Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mars 1979 íslensk áhöfn með Tíuna islensk áhöfn flaug DC-10 þotu Flugleiða i fyrsta sinn milli landa á föstudagsmorgun. Flugstjóri var Smári Karlsson, flugmaöur Gunnbjörn Valdimarsson og flug- vélstjóri Gerhard Olsen. Flugvélín kom snemma morguns til Keflavikur og tók Alfreð Eliasson forstjóri á móti henni ásamt fleiri starfsmönnum Flugleiða. Kristjana Milla Thorsteinsson færði flugstjóran- um blóm við komuna. Þotan hélt siðan áfram til Luxemborgar og var flugstjóri á þeirri leið Jóhannes Markússon. Ljósm. — Kristinn Benediktsson. t Eg verð Framhald af bls. 24. minum. Ég mundi orða það svo, að ég tek myndir minar I framandi landslagi, fremur en i útlöndum. Brecht samdi mikið af verkum sinum i útlegö, og þaö breytir engu um þá staðreynd að hann var þýskur listamaður. Leikrit hans um Galileo er þýskt leikrit, þótt það gerist ekki i Þýskalandi. Annars er rétt aö taka það fram að mini menning er ekki þýsk, heldur er ég frá Bæjaralandi, sem er allt annar handleggur. Það er svona álika rétt að segja að ég sé þýskur einsog aö bera það upp á Skota að hann sé Englendingur. Fassbinder er lika Bæjari. Pólitík Nú barst taliö að póli- tiskum kvikmyndum. Herzog var spurður hvað honum fyndist um pólitiska kvikmyndastjóra einsog Schlöndorff og Syberberg. — Þeir eru ekki pólitiskir. Þótt Schlöndorff hafi gert myndina um Katrinu Blum er hann ekki póli- tiskur. Hann gengst svolitið upp i þvi aö vera þaö, en myndir hans eru ekki pólitiskar. Það er fólk i Berlin sem er aö gera pólitiskar myndir — heimildarmyndir og þessháttar. En mér finnst aö vilji maður vera.pólitiskur sé ekki um annað að ræða en veröa stjórn- málamaöur. Maður gerir enga byltingu með kvikmyndavélinni, til þess er hljóöneminn miklu betra tæki. Stjórnmálamenn eiga að tala yfir fjöldanum einsog Lenin gerði — ekki gera kvik- myndir. Hitt er svo annað mál, aö I kvik- myndum, og þá einnig i minum kvikmyndum, eru hlutir sem geta talist póiitískir, en þá er um að ræða grundvallarhugmyndir og afstööu, ekki dægurpólitfk. Ég er aö vinna að þvi aö skapa nýtt myndmál. Ailt I kringum okkur fer fram mikil sóun á myndum — allar auglýsingarnar, t.d. Min skoðun er sú, að okkar menningu hafi ekki enn tekist að finna myndmál sem hæfir henni. Og takist henni það ekki mun siðmenning okkar líða undir lok, deyja út einsog risaeðlurnar. Þetta er pólitik, þvi aö þarna er um aö ræöa eina mögu- leika okkar til að lifa af i þessum heimi. Langleitir áheyrendur Frá þessum hugleiðingum var stutt yfir I hina eiginlegu pólitik. Og þá gat ekki hjá þvi fariö að Herzog yröi spurður um afstöðu hans til atvinnuofsóknanna i V- Þýskalandi, þess fyrirbæris sem nefnt er Berufsverbot. — Þaö er auövelt að ráðast á Þjóðverja fyrir atvinnuofsóknir — þeir liggja vel við höggi vegna sögu sinnar, — sagði hann. — En ég held að það sé ekki réttlátt. Ég held að það sé ekki i nánd nýtt nasistaskeið i Þýskalandi, vegna þess að Þýskaland er eitt af 5-6 lýðræðisrikjum heimsins þar sem mestur stöðugleiki rikir. Astandið er miklu verra i flestum öörum rikjum heims. Þegar hér var komið sögu gerðust menn nokkuö langleitir — og ekki laust við að sumir misstu andiitiö. Og ekki batnaði það. — Berufsverbot er til