Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnildagur 18. nóvember 1979 Ég bjarga mér á þvi Það besta var að Við áttum von á Ég varð að láta Ég ákvað að segja að það var ekki þvi að myndirnar mér nægja að vera börn séu góðir hægt að negla yrðu fluttar í franskbrauð fyrir minn eigin listamenn okkur niður tugthús og við líka sex aura á dag kennari SVAVAR GUÐNASON SJÖTUGUR í DAG Við lifðum 1 heimi sem var enn ekki kominn... Ég sat á dögunum hjá Svavari Guðnasyni og Ástu konu hans og var að forvitnast um byrjun merkilegs listferils. Mér kom þá fyrst til hugar að spyrja um áhrif frá íslenskri náttúru sem góðir menn haf a lesið af verkum Svavars, sem bjó til ný tíðindi í listum um það bil sem lokið var ákveðnum áfanga í því landnámi sem íslenskt landslagsmálverk var. Halldór Laxness talar til dæmis um minninguna um þá birtu sem hvíldi yf ir átthögum listamannsins og ekki er að finna annars- staðar í heiminum. Vatnajökull og Ásgrímur 1 minni sál, sagði Svavar er alltaf eitthvað af birtunni af Vatnajökli, þvi get ég ekki neitað. Ég fæddist á Höfn i Hornafirði og var i kaupamennsku þarna út um sveitir, og alltaf fannst mér sem Vatnajökull lýsti upp þessa staði. Sveitungi minn einn gamall kom hér viö á dögunum og gat þett að ekki sæist snjóföl austur á Horna- firöi. Veistu ekki af hverju það er? spurði ég. Það er af þvi Vatnajökull dregur til sln snjóinn. Hvenær mér datt fyrst I hug að mála myndir? Móðir min segir mér að Asgrímur Jónsson hafi fyrst komið austur til okkar árið 1909, sama ár og ég fæddist. En Bjarnveig frænka Ásgrims, telur aö það hafi nú ekki verið fyrr en 1911. Nema hvað: Asgrimur hélt áfram að koma og ég man eftir honum stlapaður og hálffull- orðinn maður. Hann bjó oft hjá foreldrum minum. Ég fylgdist alltaf með honum hvenær sem færi gafst og það var alltaf mikill viðburður Þóttist gera hið sama Ekkert þori ég um það aö segja hvenær ég málaði mina fyrstu mynd, en ég var byrjaöur heima, áður en ég fór hingað suður tii verslunarnáms. Fordæmi Asgrims var smitandi. Jón Þorleifsson byrjaði að mála og Bjarni Guðmundsson samstarfs- maður minn i Kaupfélaginu — hann var þar aðalbókari en ég búöarloka. Við fórum saman út á sunnudögum til að mála. Mótif Ásgrims voru elt — ég vona að Bjarni vinur minn og frændi risi ekki upp úr gröf sinni við að ég segi þetta — en það var engin skömm að þessu, þetta voru bestu mótifin. Það var afskaplega gaman fyrir mig, strákinn, að fá að vera með i þessum ferðum og ég þóttist gera slikt hið sama og Bjarni og Jón sem voru eldri menn og reyndari. Föður minum likaði ekki vel þetta rand á mér. Hann vildi heldur senda mig suöur á mýrar að sækja hey eða eitthvað þessháttar. Ekki svo að skilja að hann vildi fara með son sinn eins og þræl, en það var blátt áfram erfitt að búa á Höfn og i meira en nógu að snúast. Þar stóðu þá aðeins fimm hús. Ég kom suður, var i Samvinnu- skólanum, fékk mér vinnu við að aka útöliog gosdrykkjum. Ég get þessvegna haldið upp á fimmtiu ára bilstjóraafmæli — og hefi reyndar veriö svo heppinn að ég hefi ekki keyrt yfir flugu svo ég viti til. Myndlistarfreistingar voru heldur fátæklegar. Safn Einars Jónssonar, strjálar sýningar, ör- fáir menn keyptu helstu erlend myndlistartimarit. Ég hélt sambandi við Jón Þorleifsson, sem þá bjó vestur i Blátúni, og þegar þeir Höskuldur Björnsson og Bjarni Guðmundsson komu til bæjarins komum við saman og töluðum um Iistarinnar stórkost- THOR VILHJÁLMSSON: Svavar Guðnason sjötugur Það er ekki háskalaust ef reynt væri að skilgreina viö þetta tækifæri list Svavars Guðnasonar. Ég hef reynt það áöur, og visa til þess sem stend- ur i bók minni Hvað er San Marinó? Þessa stundina finnst mérþaðkallaá ljóð þóþað vertó sennilega ekki ort i dag. Ég vildi senda þessum gamla vini min- um litla kveöju i tilefni dagsins. Ég segi ekki gamla vini af þvi að Svavar er sjötugur I dag heldur vegna þess að vinátta okkar hefur lengi staöið og á djúpar rætur. Þaö ætti ekki að þurfa að segja neinum að Svavar er einn fremstu listamanna þjóöar- innar, og mun skipa þann sess i Islenskri menningarsögu aö það fer ekki hjá þvi að verði fram- tiðarverkefni listfræöingum þjóðarinnar að gllma viö að skilgreina mikilvægi hans og sérstööu,mæla og vega list hans eftir visindum sinum. Þaö kynni aðkoma á daginn að enn sé fátt unniö hér I þeim efnum sem á verði byggt þegar undan er skilin umfjöllun Björns Th. sinni. Halldór Laxness skrifaði bók um Svavar að beiöni Dana og er skaði að hún