Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Myndin er tekin á æfingu leikritssins og má þar sjá nokkra helstu leik-
arana, leikstjóra og þjóftleikhússtjóra.
Nýjasta leikrit Jökuls
æft í Þjóðleikhúsinu
Æfingar standa nú yfir i Þjóð-
leikhúsinu á nýju leikriti eftir
Jökul Jakobsson SONUR SKÓ-
ARANS OG DÓTTIR BAKAR-
ANS og verða forsýningar á verk-
inu á Listahátið i vor en frumsýn-
ing i byrjun næsta leikárs I haust.
Aður en æfing hófst á miðviku-
dagsmorgun, minntist Þjóðleik-
hússtjóri, Sveinn Einarsson, höf-
undar og hins sviplega fráfalls
hans, en Jökull var einmitt ný-
lega kominn til landsins erlendis
frá til þess að fylgjast með æfing-
um á þessu verki sinu.
Leikstjóri leikritsins er Helgi
Skúlason og leikmynd gerir
Magnús Tómasson. Mikill fjöldi
leikara fer með hlutverk i leikrit-
inu en i stærstu hlutverkum eru
Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriks-
dóttir, Kristbjörg Kjeld, Arnar
Jónsson og Kristin Bjarnadóttir,
sem starfað hefur sem leikkona i
Danmörku en leikur nú sitt fyrsta
hlutverk hérlendis.
Minning
Gunnar Einarsson
F. 18. júni 1960 D. 23. april 1978
Með fáeinum linum vil ég
kveðja þig, elsku vinur. Ég þakka
þérfyrir samfylgdina i þessu lifi.
Þó hún hafi verið stutt markaði
hún sin spor. Einnig vil ég þakka
þér fyrir þann dýrmæta tima sem
pú eyddir i leik og glens með mér
og frænku þinni, Jóhönnu. Þessar
stundir munum við geyma i hjört-
um okkar sem minningu um þig.
Siðan bið ég góðar vættir að
blessa minninguna um þig.
Ég votta eftirlifandi unnustu
þinni, foreldrum þinum, systkin-
um og öðrum vandamönnum
mina dýpstu samúð og bið góðan
Guð að hjálpa þeim að komast yf-
ir þennan mikla missi.
Anna Þormóðsdóttir.
Alþýöubandalagið í Hafnarfirði
Skipulags- og
umhverfismál
Hvert ber ad stefna?
Hver hefur stefnan verið?
Alþýðubandalagið i Hafnar-
firði boðar til fundar um skipu-
lags- og umhverfismál i Gúttó
niðri, þriðjudaginn 2. mai kl.
8.30 e.h.
Stuttar framsögur flytja.
1. Rannveig Traustadóttir,
þroskaþjálfi: Manneskjan i um-
hverfinu.
2. Jóhann Guðjónsson, liffræði-
kennari: Mengun i Hafnarfirði.
Gestur fundarins verður Ingi-
mar Sigurðsson, lögfræðingur,
deildarstjóri i heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu og
ræðir hann um umhverfismála-
löggjöfina og fyrirhugaðar
breytingar á henni. Strax að
loknum framsöguræðum verður
skipt i umræðuhópa.
Uniræðustjórar
Ármann Jóhannesson, verk-
fræðinemi
Bergþór Halldórsson, verkfræð-
ingur
Helga Birna Gunnarsdóttir,
þroskaþjálfi
Hólmfriður Árnadóttir, sér-
kennari.
Fundarstjóri: Guðrún Bjarna-
dóttir, sérkennari.
Meðal spurninga sem hljóta að
vakna i umræðuhópunum eru:
Hvernig hcfur tekist til með
skipulag IIvaleyrarholtsins?
Eigum við að rifa gömlu húsin i
miðbænum og byggja peninga-
hallir i staðinn? Hver cru áhrif
mengunar frá álverinu? Eigum
við að loka skolpræsinu við hlið-
ina á Lækjargötunni?
Þjóöleikhúsráö:
Aðild leikara ekki aukin
breytingartillögu um að leikhúsið
skyldi árlega sýna söngleik. Var
þessi tillaga samhljóða tillögu
sem Ragnar hafði lagt fram á
mánudag. Tillagan var sam-
þykkt.
Aðrar breytingartillögur Ragn-
ars voru hins vegar felldar, m.a^
um aukna aðild leikara að þjóð-
leikhúsráði og að leikhúsinu væri
heimilt að ráða til starfa leikrita-
höfund, tónskáld eða aðra höf-
unda til allt að eins árs i senn.
Samkvæmt frumvarpinu er
heimild til að ráða leikritahöfund
til 3 eða 6 mánaða.
Gréta Bents, Kristfn G. Björnsdóttir og Þorvaldur ólafsson (mynd
Ólafur H. TorfasonK
Hlaupvídd sex
í Stykkishólmi
Frumvarp um þjóðleikhús kom
tii framhaldsumræðu i efri deild á
miðvikudag. Eins og greint hefur
verið frá þá lagði Ragnar Arnalds
fram nokkrar breytingartillögur
við frumvarpið við 2. umræðu á
mánudag, en afgreiðslu málsins
var frcstað svo þingdeildarmenn
gætu kynnt sér þær nánar.
Við framhaldsumræðuna á
miðvikudag lagði Axel Jónsson
form. menntamálanefndar fram
Orlof
húsmæöra:
Hækk-
aö
framlag
Félagsmálanefnd efri
deiidar hefur lagt fram
frumvarp um breytingu á
lögum um orlof húsmæðra.
Lagt er til að breytt verði
gildandi lagaákvæðum um
framlög sveitarfélaga til or-
lofs húsmæðra. Miðar frum-
varpið að hækkun þessara
framlaga og að þau miðist að
nokkru við visitölu fram-
færslukostnaðar á hverjum
tima.
Framlag til orlofssjóðs
húsmæðra hefur hingað til
miðast við fjölda húsmæðra,
en i þessu frumvarpi er gert
ráð fyrir að miðað verði við
fólksfjölda i hverju sveitar-
félagi.
1 gær föstudaginn 28. april
frumsýndi Leikfélagið Grimnir i
Stykkishólmi leikritið ,,Hlaup-
vidd sex” eftir Sigurð Pálsson, i
Félagsheimilinu. Leikurinn, sem
höfundur samdi fyrir Nemenda-
leikhúsið, gerist á hernámsárun-
um og fjallar einkum um ástand.ið
svokallaða. Leikstjóri er Signý
Pálsdóttir og leikendur eru Þor-
valdur ólafsson, Gréta Bents,
Kristin G. Björnsdóttir, Bergur J.
Hjaltalin, Anna Maria Rafnsdótt-
ir, Hafdis Knudsen, Sesselja
Kristinsdóttir, Magðalena Kristin
Bragadóttir, Svanhildur Jóns-
dóttir, Atli Már Ingason og Hlyn-
ur Hansen. Með frumsýningu
þessari hefst vorvakan i Stykkis-
hólmi, sem standa mun fram i
miðjan mai.
VH> KYNNUM ENN EINN NYJAN FRA RENAULT
HVORKIOF STÓR
NÉ OF LÍTILL
Þessi nýji bíll frá Renault hefur framhjóladrif og sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum
sem gefur mjög góða aksturseiginleika. Hann er rúmgóður og einstaklega
sparneytinn, eyðir aðeins 6,3 1 á 100 km.
Renault 14 er bíllinn sem hentar í öllum tilvikum.
Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976
RENAULT
KRISTINN GUDNASON Hf.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
Takið þátt í að móta Stefnuna