Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. nóvember 1979 RIKISSPITALARNIR lausar stðdur Kleppsspítalinn Staða FÉLAGSRAÐGJAFA við Kleppsspitala er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendir Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 20. desember 1979. Upplýsingar gefur yfirfélagsráð- gjafi spitalans i sima 38160. M)STOÐARMAÐUR FÉLAGSRÁÐGJAFA óskast frá 1. janúar 1980 til starfa við Kleppsspit- alann. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun ásamt vélritunarkunnáttu áskilin. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrif- stofu rikisspitalanna fyrir 10. des. n.k. Upplýsingar gefur yfirfélags- ráðgjafi spitalans frá kl. 13.00-14.00 i sima 38160. Kristneshæli Staða HJUKRUNARFRÆÐINGS Kristneshælis er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1980, eða siðar eftir samkomulagi. Húsnæði er fyrir hendi á staðnum. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Kristnes- hælis fyrir 15. desember n.k. Upp- lýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, simi 96-22300. Staða FÓSTRU við Dagheimili Kristneshælis er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. janúar 1980. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Kristneshælis fyrir 15. desember n.k. Upplýsingar gefur hjúkrunar- framkvæmdastjóri, simi 96-22300. Reykjavik, 18. nóvember 1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA KIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Kópavogskaupstaður ra T æknifr æðingur Stöður byggingatæknifræðings og raf- tæknifræðings (sterkstraums) við tækni- deild Kópavogskaupstaðar eru lausar til umsóknar. í starfinu felst umsjón og eftirlit með dag- legum rekstri og framkvæmdum á vegum bæjarins, svo og áætlunargerð og hönnun smærri verkefna. Umsóknir er greini námsbrautir og fyrri störf sendist bæjar- verkfræðingi i Kópavogi Fannborg 2. Bæjarverkfræðingur. GuOlaugur: Höfundur aö handriti jólaleikrits sjónvarpsins Jólaleikrit Sjónvarpsins hefur nú veriö ákveöiö. Er þaö „Drottinn blessi heimiliö” eftir Guölaug Arason rithöfund. Leikstjóri er Lárus Óskarsson, en hann lauk leik- stjóraprófi i fyrra viö Dramatiska Institut í Stokkhólmi. Þetta er frumraun beggja viö islenska sjónvarpiö og veröur spennandi aö fylgjast meö útkomunni. Leikritiö veröur flutt annan i jólum og er tæpur klukkutimi aö lengd. Verkiö fjallar um h'f sjó- manns og konu hans, en þau hjón liggja i skilnaöi,mikiö vegna þess aö lif þeirra hefur þróast i sitt- hvora áttina eftir aö konan fór aö vinna úti. Óvæntur atburöur veröur þess þó valdandi aö þau tengjast sterkari böndum og fara aögerasér vonir um aö allt gangi betur á ný... Geir: Get bæöi spilaö á pfanó og talaö I sjónvarp Ihaldiö ætlar aö stofna til svokallaös Sjálfstæöisdags i Reykjavik þ. 25. nóvember. Mun margt vera til skemmtunar fyrir alla fjölskyld- una, tertur boröaöar og leiftur- sókn i kaffi, kökur og annaö meö- læti. Hápunktur skemmtunarinn- ar veröur sá, aö Gunnar, (Jeir og Birgir Isleifur leika á pianó. Ekki vitum við hvort þeir leika sex- hent, eöa sinn i hverju iagi. Kvis- ast hefur út aö Ragnhildur Helga- dóttir muni taka lagið, en þaö er ábyggilega haugalýgi, enda aö sögn