Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. nóvember 1979 Svavar Gestsson skrifar STJÓRNMÁL A SUNNUDEGI Eitt stærsta og hættulegasta málefni kosningabaráttunnar 1 kosningabaráttunni birtist mikið skrum, mikiö nlB um einstaka menn og mikiö af hástemmdum loforöum. 1 mold- viBrinu er oft erfitt fyrir fólk aB greina aBalatriöin frá auka- atriöunum. Þetta er alvarlegt mál vegna þess aB kosninga- baráttan á aö snúast um málefni, en ekki trúBa, ekki ytraborö hlutanna heldur innihald þeirra. Égætla iþessarigreinaö vikja aö því málefni sem ég tel eitt aöal- atriöi kosningabaráttunnar sem nú stendur yfir. 1944. Þegar íslendingar lýstu yfir stofnun lýöveldis á Þingvöllum 17. júní 1944 fagnaöi þjóöin öll innilega. I hópi ráöamanna voru þó þá þegar fáeinir einstaklingar sem ekki höföu trú á þvi aö svo fá- menn þjóö viö ysta haf gæti lifaö hér sjálfstæöu menningarlífi. Þessi öfl leiddu bandarísku hersetuna inn 1 landiö og þau höföu forgöngu um aöild tslands aö Atlantshafsbandalaginu. Þeim varö þó fljótlega ljóst aö árangursrikasta leiöin til þess aö grafa undan sjálfstæöi þjóöarinn- ar var innan frá, meö þvi aö stuöla aö vantrú hennar sjálf rar á þvi í* unnt væri aö búa hér sjálf- stæöu lifi. Þessi öfl hafa átt sér forystumenn innan Sjálfstæöis- flokksins og milliflokkarnir hafa ævinlega veriö reiöubúnir til þess aö stiga skrefin meö ihaldinu þegar á heröir. Nýsköpunarst jórnin Nýsköpunarstjórnin var þess- um öflum Þrándur i Götu vegna þess aö hún styrkti trú þjóöarinn- ar á eigin getu. Meö stórfelldri uppbyggingu atvinnuvega á nýsköpunarárunum var lagöur grundvöllur aö þvi aö unnt væri aö halda þeim lifskjörum sem verkalýöshreyfingin og Sósialistaflokkurinn knúöu fram i skæruverkföllum snemma ársins 1942 og kosningasigri Sósialista- flokksins þaö sama ár. Nýsköp- unarstjórnin fór frá völdum 1946 meöal annars vegna þess aö Sjálfstæöisflokknum og Alþýöu- flokknum var bannaö aö vinna í rikisstjórn meö sóslalistum. Þetta bann náöi sem kunnugt er um alla Vestur-Evrópu á þessum árum. Sjálfstæöisflokkurinn féllst á aö gera allt sem hann gæti til þess aö útiloka Sósialistaflokkinn frá stjórnarsamstarfi — gegn þvi aö Bandarfkjamenn tryggöu sölu á saltfiski sem illa gekk aö losna viö. Þetta féllst íhaldiö á. Fjórðungur gjaldeyristekna fyrir hernámsvinnu Eftir nýsköpunarstjórnina var mynduö rikisstjórn þriggja flokka, Alþýöuflokksins Framsóknarflokksins og Sjálf- stæöisflokksins. Hún stóö aö þvi aö troöa lslandi inn í Atlantshafs- bandalagiö meö ofbeldisaö- geröum sem beitt var gegn friösömu fólki i miöborg Reykja- vikur. En hún geröi meira — hún beitti sér fyrir þvi aö Marshall-féö streymdi til landsins, en tilgangur þess var sá aö tryggja hér efnahagskerfi aö skapi þeirra sem réöu fyrir hinum svonefnda „vestræna heimi”. Þessir sömu flokkar báru siöan ábyrgö á hernáminu 1951, en i kjölfar þess varö geysileg atvinna I her- stööinni. Þúsundum saman streymdu Islendingar utan af landi til þess aö hefja störf I her- stööinni. Um hriö var fjóröungur af gjaldeyristekjum þjóöarinnar fenginn frá þessum umsvifum bandariska hersins. Þeirri kenn- ingu var haldiö á lofti aö íslend- ingar gætu ekki lifaö sjálfstæöu lifi i landinu nema hafa vinnu hjá Bandarikjamönnum. Þannig haföi hinum óþjóölegu öflum hér innanlands tekist aö lama um sinn trú þjóöarinnar á eigin mátt og meginn. En aöeins um sinn 1956—1958 var hér aö störfum vinstristjórn. Hún beitti sér fyrir stórfelldri uppbyggingu atvinnuveganna I landinu meðþeim afleiöingum aö i lok sjötta áratugarins voru gjaldeyristekjurnar af banda- riska