Þjóðviljinn - 04.03.1979, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 4. mars 1979 KJARTAN ÓLAFSSON STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Og kratarnir klöppuðu enn Nær þrjár vikur eru nú liönar siöan ólafur Jóhannesson, for- sætisráöherra, kynnti á fundi i rikisstjórninni drög sin aö frum- varpi um stjórn efnahagsmála og fleira. Enn hefur frumvarp þetta þó ekki veriö lagt fram á Alþingi hvorki óbreytt né breytt og veldur þvi margvlslegur ágreiningur, sem upp hefur komiö um efni plaggsins og þó einkum eindregin andstaöa Alþýöubandalagsins og verkalýöshreyfingarinnar viö veigamestu efnisatriöi frum- varpsdraganna. Ekki hefur fariö milli mála, aö leiötogar Alþýöuflokksins meö Vilmund Gylfason i broddi fylk- ingar hafa reyndar veriö mun kappsfyllri um þaö, aö drög for- sætisráöherra yröu lögö fram óbreytt sem frumvarp heldur en Ólafur Jóhannesson sjálfur. Uppákoma á sprengidegi Nýju hámarki náöi þessi ákafi Alþýöuflokksforingjanna á Alþingi nú i vikunni, þegar Vil- mundur Gylfason kraföist þess á sprengidaginn, aö allar 62 greinar frumvarpsins yröu bornar upp i þjóöaratkvæöagreiöslu þegar I staö og fólki gert aö samþykkja þær allar eöa enga meö einföldu jái eöa neii. Nú er málum aö sjálfsögöu þannig háttaö, aö vart er sá maö- ur finnanlegur I landinu, sem ekki finnur ýmislegt nýtilegt i frum- varpsdrögum Ólafs, sitthvaö sem hann vildi gjarnan samþykkja, en hinir eru trúlega ekki heldur margir sem fúslega vilja skrifa upp á hverja einustu grein frum- varpsins óbreytta. Hér er nefni- lega um flókiö og margþætt mál aö ræöa, sem útilokaö er aö svara meö jái eöa neii, hvort menn séu meö öllum greinum eöa móti öll- um greinum!! Tillaga Vilmundar Gylfasor.ar var þvi aösjálfsögöu aldrei annaö en skrum eitt, og til þess eins fram borin aö framlengja vist höfundarins i flóöljósum siödegis- blaöanna og sjónvarpsins. Forsætisráöherra hefur hins vegar ætiö frá þvi hann fyrst kynnti frumvarpsdrögin tekiö þaö skýrt fram, aö hann væri reiöubú- inn til aö gera breytingar á frum- varpinu, allt eftir þvl sem um kynni aö semjast innan rikis- stjórnarinnar og i hópi samráös- aöila hennar. Margir furöuöu sig hins vegar á þvi, þegar plagg Ólafs Jóhannes- sonar birtist hversu keimlikur texti þess var fyrri kauplækkun- ar- og samdráttarfrumvarpi Alþýðuflokksins, þvi sem birt var I Alþýöublaöinu I desember, en aldrei flutt á þingi. Svo virtist, sem hendurnar væru Vilmundar (og Gylfa), þótt röddin væri Ólafs, og heföi þótt tlðindi, þegar mest gekk á I dómsmálahriöinni á siðasta kjörtimabili. Hvert stefnir ólafur? En hver var þá tilgangur ólafs? — Um þaö veit reyndar enginn, þvi aö Ólafur lætur fátt uppi. Óliklegt veröur þó aö telja, aö honum hafi nokkru sinni dottiö i hug, aö verkalýöshreyfingin og Alþýðubandalagiö myndu sam- þykkja tiilögur hans nú litið breyttar. Einnig veröur aö telja óliklegt, aö meining ólafs hafi veriö sú aö keyra frumvarp sitt fram meö stuöningi Vilmundar en viö haröa andstööu verkalýös- hreyfingarinnar. Ólafur veit aö slikt þolir þessi rikisstjórn ekki, einfaldlega vegna þess, aö hún er mynduð af verkalýöshreyfing- unni en ekki af Vilmundi. Sumum hefur reyndar dottiö i hug, aö Ólafur hafi talið ^óhjá- kvæmilegtaö kalla fram höröustu andmæli verkalýöshreyfingar- innar meö þessum hætti beinlinis i þvi skyni aö fá krataforingjana til aö skilja, aö þeir yröu óhjá- kvæmilega aö vikja frá kröfum sinum um kauplækkun og stór- kostlegan samdrátt i atvinnulif- inu. Sé einhver hæfa i þessari skýr- ingu, þá hefur Ólafur dcki bara verið aö rétta Vilmundi og Co. bróöurlega hönd meö tillöguflutn- ingi sinum I