Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Laugardagur 29. apríl 1978
Saröar Sigurösson i útvarpsumrædum:
Skuld við Sedlabankann
hefur hækkað um 4000%
Hér á eftir fer að meginefni,
ræða Garðars Sigurðssonar i
útvarpsumræðunum á fimmtu-
dag:
„Hver eru ykkar
ráö”?
„Ég skal aldrei gera það
aftur”, sagði forsætisráðherrann,
þegar hann lækkað gengið siðast.
„Vegurinn til vitis er varðaður
fögrum fyrirheitum”, stendur
einhvers staðar en fögur fyrirheit
ein nægja ekki. En á þau hefur
ekki skort i stjórnartið skip-
stjórans á þjóðarskútunni, sem
nýverið sigldi henni i strand, eins
og kunnugt er og kallaði þá til
stjórnarandstöðunnar á dekkinu:
„Hver eru ykkar ráð?” >að er
bara of seint að biðja um rétt
strik, þegar skútan velkist i fjöru-
borðinu.
1 árslok 1974 voru fyrstu fyrir-
heit enn sitjandi rikisstjórnar
gefin út þrykk. Þar sagði m.a.:
„Rikisstjórnin mun beita sér
fyrir ráðstöfunum til að koma i
veg fyrir rekstrarstöðvun at-
vinnuvega, tryggja atvinnu-
öryggi, bæta gjaldeyrisstöðu,
treysta hag fjárfestingarsjóða og
rikissjóðs, sporna við hinni öru
verðbólguþróun” og svo
framvegis og siðan: „við aðgerð-
ir þesar verður lögð áhersla á, að
þær komi sem minnst við þá, sem
lægst laun hafa og lakast eru sett-
iri þjóðfélaginu”. Svo mörg voru
þau orð.
Uppsagnir i Eyjum
Hvernig hefur svo til tekist?
Allf of langt mál væri að gera
grein fyrir þvi i smáatriðum, en i
fáum orðum sagt hefur allt farið
úrskeiðis. Geir Hallgrimsson og
hjálparkokkar hans.kúgaðir og
kramdir hafa engin tök haft á
efnahagsmálum, enda mála
sannast, að þeir hafa ekki kært
sig um að hafa stjórn á neinum
þeim meginþáttum, sem efna-
hagstjórn byggist á, svo sem eins
og fjárfestingu, innflutningi og
skipulagningu framleiðslu og at-
vinnulifs. Loforðið um að halda
atvinnuvegunum i fullum gangi,
stendur nú þannig og hefur gert,
að framleiðsluatvinnuvegirnir
eru sagðir á heljarþröminni, enda
hefur verðbólgustefnan og vaxta-
okrið leikið mörg fyrirtæki i þess-
um greinum grátt og skemmst er
að minnast upphafs vertiðar i
eyjum og raunar viðar, þar sem
byrjað vará að tilkynna uppsagn-
ir. öðru visi mér áður brá, þegar
þessi timi var notaður til að slást
um vinnuaflið en ekki að segja þvi
upp.
Erlendar skuldir
rikisins 155 þús.
miljónir
Gjaldeyrisstaðan hefur m.a.
verið bætt meö þvi, að á siðasta
ári varð hvorki meira né minna
en 9 þús. miljón króna viðskipta-
halli erlendar skuldir rikisins,
fyrir utan einkaaðila nema nú
einum litlum 155 þúsund miljón-
um.Hagur fjárfestingarsjóða er
nú með alira lakasta móti, sumir
raunar algjörlega fjárvana.
Hagur rikissjóðs hefur verið
tryggður eins og lofað var með
þvi að skuld rikissjóðs við Seðla-
bankann hefur aukist úr 600
miljónum i um 25 þús. miljónir.
Hækkunin er tæpar 4000%. Já þau
bregðast ekki fyrirheitin.
Höfuöatriði stefnunyfirlýs-
ingarinnar var þó það, að berjast
gegn verðbólgunni. Þarf ekki að
orðlengja það. Erlendur gjald-
eyrir hefur þrefaldast i verði og
annað eftir þvi, sem sagt hrein
uppgjöf.
