Þjóðviljinn - 17.06.1978, Síða 20
^20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. júnl 1978
Hvernig hugsar mótanefnd?
í siðustu viku var mikið
um að vera i knatt-
spyrnulifinu. Tvær um-
ferðiri 1. deiid, 1 umferð
i2. deild, f jöldi leikja i 3.
deild og leikið i Bikar-
keppni KSÍ. t 1. deild
skeði það helst mark-
vert að markverði ÍA
Jóni Þorbjörnssyni tókst
að skora draumamark
okkar markmanna,
beint úr útsparki og
hefur slikt ekki skeð
áður i 1. deild og
segja mér fróðir menn
aðfaraþurfi40 ár aftur i
tímann til að finna hlið-
stæðu úr íslandsmóti.
Égheld aö allir mark-
menn séu meö markagráöugustu
mönnum sem eru inn á vellinum
og gæli viö þá hugmynd aö félag-
arnir kalii á þá til aö taka vita-
spyrnu, en aö láta sér detta i hug
aö skora beint Ur útsparki, nei
þaö er af og frá. Ég óska Jóni til
hamingju meö afrekiö og mun
hafa auga meö þessum nýja
markaskorara þeirra Akurnes-
inga næst þegar ég leik gegn
þeim.
Já tvær umferöir i 1. deild og
aörar tvær I næstu viku, þannig
að liðin leika 4 leiki á 12 dögum.
Ég verö aö segja aö þessi niöur-
rööun hjá mótanefnd er hrein
rökleysa.
Mótanefnd beitir þeim rökum
fyrir keyrslunni á 1. deild aö
vegna landsleikja og Evrópu-
leikja 3 félagsliöa veröi aö ljdka
mótinu fyrir 10. september til aö
HESTAMENN
Gerist áskrifendur að
Eiðfaxa mánaðarblaði
um hesta og hesta-
mennsku.
Með einu símtali er
Áskriftarsími 85111
Pósthólf 887, Reykjavík.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyling- V.
ar, hitaveitutenging-
ar. ' .
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 a
kvöldin)
landsliöiö fái tima til æfinga fyrir
leiki gegn Hollandi og
A-Þýskalandi ytra.
Ég hélt aö þetta skipulag hafi
sannab hversu lélegt þaö er á
siöasta ári, þegar mótiö var keyrt
á „óleyfilegum” hraöa til aö
landsliöiö gæti æft sig nógu vel,og
allt gaman búiö i lok ágUst.
En hver varö árangurinn?
Jú einfaldlega sá aö keppnis-
tlmabiliö slitnaöi allt i sundur
meö þeim afleiöingum aö 27.
ágúst 1977 var ekkert meira aö
gera fyrir allflesta leikmenn i 1.
deild sem ekki voru nógu góöir I
landsliöiö eöa fengu ekki náö fyrir
augum landsliösnefndar. En af-
leiöingarnar voru ekki bara þess-
Úr mark-
teignum
ar, heldur lika þær aö flestir voru
hvildinni fegnir, þvl vegna keyrsl-
unnar á 1. deildinni voru menn
orönir þreyttir á fótbolta og sumir
höföu aldrei fengiö tima til aö ná
sér vegna meiösla, og bitnaöi
þetta svo sannarlega á landsliö-
inu.
Menn sem reiknaö haföi veriö
meö I landsliöiö boöuöu forföll á
elleftustunduogvarö aöleitatil
annarrasem voruhættir æfingum
mánuöi áöur. Þetta bitnaöi vitan-
legamikiöá leik liösins á þessum
tima.
Ég vil taka undir orö þeirra
manna sem vilja aö keyrslan á
mótinu veröi jafnari, t.d. leikiö
einusinni i viku, og leikiö fram i
miöjan september, eöa jafnvel
lengur. Þaö þjónar ekki hags-
munum landsliösins aö stytta
keppnistimabiliö hér.
