Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 24
MOÐVIUINN
Sunnudagur 18. nóvember 1979
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
L 81333
Kvöldsimi
er 81348
nafn*
A ndrés
Indriðason
í vikunni veitti Mál og
menning verðlaun fyrir
besta handritið að barnabók
sem barst i samkeppni sem
félagið efndi til i tilefni
barnaárs. 29 handrit bárust,
verðlaunin hlaut Andrés
Indriðason og samdægurs
kom verðlaunabókin
„Lyklabarn” út, cn það er
fyrsta bók höfundar.
Þjóðviljinn spurði Andrés
fyrst, hvort hann hefði átt
von á þvi að hijóta þessa
viðurkenningu.
„Nei, alls ekki”, sagði
Andrés. „Ég er i raun ennþá
hálf hissa og mér fannst
undarleg tilfinning að sitja
við hliðina á Armanni Kr.
Einarssyni, sem maður las
sem krakki og fleiri mætum
höfundum, sem maður heföi
talið verðugri til að hljóta
þessi verðlaun.”
— Þú hefur áður fengist við
barnaefni.
„Já, ég hef skrifað barna-
leikrit fyrir svið og útvarp og
mig hefur oft langað til að
spreyta mig á bókarforminu.
Samkeppnin var auglýst
snemma á árinu og ég hafði
alltaf i huga að setjast niður
og skrifa, en af þvi varð þó
ekki fyrr en i vor þegar ég
rakst á auglýsinguna aftur.
Ég var búin að ganga með
þetta söguefni i maganum
lengi og nú sótti það svo
harkalega að mér að ég
settist niöur og skrifaði
bókina. Ég hefði aldrei gert
það ef ekki hefði komið til
þessi samkeppni, þvi svo
virðist sem bókaútgefendur
hafi æ minni áhuga á að gefa
út frumsamdar islenskar
barnabækur. Þróunin er sú,
að teiknisögurnar eru að
verða meira og meira
ráðandi og hinn skrifaði texti
skiptir minna og minna máli.
t mörgum tilvikum eru
teiknimyndabækurnar
skrautlegri, ásjálegri
og ódýrari en islensku
bækurnar og það gerir Hka
sitt. Það kostar jafn mikið að
prenta bók hvort sem hún er
ætluð börnum eða
fullorðnum en það er hins
vegar ætlast til þess aö
barnabókin sé ódýrari og i
þvi ljósi er afstaða útgefenda
kannski skiljanleg. Þetta er
alvarleg þróun og nauðsyn
legt að finna einhverja leið
til að jafna aðstöðumun
islensku barnabókarinnar og
fjölþjóðaprentsins.
1 þessu ljósi er fyllsta
ástæöa til að gleðjast yfir
framtaki Máls og menningar
og fagna þvi að von er á 7
nýjum frumsömdum barna-
bókum eftir þessa
samkeppni, en það er álika
mikiö og öll önnur útgáfu
fyrirtæki gefa út á þessu
sama ári.”
— Ætlarðu að halda áfram
aö skrifa barnabækur?
„Þessi verðlaunaveiting
hefur vissulega orðið mér
hvatning og mig langar til að
skrifa meira ef einhverjir
vilja gefa þaö út. Ég á
margt söguefnið i skúffunni
sem mig langar til að koma á
blað.
Spara
spara
spara
Áfram með sparnaðinn,
ekki veitir af í dýrtíð og
orkukreppu. Á sunnudag-
inn annan en var voru
nefnd nokkur atriði, sem
leitt gætu til sparnaðar í
rekstri frystikistu og ís-
skáps. Þvi miður komst
prentvillupúkinn í spilið og
spillti textanum þannig að
-r- 18 gráður, sem er kjör-
hitastig í frystikistu, urðu
af hans völdum að -f- 28
gráðum. I myndatexta var
talan hins vegar rétt (-r-
18 gráður), svo að vonandi
hefur ekki mikill skaði af
hlotist.
Hér á eftir verða talin
upp nokkur atriði sem
minnkað geta rafmagns-
eyðslu þvottavélar og
þurrkara, en þessi
heimilistæki taka til sín um
20% þess rafmagns sem
fer til heimilisnota.
Þvottavélin
1. Farið nákvæmlega eftir þvi
sem segir i leiðarvisinum um
það hve mikið af þvotti skuli
láta i vélina. Það eyðist jafn-
mikið rafmagn hvort sem vélin
er hálf eða full.
2. Vel má sleppa forþvotti sé
fatnaðurinn ekki mjög óhreinn.
Við það sparast rafmagn um
20%.
3. A mörgum vélum má velja
milli mismunandi hitastigs
vatnsins. Veljið stundum lægri
hita en venjulega. T.d. má vel
þvo þvott, sem þolir 90 gráðu
hita á 60 gráðum, sem hann
ekki sérlega óhreinn. Þar með
sparast rafmagn um 30%.
4. A sumum þvottavélum er sér-
stakt „sparnaðarprógramm”,
sem ráðlegt er að nota sé vélin
ekki full. Sparast þá bæði vatn,
rafmagn og þvottaefni.
„Sparnaðarprógrammið” má
nota þegar þvotturinn er ekki
mikið óhreinn og lika er gott aö
nota það, þegar þveginn er
baömullarþvottur. Þá er þveg-
ið viö 60 gráðu hita i stað 90
gráða og rafmagnssparnaður-
inner 30%.