Allar aðgerðirnar áttu að
miðast við að hlifa hinum lægst
launuðu. Kannski sjá menn það á
siðustu ráðstöfunum rikis-
stjórnarinnar, hvernig staðið er
að þvi, þegar verkafólki er ætlað
aö búa við 40% verðbólgu með
varla hálfum visitölubótum. Allt
tal Geirs forsætisráðherra um að
kaupmátturinn eigi að haldast er
blekking. Aðgerðin siðasta þýðir
einfaldlega að fólk vinnur einn
mánuð kauplaust ef miðað er við
nýgerða samninga.
Það allra alvarlegasta við
nýjustu ráðstafanir rikisstjórnar-
innar, er þó það, að raunveruleg-
ur samningsréttur er tekinn af
launafólki, með þvi að ónýta
gerða samninga með löggjöf. Við
þessar staðreyndir ætti launafólk
að staldra við, og gera sér glögga
grein fyrir þvi að kjarabaráttan
er pólitisk stéttabarátta og 'kosn-
ingarétt sinn verður það að nýta
til þess að hafna kaupránsflokk-
unum algjörlega i komandi kosn-
ingum.
120 þús. of há laun
Það er eðlilegt að gripið sé til
efnahagsráðstafana, þegar
þjóðarbúið verður fyrir skakka-
föllum vegna hratt versnandi við-
skiptakjara, þegar afurðir okkar
falla i verði, og innflutningsvörur
hækka á sama tima, eða þegar
um aflaleysi er að ræða eða önnur
ytri skilyrði. En einkennilegt má
paö vera, að þegar betur veiðist
en nokkru sinni fyrr, þegar verð á
Garðar Sigurftsson
afurðum er hærra en nokkur
dæmi eru til, þá þurfi að gripa til
ráðstafana aö þvi tagi sem nú var
um að ræða. Þvi er nú borið við að
kaupmáttur launa sé oí hár, hann
hafi vaxið of mikiö, launafólk fái
of mikið i sinn hlut. Laun frá
120—150 þús. séu nú að setja land-
ið á hausinn og verðbólgan þvi að
kenna. Hvers vegna var þá yfir
30% verðbólga árið 1976, þegar
kaupmáttur lækkaði verulega,
eða þá 1975? Þá var verðbólgan
um 50%, á sama tima og
kaupmáttur launa lækkaði um
tæp 15%. Er það von að fólk
spyrji? Verðbólgan vex, hvort
sem kaupmáttur hækkar eða
lækkar, rikisstjórnin lendir i
efnahagsvanda, hvort sem verð
lækkar eða hækkar erlendis á af-
urðunum. Sifelldur efnahags-
vandi, hvort sem viðskiptakjörin
eru góð eða vond, eða hvort sem
vel eða illa veiðist.
Og nú er helsta bjargræðið i
efnahagsmálum að prenta öðru-
visi seðla. Hvar er nú Kröflukerl-
ingin með svarta kassann, ætli
hún kunni ekki lika ráð við þessu?
En Geir Hallgrimsson finnur
alltaf orsökina, þegar óstjórn i
efnahagsmálum er að setja allt i
strand, nema verslunina auðvit-
að. Þegar hann er i gerfi
innflytjandans hrópar hann með
kollegum sinum kaupið! kaupið!
(sem sagt meiri innflutning).
Þegar hann bendir á orsakir
efnahagsvandans kallar hann
lika ásamt framsóknarfélögum
sinum, kaupiö, kaupið! og á þá
við laun erfiðismanna.
Kaupið, kaupið eru einkunnar-
orð stjórnar braskaranna i land-
inu og rikisstjórnar þeirra. En
skyldi það bara vera kaupið, sem
gerir stöðu framleiösluatvinnu-
veganna svo erfitt fyrir? Eru
engir aðrir kostnaðarliðir, sem
valda erfiðleikum? Það er stað-
reynd að vaxtaokurstefna rikis-
stjórnarinnar hefur haft þau áhrif
i meðal iðnfyrirtæki, að þegar
laun og launatengd gjöld eru
t.d. miljón, þá eru vextir 400 þús.
