Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 18. nóvember 1979'ÞJóÐVILJINN — SIÐA 23
Umsjón:
Vilborg
Dagbjartsdóttir
íslensk teiknimynda-
saga komin út á bók
c.
“3
BÚRH V ALURINN
Allir hvalir eru spendýr.Búrhvalur-
inn er stór hvalur. Hann er tannhvalur
og gleypir matinn af því að hann getur
ekki tuggið með tönnunum. — Hvalirn-
ir eru mikið veiddir hérna og sumir
segja að þeim verði útrýmt, ef það
verði ekki hætt að veiða þá.
Vigdís Klara Aradóttir
Hraunbæ 8,
Reykjavík.
Þau tíðindi gerast nú að
í jólabókaf lóðinu f ár
kemur alislensk teikni-
myndasaga. Hún er eftir
Kjartan Arnórsson, 14
ára menntaskólanema.
Kjartan er lesendum
Kompunnar að góðu
kunnur, því hann hefur
teiknað og skrifað i
Kompuna síðan hann var
11 ára. Kompan spurði
hann nánar um þetta.
Kompan: Nú er að
koma út bók eftir þig.
Kjartan: Já, það er
fyrsta bókin um Pétur og
vélmennið. Það er ekki
endanlega búið að ákveða
á hana nafn, en serían
heitir Péturog vélmennið
eins og myndasagan hét í
Þjóðviljanum.
Kompan: Notar þú
filmurnar frá Þjóðvilj-
anum eða vinnur þú
söguna að einhverju leyti
upp aftur?
Kjartan: Ég fékk öll
frumritin og það verður
prentað eftir þeim nema
það vantaði 11 strimla af
byrjun sögunnar, og ég
varð með hjálp Ijósborðs
að teikna þá upp aftur
eftir prentmyndunum í
blaðinu.
Kompan: Það hefur
verið mikil vinna.
Kjartan: Mér tókst að
Ijúka því, og þegar þessi
orð eru skrif uð er allt inn-
meti bókarinnar komið,
það vantar bara kápu-
teikningarnar. Útgef-
andinn ákvað að breyta
um letur og hann hefur
breytt textanum lítils
háttar. Það gerist
þannig að myndin er
tekin á glærur en textinn
er skilinn eftir og flet-
irnir auðir, þar bætir
hann textanum inn og
sums staðar talsvert
breyttum, en þó i megin-
atriðum fylgt ef ni eins og
það var áður, og ég
fékk að fara yfir það og
breyta því sem ég gat
ómögulega sætt mig við.
Kompan: Hver gefur
bókina út?
Kjartan: Þorsteinn
Thorarensen í Fjölva.
Kompan: Bauðst þú
honum söguna?
Kjartan: Faðir minn
talaði við hann og kom
mér í kynni við hann. Svo
samdi ég sjálfur um út-
gáfuna.
Kompan: Hvernig
kemur bókin til með að
líta út?
Kjartan Arnórsson
Kjartan: Hún verður í
svart-hvítu. Litgreining
er svo dýr. Það borgar sig
ekki að fara út í lit-
prentun. Útlendu
bækurnar eins og til að
mynda Tinni- og Ástríkur
eru þegar litgreindar og
reyndar prentaðar er-
lendis og því mun
ódýrari.
Kompan: Finnst þér
ekki ranglátt að þurfa að
keppa við þá án þess að
vera á jafnréttisgrund-
velli?
Kjartan: Þetta er í
rauninni engum að kenna
— og ég er f eginn að þetta
skuli vera gefið út yfir-
leitt, því þetta er í raun og
veru fyrsta alíslenska
myndasögubókin, því
bækurnar hans Gísla Ást-
þórssonar um Siggu
Viggu myndu frekar
flokkast undir brandara-
bækur.
Kompan: Hefur ekki
farið mikill tími i þetta?
Kjartan: Nei, þetta
hefur tekið mjög
skamman tíma, en alveg
burt séð f rá mínum eigin
hagsmunum vona ég að
bókin seljist vel, því eins
og ég sagði er þetta
fyrsta íslenska mynda-
sögubókin og mér þætti
leiðinlegt ef tilraunin
mistækist.
Kompan: Finnst þér
skipta máli að út komi
frumsamdar mynda-
sögur?
Kjartan: Já, það er svo
gríðarlega mikið af
þýddum bókum að mér
finnst það mikilvægt að
út komi alíslenskar sögur
líka.
Kompan: Nú lest þú
mikið vísindaskáldsögur
og þá aðallega á ensku —
finnst þér ekki vanta
góðar þýðingar á þess
háttar bókmenntum?
Kjartan: Það er stað-
reynd að enskar vísinda-
skáldsögur tapa nokkru á
því að vera þýddar á
íslensku, því islenskan er
stirtog jarðbundið tungu-
mál og í vísindaskáld-
sögunum koma fyrir hug-
tök og hlutir sem ekki eru
orð til yfir á íslensku.
Kompan: Finnst þér
ekki þurf a að vinna að því
að bæta úr þessari vöntun
svo ekki verði til greinar
sem íslenskan á engin orð
yf ir?
Kjartan: Ég veit ekki
hvort er þörf á því— það
læra flestir ensku og
ævinlega er best að lesa
bækur á frummálinu.
Moby Dick
er ekki góður
Hvalir eru stórhættulegar skepnur, nema Guðrún.
Hún er góð. Svo kom Magnús. Hann var ekki eins
góður. Þau eru háhyrningar, en Moby Dick er ekki
góður. Hann er líka hvítur hvalur og er stórhættuleg-
ur. Ef þú rekst á Moby Dick þá skaltu láta Akab skip-
stjóra vita.
Katrín Einarsdóttir, Háamúla, Fljótshlíð.
Lausn á talmleik
Lausn á talnaleik í
næstsíðasta blaði sendi
Óskar Ragnarsson, 9 ára,
Hrísateig 9, Reykjavík.
Margir krakkar sendu
rétta lausn. Þau fá öll
kort frá Kompunni. Það
verður póstlagt nú eftir
helgina.
Krakkarnir sem skrif-
uðu og sendu myndir af
hvölum fá send plaköt f rá
Kompunni.
s í/vm Mú
pLAkfiTlí* mitt i
f
Nokku'r orÉ um in/ali-'
Hválir eru stórir
vilrtr.
°3
Brynlenur S/gldwsson
Hn'sey. fyja-firf;.
/