Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 18. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Liza Minelli I dæmigerðri Holiywood-tröppu I myndinni NEW YORK NEW YORK. Tónabíó: New York, New York Bandarisk 1977 Leikstjórn: Martin Scorsese bá eru þeir kumpánar Scorsese og leikarinn Robert DeNiro búnir að leiða hesta sina saman á nýjan leik, en hver man ekki eftir samvinnu þeirra i Taxi Driver? NeNiro leikur ungan saxóvónleikara, en Liza Minelli djasssöngkonu i New York. Myndin gerist á fimmta áratugnum og fjallar um ástir og frama skötuhjúanna. Skemmtileg mynd, mikið af djass og söng. Nýja bíó: Júlía Bandarisk, árgerð 1977. Fred Zinnemann gerði þessa mynd eftir bókinni PaotímeBÍo, sem Lillian Hellman aaf út árið 1974. Þar segir frá vináttu tveggja kvenna, Liilian sjálfr- ar og Júliu. Jane Fonda leikur Lillian, og Vanessa Redgrave leikur Júliu. Jason Robards kemur einnig við sögu, i hlutverki reyfarahöfundarins Dashiell Hammett. Júliaer með afbrigöum falleg mynd. Hjálpast þar alltað: frábær leikur, vönduð kvikmyndataka, hug- ljúf tónlist... Sjaldan hefur vináttu tveggja kvenna verið lýst af jafnmiklu næmi á hvita tjaldinu. Sagan gerist að mestu leyti árið 1937. Þungamiðja hennar er hættulegt ferðalag, sem Lillian tekst á hendur gegnum Hitlers-Þýskaland, og endurfundir þeirra Júliu i Berlin, eftir margra ára aðskilnað. Sagan byggir á raunverulegum atburðum. Form- iö er einskonar minningasaga: Lillian Hellman, leikritaskáldið fræga, er að rifja upp liðna atburöi og minnast þeirra tima, þegar hún var ung og upp- rennandi. Gamla bíó: Coma (Dauðadá) Bandarisk 1978. Leikstjórn: Michael Cricchton. Læknisfræðilegur þriller er gerist á stóru sjúkra- húsi. Ungt fólk er hefur heppilega likamsparta, er tekiö frá, sett i dauöadá og sett á lager, þangað til æskilegur kaupandi að likamshlutum sýnir áhuga sinn... Þetta er ekki mynd fyrir fólk sem ætlar i skuröaö- gerð. Háskólabíó (mánudagsmynd): Óvenjulegt ástarsamband Leikstjóri: Claude Berri — Frönsk. Næsta mánudagsmynd Háskólabiýs er franska kvikmyndin óvenjuiegt ástasamband eftir Claude Berri. Berri er m.a. þekktur fyrir myndina Gamli maðurinn og barnið sem hann gerði árið 1966. Myndin segir frá tveimur rosknum herramönnum Jacques (leikinn af Victor Lanoux) ogPierre (Jean- pierreMarielle). Þeirfara ásamt dætrum slnum, 16 til 17 ára,i sumarleyfi til St. Tropez. Pierre er skil- inn við konu sina og hefur takmarkaðan skilning á málefnundóttursinnarMartine (Christine Dejoux). Kona Jacques eyðir sumarleyfinu á öðrum staö til að komastað niðurstöðu um sambúð þeirra i næði. I upphafi virðist friið ætla að verða tilbreytingalitið aö hefðbundnum hætti, en Francoise (Agnes Sor- al) dóttir Jacques breytir þvi útliti öllum að óvör- um. Hún verður ástfangin af Pierre.og veldur hon- um miklu sálarstriði þvi að aldursmun þeirra slepptum telur hann sig vera að gera vini sinum Jacques slæman grikk með þvi að halda við dóttur hans. Jafnframt fer hann að sýna dóttur sinni auk- inn skilning, henni til nokkurrar undrunar. Berri lýsir ekki þessum afbrigðilega ástarþrihyrningi á melódramatiskan hátt. Hann beinir háði sinu og gamansemi að tvöföldu siðgæði kynslóðar Pierre sem þykist veita Jacques hjálp við leitina að ill- menni þvi sem hann telur að afvegaleiði dóttur sina. Háskólabíó: Pretty Baby Frönsk-amerisk 1978. Vel gerð mynd eftir franska leikstjórann Louise Malle, sem er ef til vill islenskum kvikmyndagest- um velkunnur eftir snilldarverkiö Le SouffleDe Co- eur, þar sem lýst er gelgjuskeiöi drengs á sjötta áratugnum og ástarsambandi hans viö móöur sina eina nótt. I Pretty Baby er þemaö likt að þvi ley ti að einnig er fjallað um viðkvæma hlið kynlifsins. En i þetta skipti ekki sifjaspell heldur barnavændi. Myndin segir frá ljósmyndara sem heillast af korn- ungri stúlku i hóruhúsi i New Orleans og taka þau upp sambýli. Sven Nykvist, filmarinn hans Berg- mans hefur skapað mjúka og áferðarfallega um- gjörö um þessa hugljúfu og einkennilegu mynd, sem skilur eftir tregabundinn tón hjá áhorfandanum. ■.................. venjulega sjálfstæðishaustmót i félagsheimilinu Valhöll á Eski- firöi. Samkoman byrjaði klukku- stund siðar en áætlað var vegna mikillar atvinnu. 