rikisstjórninni, held- ur hefur handabandið veriö viö þaö miöaö aö veita vesalings krötunum fööurlega hand> leiöslu og fara sjálfur fyrir þeim á undanhaldinu fyrir kröfum verkalýöshreyfingarinnar. Máske heföi Ólafur aldrei kom- ist meö Vilmundana heila i höfn yfir þennan boöa, nema halda einmitt svona i hönd meö þeim og taka brotsjóina á sig. Næstu dagar munu væntanlega skera úr þvi, hvort þarna er rétt til getið, en auövitaö er hitt lika hugsanlegt, aö Ólafur ætli sér nú i styrjöld viö verkalýðshreyfing- una eins og Vilmundarnir krefj- ast, en þá er lika eitt vist, aö nú- verandi rikisstjórn veröur ekki langra lifdaga auöiö. 1 þessum efnum skal hinu betra trúaö, neðan hiö verra kemur ekki i ljós, en þó hyggilegt aö hafa þar allan vara á. Tíu af mörgum deiluefn- um En hver eru þá þau atriöi I til- lögugerö Ólafs, sem ekki er meö góöu móti hægt aö una viö? Þau eru mörg, en hér skulu rakin nokkur þau helstu, þó langt sé frá þvi aö sú upptalning sé tæmandi. Ólafur leggur til aö bannaö veröi meö lögum aö hækka krónu- tölu kaups um meira en 5% á þriggja mánaöa fresti þaö sem eftir er af þessu ári, hvaö svo sem verölagshækkunum liöur. öllum veröbótum umfram þetta á aö^- fresta I niu mánuði. — Meö slikri ákvöröun væri aö sjálfsögöu veriö aö rjúfa samhengiö milli kaup- gjalds og verölags og svipta verkafólk þeirri kaupmáttar- tryggingu, sem kjarasamningar kveöa á um. Verölagiö hækkar, en kaupið á aö sitja eftir lögbund- iö. Þetta eitt er krafa um alvar- lega kjaraskeröingu og riftun samninga. — Og kratarnir hrópa i kór: Húrra fyrir óiafi! Ólafur leggur til, aö óbeinir skattar og niöurgreiöslur veröi teknir út úr útreikningi kaup- gjaldsvlsitölunnar, — þannig aö hvaöa rikisstjórn, sem hér sæti viö völd, gæti meö einu penna- striki stórhækkaö allt verðlag i landinu meö þvi aö fella niöur niöurgreiöslur eöa stórhækka söluskatt, vörugjald eöa aöra óbeina skatta, án þess aö slfkar verölagshækkanir heföu nokkur minnstu áhrif á krónutölu kaups- ins. Þannig væri I raun hægt aö ógilda alla kjarasamninga um leiö og þeir heföu veriö geröir, — og þetta á „vinstri” stjórn aö lög- leiöa! Sams konar ákvæöi var i kjararánsfrumvarpi þvi, sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar lagöi fram á Alþingi i febrúar I fyrra. Þá var þaö ákvæöi þó dreg- iö til baka fyrir afgreiðslu máls- ins á þingi, vegna höröustu and- mæla verkalýöshreyfingarinnar, sem þá voru borin fram af Birni Jónssyni, forseta Alþýöusam- bands tslands. Nú klappa Vil- mundarnir og hrópa húrra fyrir samskonar tiilögu. o Ólafur leggur til, aö frá 1. marz s.l. veröi afnumið þaö ,,þak” á visitölugreiöslur á laun, sem i gildi hefur veriö. Þetta þak hetur valdiö þvi, aö þeir sem nú i febrú- armánuöi höföu yfir 280 þús. í dagvinnulaun á mánuöi, fá minni launahækkun hlutfallslega (t.d. nú 1. mars s.l.) heldur en láglaunafólkiö, sem hefur I dagvinnulaun á mánuöi innan viö 280 þús. krónur. Hálauna- maöur meö hálfa eöa heila miljón I dagvinnulaun á mánuöi fékk nú 1. marz s.l. aöeins sömu krónutölu i verðbætur á laun og láglaunamaöurinn, sem haföi innan við 280 þús. fyrir dag- vinnuna i febrúar. Þessu veldur „þakiö”, og þannig hefur þetta veriö þaö hálfa ár, sem núverandi rikisstjórn hefur fariö meö völd. En nú vill Ólafur að þetta „þak” veröi afnumið, þannig aö sá meö miljón I laun á mánuöi fái kr. 100 þúsund i verðbætur á sfn laun á sama tima og hinn meö kr. 250 þúsund I iaun á mánuöi fái aöeins kr. 25 þúsund I veröbætur. Þarna er auðvitað gerö tillaga um stór- kostlega kjarabót öliu hálauna- fólki til handa á sama tima og lögbinda á verulega kjaraskerö- ingu hjá láglaunafólki. — Og fyrir þessu