Dæmi eru um að vaxtakostnaður
fyrirtækja er meiri en útgreidd
laun, en það eru aðeins launin
sem ráðist er á. Auðvitað eru það
fleiri kostnaðarhækkanir en
þetta, sem koma beint vegna
verðbólgustefnu stjórnarinnar,
en of langt væri upp að telja.
Háar vaxtagreidslur
bænda
Landbúnaðarráðherra var yfir
sig hrifinn af kjörum bænda i
ræðu sinni i fyrradag, kannski
telur ráðherrann landbúnaðinum
bestborgið með þvi að láta bænd-
ur greiða svo háa vexti sem raun
ber vitni af fjármagni sem skilar
sér að hluta eftir hálft til eitt ár
og að hluta eftir kannski tvö ár.
Það er ekki sami veltuhraði á
peningum i þeirri atvinnugrein og
verslunarbraski i Reykjavik. Þau
vaxtakjör sem bændum er nú
boðið upp á nægja alveg til að
gera út af við þá bændur, sem
verst eru settir og þyngja óskap-
lega fyrir þeim sem betur standa
nú, ef um miklar skuldir er að
ræða i fjárfestingum.
Framsóknarflokkurinn hefur
löngum talið sig vera bændaflokk,
jafnvel að þvi marki, að þeir hafa
talið sig eiga bændur. Hvenær
ætli þeir beiti sér fyrir þvi, að
bændur eins og annað launafólk
fái laun sin greidd i peningum, en
ekki sifellt bundnir innskrifta-
verslun að fornum sið! Það er svo
sannarlega ömurlegt um aö litast
i þessum atvinnuvegi eftir
samfellda sjö ára stjórn
Framsóknar á þessum mála-
flokki. Vist er að Framsókn
verður að færa allmarga bændur
út úr reikningi sinum, nú þegar
bændurhafa vaknað til stéttarvit-
undar, eins og berlegt er af þróun
undanfarið ár.”
Karl G. Sigurbergsson um atvinnuvandamál Suöurnesja í útvarpsumrædum:
Engin frambúðarlausn
án brottfarar hersins
t upphafi ræðu sinnar fjallaði
Karl Sigurbergsson um verðlags-
frumvarp rikisstjórnarinnar og
sagði:
„Þetta frumvarp ásamt fleir-
um er rikisstjórnin að knýja i
gegn nú i þinglok með hörku.
Frumvarpið er þó ekki þýðingar-
mikið hvað varðar almenna hag-
kvæmni fyrir launafólkið i land-
inu, heldur vegna þess, að það
speglar umbúðalaust stefnu rikis-
stjórnarinnar I veigamiklum at-
riðum. Og frumvarpið gefur
nokkurn veginn örugga vissu um
framhaldið, ef ekkert verður að
gert.
Ólafur endurflytur
frumvarp Gylfa
Um þetta frumvarp hafa farið
fram hér á þingfundum kátleg
orðaskipti milli núverandi við-
skiptaráðherra Ólafs Jóhannes-
sonar og viðskiptaráðherra við-
reisnarstjórnarinnar Gylfa Þ.
Gislasonar. Þar sem báðir hafa af
miklu kappi reynt að sannfæra
verslunarauðvaldið, —rammasta
ihaldið i landinu, um það, að þeir
hvor um sig, hefðu verið, og væru,
þess albúnir að leggja sig alla
fram til að fá að stjórna iandinu
með Sjálfstæðisflokknum.
Gylfi Þ. Gislason hefur fært að
þvi rök, að frumvarpið sé að efni
til það sama og hann flutti á tima
viðreisnar haustið 1969, og ekki
um teljandi oröalagsbreytingar
að ræða fra þvi, sem þá var. En
þá hafi ólafur Jóhannesson beitt
sér fyrir þvi, að það yrði fellt.