hernum aöeins óverulegur hluti heildarinnar og þjóöin haföi á ný öðlast trú á þaö aö unnt ætti aö vera aö lifa mannsæmandi lífi hér I landinu. Ákærið 1960 kom til vaida hér á landi svonefnd viöreisnarstjórn. Hún keyröi niöur kaupmátt launa, vanrækti Islenska atvinnuvegi og uppbyggingu þeirra. Hún beitti sér fyrir þvi aö geröur var samn- ingur viö Breta og Vestur-Þjóöverja um aö ekki mætti færa landhelgina út úr 12 mílum nema meö samkomulagi viö þessar þjóöir. Hún haföi forgöngu um þaö aö sett var hér alhliöa löggjöf á sviöi viöskipa- mála til þess aö skapa lagalegan grundvöll fyrir margumræddu verslunarfrelsi. Hún haföi forystu um þaö aö hér var reist álver i eigu útlendra aöila. Geröur var áratugasamningur um smánar- legt raforkuverö og algjör skatta- og tollfriöindi þessa fyrirtækis. Þaö er einnig undanþegiö islenskri lögsögu. 1 lok tfmabils þessarar rlkis- stjdrnar var um aö ræöa stórfellt atvinnuleysi i landinu, landflótta þúsunda verkamanna, atvinnu- tæki landsmanna sjálfra höföu grotnað niöur, togaraflotinn úreltur, frystihúsin vanbúin, islenskur iönaður bjó viö harön- andi erienda samkeppni og iönfyrirtækjum var lokaö. Þannig var viöskilnaöur þessarar stjórn- ar — enn haföi tekist aö grafa undan trú landsmanna á sjálf- stæöi þjóöarinnar — um sinn. 1971 var enn mynduö vinstri- stjórn. Hún beitti sér fyrir endur- nýjun og uppbyggingu togara- flotans, frystihúsin voru bætt aö búnaöi og vinnsluaöstööu, mótuö var stórhuga framfarastefna i iönaöi. Sagt var upp nauðungarsamningunum viö Breta og Vestur-Þjóöverja og landhelgin færö út I 50 mllur. Enn haföi þaö sannast aö landsmenn geta lifaö af auölindum lands og sjávar og þar meö aö Islendingar geta verið sjálfstæö þjóö. 1974—1978 sat hér aö völdum rikisstjórn ihaldsins og Framsóknarflokksins. Hún skap- aöi hér á landi félagslegt öngþveiti, magnaöi veröbólgu og beitti sér fyrir samningum viö Norömenn um járnblendiverk- smiöjuna á Grundartanga. Þegar vinstristjórnin varsettá laggirn- ar fyrir liölega einu ári var þvi afdráttarlaust lýst yfir i samstarfsyfirlýsingu stjórnar- flokkanna aö erlend stóriöja kæmi hér ekki til greina. Samkvæmt þvi var unniö aö eflingu islensks iönaöar undir myndarlegri forystu Hjörleifs Guttormssonar fyrrv. iönaöar- ráöherra. I sjávarútveginum rikti hins vegar afturhaldsstefna og þröngsýni og i staö þess aö beita sér fyrir uppbyggingu fiskiön- aöarins I tlö þeirrar stjórnar flutti Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráöherra, tillögur I rikis- stjórninni um erlenda stóriöju. Veturinn 1977 kynnti Alþýöu- bandalagiö tillögur sinar um islenska atvinnustefnu bæöi i málgögnum flokksins, almennum umræöum, á vinnustöðum og viöar. I þessari stefnumótun var sýnt fram á aö íslendingar eiga ótal tækifæri til þess aö nýta inn- lend hráefni og orku til aö standa hér á landi undir góöum Ufskjör- um. Vegna þessarar stefnumót- unar Alþýöubandalagsins og þess stuönings sem hún naut fyrir kosningarnar tókst aö koma inn i málefnasamning vinstri stjórnar- innarákvæöi um erlenda stóriðju eins og minnt var á hér á undan. Undanfarin misseri hefur öll þjóömálaumræöa aö heita má hins vegar snúist um veröbólgu og aftur veröbólgu. í skjóli þeirr- ar umræðu birtist nú Sjálfstæöis- flokkurinn meö tilögur sinar um „leiftursókn gegn lifskjörum” eins og greint hefur veriö frá ýtarlega hér i blaðinu. En samhliöa þessum tillögum birtir Sjálfstæöisflokkurinn lands- mönnum þá stefnu sina aö hér á landi þurfi aö koma upp einu erlendu stórfyrirtæki viö viöbót- ar. Aö minu mati er þetta al- varlegasta yfirlýsing kosninga- baráttunnar. Hún er sérstaklega alvarleg vegna þess aö bæöi A1 þ ý ö u f 1 o k k u r i n n og Framsóknarflokkurinn hafa lýst stuöningi viö erlenda stóriöju. 