klappa kratarnir hæst svo sem nærri má geta! Ólafur leggur til aö dregiö veröi úr niöurgreiöslum og verölag á neysluvörum þannig hækkaö. Framkvæmd þeirrar tillögu einn- ar myndi aö dómi miöstjórnar Alþýöusambandsins leiöa til 3% hækkunar framfærslukostnaöar á sama tima og kaupiö skal bundiö fast. — Og enn klappa kratarnir o Ólafur leggur til, aö flýta sér- staklega gildistöku laga um aö heimila heildsölum og kaup- mönnum ótakmarkaöa álagn- •ingu.en lög þessi voru samþykkt s.l. vetur af þingmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar. Alþýöubandalagiö knúði þaö hins vegar fram viö stjórnarmyndun- ina, aö gildistöku þessara laga um óheftan gróöa verslunarauö- valdsins skyldi frestaö. Nú leggur Óiafur til aö lögin taki gildi strax þann 1. sept i haust. — Og kratarnir klappa hátt! o Ólafur leggur til aö nema úr lögum öll ákvæöi um aö sjóöir eins og Atvinnuleysistrygginga- sjóöur, Byggöasjóöur, Bygginga- sjóöur verkamanna, Bygginga- sjóöur rikisins, Stofnlánadeild landbúnaöarins, Fiskveiöasjóöur, Hafnabótasjóöur, Iönlánasjóöur o.fl. o.fl. skuli njóta ákveðinna lögboöinna og árvissra framlaga. Endurskoöun i þessum efnum á samkvæmt tillögu ólafs aö fara fram „meö þaö fyrir augum, aö framvegis skuli fjárframlög til þessara þarfa ákveðin meö fjár- lögum ár hvert”. Ólafur vill sem sagt eiga þaö undir hagspeki Vil- mundanna og þeirra sálufélaga ár hvert, hvort þessir mikilvægu sjóðir fá eitthvert framlag eöa alls ekki neitt. Hér skal engin lög- bundin trygging um árviss fram- lög vera fyrir hendi lengur. — Ogauövitaö klappa kratarnir hátt! Ólafur leggur til, aö öll lán, hvort heldur sem er til langs eöa skamms tima veröi aö fullu visi- tölubundin. Vel er hægt aö hugsa sér að sú regla veröi almennt tek- in upp um langtimalán til eigna- myndunar, þar sem hún er nú þegar viöa fyrir hendi aö meira eöa minna leyti, en þó hljóta aö fylgja sliku allnokkur sam- dráttaráhrif i atvinnulifinu. En eigi slik regla einnig aö gilda um t.d. öll rekstrar- og arölán til skamms tima, þá má heita gefið aö afleiöingarnar veröi annars vegar mjög ákveönar kröfur um aö fá aö velta þessum auknu vaxta- og verðtryggingargreiösl- um beint út I verölagiö og einnig alvarleg tilhneiging til samdrátt- ar I flestum greinum atvinnulifs- ins. Hér vofir atvinnuleysishætt- an yfir. — Og kratarnir hrópa húrra, svo undir tekur. o Ólafur leggur til aö mjög veröi dregiö úr peningamagni I umferö. 1 tillögum hans er ráð fyrir þvi gert, aö innlánsstofnunum veröi gert skylt aö binda 30% af heild- arinnstæöufé sinu i Seölabankan- um og er þetta hækkun úr 25%. Og Ólafur leggur til aö meöan veriö er aö ná þessu 30% marki, þá skuli 35% af allri innlánaaukn- ingu bindast I Seölabankanum. Þetta er lagt til þrátt fyrir þaö, aö nýlega hefur veriö létt af Seölabankanum kvööum um veit- ingu afuröalána, en áður var látiö heita svo, aö hið bundna inn- stæöufé i Seölabankanum ætti aö standa undir fjármögnun afuröa- lánanna. Þá gerir Ólafur þaö einnig aö tillögu sinni, aö pen- ingamagn I umferö aukist ekki aö krónutölu á þessu ári umfram 25%, hvaö sem verðlagsþróun innlendri og erlendri liöur og aö vöxtur peningamagns I umferö veröi a.m.k. 5% hægari 1980 en á árinu 1979. Þaö fer ekki milli mála, aö i þessari tillögu felst enn viöbótar- krafa um aukinn samdrátt i at- vinnulifinu og minnkandi at- vinnumöguleika — Og kratarnir sleikja út um af ánægju! o Ölafur leggur til aö ákveöiö veröi nú þegar aö rikisútgjöldin megi ekki fara fram úr 30% af vergri þjóöarframleiðslu á árinu 1980. Hér er á ferö ein af kreddum Vilmundarvisindanna, sem miö- ar aö þvi aö halda opinberum framkvæmdum I