurlega þýðingar- mikla hluti þá finnst mér alveg óskiljanlegt hvað fólk almennt og ég sjálfur áður fyrr hef gefið þessu litinn gaum. Ihaldiðeins og staður klár í öllum félagsmálum — Skapar það ekki sérstöðu að þú hefur starfað þarna i minni- hluta alla tið? — Það skapar náttúrulega ákveðna sérstöðu að vera ennþá i minnihluta. Það er t.d. að taka að það er ákaflega sjaldgæft að mál sem við flytjum og skipta ein- hverju verulegu séu samþykkt. Hins vegar er það blessunarlega oft sem þessi sömu málefni skjóta upp kollinum aftur annaðhvort i formi þess að meirihlutinn flytur tillögu um sama eða svipað efni eða þá að þau eru svo þegjandi og hljóðalaust framkvæmd af ein- hverjum embættismanni en það er mjög sjaldan að við flytjum til- lögu sem er. samþykkt og siðan framkvæmd. Eigi að siður sér maður viða árangurinn af þess- um störfum sem betur fer. Ég get tekið sem dæmi að við Alþýðu- framkvæmd ef okkar hefði ekki notið við. Gagnrýni innan kerfisins er nánast ekki til — Nú hefur Reykjavikurborg veriðstjórnað af meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins svo lengi sem elstu menn muna. Hvaða áhrif hefur þetta haft á borgina? — Þetta hefur haft gifurlega mikil áhrif á borgina sem stofn- un. Fyrst og fremst eru ákrifin þau að á þessu langa timabilihef- ur það fallið saman að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur pólitiskan meirihluta og jafnframt allt emb- ættismannakerfið sér hliðhollt. Það er engin embættismaður ráð- inn i verulega þýðingarmikið embætti nema það sé alveg tryggt að hann sé annaðhvort yfirlýstur eða flokksbundinn Sjálfstæðis- maður. Þetta verður til þess að gagn- rýni innan kerfisins er nánast ekki til. 011 sú gagnrýni sem kerf- ið fær er sú gagnrýni sem við get- um veitt sem erum i minnihluta 1 borgarstjórn. Það gefur hins veg- það hafi náðst einhver ákveðinn árangur i sambandi við lifskjörin. Það sama verða menn að skilja i sambandi við borgarmálin að þó að það takist að aka ihaldinu að byggja kannski eina dagvistunar- stofnun á tveggja eða þriggja ára fresti er það engin lausn á þeim vandamálum sem þar er við að glima. Ef þeir fá að halda áfram með óbreyttum hraða þá verða þeir búnir að leysa þessi vanda- mál einhvern tima i byrjun næstu aldar en þá verða lika vafalaust komin upp önnur vandamál sem biða úrlausnar en ef okkar tillög- ur hefðu náð fram að ganga — þær tillögur voru ekki bara orð- skrúð heldur voru þær undir- byggðar með ákveðnum tekjum — þá væri hægt að leysa þetta af- markaða vandamál á 8 árum. Flokkarnir i minnihlutan- um eru ólikir að pólitískum markmiðum — Hvaö hefði það i för með sér ef minnihlutaflokkarnir fengju meirihluta i kosningunum i vor? — Það veltur nú talsvert á þvi með hvaða hætti minnihlutinn fengi meirihluta. Það verður maður alltaf að hafa i huga að þetta eru þrir flokkar i minni- hluta og þeir eru ólikir að póli- tiskum markmiðum þó að þeir hafi það sameiginlegt núna að vera i stjórnarandstöðu gegn ihaldinu i Reykjavikurborg. Þvi skiptir það verulega miklu máli hver styrkleikahlutföll þessara þriggja flokka verða þegar þeir taka meirihlutann og sú stefna sem mundi þá verða i borginni fer algjörlega eftir þvi hvernig sam- setning þess meirihluta verð- ur. Ef meirihlutinn yrði með þeim