komið vegna þrýstings frá öfgahópum til vinstriog hægri. Það er i sjálfu sér eðlilegt, aö rikiö vilji ekki hafa þá menn i störfum sem hafa það á stefnuskrá sinni að koll- varpa þessu rlki. Mér finnst samt aö það ætti að leyfa t.d. kennurum að vinna viö kennslu, nema þeir séu staðnir að þvi aö innræta börnum andstöðu við stjórnar- skrána, þá ætti að láta þá fara. Loft gerðist lævi blandiö i bóka- safninu undir þessari þulu. Var Ragnhildur Helgadóttir farin að tala I gegnum manninn? Undir- ritaðri datt i hug það sem sagt hefur verið um annan merkilegan þýskan kvikmyndastjóra, Fritz Lang, að hann hafi verið furðu- lega mikið barn á stjórnmála- sviðinu. Margt benti til þess að það sama væri hægt að segja um Herzog: hann var t.d. nýbúinn aö lýsa þvi yfir að blóðsugumyndir einsog Nosferatu væru alltaf hættumerki. Þegar Murnau gerði sina mynd áriö 1923 var nann ómeðvitað aö boöa komu nasism- ans. Og nú er Herzog búinn að gera sina Nosferatu-mynd. Hvað boðar hún? Þarna er greinileg þversögn I málflutningi hans, sem sýnir kannski ekki annaö en samskonar barnaskap og hjá Fritz Lang. Þegar Lang komst aö raun um að mynd hans Metro- polis hefði fallið i góöan jaröveg hjá þeim Hitier og Göbbels og þeir vildu endilega fá hann til að gera áróðursmyndir flúði hann iand, skelkaður. Tvœr myndir í undirbúningi Nú þótti ýmsum vissara að taka upp léttara hjal. Herzog var þá m.a. spuröur hvaða áform hann hefði á prjónunum, og sagöist hann vera að undirbúa tvær kvik- myndir, aðra i Ástraliu og hina i Perú. Báðar krefjast þær mikils undirbúnings. I Astraliu ætlar hann að gera mynd um árekstra sem verða milli frumbyggja og aðkominna námumanna — það er mikill harmleikur, sagði hann. Perú-myndin verður gerð Iangt inni I frumskógi og það tekur a.m.k. ár að undirbúa hana. Hér gefst ekki tóm til aö rekja allar umræöurnar, enda voru þær bæði langar og fjörugar. Herzog talaði m.a. af litilli hrifningu um sjónvarp og gagnrýnendur. Sjón- varpið drepur hugmyndaflugið, sagði hann — þaö er ekkert eins dapurlegt og aö sjá börn sem hafa horft of mikið á sjónvarp. Þau verða einmana og döpur. Flestum gagnrýnendum er illa við kvikmyndir, en ég myndi þó ekki ganga svo langt að vilja þá ' feiga — leyfum þeim að lifa, — sagði hann. — Konan min er að minu áliti besti kvikmyndagagn- rýnandi i Þýskalandi um þessar mundir. Hún skrifar aöeins um myndir sem hún er hrifin af — en auövitað getur hún ekki lifað af þvi. Maöur sér ekki góða mynd um hverja helgi. Sjálfs er höndin hollust Aðspuröur hvort hann gæti ekki gefið islenskum kvikmynda- gerðarmönnum holl ráð, sagði Herzog aö það gæti hann ekki — þeir yröu að finna leiðina sjálfir. — Ef þiö viljið gera kvik- myndir, þá geriö þið það. Enginn getur komiö I veg fyrir það. Ekkert nema trúin getur flutt fjöll. Þiö veröiö að vera sann- færöir um aö þiö viljið gera kvik- myndir. Þegar örvæntingin er orðin nógu djúp verður kvik- myndin til. Kvikmyndagerð er erfiður klettur aö kiifa — þessvegna finnst mér hún áhugaverð. En hún eyöileggur fólk. Þaö er dapurlegt að sjá marga þeirra sem kvikmyndin hefur eyðilagt og gert aö hirðfiflum — litið bara á Orson Welles. Eða jafnvel Truffaut. Mestu vonbrigöi ævi minnar þegar ég sá Chaplin á kvikmyndahátiðinni i' Cannes. Hann