lágmarki. Slikt er fásinna að samþykkja, og sist þegar jöfnum höndum er gengiö út frá margvislegum öörum ráö- stöfunum til samdráttar i at- vinnulifi. Hér er atvinnuleysis- vofunni enn boöiö inn fyrir þrösk- uldinn. — Og auövitaö þakka kratarnir fyrir og hneigja sig, þvi þarna er kredda úr Vilmundar- vfsindunum komin á blað hjá Ólafi. Ólafur leggur einnig til, aö þeirri skipan veröi komiö á aö samráöi rikisstjórnarinnar viö „aöila vinnumarkaöarins” veröi komiö fyrir innan sérstakrar „stofnunar”, þar sem verkalýös- hreyfingin eigi aöeins fáa full- trúa, en embættimannahirðin sem hafa á alla forystu um mótun „samráösins” á aö fá þeim mun stærra hlutverk. og auövitaö er hlut atvinnurekenda ekki gleymt. Samtök launafólks hafa lýst óá- nægju sinni meö þessa hugmy.nd aö fyrirkomulagi „samráös- ins”, og leggja áherslu á beint samband viö rikisstjórnina sjálfa. En auðvitað klappa kratarnir lika fyrir þessu, þvi aö þeirra hugsun er sú, aö reiknistokkur em bættis mannanna eigi aö skammta verkafólki launin, en ekki stéttabaráttan. Afarkostum verður hafnað Hér hefur veriö drepiö á 10 at- riöi úr tillögugerð forsætisráö- herrans, sem öll þurfa nánari athugunar viö, og öllum þarf aö breyta. Þaö væri hægt að telja upp önnur tlu, sem einnig þarf að breyta, ef vel á aö vera. Þaö verö- ur þó ekki gert hér aö þessu sinni, en rétt er aö taka fram aö úr til- lögugerö forsætisráöherra mætti einnig telja fram tuttugu atriöi eöa fleiri sem út af fyrir sig má telja aö horfi til bóta. Svo er þaö lika margt, sem gjarnan heföi mátt vera I þessu frumvarpi, en var þar ekki, þegar Ólafur lagöi þaö fram I rikis- stjórninni. Þar má m.a. sérstak- lega minna á ráöstafanir er miöi aö rækilegum uppskuröi á milli- liöastarfseminni, innflutnings- versluninni og fleiri greinum við- skiptalifsins, þar sem gróöalindir braskaranna hefur vist enn ekki þorrið. Þar má einnig minna á ráöstafanir til aö auka framleiöni undirstööuatvinnuveganna svo sem sjávarútvegs og fiskvinnslu, en stórátak þarf aö gera i þvi skyni aö tryggja þjóöarbúi okkar sem fyrst hámarksarð af sér- hverjum fiski, sem hér er dreginn á land. Um þessi efni og mörg fleiri sem ættu heima i frumvarp- inu hefur Alþýöubandalagiö lagt fram sinar tillögur ýmist innan rikisstjórnarinnar eöa á opinber- um vettvangi. Næstu daga mun á þaö reyna, hvort hægt verður aö semja, og þá hvernig semst. Hvorki Alþýðu- bandalagiö né verkalýöshreyf- ingin munu sætta sig viö neina afarkosti, — þaö veröur öllum aö vera Ijóst. Verðbætur og viðskipta- kjör Aö lokum skal hins vegar tekiö skýrt fram, aö bæöi Alþýöu- bandalagiö og verkalýöshreyf- ingin eru reiðubúin aö ræöa nánar þann möguleika aö tengja verö- bótavisitöluna með nokkrum hætti við þróun viðskiptakjara, þannig aö kaupmáttur launa skeröist nokkuö, ef viöskiptakjör stórversna, en batni þá aö sama skapi, ef viöskiptakjör fara batn- andi. Meginforsenda samkomu- lags i þessum efnum er þó sú, aö breyting á viöskiptakjörum virki jafnt til aö auka kaupmátt þegar þaö á viö, eins og hún verkar til skeröingar, þegár viöskiptakjör fara versnandi. í þessum efnum eru einnig ýmis önnur atriði, sem vandlega þarf aö skoöa áöur en ákvöröun er tekin, svo sem þaö hvaöa viöskiptakjaratimabil sé miðað viö I upphafi. Og siöast en ekki sist er ástæöa til aö undir- strika, aö slik sjálfvirk tenging veröbótagreiöslna viö viöskipta- kjör getur aö sjálfsögöu aldrei komið I staöinn fyrir kjarasamn- inga verkalýðsfélaganna, þvf aö eftir sem áöur blasir viö þaö verkefni þeirra aö breyta tekju- og eignaskiptingunni I þjóöfélag- inu allri alþýöu i hag.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.