Það hefur komið greinilega
fram i hinum broslegu umræðum
þeirra, að þeir keppa um það,
hvor muni vera trausts verðari að
mati Sjálfstæðisflokksins aö
kosningum loknum.
Að sjálfsögðu er það persónu-
bundnara keppikefli hæstvirts
ráðherra ólafs Jóhannessonar,
þar sem hann, enn um sinn, er
ótviræður foringi Framsóknar-
flokksins, og ekkert bendir til
þess að hann hugsi sér til
breytinga þar á. öðru máli gegnir
með Gylfa Þ. Gislason, sem býr
sig undir það, að láta af þing-
mennsku. En engu að siður
reynir hann að skila hlutverkinu
sæmilega af hendi til arftakanna.
Orðið frelsi er mjög notað til
skýringar á þessu frumvarpi, og
óspart gefið i skyn, að frjáls og
eftirlitslaus verslunarálagning
leiði til lækkaðs vöruverðs. Sam-
keppnin bjóði upp á slikt. Þvi er
þó öfugt farið. Að geðþótta og
kröfu ýmissa verslunaraðila,
komu fljótlega til umtalsverðar
verðhækkanir eftir kjarasamn-
ingana s.l. vor. Þannig hækkaði
verslunarálagningin almennt um
1.5% snemma á haustdögum. En
þá hækkun gekk illa að réttlæta
með rökum.
Frelsi fyrir
kaupsýslumenn en
ekki launafólk
Við afgreiðslu fjárlaga um s.l.
áramót voru beinir skattar aukn-
ir, og lagður á skyldusparnaður.
Ahrif þessara aðgerða jafngiltu
2% rýrnun ráðstöfunartekna mið-
að við það, sem annars hefði
verið. í framhaldi af þessu kom
svo gengisfellingin og ráðstafanir
rikisstjórnarinnar i efnahags-
málum.sem m.a. fólu i sér ógild-
ingu kjarasamninga, með þeim
Karl G. Sigurbergsson
hætti, sem kunnugt er, og hótun
um að taka beina skatta út úr
grundvelli visitölunnar.
A sama tíma og launastéttirnar
eru með lagaboði sviptar réttind-
um til að gera samninga á eðli-
legan og frjálsan hátt, er lagt til
að verslunin i landinu fái það
írelsi, sem hún hefur lengi kraf-
ist. Frelsi til að ákveða vöruverð
eftirlitslaust á kostnað launa-
stéttanna.
Samtimis þvi sem orðið frelsi
er misnotað svo herfilega til að
túlka ágæti ákvörðunar rikis-
stjórnarinnar um að afnema
eftirlit með verslunarálagningu,
er Morgunblaðið með siðdegis-
kálfum sinum látið básúna óspart
að frjáls álagning þýði lægra
vöruverð. Þessar fullyrðingar eru
settar fram með algjöru virð-
ingarleysi fyrir þvi, sem sannara
reynist. Reynslan er i þessum
efnum, sem öðrum, ólygnust.
Kannanir hafa leitt i ljós að verð á
vöru hækkar óeðlilega viö það að
álagning er gefin frjáls.
Ég sagði fyrr i ræðu minni, að
stefna rikisstjórnarinnar væri
nokkurn veginn ljós, og örugg
vissa væri um framhaldið, ef ekk-
ert yrði spornað við. Stefnan er
ljós að þvi leyti, að foringjar
verslunarinnar hafa markað
hana. Aðeins er tekist á um það,
hvor muni aðstoða við að fram-
kvæma hana að kosningum lokn-
um, F'ramsóknarflokkur eöa
Alþýðuflokkur. Það er stefnt að
svipuðu frelsi handa fólkinu i
landinu, sem við blasti að afloknu
viðreisnartimabilinu.”
Stéttastriö
Þvi næst fjallaöi Karl um ást-
and mála hér á landi á dögum
viðreisnarstjórnarinnar og þær
breytingar er urðu með tilkomu
vinstri stjórnarinnar 1971. Siðan
sagði Karl:
„En hvernig er útlitið nú að
loknu kjörtimabili undir sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks? Það sækir greini-
Framhald á bls. 22