Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 8
I r < f 8 SIÐA — t>JÓÐVILJINN Laugardagur 29. aprll 1978 Umsjón: Dagný K.risT|ansaomr Elísabef Gunnarsdótfir Helga ólafsdóttir , Helga Sigurjónsdóttir Silia Aðalsteinsdóttir / 8. mars bókin og For- vitin rauð eru komin út Það er enginn smávegis skriður á útgáfumálum Rauðsokkahreyfingarinnar um þessar mundir. Hún réðist i það stórvirki að gefa út dagskrána sem flutt var i Félagsstofnun stúdenta þ. 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna og naut fulltingis Kven- félags sósíalista og M.F.I.K. við útgáfu bókarinnar. Þetta er stærðar bók og fallega gerð hjá Letri. Svo var Forvitín rauð/ 1. maí-heftið/ að koma út eftir nokkurt hlé sem varð aðallega vegna f járskorts. Rauðsokkar vona að stuðningsmenn þeirra um land allt sýni þessu framtaki áhuga og verði duglegir að breiða boðskapinn út um byggðir landsins. 8. mars bókin Verkalýðsmálahópur rauð- sokka lagði óhemju vinnu i dag- skrána sem flutt var á baráttu- fundinum 8. mars. 1 undir- búningsvinnunni tindust til alls konar heimildir um lff og störf verkakvenna fyrr og nú t.d. not- um við litt kunnar námsrit- gerðir, Fiskstöðvablaöið frá ’33—’35 (sem fáir vissu að væri til), endurminningasögur o.fl. o.fl. Verkalýðsmálahópur settist svo á rökstóla og ræddi hvað gera skyldi við allt þetta efni og alla þessa vinnu. Það er alltaf grátlegt þegar f jöldi manns hef- ur lagt ómælda vinnu i e-ð þessu likt, svo fer fólkið kannski sitt i hverja áttina, handrit týnast og næsti hópur þarf að byrja aftur á byrjuninni. Verkalýðsmála- hópur ákvað þess vegna að höfðu samráði við Kvenfélag só- sialista og M.F.t.K. að búa til bók úr þvi efni sem hann hafði og ýmsir aörir rauðsokkar lögðu hönd á plóginn. t bókinni er svo dagskráin um verkakonur, fyrr og nú, prentuð frá upphafi til enda, þar eru lika söngtextarnir þvi að margir baráttusöngvar, gamlir og nýir voru fléttaðir inn i dagskrána. Að lokum er svo mjög itarleg heimildaskrá þar sem talin eru þau rit sem leitað var til. t bók- inni eru allmargar myndasiður. Þar eru myndir frá undir- búningsfundum, fundargestum l.MAÍ '78 og flytjendum á dagskránni. Skeyti sem bárust fundinum og upplýsingar um félögin sem að honum stóðu eru lika prentuð með i miðhluta bókarinnar. Siðasti hluti 8. mars bókar- innar heitir svo „Sitt sýnist hverjum” en þar eru prentaðar úrklippur úr blöðunum, dreifirit og allt sem skrifað var um 8. mars fund Rauðsokkahreyf- ingarinnar og Eikar m-1- frá upphafi til enda. Þar geta menn fylgst með og séð sjálfir hvern- ig umræðurnar þróuðust stig af stigi (kurteisar og ókurteisar) og dæmt fyrir sjálfa sig um það hvernig haldið var á spilunum — og hver þau voru. Hvaö er hægt að gera við svona bók? Það er sko ekkert smá-litið, skulum við segja ykkur: Dag- skráin sjálf er vélrituð með þeirri samlestrarskiptingu sem höfð var þegar hún var flutt og „söngvainnkomurnar” eru lika hafðar með. Það er þannig hægt að nota dagskrána á fundum verkalýðsfélaga og þeirra sem vilja kynna sér kjör verka- kvenna fyrr og nú. Þar að auki felur dagskráin i sér mikið efni úr sögu islensks verkalýðs og það er sko sannar- lega ekki hægt að vaða slikt efni i hné á íslandi i dag. Dagskráin og heimildaskráin saman ættu að geta notast mjög vel við kennslu i sögu og félagsfærði — t.d. sem hvati að námsritgerð- um og frekari athugunum á efninu. Við vonum sannarlega að kennarar i þessum greinum