Ég vil ekki vera meö neinar
hrakspár, hér á þessum vett-
vangi, en ég er nokkuö sannfærö-
ur um þaö aö endir keppnistima-
bilsins nú á eftir aö veröa álika
snubbóttur og á siöasta ári
vegna mistaka viö niöurrööun
mótsins
Mótanefnd veröur aö hafa i
huga þegar mótinu er raöaö
niöur, auk sérþarfa landsliösins,
aö þaö er mikil orka sem fer i
hvernleikhjáokkur leikmönnum
og þurfum vib þvi tima milli
leikja til aö jafna okkur fyrir
næsta leik og æfa. Allt annaö
kemur niöur á leik liöanna, sem
bitnar siöan á þeim fjárhagslega
vegna færri áhrofenda.
Ég vona aö þessi markmiö
veröi einnig höfö I huga hjá móta-
nefnd þegar Islandsmótinu
veröur raöaö niöur fyrir næsta
keppnistlmabil.
Sig. Haraldsson.
Um Vestfirðin
„lýrís
Simpansi kœmist í
gegn um
grunnskólapróf
— segir ungur kennari
Stundum ber við að
maður gluggar í „Lesbók
Morgunblaðsins". Þegar
Arni óla var með hana
fyrir mörgum áratugum
fyllti hann hana af gagn-
merkum en misvelþegn-
um fróðleik með þeim
afleiðingum, að þegar
Páll Skúlason þurfti í
„Speglinum" að geta um
eitthvað sem honum
fannst vera farið að slá í,
var hann vanur að kaila
það „lesbókarhæft". Nú,
oft er i lesbókinni dágóð-
ur „sunnudagsjournal-
ismi". Þann 11. þ.m. end-
urprentar Hákon Bjarna-
son bráðskemmti lega
ádrepu þess fræga stærð-
fræðings ólafs Daníels-
sonar, eða „óla Dan."
eins og hann var oftast
nefndur i daglegu tali, —
á húmanistana, erhonum
fannst lítið til koma. Hér
eru glefsur úr greininni.
,,Nú hafa húmanistarnir okk-
ar — jeg hefi ekki annaö betra
nafn á þá, blessaða — loksins
sigraö til fulls: Þeir hafa útrýmt
stæröfræöinfri úr menntaskólum
sinum, máladeildunum svo köll-
uðu, og þar meö girt fyrir það,
aö nokkurntima komist i gegn-
um þær nokkur maöur, sem
kynni aö vera læs á slik fræöi
eins og stærðfræði, eða t.d.
eðlisfræöi — þetta ómerkilega
gutl, sem þeir eru að káka eitt-
hvaö viö I útlöndum — hvers-
konar verkfræöi og iönfræöi,
stjörnufræði, statistik og jafnvel
almenna filósófi. Nei, en þeir
geta lesib dömulitteratúr, smá-
=
Jl ;r
nazista
a vælukjóa”
L
VIKAN
SEM
VAR
sögur og kvæöi.”
„Spyrjiö þiö húmanista,
svona af betri sortinni, hvers
vegna sólargangurinn eiginlega
sje lengri á sumrin en á vet-
urna. Hann veit þaö ekki og
skilur þaö naumast, þó aö hon-
um sje sagt þaö. Þeim sem þyk-
ir þetta ofmælt, ræö jeg til að
gera tilraunina”.
,,Nú streymir kvæðaflóöiö yf-
ir landiö, bókmentirnar — þvi
aö „bókmentir” þýöirá islenzku
„dömulitteratúr”. Viö sem i
þetta rit skrifum, leggjum ekk-
ert af mörkum sem til „bók-
menta” megi teljast, „andinn
legst ekki svo lágt” eins og Nor
dal segir”.
„Húmanistarnir blessaðir”
hefndu sin með þvi aö eigna
Ólafi setninguna „Karþagó var
konungur i Róm!”
Eins og sést af ofanskráöu var
ólafur litt hrifinn af þvi sem
meistari Þórbergur kallar
„lýriska vælukjóa”. „Tökum nú
til dæmis Matthias” sagði hann
einu sinni. „Hann byrjar aö
yrkja:
Hvaö eru höpp og fár,
hvaö eru þúsund ár?