fróöra manna vitalaglaus. Hins vegar mun dagurinn vera valinn meö tilliti til þessaö sama dag fara fram hringborösumræö- ur stjórnmálamanna i sjónvarps- sal, en áróöursmenn Geirs Hallgrimssonar hafa gert sér grein fyrir þvi, aö þvi færri sem sitja viö tækin, þeim mun meiri von um atkvæöi... Fréttabréf Varöar, sem Ut kom i októberlók, haföi aö geyma langan lista styrktarfélaga félagsins. Efst á listanum trónaöi Laugarásbió, og hafa nú margir byrjaö aö velta fyrir sér hvort þarna sé eitthvert pólitiskt samband. Eins og menn vita er Pétur sjómaður forstjóri Hrafnistu... Svo aö lokum smáskilaboö til Vil- mundar dómsmálaráöherra: Ertu búinn að tékka á tékkanum hans Ólafs G. Einarssonar sem Skráargatiö skýröi frá fyrir nokkru aö Jónas Rafnar passaöi ennþá upp á f (Jtvegsbankanum? Martrööin hófst fyrir aldarfjóröungi. Þá ákvaö menntamála- , ráöherra að ég hefði náö þeim aldri aö ég skyldi læra að draga til i stafs. Ég settist á grjótharöan skólastól viö borö meö hólfi fyrir blekbyttu og byrjaði aö æfa undirboga og yfirboga i bláa stila- I bók. Kennarinn var hress með bogana mina, nema hvað, þeir » áttu aðspanna 90’, en náöu allt aö 120’. Síöan komu alvörustafir. Ekki skánaði þaö. Hvernig sem ég vandaöi mig þá náðu þeir annaö hvort upp og niður fyrir linuna I eöa litu út eins og franskbrauö sem einhver hefur setiö á. Mér ! var fyrirgefið sökum ungs aldurs. Þvi næst vildi kennarinn að viö tengdum þessa dularfullu hlykki saman svo úr þeim yröu orð. Þaö var upp úr því sem kennarinn sitt á hvaö barði beinstif- | um visifingri i stilabókina mina eða hristi bókarræfilinn framan I i bekkinn. Ég var oröin lifandi dæmi um hvernig á ekki aö skrifa. Foreidrarnir, sem báöirdrógu til stafs eins og guöspjallaritar- | ar, örvæntu. Þaö var keyptur Parker penni handa barninu og ■ barnið varð þannig snemma Parker-snobb en hinn guödómlegi I penni lét ekkert betur aö stjórn i litlu krampastifu lúkunni en guli 2B blýanturinn. I Nú fóru erfiðir timar i hönd. Uppeldisaðilarnir vonuðu aö meö ■ auknum þroska og meiri æfingu gæti ég fariö aö skrifa eins og I fólk, þótt ég næöi aldrei viöurkenningu sem skrautritari. Meö náhvita hnúa og herðarnar uppi á eyrum barðist ég viö aö raöa ' bogum og strikum þannig á pappirinn að kennarinn vildi kannast ! viö þaö sem skrift. Nei. Hann tætti af mér stilabókina, lét mig standa upp, greip utan um mig og kreisti fast meöan hann þrumaði: „Svona er skriftin , þin, hver stafur klesstur viö annan, helduröu aö þeim þyki þetta I gott?” Kennarinn var sterkbyggöur og beinaber maöur i hrjúfum | tweed-jakka og boröaöi hvltlauk á hverjum morgni. Ég fann • mjög vel hvaö stöfunum leiö illa. Hneig niöur i sætiö og reyndi aö I skilja þá aö. An árangurs. Þegar þeir voru farnir að mynda DULMÁL þrýstihóp á blaðinu, datt mér i hug að ef stafirnir væru minni þá sæist siöur hvað þeir væru vanskapaöir. Letriö minnkaði hrööum skrefum þar til þaö var oröiö svo mátt aö ég get meö fullum rétti sagt aö ég hafi fyrst skapaö micro-filmur á Islandi. Þetta fram- tak mitt mætti engri lukku, en þá varö ekki aftur snúið. Stafirnir neituöu að veröa stórir aftur. Forfallakennari meö ofsóknarbrjálæöi gaf mér núll á prófi, hélt