taki þetta til athugunar — það væri til dæmis ekki bráðónýtt ef hægt væri að láta áhugasama nemendur fylla og bæta þá mynd sem dregin er upp af hlut- skipti verkakvenna i dag- skránni. Þar er aðeins tæpt á ýmsu sem væri óskaplega áhugavert að fá að vita meira um. Sem sagt, við mælum mjög með bókinni og trúum þvi stað- fastlega að hún sé vel þess virði. Það má skjóta því að i leiðinni að upplagið er litið vegna fá- tæktar útgefanda og mönnum er ráðlagt að stökkva af stað til að útvega sér inntak. Bókin fæst i Sokkholti (Skólavörðustig 12), Bóksölu stúdenta og Bókabúð Máls og menningar og hún kostar sáralitið. Forvitin rauð Aðalefni Forvitinnar rauðrar i þetta sinn er stefna Rauð- sokkahreyfingarinnar. Orðið feminismi hefur fengið á sig neikvæðan blæ i umræðum um réttindabaráttu kvenna undan- farin misseri, og margir róttæk- ir rauðsokkar hafa helst ekki viljað nota þaðorðum sig. En til hvers væri að starfa með hreyf- ingu eins og Rauðsokkahreyf- ingunni ef menn vildu ekki kannast við orðið feminisma, og getum við með öllu afskrifað hópa róttæks fólks i öðrum lönd- um sem kenna sig við hann? t S.MARS II alþjódlrgur barátludagur vrrl.ahwi‘nna — sumfrlld dagsbrá í frlagsstnfnun stúdrnta H.mars — húsid upnar kl.H.oO raudsok kahrrviingin kvrnfrlag sosíalista m.f.í.k. 9 JAFNRC7T ÍSÖARATIA tR STLTTABAR'ATTA Ll>vA.NLLGi LAUN yy«i« 'ATiA STuNOA ViNNU ' 30PN LAUN PyRiA SAM&ALft'iXGA v\nnu' SAMi RtTTuR tiu AU.RAR vinnu' FUU ATViHNA FyRiR ALLA' ATvinnucftyG&' Fv.fiR ALLA ? OAFHftLTTi T»l NAMS! rækilegri grein i Forvitinni rauðri er hugtakið tekið til skoð- unar og skilgreiningar, og vona höfundar hennar að hún veki fólk til nýrrar umræðu um mál- ið. t annan stað er komið að málefnum hreyfingarinnar i svari til Eik m-1, þar sem eink- um er tekin fyrir grein þeirra samtaka i Dagblaðinu 7. mars s.l. Leikrit Vésteins Lúðviksson- ar, Stalin er ekki hér hefur vald- ið hatrömmum ritdeilum hér i Þjóðviljanum. Þar hefur málið mikið snúist um það hvort Þórður gamli sé sannferðug persóna eða ekki. Kristján Jónsson skrifar grein um leik- ritið i Forvitna rauða þar sem hann ræðir aðallega úttekt Vésteins á fjölsky Idunni, kjarnafjölskyldunni, i leikrit- inu. Eftir að leikritið Póker var flutt i sjónvarpinu fylltust margir af forvitni um þær stúlk- ur sem sækja á Völlinn eftir karlmönnum og „öðrum frið- indum”. Nú er auðvitað að karl- kyns hermangsbraskarar eru hinareinu sönnu „kanamellur”, en fá þó sjaldan þá nafngift i rit- uðu máli. Þessi stimpill er hins vegar notaður á þær stúlkur sem umgangast hermenn af Vellinum. Forvitin rauð eyddi einni nótt á Góu i að tala við eina af þessum stúlkum og út úr þvi kom hið fróðlegasta viðtal, sem birtist i blaðinu. Auk þessa er i ritinu grein um dagvistarmál og þýddur kafli úr bókinni Du skulle gráta om du visste... sem er viðtöl við ræst- ingarkonur i Sviþjóð um reynslu þeirra af þvi m.a. þegar fjölþjóðahringur tók að sér að skipuleggja ræstingu á vinnu- stöðum. Einnig er grein um kjaramál, herhvöt til launa- fólks að sætta sig ekki við mátt- lausa forustu verkalýðsfélaga. Blaðið verður selt á götum úti 1. mai og eftir það verður það til sölu i Sokkholti, Bóksölu stúdenta og Bókabúð Máls og menningar. Fólk úti á landi sem hefur áhuga á að fá blaðið til kaups og/eða sölu getur haft samband við Rauðsokkahreyf- inguna i sima 28798 milli 5 og 6.30 siðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.