Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. nóvember 1979
* unglingasíðan #
Umsjón:
Olga
Guðrún
Árnadóttir
Á Unglingasíðunni s.l.
sunnudag lét undirrituð
þau bjartsýnisorð falla,
að tvö viðtöl myndu
birtast á næstu síðu (þ.e.
í dag), annars vegar
viðtal við 15 ára gamla
stelpu, sem er hér á sín-
um stað, hins vegar viðtal
við hóp stráka úr Kópa-
vogi. Það kom þó á
daginn þegar viðtölin
höf ðu verið f est á pappír,
mæld og reiknuð, að
ógerningur yrði að troða
öllu lesmálinu á eina síðu,
nema notað yrði svona
letur einsog er á nýju
símaskránni, þ.e.a.s.
næstum ósýnilegt. Af
virðingu við lesendur og
samúð með augnlæknum
landsins neyðist ég því til
að láta í minni pokann
fyrir plássleysinu og
fresta birtingu hring-
borðsumræðna þeirra
Kópavogsmanna enn um
viku. Þeir og þið hin eruð
beðin auðmjúklega
afsökunará mistökunum.
Bestu kveðjur.
Olga Guðrún.
AÐ
FÁ
AÐ
BERA ABYRGÐ
— Samskipti þin vii
félagana?
— Ég umgengst krakka frá
allskonar heimilum, þarsem
foreldrarnir hafa ólikar skohan-
ir á stjórnmálum og lífinu
yfirleitt, en þótt viö komum úr
óliku umhverfi rek ég mig yfir-
leitt ekki á neina teljandi
erfiöleika i okkar samskiptum.
Viö getum rætt málin án þess aö
rifast, þótt sum okkar komi frá
róttæku vinstra fólki og önnur
frá ihaldsheimilum. Viö erum
sem sagt ekki algjörlega mótuö
af skoöunum foreldra okkar, og
höfum áhuga á aö kynnast fleiri
hliöum mála en þeim sem viö
þekkjum aö heiman.
— Samskiptin viö fulloröna?
— Sjálf hef ég ekki reynslu af
þessu umtalaöa sambandsleysi
viö foreldrana, en ég veit aö þaö
er mjög algengt vandamál.
Pabbi og mamma hafa alltaf
gert mikiö af þvi aö ræöa viö
mig um lifiö og tilveruna, þau
hafa gott samband viö vini
mina, og áhuga á aö fylgjast
með þvi sem ég er aö gera og
l ....
hugsa. Ég fylgist mikiö meö
þeirra starfi, veit alltaf hvaö um
er aö vera hjá þeim og þaö held
ég aö sé afskaplega mikilvægt.
Aö viö lifum ekki sitt i hvorum
heiminum, heldur tökum þátt I
störfum og áhugamálum hvers
annars. Þannig myndast miklu
betri grundvöllur til að ræða
saman á jafnréttisplani, þaö
veröur gagnkvæm viröing sem
leiöir af sér skilning og traust.
Eins er alveg bráönauösynlegt
aö fá aö bera einhverja ábyrgö,
ekki bara á sjálfum sér, heldur
lika á sameiginlega lifinu. Mér
finnst þaö t.d. vera skylda mln
aö taka þátt I heimilisstörfunum
og létta undir meö pabba og
mömmu eftir megni þegar þau
eru undir miklu vinnuálagi. Ég
segi sosum ekki aö ég sé neitt
afburöa dugleg, f jarri þvi, en ég
hef samt minn skammt af
ábyrgöinni, er ekki bara stikk
fri. Þetta er góö tilfinning. Viö
vinnum saman.
— Helduröu aö þetta sé svona
vlða?
— Ekki nærri nógu viöa. Þaö
er sennilega báöum aöilum aö
kenna, krökkunum og foreldr-
unum. Sumir foreldrar bókstaf-
lega neita aö hafa nokkur
afskipti af unglingum, finnst
þetta bara vera einhverjir hálf-
vitar og villingar sem eigi
ekkert að vera aö tala við. Og
svo eru aftur sumir krakkar
sem gefa foreldrunum ekki
tækifæri til aö ná sambandi.
Ég hef lika grun um að
sambandsleysi milli foreldra og
unglinga sé algengara hjá
ihaldsfólki, og eins þar sem
foreldrarnir eru orðnir mjög
fullorönir. Ekki endilega aö þaö
sé neinn rigur eöa rifrildi, bara
ekki eins mikill skilningur, og
máiin kannski ekki rædd nema
á yfirborðinu. Minni hreinskilni.
— Er misnotkun á áfengi
algeng meöal krakka á þinum
aldri?
— Þaö er náttúrlega vitaö
mál aö margir unglingar eru
byrjaðir aö drekka og reykja
þrettán — fjórtán ára, þótt
foreldrar vilji gjarnan loka aug-
unum fyrir þvi. I mfnum kunn-
ingjahópi er þetta ekki
vandamál, þeir sem drekka
gera þaö oftast i hófi, þannig að
þaö kemur örsjaldan fyrir aö
menn veröi alveg útúr og æli og
veltist um, og þá bara fyrir
hrein mistök, held ég. Sennilega
er misnotkunin algengari hjá
þeim krökkum sem þurfa eilif-
lega aö pukrast meö allt, þeim
liöur illa yfir þvi aö þurfa aö
ijúga i foreldrana, halda samt
sinu striki, og útkoman veröur
kannski sú aö stressiö og
leiöindin brjótast út i alltof
hraöri drykkju. í staö þess aö
horfast I augu við þá staöreynd
að krakkarnir eru farnir aö
smakka vin, og kenna þeim þá
kannski aö fara hóflega meö
það, þá banna foreldrarnir eöa
þykjast ekki vita af þessu, og
stuöla þannig óbeint aö
misnotkun sem gæti vel veriö
hægt aö koma i veg fyrir. Ég vil
bæta þvi viö, aö ég held aö eng-
um þyki sérlega eftirsóknarvert
aö liggja ósjálfbjarga og ælandi
af brennivinsdrykkju, hvorki
fullorönum né unglingum, svo
orsökina er varla þar aö finna.
Til hvers má nota
unglingasiðuna?
— Fyrst og fremst til aö
draga upp réttari mynd af okk-
ur en þá sem alltaf birtist i dag-
blöðum. Þar er aldrei hægt aö
finna okkur neitt til ágætis, flest
sem sagt er um unglinga er
neikvætt. Þaö mætti taka viötöl
viö unglinga á aldrinum 13—18
ára, bæöi krakka sem hafa þaö
gott og þá sem eiga á einhvern
hátt erfitt, t.d. krakka sem eru
eöa hafa veriö á upptökuheimil-
um, — krakka i skólum og hina
sem eru byrjaðir aö vinna fyrir
sér, — bara sem fjölbreyttastan
hóp unglinga, til aö fá sem
flestar hliöar á lifinu i ljós. Eins
finnst mér æskilegt aö hægt sé
að leita til siöunnar meö
vandamál, þaö er ýmislegt sem
unglingar eru feimnir viö aö
ræöa, jafnvel sin á milli, og þaö
gæti veriö heilmikil hjálp i þvi i
slikum tilvikum aö geta sest
niöur og skrifaö nafnlaust bréf
og fengiö góö ráö. Gæti lika
veriö gott fyrir hina aö sjá
hvernig ööru fólki llöur. Annars
held ég aö þaö séu alveg
ótæmandi viöfangsefni fyrir
þessa siöu, og þaö veröur bara
að koma I ljós hvaö krakkai
vilja leggja henni til.