þvi fram meö bitra drætti um munninn aö einn nemenda hefði lagt á sig aö skrifa svo krubbulega aö ekki heföi verið hægt að lesa úr prófverkefninu. Allt til aö eitra lif hans. Þaö stoöaöi ekki aö allur bekkurinn reis upp sem einn maöur og sagði aö ég gæti ekki aö þessu gert, núllið stóö. Meö hjartað i buxunum tók ég skriftarpróf upp úr barnaskóla sem sannaöi getuleysi mitt, og komst I gagnfræðaskólann. Ég var þrátt fyrir allt læs. Þá geröist kraftaverkiö. A næsta boröi sat stúlka sem skrifaöi meö öfugum halla. Brjálæöislega fallega. Ég svitnaöi af öfund. Spuröi hana af hverju skriftin hennar hallaöist aftur þegar ann- arra hallaðist fram. Jú, hún skrifaði svo krubbulega, klesst og illa með réttum halla. Siöan leit hún yfir á bókina mina, og sá aö hún haföi verið að lýsa minni skrift, og bætti viö: „Þú ættir að prófa þetta”. Ég skipti um vinkil, dreiföi handleggnum yfir allt boröið eins og ég ætti ástarævintýri meö þvi, og prófaði. Tveim mánuöum seinna gat ég þaö sem mér haföi ekki tekist viö endalitlar þján- ingar á sex árum. Ég skrifaði eins og bókhaldari Sankta Péturs. Hvergi var misfellu aösjá, en samt var ég ekki ánægö fyrr en ég hafði hannaö tvöfalt kerfi upphafsstafa, eitt sett fyrir hversdags og annaö til betra brúks. Þarna hefðu allir átt aö vera ánægðir meö þessar snöru fram- farir. En nú fyrst var ég sett út af sakramentinu. Hallinn var aö drepa menntunarfrömuðina. Ég gafst upp, en hélt áfram aö vera öfugsnúin. Mörgum árum seinna hallar vinkona min sér yfir öxlina á mér og segir: „Nehh, þú skrifar svona koddaversstafi.” Þessu hefur ekki linnt siöan, fólk dásamar og tilbiöur skriftina mina. Spariupphafsstafirnir hafa alveg tekið viö af hinum og ég neita þvi ekki, þetta cr fjandi flott að sjá. Aö sjá, ekki lesa. En maöur fær ekki eins slæmar minnimáttarkenndir af aö fólk getur ekki lesiö skriftina manns fyrir einberri fegurð. Þaö er aöallega bankakerfiö sem hefur haft forgöngu i málinu Gjaldkerinn les snarplega og skýrt: „Bernódus Albertinus Mari- baldursson,” án þess að hiká og ég sé yfir glerið að þetta er versta hrafnaspark noröan Alpa. Seöillinn minn rennur i hendur konunnar, það kemur löng, djúp þögn, og siöan reynir hún: „Gerður? Friður? Guörún? Freyja?” Stundum reyni ég aö prenta á sneplana, en þótt Aið likist a-i þá eru u-in eins og drukkið rúnaletur, ö-iö eins og nóta og r-iö eins og fagteikning af fölskum tönnum. Þetta var hætt að særa mig þar til um daginn að gjaldkeri hrópar: „Guðmundur Haraldsson.”. Það leiö drykklöng stund áöur en hún hrópaði númeriö og roðnaöi hlýlega þegar ég gaf mig fram. Tveim dögum síðar þurfti ég að ná flugvél og bað simann að vekja mig. Morguninn eftir böggla ég tólinu aö eyranu og málm- konurödd segir: „Klukkan er sexfjörutiuogfimm, Guðmundur.”Það liðu fjórir dagar þangað til kviknaöi á perunni hjá mér. Þegar ég hringi og bið um vakningu þá heyri ég aldrei í ritvél. Þvi get ég mér þess til að uppvakningamiðarnir séu handskrifaðir. Og þess vegna veit ég að i núlltveim er kona með mitt vanda- mál. Þegar hún skrifar „Auður” þá kemureinhver og les „Guð- mundur” úr þvi. Einsemd min hefur verið rofin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.