Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fáeinar athugasemdir frá Þórarni Eldjárn Sunnudaginn fjóröa nóvember birtist aftaná Þjóöviljanum örlít- iö viötal sem blaöamaöur átti viö undirritaöan gegnum talsima tveim dögum fyrr. Þaö litur Ut fyrir aö blaöamaöurinn hafi veriö einum of haröhentur þegar hann sló á þráöinn þvi ekki er laust viö aö á hann hafi hlaupiö nokkrar snuröur: 1) Undirritaöur er látinn lýsa þvi yfir aö hann hafi ort flest kvæöin i bók sinni Erindum ,,á þessum vetri”. Einkennileg vinnubrögö þaö, þegar þess er gætt aö handriti var skilaö til for- lags snemma i ágúst. Aö sjálf- sögöu var átt viö siöastliöinn vet- ur. 2) Þá er ég látinnskýra frá þvi aö kvæöin séu aöallega bókmenntalegs eölis. Ég hélt ég heföi sagt aö sum þeirra væru þaö, og ætti þaö reyndar aö vera augljóst af bókinni. 3) Loks er ég látinn þvertaka fyrir aö ég hafi nokkurn skapaöan hlut „I deiglunni” og enn siöur ,,I takinu”. Um leiö er ég aö segja aö ljóöskáld vinni allan sólarhring- inn. Hér átti ég viö aö ég stæöi ekki meö neitt ákveöiö pródúkt i lúkunum meö útgáfu eöa birtingu innan sjónmáls. 4) Lýsingaroröiö „sifell” fyrir- finnst ekki i minu máli og þaöan- afsíöur hef ég nokkurntima sagt nokkuö um „endanlegt prjón- lesi”. Hinsvegar likti ég iöju minni viö endalaust prjónles. Þessum leiöréttingum vil ég hérmeö koma á framfæri. Mörg- um kann aö þykja nokkuö smátt muliö aö vera aö fetta fingur úti slík atriöi, en viö aödáendur Ara fróða erum alltaf á veröi. Vona ég nú að lesendum Þjóöviljans sé ljóst hvorumegin ég stend hvar og hvenær sem baráttan við erroribus er háö, svo vitnaö sé til frægra oröa Arna Magnússonar. Og þvi er ekki aö leyna aö oft finnst mér aö blaöa- menn Þjóöviljans mættu taka eindregnari afstööu meö okkur I þeirri heimsstyrjöld. Bestu kveöjur Þórarinn Eldjárn og fáeinar frá blaðamanni Kæri félagi! Mér þykir þaö miður aö leggja þér nokkur orð og oröasambönd i munn sem bragðast þér illa. Þetta sannar enn einu sinni þá kenningu mina (og reyndar praxis einnig) að viðtöl eigi að lesa fyrir viökomandi áöur en þau fara á prent. Mér til málsbóta get ég ein- ungis bent á, að þar sem samtal okkar fór fram að kvöldlagi i gegnum talsambönd viö útlönd vannst ekki tfmi til að hringja af- tur til Sviþjóðar og lesa fyrir þig viðtalið. Né heldur hafði ég segul- band við hendina, þegar viötalið langur og þyrnum stráöur. Blaöa- menn vinna undir gifurlegri timapressu og álagi, svo og um- brotsmenn, prófarkalesarar, setjarar, filmuskeytarar og prentarar. Og svo ég tali fyrir hönd starfsbræðra minna: Blaöa menn hafa þvi miður ekki þau forréttindi margra annarra penna að geta velt hlutunum lengi fyrir sér. En sú staðreynd er að visu léleg afsökun á hvimleiðum villum. Hafðu þetta engu aö siöur i huga þegar þú biður blaöamenn Þjóöviljans um eindregnari af- stööu meö ykkur sem berjist gegn erroribus. var tekið. Hins vegar er útgáfa blaöa mörgum annmörkum háð, vegur- inn frá munni viðmælanda til endanlegrar prentunar i blaöi Svo kveð ég þig meö latneskri setningu sem við læröum i gamla daga hjá Þórði Erni i Menntó: „Errare humanum est,”. — im Krukkur, bollar og stell írá Höganás Keramik Höganás keramikið er blanda af gamalli hefðbundinni list og ný- tísku hönnun. Þaö er brennt við 1200°C hita sem gerir það sterkt og endingargott. Höganás keramik má þvo í upp- þvottavél, það er blýfrítt og ofnþol- ið. KRISTJflfl SIGGEIRSSOO HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 JErtu að hugsa um aö. leggja niour ’trm ' • • • Danskur og Þýskur matvælaiónaöur er heimsþekktur fyrirgæöaframleiðslu. Þessum árangri hefur verið náð með notkun véla, sem eru i senn afkastamiklar, gangöruggar og i Danska verksmiðjan CABINPLANT hefur áratuga reynslu á heimsmarkaði í hönnun véla til að undirbúa, framleiða og leggja niður í dósir, glös eða til fryst- ingar, mismunandi vörutegundir svo sem ávexti, grænmeti, fisk eða kjöt. Þeir bjóða stöðluð fram- leiðslukerfi, stakar vélareða hanna kerfi að þinni ósk. hönnun og framleiðslu reykofna og suðupotta fyrir allan fisk og alla unna kjötvöru. Einnig framleiða þeir sí-reykofna og sí-suðupotta, níðurlagningavélar, geymsluklefa, stjórnkerfi o.fl., o.fl. Þeir bjóða einnig stöðlitð framleiöslukerfi, stakar vélar eða hanna kerfi að þinni ósk. LANDSSMIÐJAN veitir allar nánari upplýsingar, aðstoðar við val véla eða gerir tillögur um framleiðslu kerfi, kemur því í gang og sér um viðhald. SÖLVHÓLSGÖTU-101 REYKJAVIK-SÍMI 20680-TELEX 2207

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.