20 álverksmiðjur Fái þessir flokkar aukinn stuöning I kosningunum munu þeir aö sjálfsögöu framkvæma þetta stefnumál sitt. Jafnframt munu þeir skera niöur viö trog opinberar framkvæmdir af hvaöa tagi sem er, svo og alls konar félagslega þjónustu. Fái Sjálf- stæöisflokkurinn aukinn styrk I þessum kosningum mun hann halda áfram á þessari braut og auka viö erlend stórfyrirtæki. Muna menn ekki aö fyrir 10 árum eöa svo tilkynnti einn leiötoga Sjálfstæöisflokksins aö hingaö til lands mættu gjarnan koma 20 álverksmiöjur? Hafa menn ekki tekiö eftir þvi aö forsvarsmenn þessara afla á Islandi hafa alltaf og ævinlega veriö reiöubúnir til þess aö taka undir sönginn um getuleysi innlendra atvinnu- vega? Ég ætla ekki I þessum pistli aö útmála þau áhrif sem fleiri erlendar stórverksmiöjur heföu á geröislenska þjóöfélagsins, en ég fullyröi aö öllum landsmönnum hlýtur aö vera ljóst aö sjálfstæöi lands og þjóöar er ógnaö meö siikri stefnumótun. Efnahagslegt og atvinnulegt sjálfstæöi er for- senda stjórnarfarslegs sjálf- stæöis. Meö þvl aö bæta hér viö fleiri erlendum verksmiöjum eru menn aö stuöla aö þvi aö þjóöin missi trú á eigin getu og mögu- leika landsins til þess aö fóstra Is- lenskt menningarllf. Hverjar eru ástæöurnar til þess aö Sjálfstæöisflokkurinn leggur nú svo rika áherslu á erlenda stóriöju? Astæöurnar eru þessar: 1. 1 fyrsta lagi telur hann aö fólk sé orðiö ært af hávaöanum um veröbólguna, þannig aö kjósendur geri sér ekki grein fyrir því hvaöa háski þjóöfrels- inu er þúinn meö fleiri erlend- um verksmiöjum. 2. 1 ööru lagi telur Sjálfstæöis- flokkurinn aö verkalýöshreyf- ingin á Islandi og Alþýöu- bandalagiö séu of sterk til þess aö pappirskapitalistarnir ráöi viö aö knýja fram ný málalok i isienskri stéttabaráttu. Þeir telja aö innlendu smá- kapitalistarnir þurfi erlenda bandamenn til þess aö „ala þjóöina upp” eins og þaö var oröiö I upphafi kalda striösins. 3.1 þriöja iagi telja ýmsir forystumenn Sjálfstæöisflokks- ins aö hér geti ekki þrifist sú tegund auömagnsstjórnar sem nauðsynleg er aö mati gróöa manna, nema fleiri erlendar verksmiöjur séu fluttar hingaö inn I landiö. Alþýöubandalagiö hefur eitt flokka barist gegn þessum yfir- lýsingum Sjálfstæöisflokksins. Alþýöubandalagiö mun aldrei veröa aöili aö rlkisstjórn sem framkvæmir erlenda stóriöju- stefnu. Alþýöubandalagiö telur aö sjálf- stæöi landsins I bráöa og lengd væri hætta búin meö aukinni _ eflendri stóriöju. Stærsta og hættulegasta mál kosninganna 1 samræmi viö þetta er ég þeir.rar skoöunar aö tillögur Sjálfstæöisflokksins séu eitt stærsta og hættulegasta mál kosninganna 1979. Til þess aö koma I veg fyrir þaö tilræöi sem er í undirbúningi viö islenskt sjálfstæöi jxirfa öll þjóöleg öfl landsins aö sameinast um Al- þýöubandalagiö. Þaö er eina leiöin til þess aö koma I veg fyrir aukna erlenda stóriöju I landinu ogtil þessumleiöaö skapa áfram grundvöll fyrir sjálfstæöu þjóðlífi á Islandi. Ég er nefnilega sam- mála þeim sem ákváöu aö beita sér fyrir stofnun lýöveldis á Islandi 17. júni 1944: Island er svo auöugt aö auölindum lands og sjávar.aö verkmennt og þjóöleg- um viöhorfum aö hér er unnt aö tryggja mannsæmandi lifskjör og skapa forsendu betri kjara og auðugra menningarlifs. T # Verður reist hér enn eitt erlent $ Erum við ekki sammála þeim sem stórfyrirtœki á næstu árum? stofnuðu lýðveldi 17. júní 1944?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.