Þjóðviljinn - 08.10.1978, Page 5
Sunnudagur 8. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
• kennslu- og námsaðferðir
• vinnuaðstöðu og kennslutæki
» próf og námsmat
• samningu og prófun náms-
og kennarahandbóka. og
o kennaramenntun.
I viðauka er fjallað um tón-
menntarkennslu á forskólastigi
og i sérbekkjum og um hljóðfæra-
kennslu i grunnskóla.
Það gefur auga leið, að enginn
vegur er að gera þessum ,,drög-
um” að námsskrá, sem taka yfir
á annað hundrað bls., skil i dag-
blaðsgrein. Margt fróðlegt er þar
aö finna, sem i sjálfu sér væri
gaman að birta lesendum frum-
legar og glöggar hugmyndir um
allt það milli himins og jarðar, er
mætti stuðla að þvi að stireygir
litlir islenzkir pottormar með
raddirá við bilaðar ryksugur taki
umskiptum og syngi og spili sem
læstir lyklar i sinfónie, likt og af
himnum ofan. Eða, á látlausari
hátt, eins og segir i kaflanum um
markmið, lið 2.00: ..Leitazt skal
við að örva imyndunarafl og efla
og virkja sköpunarhæfileika
nemenda með hljóöheiminn sem
viðfangsefni.”
En gripum niður á stangli. 1
formála um Hlutverk tónmennt-
arkennslu segir: „Tónlist hefur á
öllum timum verið snar þáttur i
lifi og starfi manna. Maðurinn
tjáir tilfinningar sinar i söng og
hljóðfæraleik, Söngurinn er hon-
um eðlislæg tjáning. Maðurinn
syngur um ást, lif og dauða, vonir
og óskir, vinnu og leik. Jafnframt
þvi að gegna mikilvægu hlutverki
i daglegu lifi er tónlistin merkur
hluti menningararfs þjóðarinnar.
Þess vegna er það menningarleg
skylda að leggja rækt við tón-
mennt og skapa henni aðstöðu
innan skólans, eigi siður en öðr-
um listgreinum. Gildi tónmennt-
arkennslu er fyrst og fremst fólg-
ið i tónlistinni sjálfri og iðkun
hennar scm iistgreinar. Þar að
auki getur tónlist verkaö sem
lyftistöng i almennu námi. Vegna
þjálfunar á eftirtekt, einbeitingu
og minni getur tónmennt verið
hjálparmeðal til að þroska og
þjálfa með nemendum ýmsa vits-
muna- og námstæknilega þætti...
Tónlist höfðar einnig sterkt til til-
finningasviðsins. Iðkun hennar
veitir visst frelsi til að láta i ljós
tilfinningar sinar, en krefjast um
leið sjálfsaga. Með góðri og
markvissri tónmenntarkennslu
má þvi stuðla að auknu til-
finningalegu jafnvægi nemenda.
Siðast en ekki sizt veitir kennsla i
tónmennt nemendum tækifæri til
að tjá sig á listrænan hátt, þroska
með sér fagurfræðilegt næmi og
temja sér gagnrýni á gæði tónlist-
ar.”
Um músikalska
hæfileika o.fl.
„Músikalskir hæfileikar eru
margþætt og flókið fyrirbæri,
sem ekki hefur verið rannsakað
né skilgreint á fullnægjandi hátt
þrátt fyrir margar tilraunir. A
siðustu áratugum hafa verið gerð
próf, sem mæla ýmsa músikalska
skynjunarþætti, t.a.m. næmi eyr-
ans og aðgreiningarhæfileika
þess. Þessi próf gefa takmarkað-
ar upplýsingar um eðli
músikalskra hæfileika. Þau segja
litið sem ekkert um fagurfræði-
legt gildismat (aesthetic valuing)
is.b. við tónlistariðkun, t.d. hvort
nemandi með góða heyrn nýtur
tónlistar meir eða betur en nem-
andi með miðlúngsheyrn.”
— Er þad í ættinni?
„Arfgengir músikalskir hæfi-
leikar skyldu ekki ofmelnir frek-
ar en arfgeng eða meðfædd
(genetic) greind. Hæfileikarnir
mótast (eins og greindin) "fyrir á-
hrif umhverfisins og eftir þvi
hvernig að þeim er búið. Misjafn-
ir músikalskir hæfileikar nem-
enda vegna ólikrar mótunar um-
hverfisins er þvi staðreynd, sem
tónmenntarkennarinn verður að
viðurkenna. ÞeSsi músikalski
„aðstöðumunur” við upphaf
skólagöngu mun minnka jafnt og
þétt eftir þvi sem fleiri börn
sækja forskólastofnanir og verða
þar aðnjótandi markviss tón-
listaruppeldis.