Nú skyldi maöur ætla aö kæmi
einhver „definisjón” á þvi hvaö
sé höpp og fár og þúsund ár, en
hvað segir maðurinn?
„Alvizkuhlutfallahljómur! ”
Hvaö skyldum viö Islendingar
annars lengi enn eiga menn sem
spinnast af sögur?
Góö blaðamennska af þessari
geröer viötal Atla Magnússonar
við Halldór frá Kirkjubóli i
„Timanum”. Halldór kann frá
mörgu aö segja: „Þetta er nóg,
þetta er nóg!” hrópaöi einhver
stuöningsmaöur Hannibals 1971
viö atkvæðatalninguna sem
aldrei haföi ætlazt til að Karvel
flyti inn sem uppbótarþingmaö-
ur”. — Þetta er ein sagan sem
Halldór segir. Hér er önnur:
„Orðheppni Asgeirs (Ásgeirs-
sonar) var við brugöiö og ég
minnist þess þegar Siguröur
Bjarnason kom I V-ísafjarðar-
sýslu 1946 að veita liösinni Axel
Tulinius, frambjóöanda Sjálf-
stæðisflokksins, og sagði eitt-
hvaö á þá leiö, að nú þyrfti aö
hleypa nýju blóöi I Alþingi. —
Hvaöa blóöi, sagöi Asgeir, —
dyggöablóö er þaö áreiðanlega
ekki!”
Af „Timanum” er þaö annars
aö segja aö hann hefur i tilefni
kosninganna grafiö upp úr ein-
hverri súrheysgryfjunni nýjan
dálkahöfund sem nefnir sig
„Hrafn á þriöjudegi”, „míö-
vikudegi” o.s.frv. og gæti þess
vegna heitið „Hrafn á hverjum
degi”. Hrafn er góöur penni en
geldur þess aö hafa ekki sem
beztan málstað einmitt nú.
Hann heldur sig þvi mikiö við
viðreisnarárin. „Hvaö var
eiginlega þessi viöreisnar-
stjórn, sem þeir eru enn aö tala
um?” hefur hann eftir pilti um
tvitugt. En hvaö allt verður
saga fyrr en mann varir.
Gisli Baldvinsson, barnabæt-
ir, fær veröskuldaöa inngöngu i
Álkuklúbb „Þjóöviljans”
þriöjudaginn 13. júni fyrir hnit-
miöaöa umsókn sem birtist i
„Visi”. Hins vegar hefur
gleymzt aö veita honum aö
minnsta kosti viðurkenningu
fyrir mjög athyglisvert framlag
til islenzkrar bragfræöi og bylt-
ingarkenndan skilning á há-
kveðum og lákveöum sem fram
kemur I „Morgunblaðinu” 10.
júni. Ég held aö ég veröi að
spandera úrklippu á skáldskap-
inn:
Margir sjálfstædismenn sáu
(ekki Esjuna mánudaginn 29. s.l.
Ljósastaurar í vesturbænum
Vhafa veriö málaöir rauöir.
Ojt á vinnustaö mínum ljóöaði
’ hatjmæltur vinstri maður á min af,
I einskærri tíleöi. Og þó ét: sé ekki
, beint þekktur fyrir skáldskap
frekar en Leir-Gísli forðunt fannst^
'mér stálið skerpast er éj> nat
hnoðaö eftirfarandi:
Eftir vetur kemur vor
vissan eykur kraftinn.
Þá vcrður skutum ýtt úr skor
og skotiö á kommaraftinn.
Takist það er framtíð Islands |
/borgið.
Gísli Baldvinsson.
