Þjóðviljinn - 05.08.1979, Side 11

Þjóðviljinn - 05.08.1979, Side 11
Sunnudagur 5. ágúst 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 rÆtli maður endi ekki í jarðarfarabransanum' spjallað við Diddú sem er nýkomin heim eftir fyrsta árið af fimm V »söngnámi \ ILondon — „Pabbi/ mamma og viö systkinin 7 höfum alltaf veriö syngjandi svo lengi semégman. Annars ætlaði ég aldrei að veröa söng- kona, ég ætlaði að verða lyfjafræðingur, finna upp lyf sem læknaði pabba af exeminu. Svo fór maður út í sönginn og verður ekki aftur snúið. Ef söngurinn bregst/ ætli ég fari þá ekki i hjúkrun." Diddú, öftru nafni Sigrún Hjálmtýsóttir,situr meö mér inni ,,A næstu grösum” yfir tei og súkkulaðitertu. Hún er nýkomin heim eftir fyrsta veturinn i söng- námi 1 London. Ég byr jaöi á aö minna hana á aö slðast þegar ég tók viö hana viötal (Þegar hún var aö leika i Brekkukotsannál) sagöist hún ætla aö veröa lyfja- fræðingur. „Þaö hefur mikiö vatn runniö til sjávar siöan þd. Mér fannst söngurinn alltaf hálf halló, þó ég væri aö gaula þetta heima. Ég söng meira aö segja inn á plötu sem barn ásamt systur minni Hönnu Steinu, en lyfjafræöin var framtiöln.” „Hvernigstóö á þvi aöþú lékst i Brekkukotsannál?” „Þaö var bent á mig ogég var prófuö. Þeir voru aö leita aö ein- hverri -búttaöri og náttúrlegri stelpukind og ég varö fyrir valinu. Þannig hef ég lent i þess- um hlutverkum, þeir leita alltaf aö einhverju i manni sjálfum, —- einhver'ju eölilegu. Þetta er tlskufyrirbæri og getur svosem gengið ef maöur fer þá bara ekki aö leika einhverja ofsalega eöli- legapersónu. Ég held aö ég hafi ekki dottiö i þá gryf ju, vegna þess að ég var ekkert aö sækjast eftir þessu. Mér finnst. þrátt fyrir þessi tækifæri, mér litiö hafa fariö fram, vegna þess aö ég hef ekki þann skóla sem þarf til aö ná raunverulegum þroska sem leik- kona. Mér finnst ég eiginlega vera föst i sjálfri mér, og ég hef aldrei verið ánægö meö þaö sem ég hef leikið. Mér hefur alltaf fundist aö það vantaöi einhvern herslumun. Kannski vegna þess aö éghef aldr- ei ætlað mér aö veröa leikkona.” . „En þú fórst i leiklistarskóla?” ,,Já, eftir aö ég lék í Brekku- kotsannál fór ég i MR og þaöan i leiklistarskóla SAL. En það var aldrei nein alvara i þvi, þetta var eitthvert eiðarleysi I stelpunni. Svo kom sumariö og Spilverkiö baö min. Ég byrjaöi aö syngja meö strákunum, en ég mátti ekki koma fram opinberlega á meöan ég var í leiklistarskólanum og þvi hætti ég i skólanum. Satt aö segja geröi þaö gæfumuninn aö 8g fór iandaglas. Þarkom þaöskýrt og greinilega fram aö söngurinn væri min framtiö.” „Varstu I söngnámi jafnframt þvi sem þú söngst meö Spilverk- inu?” „Já, ég var i söngnámi hjá Rut Magnússon. Við reyndum aö lifa af söngn- um og tókum okkur mjög al- varlega sem hóp. Viö þóttum alltaf hálfgert menntaband, viö stunduðum ekki skemmtistaðina og vorum flest á föstu. Eitttfeku- fyrirbæriö I bransanum var aö „rasa út” og „vera inn”, en viö fórum eiginlega aldrei út I þaö. Viö unnum I Þjóðleikhúsinu I tvo vetur ogtókum þátt i „Grænjöxl- um” sem voru sýndir i bænum og viöa úti á landi.” „Fannst þér mikill munur á aö vinna i leikhúsinu og i t.d. sjón- varpi?” Mér BB fannst songunnn alltaf hálf halló 1:1: „Já, ég fékk mikiö stuö út úr á- horfendum og var oftast hræddari við sjónvarpsýélarnar en áhorf- endur. En upp úr þessu fékk ég mitt stærsta hlutverk, hana Lóu i Silfurtunglinu. Ég