140 manns sóttu samkomuna, óvenju fátt fólk, enda viða veriö að salta sild. Hér á Eskifirði var saltað til kl. 11 um kvöldið. Samkoman hófst með boröhaldi. Maturinn var frá Finni Bjarnasyni, hóteistjóra I Vala- skjálf á Egilsstööum. Fjölbreytt- ur matur og góður! Enginn fékk matareitrun eins og oft vill verða I stórveizlum. Regina fréttaritari Dagblaösins á Eskifiröi. kynslóðabilið sjálft holdi klætt. Leikdómur i Helgarpóstinum Á sælkerakvöldi? Sjö bflasúpa á Breiöholtsbraut Fyrirsögn i Dagblaðinu Hiðbandaríska lýðræði Enginn kjörstaöur i Los Angeles Fyrirsögn I VIsi Mannleg örlög „Lifiö hripar úr höndum manna meöan þeir éta, tala og drekka te”. Ég er gull og gersemi ,,Ég á von á þvi að sú vlösýni og þekking á f jölbreytileika þjóöfélaga og mannlifs, sem fræöistörf min hafa haft I för meö sér, veröi mér til hagræðis I þvi aö skilja betur þjóðfélagsvanda- mál okkar og geri mér kleift að leggja á ráöin um betra mannlif hér hjá okkur.” Haraldur ólafssoni framboðs- viötaliiTimanum. Víðtækur leikur Viðar Eggertsson kemur vel til skila hlutverki Péturs, hins feimna og uppburöarlitla lærdómshests og Kristjana Jóns- dóttir er gustmikil kerling, FyrirsögnlVIsi Hvergi er maður óhultur „Ég banka upp á hjá fólki af handahófi og mér er yfirleitt tekiö afskaplega vel”, sagöi Ellert. Þaö er í mörg horn aö lita hjá frambjóöendum þessa dagana. Þeir heimsækja vinnustaöi og tala á fundum alla daga, en Ellert notar stundirnar sem gefast á kvöldin til aö heimsækja fólk. Þaö getur þvi her og einn átt von á því a^ð Ellert eöa aörir frambjóöendur hringi dyrabjöll- unni næstu daga. Vlsir Frétt án fyrirsagnar Sjálfstæöisfélögin héldu sitt Spáð í spil Hann svinaöi þvi tiunni og þegar hún hélt, var samningurinn i húsi. Vestur haföi laumast i aö kikja á skorblaðið i bakkanum meðan makker hans vann úr spil- inu og leizt ekkert á blikuna, þegar hann sá að fjórir spaöar höföu oröiö þrjá niöur á fyrsta boröi. En þegar tólfti slagurinn leit dagsins ljós, tók hann heljarstökk aftur fyrir sig. N-S voru hins vegar ekki eins kampa- kátir og lái þeim hver sem vill. Þaö má segja aö þetta sé dæmi um, hvernig ekki á aö spila en sýnir samt sem áöur aö margt getur veriö til I bridge. Dagblaðið visna- mál % Umsjón: Adolf J. Petersen Enginn grœtur, enginn hlær Þegar Visnamál eru aö þessu sinni að komast á pappir, skammtar Veöurstofan okkur ýmist hrið meö frosti, rigningu með krapi, þess á milli rok meö skafningi en skafningur er þaö sama og Norðlendingar kalla renning og einhverjir enn aðrir nefna skafrenning og hafa þá talið sig hafa heldur betur kom- ið orðmyndinni til skila. Otsynningur, landnyröingur og eitthvað fleira af þvi tagi gustar nú i nóvember. Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson, er var Húnvetningur og þekkti þvi norðlenska veðráttu, kvaö um nóvemberveður: Nú er kominn nóvember, nú er kaiinn gluggi, grúfir yfir grund og ver grimmur vetrarskuggi. Gunnlaugur kvað lika vetrarvisur um veður og fleira: Nú er hriðarhörku él, hvergi blíða nokkur, neyðarstrið, sem nálgast Norðri býður okkur. hel, Um haust kvað Guðlaugur: Geislar falla húms i hyl háðir mjallar aga, eru valla skýjaskil, skuggsýnt alla daga. Hastar éljum, hvitna fjöll, húm I Norðra skeggi. Fögru blómin falla öll fyrir dauðans hreggi. Illt er að gutla á lekum bát i útsynningsbrælu; þó er bót i máli ef einhver getur léö þurra sokka þegar að landi er komið. Páll ólafsson hafði um það þetta að segja: Lifs er orðinn lekur knör, lika ræðin fúin, hásetanna fariðfjör o'g formaðurinn lúinn. Þvi er best að vinda upp voð, venda undan landi, og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. Þar mun brim við, bláan sand brjóta um háa stokka. En þegar ég kem á lifsins land ljær mér einhver sokka. Þótt útsynningurinn sé slæm- ur, þykir flestum land-1 nyrðingurinn öllu verri. Sigvaldi Skagfirðingaskáld hafði nokkuð að segja um land- nyrðinginn: Löppin á honum landnyrðing | lemur utan bæi, brimið öskrar allt I kring eins og naut i flagi. Um veturnæturnar árið 1900, var engin veðurstofa til að spá fyrir veðri hér á landi. Þá varö hver og einn að vera sinn eiginn spámaöur eða þá að lýsa veðrinu eins og það var hverju sinni. Það gerði Benedikt Þor- valdsson Gröndal og þannig var tiöarfarið i vetrarbyrjun áriö 1900: Gnauðar alda um græðis hyl glymja kaldir vindar. Blómin halda heljar til. Hvitu falda tindar. Hjartadul og hörðog forn, heljar kul er selur, veðra hulin hrikanorn Hræsvelgs þulur gelur. Dvinar ljósið, dagur þver, dregst að ósum klaki. Plantar rós á glugga gler Gaddur — og hrósar taki. Norðra gammur geysar fram, gráa hramma skekur, Tröllarammur þjassa þramm þreytir, glamm og vekur. Þó að bresti af frosti Frón, feiknum verstu skarti röst, skal ei festa á lyndis-ljón. Löngum best er stilling föst. Þvi að sporin þjassa hörð þiðna af vorum hliðum, þegar skorar þrúðhelg jörð þittá vor með bliðum. Þó að Benedikt hafi farið að hugsa til vorsins i lok þessara visna þá hefur hann gefið allgóða lýsingu á veðurfarinu á veturnóttum árið 1900. Svo langt aftur i timann sem sagnir herma hafa vetrarveðr- in hrjáð islensku þjóðina. En fleira hefur komiö til að gera henni lifið erfitt, svo sem ill stjórnarvöld, og t.d. um miðja 18. öld vildu dönsk stjórnarvöld selja landið á uppboði. Arið 1758 orti Eggert Ólafsson og kallaði Uppboð Islands: Veðrið fagurt sýnir sig, seggja lifnar hagur, en nú rennur yfir mig tslands merkidagur. öðrum verði vært og rótt, værð hef ég litla fengið, erfitthafa núinótt nokkuð draumar gengið. Upp um horn I Hafnarstað hengt á mótum gatna skoðar prúður pappirsblað prentað þorri skatna. Hvört vill eyrar hreppa stand? Hvört vill að þvi ganga? Upp er boðið isaland, ekki kem ég þangað. Fyrr þin gæði fýsileg fjöldi sókti þjóða, nú vill enginn eiga þig ættarjörðin góða. Enginn grætur, enginn hlær, enginn ris úrsæti, enginn býöur, enginn slær eða um kaupin þrætir. Þótt ei takist þetta sinn þina lest að skerða, muntu enn i annað sinn á boðstólum verða. Hvað segja menn nú til dags? Hefur kannski verið reynt að selja landiö i smápörtum til útlendmga? Nú fara kosningasmalar yfir landiö og flytja þann boðskap aö leiðin til bættra lifskjara sé lifs- kjaraskerðing. t þvi kapphlaupi smalanna koma fram sannindin I visu Hegla Björnssonar: Yfir landið lygin fer. Lævis andi á hurðir ber. Margt er blandað málum hér. Mörður fjandi risinn er. Sundrungin I Sjálfstæðis- flokknum hefur orsakað að minnsta kosti tvö klofnings- framboð. Böðvar Guðmundsson hefur um það þetta aö segja: Flokkurinn minn og flokkur þinn fá skal óskipt lofið. Margur bauð fyrir málstað sinn minna fram en klofið. 1 sumar sem leið var Böðvar á ferö I Húnavatnssýslu og týndi þá aurhlíf af bilnum sinum. Hann kvaö: Ekki skeði skaði neinn né skakkaföll hjá okkur, þó að horfiö hafi einn hægri drullusokkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.