Gisli er ekki einn um þaö aö
hafa áhyggjur þungar. „Komm-
únistar I skólunum misnota aö-
stööu sína” sagði Sigurlaug
Bjarnadóttir á framboösfundi i
Bolungavik aö þvi er „Dagblaö-
iö” hermir. „Hér er hætta á
ferðinni. Kommúnistar eru aö
ala upp börnin okkar”. Undar-
leg er sú meinloka margra for-
eldra aö kennurum gangi eitt-
hvaö betur en sjálfum þeim aö
móta hugarfar barnanna. Hélt
ég þó ekki að Sigurlaug væri
nein sérstök hænumamma. —
Nema kommúnisminn sé aö
hennar dómi svona bráösmit-
andi. Þetta er annars allt á
sömu bókina lært, i Danmörku
kæmist sjimpansi i gegnum
grunnskólapróf aö sögn þar-
lends kennara sem kennir þetta
of léttum prófum. Viö ættum aö
bjóöa Dönum „Prófanefnd” aö
gjöf, báöum þjóöum til ómældra
hagsbóta.
Þaö var mikiö þarfaverk
Arna Bergmanns aö koma upp
um myndfölsun Jóns Þ. Arna-
sonar I „Morgunblaöinu”, þaö
er af og frá aö „Moggadótiö”
sem Jónas frá Hriflu svo nefndi
sé þarna aö verki. Jón þessi Þ.
Árnason er eftir öllum sólar-
merkjum aö dæma gamall og
nýr nazisti sem má þó eiga þaö
aö hafa sagt Asgeiri Guö-
mundssyni sagnfræöingi marg-
vislegan fróöleik sem birtist I
ritgerö I timaritinu „Sögu” og
nefnist „Nazismi á tslandi”. I
þeirri ritgerö er að finna eftir-
farandi:
„Veturinn 1939-40 starfaöi á
vegum þjóöernissinna I Reykja-
vik málfundafélagiö Mjölnir, en
eftir þaö héldu þjóðernissinnar
sellufundi allt til ársins 1944.
Einn þeirra, er tók þátt i sellu-
fundunum, var Jón Þ. Arnason.
Hann hefur skýrt svo frá, aö ár-
iö 1944, þegar sýnt var, aö Þjóö-
verjar myndu tapa striðinu, hafi
flestir þeirra, er sóttu sellufund-
ina, ákveöiö aö ganga I Sjálf-
stæöisflokkinn og reyna aö gera
hann fasistiskan, en svo er aö
sjá, aö sú ráöagerö hafi fariö út
um þúfur”.
Þaö mun rétt vera, hvaö sem
um Sjálfstæðisflokkinn má
segja, og þaö er ýmislegt: Fas-
istaflokkur er hann ekki, enda
þótt tilhneigingarnar leynist þar
Það á hver þaö sem hann á. En
mikið var nú gaman aö sjá þaö i
„Visi” fimmtudaginn 15. júni aö
Matthias Bjarnason hafi á
framboðsfundi „siendurtekiö”
orðiö „gróöapúkar” yfir annars
ónafngreinda flokksfélaga sina.
— Og Geir nýbúinn aö tryggja
sér sess i sögu hagfræöinnar
með þeirri kenningu sinni að
gróðinn sé ekki tekinn frá nein-
um! Þaö má mikiö vera ef vor
ljóðelski forsætisráöherra hefur
ekki hugsaö meö sér þegar hann
las þetta: „Illu heilli fer að or-
ustu”.
Og svo framvegis. Hann ætti
kannski aö senda sjávarútvegs-
ráöherra sinn til bandariskrar
konu sem hingaö er komin, aö
visu svartkassalaus en meö góö
sambönd samt. Ég læt þessu
spjalli lokið meö úrklippu úr
„Morgunblaöinu” siöastliðinn
fimmtudag.
J.Th.H.
*„*V
Judy Florentino
Bandarísk
kona biður
fyrir sjúkum
BANDARÍSK kona, Judy
Florentino fri Jucksonville í
Florida. mun koma hingað til
lands á miðvikudax og stunda
bænalækninxar. Judy hefur ferð-
ast viða um heim og segir hún að i
Guð stjórni ferðum sínum. Á
veturna starfar hún sem kennari
i gagnfræðaskóla.