Hér er gerð tilraun til að jafna
músikalskan aðstöðumun með
þvi aö forðast flokkun barna i
músikalska og ómúsikalska nem-
endur...” (sbr. annars reynslu
Jóns Stefánssonar af blöndun
mishæfra barna i bekk i viðtali
siðaij.
Kórstarf
Um kórstarf i grunnskóla segir
m.a.: „Tónmenntanefndlitur svo
á, að nauðsynlegt sé að kveða
skýrt á um stöðu og tilverurétt
skólakóra, og þeim verði afmark-
aður starfsgrundvöllur með á-
kvæðum um lágmarks timafjölda
i stundaskrá.... Nemendum er
frjálst en ekki skylt að taka þátt i
kórstarfi, og þess vegna veljast i
kóra að öðru jöfnu nemendur,
sem sérstaka unun hafa af iðkun
söngs og tónlistar, þeim til
ánægju og þroska. Þarf vart að
færa frekari rök að menntunar-
og uppeldisgildi slikrar starf-
semi.”
Meginmarkmid
„Meginmarkmiö tónmenntar-
kennslu eru að
1. Vekja og efla áhuga nemenda
á tónlist.
2. Þroska og efla músikalska
hæfileika (þ.á m. tónskyn) nem-
enda.
3. Efia skilning nemenda á tónlist
sem listrænum tjáningarmáta.
4. Nemendur geri sér grein fyrir
listrænu gildi tónbókmennta.
5. N. læri að meta fagurfræðilegt
gildi tónlistar.
6. N. geri sér grein fyrir hlut-
verki tónlistár i samfélaginu”
Afþreying?
t kafla um próf og námsmat
segir m.a.: „Tónmennt
(söngur) hefur fram að þessu við-
ast hvar ekki verið prófskyld
námsgrein. Ástæður fyrir þvi
hafa aöallega verið tvær. t fyrsta
lagi hefur verið álitið, að tón-
mennt væri námsgrein fyrst og
fremst til afþreyingar fyrir nem-
endur. t öðru lagi hafa margir
haldið, að eðli námsgreinarinnar
sjálfrar feli ekki i sér möguleika
til prófunar á námsafköstum
nemenda.
Hvað hið fyrra snertir, ætti að
koma skýrt fram við lestur þessa
nefndarálits, að afþreying er
naumast rétt skilgreining á hlut-
verki þessarar námsgreinar i
grunnskóla, þó að hún geti og eigi
vissulega ásamt öðru að vera
það. Hið siðar nefnda er byggt á
misskilningi. Um tónmennt gildir
svipað og um aðrar námsgreinar:
Hægt er að prófa ýmsa þætti
hennar og meta þannig námsgetu
og námsárangur nemenda... Gefa
verður nemendum tækifæri til að
sýna ekki aðeins þekkingu sina og
leikni, heldur einnig að setja fram
skoðanir sinar, viðhorf og tilfinn-
ingar. Hlutverk prófa er að kanna
og meta eins nákvæmlega og unnt
er, hvort nemendur hafi raun-
verulega náð valdi á þvi náms-
efni, sem felst i skilgreindum
námsmarkmiðum. Vel samin
próf eru þvi tæki, sem geta aukið
sjálfsþekkingu og sjálfsmat nem-
enda, byggt á raunsæjum grund-
velli....”
Starfsþreyta
kennara
t miðjum kafla um Nám i kenn-
aradeild Tónlistarskólans (i Skip-
holti) var þetta að finna:
„Nefndin litur svo á, að eitt
meginvandamál sem tónmennt
hefur átt við að etja undanfarin
ár, sé að kennarar endast illa i
starfinu. Ýmsar ástæður eru fyrir
þvi, m.a. lélegur aðbúnaður og
ekki nægilega góð vinnuskilyrði.
Vafalaust er þó sérstaklega ein á-
stæða mikilvægust, en það er
starfsþreyta. Nefndin teldi heppi-
legt, að menntun tónmenntar-
kennara væri viðtækari og um-
fangsmeiri til þess að gera starf-
ið fjölbreytilegra. Þvi er lagt til,
að tónmenntarkennarar geti
fegnið viðbðtarmenntun við
Kennaraháskóla Islands og öðl-
azt þar með kennsluréttindi i
a.m.k. einni bóklegri grvn.”