var ekki fengin fþað til að leika, heldur til aö vera ég sjálf. En i Lóu er ýmislegt sem ég ekki þekki, hennar lifsreynsla er allt önnur en min. Þá veröur maöur aö fara út fyrir sjálfa sig. Aöal- munurinn á Lóu og mér er kannski þaö aö hún er móöir. En mér fannst ekki svo erfitt aö se.tja mig inn i móöurhlutverkiö, vegna þess aö ég á svo mörg syst- kin og mér finnst ég eiga þessar tilfinningar til. Lokin voru lang- erfiöust, þar þurfti ég aö fara lengst út fyrir sjálfa mig. Sumum finnst aö ég hljóti aö hafa mikla reynslu sem leikkona en mér finnst þaö ekki s jálfri. Ég er vissulega mjög kröfuhörö á sjálfa mig og lika stórt egó. En þegarmaöureramatör þá veröur maöur aö standa sig.” „Hefur Spilverkiö breyst mikiö á þessum árum?” „ Já heilmikiö. Þaö uröu miklar breytingar þegarEgill hættí. Þaö var eitthvaö sem hlaut aö gerast. Hann er allt ööru visi tónlistar- maöur en viö. Spilverkiö hefur ekkert starfaö siðan 1 fyrra, þvi viö Valgeir höfum veriö úti i vetur. En núna erum viö aö vinna plötu, sem ég held að veröi mjög spennandi. Seinna i sumar syngjum viö Egillsennilega inn á ljóöaplötu.” „Segöu mér frá skólanum 1 London”, „Skólinn heitir „Guildhall School of Music and Drama” og er 5 ára skóli. Fyrst eru tvö ár i J fyrri hluta og svo 3 i siöari. Þetta er einkaskóli meö ríkisstyrk eins og flestir enskir skólar af þessari tegund og miklu dýrari fyrir útlendinga en Breta. Skóla- gjöldin eru mjög há og ég fékk ekkert námslán i vetur, vegna þess aö ég hafðiof miklar tekjur í fyrra. En ég haföi safnaö pening- um fyrir skólagjöldunum svo ég liföi af veturinn. Nú stendur til að hækka skólagjöldin enn, þvf ekki hefur ástandiö batnaö eftir aö Thatcher tók við. Fjöldi rikis- skóla hafa lokað og styrkir til einkaskóla og ýmissar menning- arstarfsemi lækkaö verulega.” „Erufleiri Islending'ar viö skól- ann? ” „Ja, til dæmis maöurinn minn hann Keli. Hann heitir Þorkell Jð- elsson og er aö læra á franskt horn. Þar aö auki eru nokkrir fleir Islendingari tónlistarnámi.” „Hvernig verkar stórborgin á þig?” „Mér finnst mjög gaman i London.Viö kynntumst fólkinu vel í vetur þvf viö fluttum 7 sinnum. Viö bjuggum m.a. i hverfi þar sem mikið er af lituöu fólki og líf þess er ömurlegt. Þaö getur átt á hættu aö vera handtekiö fyrir „eiröarleysi” ef þaö er aö skoöa i búöarglugga. En fólk er miklu duglegra viö aö láta i sér heyra opinberlega ef það er óánægt en hér á tslandi. Þessi vetur 1 London hefur aö ýmsu leyti veriö lærdómsrikur fyrir mig. Éghef alltaf átt frekar erfitt meö aö taka ákvaröanir og oft leitt hjá mér að taka afstöðu. Þetta breytist þegar maöur þarf aö bjarga sér á eigin spýtur i óþekktu umhverfi. Ég held aö ég sé aö veröa meira afgerandi sem persóna.” „Ætlarðu aöhelga þig einhverri ákveðinni tegund tónlistar?” „Ætli þaö. Námiö er mjög fjöl- breytt og gerir ekki ráö fyrir að viö sérhæfum okkur strax i ákveöinni tónlist. Þaö kemur þá frekar þegar maöur er búinn með skólann. Þarna eru krakkar sem syngja jass og óperu og má ekki á milli sjá hvort þau gera betur. Aðalatriðiöer aö kunna aösyngja og hafa tilfinningu fyrir þvi sem maöur er aö gera. Mér finnst ég ekki ennþá hafa nægilegan þroska og þekkingu til aö syngja sigilda tónlist. Ég hef mestan áhuga á núttmatónlist, en at- vinnumöguleikarnir eru tak- markaöir. Ætli maöur endi bara ekki i jarðarfarabransanum.”-þs

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.