hefur ekki enn birzt á Islensku Enda er mun meira efni tiitækt um Svavar á erlendum máluift en islensku. Þegar Svavar flutt- ist endanlega heim áriö 1951 hafandi lengstum búið erlendis I hálfan annan áratug naut hann viðurkenningar sem einn fremsti brautryöjandi nútima- listar á Noröurlöndum. Hann var einn af stofnendum list- hópsinssem kenndisig viö þrjár höfuðborgir á meginlandinu Kaupmannahöfn, Brussel og Amsterdam: COBRA. Það sem kom fram undir þvi merki á ár- unum upp Ur stf-föslokum hefur af mörgum veriö talið ein merk- asta nýbreytni I evrópskri list á skeiöinu næst eftir striðiö, og söng sig fram meö dirfsku og þrótti sundurleitra einstaklinga, ennógtengdiþótilaðþá skildist hvaö væri COBRA-list; þótt nú kunni þaö að vefjast fyrir ýms- um, og jafnvel ekki hinir nýrri fræðimenn okkar tryggir i þeim efnum. Norræni þátturinn i COBRA-listinni þróaöist upp Ur starfi þess listamannahóps sem stóð aö Höstudstillingen i Kaup- mannahöfn, og þar stóðu saman menn einsog Asger Jorn, Carl Henning-Pedersen og kona hans ElseAlfelt, Ejler Bille o.fl., auk myndhöggvarans Roberts Jacobsens;og ég veit meö vissu að i þeim hópi var Svavar einn sá áhrifarikasti. Þessir menn og fleiri samherjar þeirra höfðu náið samband með sér á þessum árum sem og á stríðsárunum, og hittust ekki sjaldnar en viku- lega til að ræða viöhorfin eða þegja saman, hertir af andstöðu og skilningstregöu. Og upp úr þvi þróaðist COBRA I samspili við nokkra Hollendinga og Belga og raunar fleiri i ýmsum löndum sem réru á svipuð miö, hugmyndafræðilega og I list- rænum tökum. Svavar ttík þátt i fyrstu COBRA-sýningunum, ég hygg öllum áður en hann flutti alkominn heim,og ég er þeirrar skoöunar að hann hafi ásamt Asger Jorn haft úrslitaáhrif á hinn norræna streng I COBRAa ö minnsta kosti. Þetta kemur lika glöggt fram i listasögu Björns Th. sem var einmitt búsettur þessi árin i Kauprftannahöfn. Siðar hlaut Asger Jorn heims- frægð en Svavar flutti heim I tómleikann og fálætið sem jafn- an mætir okkur fremstu lista- mönnum, og var af opinberum aðilum og úthlutunarmönnum styrkja listamanna settur i flokk með strákum sem voru að hefja feril sinn. Þótt list hans væri þá þegar öflug og tilbrigðarik hófst nú hver kafKnn öðrum glæstari i list hans,þótt hann byggi viö aö- stæöur sem enginn myndi trúa semekki þekkti þegar horft er á það sem hann hefur afkastað. Það var helzt hópur mennta- manna og listamanna sem dáöu Svavar,þvi meir sem þeir voru tómlátari sem réðu dirgum sjóð um hvort sem var i einkahirzl- um þeirra,i fylgsnum ellegar sameignarfé okkar almennings. Þvi meira gerðu útlendingar sér jafnan titt um Svavar, og marg- ar gersemarnar hafa horfið úr landi fyrir bragðið, og verður ekki bætt Islendingum. Svo stæltur og stoltur hefur Svavar alltaf verið aö eftir þvi sem hagur hans var ótryggari og aðstaðan þrengri og honum boðnir lakari kostir til lifsfram- færis þvi betur hefur hann jafn- an borið sig og verið dreissugri sinum andskotum* borinn áfram af meðfæddri seiglu og geðólgu sem skörp hugsun hefur bundið og hamið i listrænum farvegi öflugum böndum hrynjandi spils, þótt kraumi og sjóði og fryssi i átökunum iðu- lega svo maður undrast þær hamfarir,þar sem hiö bliöa hef- ur furðuvinjar i krikum við striðar sveiflur hins hrjúfa máttarspils. Danir sögðu i gamla daga svo égvitniennilistasöguBjörns að Svavar væri Höstudstillingens He-man með þeirri tilgerðar- gleöi sem danskir hafa af þvi að sletta ensku. Engum dylst sS þróttur og karlmennska sem býr i oliumálverki Svavars, og gengur raunar gegnum alla þróunarkaflana i list hans. Þó þarf engum aö koma á óvart sem skoðar þær myndir hans vel hve finlegar og viökvæmar margar vatnslitamy ndir Svavarserupg kynnuaö virðast ættskyldar sumar japönsku ljóði fornu,þar sem ljóð og myndlist eru eitt.Skáldúð Svavars vakir i öllu myndverki hans þar sem myndræn hygg- indi nýta sprengikraft geðsins. í miðju kalda striðinu hér nutu félagar Svavars i myndlist forystu hans, og frægt verður i sögunni þegar hann sigraði stjórnþursa landsins i striðinu vegna Rómarsýningarinnar, þegar átti að knésetja sem oftar listamenn landsins meö skammsýni og hroka valda- manna Istjórnmálum. Siðar var Svavar forseti Bandalags Islenskra listamanna um sinn. Ég vil ekki ljúka þessum lln- um án þess að nefna hana Astu sem giftist Svavari fyrir fjöru- tiu árum, og hefur staðið óbilandi við hliö hans og stutt þennan stormelska mann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.