var oröinn elliær, og lét einsog kjáni. Það var pinlegt. Ég held að þessi endalok séu óum- flýjanleg, en ég hætti ekki að gera kvikmyndir þótt ég sjái fram á dapurleg endalok. Kannski er ég nú þegar orðinn að hirðfifli. Viðstöddum fannst ekkert benda til að svo væri. Hinsvegar var Herzog greinilega orðinn þreyttur, enda krækti hann sér i einhverja skuggalega veiru i Perú og gengur ekki heill til skógar. Var þvi fundi slitið þótt margir hefðu eflaust viljað fá meira aö heyra. Skák Framhald af bls. 17 ((Þessi leikur hefur duldar meiningar. Sjá 26. leik svarts.) 25. b5-axb5 26. axb5 26. ..He3!! (Hróksfórn sem við fyrstu sýn virðist svo einföld en þegar betur er aö gáö þarf svartur aö halda vel á spööunum til að sanna rétt- mæti hróksleiksins, t.d. eftir 27. Kh2 sem er tvimælalaust besta svar hvits. En svartur heldur öllu gangandi meö annarri hróksfórn nefnilega 27. -H8a3!) 27. Rf3-cxb5 29. Dxb7 28. Dxb5-Rc3! (29. Dc4 dugar skammt vegna 29. -b5! o.s.frv.) 29. ,.Dxb7 31. Kh2 30. Rxb7-Rxe2+ GANGBRAUT ER BEZTA LEIÐIN EF AÐGÁT ER HÖFÐ Junior Chamber Reykjavík il-WÓflLEIKHUSa KRUKKUBORG i dag kl. 15 þriðjudag kl. 17 MATTARSTÖLPAR ÞJ ÓÐFÉL AGSINS i kvöld kl.20 Næst slöasta sinn SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS miðvikudag kl. 20 LISTDANSSÝNING — tslenski dansflokkurinn Tófuskinn — nýr baliett eftir Marjo Kuusela eftir sögu Guð- mundar Hagalin og Fávitinn — gestur Tommi Kitti frá Hel- sinki. Frumsýning fimmtudag kl. 20 Litla sviöiö: FRÖKEN MARGRÉT þriðjudag kl. 20.30 HEIMS UM BÓL miðvikudag kl. 20 Tvær sýningar eftir Miðasala 13.15 — 20. Simi l- 1200. I.K1KFRI AG 2l2 REYKJAVlKUR " ' SKALD-RÓSA I kvöld kl. 20.30 föstudag kl. 20,30 LIFSHASKI miövikudag kl. 20,30 laugardag kl. 20,30 GEGGJAÐA KONAN 1 PARIS fimmtudag kl. 20,30 næst siðasta sinn Miöasala I Iönó kl. 14 — 20,30 simi 16620 RUMRUSK i Austurbæjarbiói miðvikudag kl. 21,30 Miðasala I Austurbæjarbiói mánudag kl. 16— 21 simi 11384 03 VIÐ BORGUM EKKI VIÐ BORGUM EKKI I Lindarbæ sunnudag kl. 17 UPPSELT mánudag kl. 20,30 Miöasala opin daglega frá kl. 17 — 19 og 17 — 20,30 sýningar- daga, simi 21971. (Eða 31. Kfl Rxg3+! 32. fxg3- Bxf3 33. Bxf3-Hxf3+ 34. Kg2 Haa3 35. Hd8+ Kh7 36. Hhl+ Kg6 37. Hh3 Hfb3 og hvitur ræöur ekki við bæði máthótunina og erfiða stöðu riddarans á b7) 31. ..Re4! (Þaö er alveg stórmerkilegt hverju hinir fáu menn svarts koma i verk!) 32. Hc4! (Reti gefúr ekkert eftir I vörn- inni. Eftir 32. fxe3 Rxd2 tapar hvitur óumflýjanlega liöi). 32. ..Rxf2 (Peöiö er bragöbetra en hrók- urinn. Það gefur eftirfarandi af- brigöi til kynna: 32. -Rxd2 33. Rxd2! Hd3 34. Rc5! Hxd2 35. Bxa8 o.s.frv. Þá er 32. -Bxf3 vindhögg vegna 33. Hxe4! o.s.frv.) 33. Bg2 (Eins og stööumyndin sýnir ber- lega eru mennirnir furðuiega klesstir saman og einhver hlýtur að kremjast undir i allri þvög- unni.) 33.. ..Be6! 35. Kh3-Re5+ 34. Hcc2-Rg4+ 36. Kh2 ' (En ekki 36. Kh4 Ha4+! og hviti kóngurinn er tortimingunni ofur- seldur.) 36. ..Hxf3! 39. Kh2-Rxc2 37. Hxe2-Rg4+ 40. Bxf3-Rd4! 38. Kh3-Re3 + Smiöshöggið. Reti sá nú sitt óvænna og gafst upp. Eftir 41. He3 Rxf3+ 42. Hxf3 Bd5 43. Hb2 Hb8 á hrókurinn slðasta oröiö. Hann hefur ekki hreyft sig alla skákina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.