hætti að Alþýðubandalagið yrði ekki stærsti flokkurinn heldur t.d. annaöhvort Framsóknar- flokkurinn eða Alþýðuflokkurinn þá yrði örugglega mjög litlar breytingar á stjórn Reykjavikur- borgar og það er enginn vafi á þvi að undir þeim kringumstæðum mundi verða álika breyting eins og hefur orðið á Ihaldsstjórnum eftir þvi hvort Framsóknarflokk- urinn er i rikisstjórn með ihald- inu, eins og nú er,eða Alþýðuflokk- urinn eins og var i viðreisnar- stjórninni. Ef hins vegar Alþýöubandalag- ið kæmi út sem sterkur flokkur i meirihlutaaðstöðu og reyndar lika i minnihlutaaðstöðu þá verð- ur veruleg breyting. Ef ihaldið fær á móti sér einn sterkan sam- stæðan aðila þá verður breyting hvort heldur við erum i meiri- hluta eða minnihluta. Það er t.d. greinilegt að stjórnarandstaðan á þessu kjörtimabili hefur verið harðari heldur en hún var á kjör- timabilinu þar á undan vegna þess að nú er Alþýðubandalagið stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn. óeðlilegt ef Alþýðubanda- lagið fengi ekki sæmilega góða kosningu — Hverjar álitur þú kosninga- horfur i borgarstjórnarkosn- ingunum 28. mai n.k.? — Ég tel að það væri með öllu óeðlilegt ef Alþýðubandalagið fengi ekki sæmilega góða kosn- ingu núna. Ég fæ ekki skilið að jafn upplýst fólk og Reykvikingar eru geti slegist með annarri hend- inni við ihaldið og Framsóknar- flokkinn i ríkisstjórninni, barist gegn kaupráni þessara flokka og yfirlýsingum um vaxandi kaup- rán — ef þeir hljóta til þess styrk — en kosið þá siðan meö hinni hendinni. Það má segja að þá sé kominn valkostur fyrir þá sem vilja ekki lengur kjósa ihaldið eða Fram- sókn hvort þeir eigi heldur að kjósa Alþýðuflokkinn eða Alþýðu- bandalagið. Ég fæ ekki séð að það verði til að styrkja andsíöðu gegn ihaldi að kjósa Alþýðuflokkinn. Til þess er Alþýðubandalagið eitt fært. Það er eini flokkurinn sem hefur möguleika á þvi að verða stór og sterkur andstöðuflokkur ihaldsins. Ég held með hliðsjón af siðustu kosningum þá eigi Al- þýðubandalagiðað leggja áherslu á það núna að treysta sitt þriðja sæti i borgarstjórn sem það vann siðast. Okkar borgarfulltrúi varð þá sá 15. i röðinni af þeim sem voru kjörnir. Við þurfum að fá góða kosningu til að tryggja örugglega að við höldum okkar þremur fulltrúum. Ég legg áherslu á að Reykvikingar veiti okkur brautargengi til að halda þeim inni. Get ekki gert ráö fyrir því aö íhaldið tapi meiri- hlutanum — En hefurðu trú á að ihaldið tapi meirihlutanum? — Ég get ekki gert ráð fyrir þvi i þetta skipti. Þeireru meö 9 full- trúa og þó að þeir tapi einum halda þeir eftir sem áður meiri- hlutanum. Vissulega getur allt skeð i kosningum en eigi að siður eru ákaflega litlar likur á að þeir missi meirihlutann en þvi meiri ástæða er til að minnka hann þannig að hann verði ekki nema einn maður þvi að alltaf er von til þess að það megi hafa áhrif á einn mann og koma málunum fram þannig og i öðru lagi að það verði styrktur einn öflugur andstöðu- flokkur ihaldsins i borgarstjórn. Alþýðubandalagið. — GFr Mæörablómiö á mædradaginn Mæðradagurinn verður nk. sunnudag 3«. april. Að venju mun Mæðrastyrksnefnd hafa Mæðra- blómið til sölu i tilefni dágsins. Munu sölubörn annast sölu þess, eins og jafnan áður, en öllum ágóða af sölu merkisins verður