Kólumbusaregg vid
kennaraskorti
Varðandi „hin sérstöku og ó-
umflýjanlegu dreifbýlisvanda-
mál hvað greinina tónmennt
snertir, mætti .. leysa þau á
tvennan hátt: Annars vegar með
sérgreinakennurum i tónmennt,
sem þar að auki hafa kennslurélt-
indi i einni bóklegri grein, hins
vegar með almennum kennurum,
sem hafa kennsluréttindi i tón-
mennt i 1.-3. bekk grunnskóla.”
Sniðugt.
Að lokum skal getið álits tón-
menntarnefndar '12 um nám i
framhaldsdeildum gagnfræða-
skóla:
...„Nauðsynlegter að gera átak
til þess, að kennslu i tónmennt i
framhaldsdeildum gagnfræða-
skóla sé fyllilega framfylgt, en á
þessu hefur orðið nokkur mis-
brestiir. t þessu sambandi leggur
tónmenntarnefnd áherzlu á, aö
tónmennt verði skyldunámsgrein
i framhaldsdeildum gagnfræða-
skóla með 2 vikustundum, a.m.k.
á uppeldiskjörsviði, en auk þess
verði nemendum þessara deilda
gefinn kostur á að sækja tima i
tónmennt sem valgrein.”
Svo mörg urðu þau orð úr þessu
merkilega plaggi að sinni, sem
hefur verið nokkurs konar Járn-
siða grunnskólatónmenntar i
uppkasts- og tilraunaformi sl. 6
ár. 1 næstu grein um þessi mál
verður birt mikið og vonandi
fróðlegt samtal við fjóra tón-
menntarkennara. Að þvi búnu
verður reynt að ganga eitthvað úr
skugga um afdrif „fórnarlamba”
kerfisins — krakkanna sjálfra.
—RÖP.
[l)F firn Fr tm
y \| \p v * p
GMVetrarþjónusta
CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL
1. Mótorþvottur
2. Rafgeymasambönd hreinsuð
3. Mæling á rafgeymi og hleðslu
4. Skipt um loftsíu
5. Skipt um platínur
6. Skiptumkerti
7. Viftureim athuguð
8. Kúpling stillt
9. Kælikerfi þrýstiprófað
10. Skipt um bensínsíu í blöndungi
11. Frostþol mælt
12. Mótorstilling
13. Öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt
14. Hemlar reyndir
15. Stýrisbúnaður skoðaður
16. Rúðuþurrkur og sprauta athuguð
Verð: 4 strokka vél kr. 20.549.—
6 strokka vél kr. 22.488.—
8 strokka vél kr. 24.186.—
Gildir9/10—1/12
Efni, sem innifalið er í verði:
Kerti, platínur, frostvari, bensínsía og loftsía
GM
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9. Simar Verkst.: 85539
DEA TRIER
skAidsaga iðunn
DEA TRIER M0RCH
VETRARBORN
Þýðing: Nína Björk Árnadóttir
Þetta er skáldsaga um 18 konur og baksviö þeirra í þjóðfélaginu
og innan veggja fjölskyldunnar. Þær eru allar staddar á fæöingar-
deild. Aórar persónur eru eiginmenn, börn og venslafólk, ræst-
ingarkonur, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, Ijósmæöur, læknar, pró-
fessorar— og öll nýfæddu börnin. í sögunni speglast hiö sér-
kennilega andrúmsloft sem þar ríkir, blandaö kvíöa og tilhlökkun,
þar sem konurnar deila sorg og gleói. Sumar hafa fætt, aðrar
bíða þess aó fæöa. Milli kvennanna skapast gagnkvæmur skiln-
ingur og samúö og órjúfandi tengsl, þó svo að Jeiðir þeirra éigi
eftirað skilja.
Myndirnar geröi höfundurinn sem einnig er grafíklistamaöur.
Bókin hefur hlotiö óhemjugóöar viötökur í Danmörku og selst í
nálega 100 þúsund eintökum. Hún var sæmd dönsku bókmennta-
verölaununum „Gullnu lárberin“ áriö 1977. Sagan hefur veriö
kvikmynduð.
Ógleymanlegur lestur bædi körlum og konum. Höfundurinn lýkur
mm
' ««