Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. nóvember 1979 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3
Francis Ford Coppola gefur statistum fyrirskipanir.
Marlon Brando og Martin Sheen I hiutverkum slnum I myndinni Apocalypse Now
Ingibjörg
Haralds-
dóttir
skrifar um
kvikmyndir
Dómsdagur í nánd
Kvikmyndahúsin eru
nú farin að hugsa fyrir
jólamyndunum, og
reyna auðvitað öll að ná
i það „nýjasta og besta”
til að sýna okkur. Það
hefur spurst út að Tóna-
bió sé á höttum eftir ein-
hverri frægustu og dýr-
ustu mynd sem komið
hefur á markaðinn ný-
verið: bandarisku
myndinni Apocalypse
Now, eða Dómsdagur
nú, i beinni þýðingu.
Þetta er nýjasta mynd þess
fræga manns Francis Ford
Coppola, sem stjórnaði m.a.
myndunum um Guðföðurinn.
Apocalypse Now hlaut fyrstu
verðlaun i Cannes s.l. vor, ásamt
þýsku myndinni Blikktromman
(Die BlechtrommeD eftir Volker
Schlöndorff. Ekki eru menn þó á
eitt sáttir um verðleika myndar-
innar, fremur en aörar banda-
riskar myndir um striðið i
Vietnam.
í nýlegu hefti af sænska tima-
ritinu Chaplin er löng grein um
Apocalypse Now eftir Jan Aghed,
og er það sem hér fer á eftir að
mestu byggt á þeirri grein.
Vondir og góðir
Það er athyglisvert hver fáar
kvikmyndir Bandarikjamenn
hafa gert um striðið i Vietnam. A
timabilinu frá 1962 til 1974 þ.e.
meðan striðið var i fullum gangi,
voru aðeins gerðar fjórar myndir
um það, og þar af voru tvær
hreinræktaðar fasistamyndir:
Grænu húfurnar (The Green
Berets) og The Losers, eða Hinir
sigruðu. Til samanburðar skal
þess getið, að meðan á Kóreu-
striðinu stóö voru gerðar um það
u.þ.b. 50 leiknar myndir.
Ein af ástæðunum fyrir þessu
gæti verið sú, sem Jan Aghed
bendir á, og margir aðrir hafa
reyndar talað um: aö siðferðileg
staða Bandarfkjamanna i striðinu
i Vietnam hafi verið allt önnur en
i þeim stóru styrjöldum sem þeir
höfðu áður tekið þátt i, seinni
heimsstyrjöldinni og Kóreustrið-
inu.
Það gekk ekki lengur að sýna
bandariskum áhorfendum mynd-
ir af ,,góðum gæjum” i heilögu
striði gegn „vondum þrjótum”.
Hefðbundnar striðsmyndir
byggjast á þvi, að áhorfandinn
geti haft fulla samtlð með öðrum
aðilanum og fullkomið hatur á
hinum. Sú staöreynd, að aðeins
fjórar kvikmyndir voru gerðar
um Vietnamstriðiö meðan á þvi
stóð,sýnir bestað ekki var lengur
hægt að selja bandariskum
Nýjasta myndin um
Víetnamstríðið
-- flugeldasýning eða
alvarleg umfjöllun?
áhorfendum þessa útslitnu for-
múlu.
1 myndunum um seinni heims-
styrjöldina voru það alltaf óvin-
irnir sem drápu óbreytta borgara
og komu á fót leppstjórnum i her-
numdum rikjum. Nú voru það
Bandarikjamenn, sem fram-
kvæmdu alla glæpina. Var það
furða þótt Hollywood-
leikstjórarnir lentu i klipu? Þeir
tóku það ráð að forðast alla um-
fjöllun um þetta óþægilega strið.
Það voru aðeins menn á borð
við John Wayne, sem flökraði
ekki við þvi að bjóða fólki uppá
gömlu goðsögnina. Og það segir
sina sögu, að hann fékk alla
hugsanlega fyrirgreiðslu hjá
bandariskum hernaðaryfirvöld-
um tilaðgera myndina um Grænu
húfurnar
,Þetta erVíetnam,
Þegar Coppola byrjaði á sinni
mynd um Vietnamstriðið áriö
1975, fékk hann hinsvegar
ekki grænan eyri, og enga ráð-
gjöf. Þar að auki voru gerðar
itrekaðar tilraunir, af hálfu
þeirra Pentagon-manna, til að fá
framgengt breytingum á handrit-
inu. Gr þvi varö þó ekki, og
Coppola gerði myndina án frekari
afskipta. Myndin var tekin á
Filippseyjum, með þátttöku
þarlends hers.