nú sem fyrr varið til orlofsdvalar efnalitilla eldri kvenna, sem ekki eiga ella kost á hvildarviku i sum- ar. Mæðrastyrksnefnd hefur efnt til slikrar hvildarviku fyrir efna- litlar eldri konur um margra ára skeið. Eru þær konur f jölmargar, sem þess hafa'notið en hefðu ella. farið meö öllu á mis viö sumar- hvild. A siðasta sumri dvöldu 40 konur að Flúðum i Arnessýslu á vegum nefndarinnar og er það einlæg von hennar, að ágóði af sölu Mæðrablómsins að þessu sinni nægi til þess að unnt verði að bjóða a.m.k. jafnmörgum konum til vikudvalar á komandi sumri. Mæðrablóm Mæðrastyrksnefndar verður ekki, fremur en áður, selt i blómaverslunum en sölubörn munu að venju ganga i hús og bjóða það til sölu og eins verður reynt að selja það við samkomu- hús borgarinnar. Mæðrastyrks- nefndskorar á Reykjavikinga að taka sölubörnum hennar vel, svo að Mæðrablóm hennar geti verið i barmi sem flestra á Mæðradag- inn. Ungmennaf. Hvöt: Minnist 70 ára afmælis Ungmennafélagiö Hvöt I Grimsnesi heldur upp á 70 ára af- mæli sitt i Félagsheimilinu Borg n.k. laugardagskvöld kl. 21. Það var stofnað 22. des. 1907 og voru stoinendur þess 10. Fyrsta stjórn þess var þannig skipuð: Páll Bjarnason, formaður, Björg- vin Magnússon, ritari og Jón Gunnlaugsson, gjaldkeri. Alla tið hefur það látið hvers- kyns félagsstarfsemi sig varða. Fyrsta veturinn rak félagið sunnudagsskóla þar.sem kennd var: íslenska, reikningur, saga, náttúrufræði, landafræði, söng- fræði, skrift og leikfimi. Siðar beittu félagar i Umf. Hvöt sér mjög fyrir stofnun héraðsskólans á Laugarvatni. Strax á fyrsta ári var hafist handa um útgáfu handritaðs blaðs, „Vonin”, sem var lesið upp á fundum og kom út reglulega, 12 blijðá ári I llár eða til 1919 að dró úr þvi og það lagðist algjörlega niður árið 1922. Arið 1924 kom annað blað út, Ljósvaki, og var það fjölritað. Kom það út óslitið i yfir 20 ár. Bókasafn var stofnað strax á fyrsta ári. Þá voru keyptar allar Islendingasögurnar með þáttum og Eddum og 32 bindi að auki. I dag telur safnið 2300 bindi, — hefur það alla tið verið vel notað af hreppsbúum. . Söng- og dansnámskeið hafa alla tið verið á dagskrá félagsins og verið vel sótt þegar þau hafa verið haldin. Arið 1929 byggði félagið sam- komuhús að Minni-Borg, sem hreppurinn tók siðar við rekstri á. A árunum 1960-1966 byggði félagið i annað sinn samkomuhús, Félagsheimilið Borg og þá i sam- vinnu við hreppsfélagið og kven- félagið. Alla tið hefur leiklist verið á dagskrá og hafa verið sviðsett mörg leikrit s.s. Ráðskona Bakkabræðra, Orrustan á Hálogalandi. Leynimelur 13 og Maður og kona. Iþróttir. hafa einnig sett svip sinn á félagsstarfið.- A fyrstu ár- unum var glima helst stunduð siðan voru það frjálsar iþróttir. en hin siðari ár aðallega hvers- kyns knattleikir. Auk þess sem hér hefur verið minnst á hafa veriö farnar skemmtiferðir. skógræktarferðir. auk hins almenna félagsstarfs. Félagið hyggst minnast þessara timamóta á ymsan hátt. m.a. er væntanlegt sérstakt afmælisblað. þar sem fram kemur það helsta úr sögu félags- ins. Eins og fyrr segir er afmælis- hóf kl. 21, (ekki kl. 20.00. eins og misritast hafði hér i blaðinu). og eru þar allir Grimsnesingar og eldri félagar velkomnir. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.