Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. nóvember 1979 *fingrarím *fíngrarím *fringrarím *fringrarím DANNIE RICHMOND og CAMERON BROWN teknir tali DANNY RICHMOND Dannie Richmond í viðtali við Fingrarím: And rúmsloftiö var rafmagnað DON PULLEN Einsog fram kom í blaðinu á þriðjudaginn voru tónleikar George Adams / Don Pullen kvartettsins sl. sunnudag mjög vel heppnaðir. Stemmningin var með eindæmum góð jafnt hjá tónlistarmönnum sem áhorfendum. Kvartettinn hafði við- komu á Islandi á ferð sinni yfir hafið frá Evrópu/ eftir 3 1/2 mánaða tónleikaferða- lag. Svart og hvitt Fingrarim ákvaö aö heyra hvernig þeim Dannie Richmond og Camerön Brown þótti aö leika fyrir islenska áheyrendur. Trommuleikarinn Dannie Richmond er ákaflega grannur og laglegur maöur, meö settlegt yfirvararskegg og gengur meö reyklituö gleraugu. Ekkert Umsjón: Jónatan Garðarsson ósvipaður Sammy Davis. Hann er ekta svartur heimsmaður og gengur I stilhreinum hvitum buxum, svörtum jakka og i hvitri Skyrtu meö Isaumuöum skrautblómum. Bassaleikarinn Cameron Brown er hvitur á húð og hár, búlduleitur i andliti og fremur þreytulegur að sjá. Hann klæð- ist bómullarmussu og brúnum snjáðum flauelsbuxum. Dannie Richmond var fyrst spuröur hvort þessir tónleikar hefðu verið á einhvern hátt öðruvisi en aðrir tónleikar þeirra undanfariö. DJt.,,Ja, hvaö mig snertir þá voru þeir ööruvisi. Þetta voru siöustu tónleikarnir i feröinni og viö erum á heimleiö. Ég var ákveöinn i að skemmta mér hér á Islandi með islenskum áheyrendum okkar. Ég hafði heyrt um islenska áheyrendur frá tónlistarmönnum sem hafa leikiðhérna fyrir Jazzvaknlngu. Svo að við vissum að fólkiö hérna er mjög elskulegt og vinalegt og að okkur yröi vel tekið.” F. Og tókst þér aö skemmta þér? D.R. ,,Já mér tókst það. Það var mjög gaman. Fólkið var i góðu skapi og við vorum það lika, hvað fannst þér?” F. Mér fannst þið njóta þess sem þiö voruö að gera. D.R. ,,Já, og andinn í salnum var mjög góður. Andrúmsloftið var rafmagnað og okkur tókst sannarlega að láta hlutina ger- ast. Fólkið var mjög hvetj- andi.” r ' Atti von á hreindýrum F. Þú segist hafa heyrt af islenskum áheyrendum. Vissir þú eitthvað um Island áður en j)ú komst hingað? D.R. ,,Ég hafði ekki heyrt neitt um islenska tónlist, bara að það væri mjög gott að spila fyrir Islendinga. Ég átti ekki von á að sjá eskimóa, en ég bjóst kannski við að sjá hrein- dýr, en það eru engin sllk hérna sjáanleg.” F.Attir þú von á að sjá hrein- dýr? — En hvað þá um jóla- sveininn og snjóninn? D.R.,,Jólasveinarnir eru ekki svona snemma á ferðinni, það er nóvember ennþá. Er það ekki annars? — Nei, það er til fólk einsog Islendingar um allan heim. Þetta er gott fólk.” Spenna í loftinu F. Þiö lékuð mjög sérkenni- legt lag eftir pianistann Don Pullen sem hann samdi fyrir tveggja ára son sinn, ég man ekki hvað það heitir. Þetta var margþætt lag með mörgum spunaköflum i. — Nú var þetta mjög langt lag, er það alltaf i þessari lengd, eða var þetta ein- stakt tilfelli? C. B. ,,Það er mjög langt, stundum er það mikið lengra stundum er það styttra. Það er aldrei eins.” D. R. ,,Maður er alltaf að leita að einhverju i tónlistinni, biða eftir að eitthvað gerist, og svo — þegar það tekst — skeður eitt-; hvað.” F.Og fannst ykkur þaö takast i gær? D.R. ,,Já, hvað fannst þér? Við vorum i mjög góðri sveiflu i gær. Ég man eftir mörgum svona kvöldum, þegar spennan og gleðin hefur rikt i loftinu, en það var þegar ég var með Ming- usi. Þetta er i fyrsta skipti sem eitthvað svona gerist i þessari hljómsveit.” F. Trommustillinn hjá þér er mjög sérstakur og það má jafn- vel heyra að þú varst saxófón- leikari áður. Sólóin eru það lýrisk og áslátturinn allur. D.R. „Ja, ég hef minn eiginn stil og reyni að spila létt og dansa með kjuðunum á tromm- urnar. Þessi hljómsveit gefur mér marga möguleika til að leika lausum hala og þetta frelsi, til að gera það sem mig langar til, hafði ég hjá Mingusi. Ég get alveg eins spilað venju- legan ryþma, og hef þurft að gera það, en það ver fullt af trommuleikurum sem spila þannig. Ég vil helst sleppa þvi alveg. Stundum þyrla ég létt svona”,— Dannie hreyfir hend- urnar ótt og titt einsog hann sé að leika á trommur og Cameron Brown hallar undir flatt og brosir úti annað Hefur lesið Grettissögu Fingrarim vissi sáralítið um Cameron Brown áður en hann kom hingað með kvartettinum En nú eru ýmis atriði ljós um feril hans. Cameron Brown, sem er 34 ára gamall, er nokkuð fróður um ísland og hefur m.a. lesið mikið af bókmenntum okkar s.s. hluta íslendingasagnanna. Þetta kann að virðast nokkuð einkennilegt, en Brown hóf feril sinn eiginlega i Sviþjóö er planistinn George Russell fékk hann til starfa I hljómsveit sina 1965 Brown er kvæntur norskri konu og þekkir mjög vel til skandinaviskra djassleikara. Ariö 1969 hélt hann aftur til Bandarikjanna til aö ljúka námi. Siðan starfaði hann I ýmsum hljómsveitum. Til að sleppa við að gegna herþjónustu gerðist hann kannari I fátækra- hverfinu Bronx (þarsem Dannie Richmond stundaði reyndar tónlistarskóla i æsku) i New York og segir hann þaö hafa verið mjög erfitt starf. A sumrin starfaði hann með félög- um sinum við spilamennsku á fjallahóteli nokkru. Þeir æfðu i nokkra tima á dag og pældu i stilum Miles Davis, Johns Coltrane, Colemans Hawkins og i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.