Francis Ford Coppcla er maöur
stórra yfirlýsinga. Á blaða-
mannafundi i Cannes, eftir frum-
sýninguna, sagði hann: „Myndin
er ekki kvikmynd i venjulegri
merkingu þess orðs. Þetta er ekki
kvikmynd umVietnam. Þetta er
Vietnam. Svona var það.”
Þrátt fyrir þetta var hann ekki
alveg viss um það, hvernig best
væri að láta myndina enda. t
Cannes sýndi hann tvær útgáfur
af endinum, og spurði áhorfendur
hvor endirinn þeim likaði betur.
Þetta gæti litið út fyrir að vera af-
skaplega lýðræðisleg vinnubrögð,
en gagnrýnendur hafa reyndar
sagt um Coppola, að það sé einsog
frásagnargáfan yfirgefi hann
alltaf þegar liður að lokum hverr-
ar kvikmyndar.
Þetta ku vera fjári bagalegt i
Apocalypse Now, ekki sist vegna
þess að allt sem á undan er gengið
hefur verið einskonar aðdragandi
að endinum, sem reynist svo
fremur bragðdaufur og
flatneskjulegur þegar að honum
kemur.
Sagan sem sögð er i myndinni
er að einhverju leyti byggð á
gamalli sögu eftir Joseph Conrad,
sem heitir Hjarta myrkursins og
gerist i frumskógum Congo á 19.
öld. Að öðru leyti er handritið,
sem John Milius skrifaði, byggt á
frásögnum bandariskra her-
manna, sem tóku þátt i Vietnam -
striðinu.
Frumskógafantur
Aðalpersónurnar i Apocalypse
Now eru Williard kapteinn (leik-
inn af Martin Sheen) og Kurtz
ofursti (Marlon Brando). Kurtz
hefur komið sér fyrir inni i frum-
skógum Kambódlu og stjórnar
þaðan einskonar „privat” þjóðar-
moröi. Aðferðirhanseru einum of
grófar til að falla yfirmönnum
hans I geð (!) og þess vegna er
Williard kapteinn sendur honum
til höfuðs. Þessi tilbúna saga
tengir saman brotakenndar lýs-
ingar á atburðum sem áttu sér
stað i raun og veru, og miklar
bardagasenur, sem sumir hafa
likt við flugeldasýningu.
Að ýmsu leyti er Apocalypse
Now sögð vera heiðarlegri en
aðrar myndir um Vietnam-strið-
ið. 1 henni er ekki að finna
grasserar i Hjartarbananum, og
hún veitir engar auðveldar lausn-
ir á flóknum vandamálum. Hins-
vegar gerir Coppola ekki fremur
en Michael Cimino (leikstjóri
Hjartarbanans) neina tilraun til
að útskýra ástæðurnar fyrir þvi
að Bandarikjamenn háðu þetta
blóðuga, óréttláta strið. Eflaust
þurfum við enn að biða lengi eftir
þvi að bandariskir kvikmynda-
fjöllun — ef þeir þá gera það
nokkurntima. Ef til vill hafa þeir
komist næst þvi i myndinni
Coming Homeeftir Hal Ashby, en
sú ágæta mynd, sem við fáum
vonandi að sjá sem fyrst, fjallar
þó fyrst og fremst um áhrif Viet-
nam-striðsins á Bandarikjamenn,
bandariska hermenn og banda-
riskt þjóðfélag. Þótt þau áhrif
hafi verið afgerandi fyrir þá
þróun sem hefur átt sér stað i
USA á siðustu arum, fer þó ekki
framhjá þvi að mann sé farið að
lengja eftir verulega gagnrýninni
umfjöllun urn þetta strið, þar sem
einnig sé tekin með hin hliðin:
þau áhrif sem striðið hafði á hinar
örfátæku bændaþjóðir Suð-Austur
kynþáttahatur á borð við það sem stjórar þori að ráðast á slika um- Asiu.
leggöu kostina
á vogarskálarnar
Á hverjum miðvlkudegi
frá Rotterdam og alla fimmtudaga frá Antwerpen
Góð flutningaþjónusta er traustur grunnur á
erfiðum tímum í íslensku efnahagslífi. Þegar
þú leggur hagkvæmni vikulegra hraðferða
Fossanna á vogarskálamar koma ótvíræðir
kostir þeirra f Ijós.
Vönduð vörumeðferð og hröð afgreiðsla eru
sjálfsagðir þættir í þeirri markvissu áætlun að
bæta viðskiptasambönd þín og stuðla að
traustum atvinnurekstir hér á landi.
Hafóu samband
EIMSKIP
SIMI 27100
*