5. A flestum þvottavélum er sér-
stök stilling fyrir mjög óhrein-
an þvott. Þá tekur lengri tima
að þvo en venjulega, en með þvi
að nota þessa stillingu næst
betri árangur en sé þvegið á
„normalprógrammi” og hita-
stigið þarf ekki að vera eins
hátt. Við það sparast rafmagn.
6. Gott er að leggja mjög óhrein-
an þvott i bleyti áður en hann er
látinn i vélina. Eigi góður
árangur að nást, þarf þvottur-
inn aö liggja i bleyti i köldu
vatni i marga klukkutima áður
en hann er þveginn. Að öllu
jöfnu er unnt að spara rafmagn
um 20-30% meö þvi að leggja
þvottinn i bleyti.
Þurrkarinn
1. Vinda skal þvottinn eins vel og
kostur er áður en hann er látinn
i þurrkarann.
2. Næstum allur viðkvæmur
þvottur þolir vindingu i vél, þaö
ÞVOTTAVEL ÞURRKARI
1. Fyllið vélina
2. Sleppið forþvotti
3. Veljið sem lægst hitastig
4. Notið „sparnaðar-
prógrammið”
5. Notið sérstaka stillingu
fyrir mjög óhreinan þvott
6. Leggið i bleyti
i
1. Vindið þvottinn vel
2. Vindið viðkvæman þvott
varlega
3. I.átið hæfilegt magn I
þurrkarann
4. Veljið réttan tima fyrir
þurrkun á mismunandi
fatnaði
5. Tæmið ristina
6. Þurrkið llka á annan hátt
verður aðeins að gæta þess aö
vinda hann ekki of lengi. Ein
minúta er hámark.
3. Farið nákvæmlega eftir leiðar-
visi um það hve mikinn þvott
eigi að láta I einu i þurrkara
eða þurrkskáp. Of litið magn i
einu veldur þvi að hlýtt loftið
fer of hratt gegnum fatnaðinn
og nær ekki að þurrka hann
nema á óþarflega löngum tima.
Of mikið magn kemur aftur á
móti i veg fyrir að loftið komist
I gegnum þvottinn.Afleiðingin
af hvoru tveggja — of miklu og
of litlu i þurrkaranum — er sú
að þurrktiminn lengist og raf-
magnseyðslan eykst.
4. Mislangan tima tekur að
þurrka ólik efni. Baðmullarföt
krumpast óþarflega mikið séu
þau þurrkuð of lengi. Gætið þvi
að stilla á réttan tima i hvert
sinn sem þurrkað er.
5. Munið að hreinsa ristina i
hvert skipti sem þurrkaö er.
Gleymist það lengist þurrktim-
inn að mun.
6. Þó að þurrkari sé til á heimil-
inu er ekkert sem bannar
manni að þurrka þvottin á ann-
an máta. Sé þurrkarinn notaður
rétt eyðast 3 kilóvattstundir
rafmagns I hvert skipti sem
þurrkað er.
— hs
Heimilda-
skáldsaga
Guðmundar
Daníelssonar
Setberg hefur sent frá sér nýja
skáldsögu eftir Guðmund
Danielsson. Dómsdagur á heima i
þeirri bókm enntagrein, sem
nefnd er heimiidaskáldskapur.
Hér er rakinn þáttur úr sögu
fjölmennrar ættar, sem kennd er
við Lækjarbotna I Landmanna-
hreppi. Mjög margt af fólki þessa
ættbálks hefur sterk sameiginleg
einkenni, svo sem dökkt hár,
dimm augu, glaðlyndi, söngvisi,
frjósemi — og það gefst ekki upp
þótt á móti blási.
Aðalpersóna þessarar bókar er
SigurðurGuðbrandsson, fæddur á
Lækjarbotnum 1806. Hann var
tvikvæntur og átti aö minnsta
kosti tvær hjákonur. Sigurður
eignaðist 14 börn á 16 árum með
fyrri konu sinni, Guðrúnu
Brynjólfsdóttur frænku sinni frá
Þingskálum. Með seinni konunni,
Þorbjörgu Jónsdóttur.sem einnig
var frænka hans átti hann 7 börn.
Eitt þeirra var Guðrún
föðuramma Guðmundar Daniels-
sonar. Sigurður gekkst viö tveim-
ur börnum i viðbót, hinu fyrra
meö Margréti vinnukonu sinni,
hinuseinna meðKristbjörgu hálf-
systur Þorbjargar konu sinnar.
Þetta leiddi til þess að Sigurður
var kærður og dæmdur til dauða
samkvæmt Stóradómi árið 1866.
Tiu árum fyrr hafði bræðrungur
hans Sigurður Ólafsson I Húsa-
garði, verið dæmdur til dauöa
fyrir svipaðar sakir. Konungur
náðaðibáða þessa menn, en báðir
voru þó húðstrýktir og einnig
hjákonur þeirra.
Höfundur Dómsdags hefur
einkum stuðst við heimildir
geymdar i Þjóðskjalasafni
Islands. Úr þeim efnivið hefur
hann með sköpunargáfu og frá-
sagnarlist skrifað áhrifamikið
bókmenntaverk. Þetta er harm-
saga langafa hans, — saga, sem I
ótrúlegri harðneskju sinni glitrar
þó öðrum þræði af léttum gáska
og vongleöi. Bókin er tæpar 300
blaösíður.
ÍSLENZKT
OSTáVAL!
Heplegi40 ostategundir eru framkuUar d íslandi nú. Hefiirðu bragðað Óðalsostinn?