Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 18. ndvember 1979 þjóÐVILJINN — SIÐA 9 legu umbrot — sem engin umbrot voru. Ég sigldi svo til Hafnar 1936 til að læra við Akademiuna. Af hverju til Hafnar? — Við vorum enn í sambandi við þessa dönsku jörð, konungssambandi að minnsta kosti, það var hefð fyrir þvi að sigla þangað. Þar var ég svo lengi, öll striðsárin, og hafði þá varla samband heim að heitið gæti fy-rr en Esja kom og sótti Islendinga 1945. Stuttur stans En á Listaháskólanum gerði ég stuttan stans. Einhvern stysta stans sem um getur. Ég kom i febrúar og var út það skólaár og lét svo innrita mig aftur um haustið, en mætti aldrei. Það var mjög frjálst þarna á Aka- demiunni og ekkert verið að nöldra yfir skrópi. Prófessorinn minn af afskaplega elskulegur og vildi vist aö _ég væri hjá sér áfram, en það varð ekkert úr þvi. Ég fór minar götur. Hann var mjög viðkunnanlegur maður, karlanginn, en leiöinlegur. Hann kom 1 skólann og horföi á það sem við höfðum verið að gera um morguninn, við vorum að mála og teikna naktar konur. Hann gekk um með helviti mikið prik og pot- aði i myndirnar. Min ven Svavar, sagði hann, heldurðu ekki að hér á lærinu eigi að vera meiri litur? Ég varð fljótt þreyttur á þessari kemisku kennslu i þvi að mála mannslikama. Og hætti. Kaus að vera minn eigin kennari. Franskbrauö fyrir sex aura Ég fékk mér húsnæði i Holbergsgötu og bjó þar þótt ég hefði reyndar ekkert til að búa við. Sannleikurinn var sá, að ég blátt afram svalt. Heilt fransk- brauð kostaði þá 26 aura, og þar kom, að hálfan mánuð gat ég ekki leyft mér að boröa neitt annaö en franskbrauð fyrir sex aura á dag. Um álegg eða smjör eða mjólk var ekki að tala. Þá er það eitt sinn að ég hitti upp á Nýjatorgi Islending sem ég kannaðist við, og var ég þá harla langt leiddur, satt best að segja. Hann tók mig upp á sfna arma, og viti menn, hann selur dönskum manni mynd eftir mig á 125 krónur. Nú var ég alveg ofan á. Þessi maður var Skúli Þórðarson magister, og kannski þykir mér síðan vænna um hann en nokkurn annan mann sem ég þekki. Þetta var fyrsta myndin sem ég seldi i Danmörku. Svo fékk ég einhverja aura að heiman lika og gat haldið áfram að berjast — upp á lif og dauða. Upp úr þessu kynnist ég kon- unni minni og þá fór heldur betur að vænkast minn hagur. Það kemur maður aö heiman og ég fer með honum i heimsókn og hitti þar islenska stúlku. Ég komst fljótt að þvi, að hana vildi ég eiga fyrir konu, og þaö varö úr að við urðum hjón, Asta heitir hún og var ættuð úr Borgarfirði eystra, ekki úr mikiö hærri stað en ég, Hornfirðingurinn — en Horna- fjörður hefur nú heldur sótt á siðan. List i skugga hernáms — Við bjuggum svo öll striðs- árin I Danmörku, þoldum súrt og sætt með dönsku fólki. Við vorum stödd á þessum stað, þeir höfðu alltaf verið þarna. Viö kynntumst þá mörgu fólki ágætu, bæði dðnsku og islensku, og gleymum þvi aldrei... En þrátt fyrir hernám og marg- visleg ótiðindi sem þvi fylgdu voru þetta ár mikillar grósku i sköpun og leit. Svavar og sam- ferðamenn hans danskir einbeittu sinni orku að hinu erfiða tján- ingarformi abstraktmyndarinn- ar, sem þá átti marga sigra óunna. Þessi hópur, kenndur við haustsýningar eöa Cobra, hefur siðan eignast fastan sess i listsög- unni. — Já, segir Svavar, i hvert skipti sem viö opnuðum sýningu, þessir ungu og róttæku málarar, þá áttum viö ekki aöeins von á þvi, að henni yrði lokað og myndirnar fluttar i tugthús, heldur við sjálfir lika. Þannig var okkar lif... Og það gerist sem mörgum kann að þykja undarlegt: óhlut- bundin list sem mörgum kynni aö finnast „meinlaust” — hún fær einhvern nýjan kraft, nýja merk- ingu i nábýli viö þaö vald sem hafði hernumiö Danmörku og var | öörum öflum menningarfjand- , samlegra. Svavar hefur orðið: i — Okkar starf varð I óhjákvæmilega tengt þessu hatri I fólksins á hernámsliðinu, á ' nasistunum. Aldrei unnum viö ■ kappsamlegar en einmitt þegar I við höfðum uppgötvað þetta. Ég | vil I þvi samhengi nefna sérstak- , lega tvo félaga mina, Asger Jorn ■ og Carl Henning-Petersen, sem I nýlega hélt sýningu hér i Norræna | húsinu. Við unnum af meira . kappi en nokkru sinni fyrr, og við ■ lifðum i heimi sem að visu var I enn ekki til orðinn, en við áttum | von á handan við næsta horn. ■ Við vorum að brjótast út. Við I vorum að skapa þetta spontana, I sjálfvakta málverk, sem siðan | varö alþjóöleg listastefna. Og við ■ vorum engir impressjónistar eða I kúbistar, það fannst mér svo I ágætt. Það var ekki hægt að festa | okkur á miöa, ekki negla okkur ■ niður, ekki reikna okkur út... Nýtttímabil Svavar kom svo heim 1945 og ■ festi upp myndir slnar i Lista- I mannaskálanum gamla. Þá I höfðu, segir hann.gerst stórkost- , legir hlutir i verslun og viðskipt- . um og á ýmsum öðrum sviðum, I en litlu munaði að við værum ekki I sömu fátæklingarnir i myndlist J og þegar ég fór að heiman. Mönnum ber saman um, að I þessi sýning Svavars hafi miklu I ráðið um framvindu myndlistar , hér á landi. Þorvaldur Skúlason ■ hefur sagt: íslenskum almenn- I ingi gafst i fyrsta sinn tækifæri til I að sjá heilsteypta sýningu á , fullgildri abstrakt list og um leið ■ hófst i rauninni nýtt timabil i I islenskri listasögu. Halldór Lax- | ness: íslensk list var ekki söm og , áður. Hér stóðu menn andspænis i þroskuðum islenskum listamanni I sem hafði samsamað sig list sam- | tiðarinnar, framlagi einstaklings ■ sem tjáði hina miklu umbyltingu i I málverki aldarinnar, og þótt I þetta framlag væri 1 grundvallar- | atriðum i andstöðu við náttúru- ■ eftirlikingu, þá réðist það samt af I islenskri birtu, litrófi og form- I táknum... ■ Að vinna ódauðleg verk En nú erum við eiginlega komin J út fyrir ramma þessa viðtals. Viö ■ vitum að eftir ýmsar skrýtnar I geðshræringar viö upphaf I afstrakttima vann list Svavars og , samferöamanna hans marga ■ sigra og ágæta sigra. Þróttur, I formvilji og uppreisnarandi I Svavars var mikill þáttur i þeirri , sögu eins og listfróðir menn og ■ smekkvisir hafa itrekað. Það er merkileg reynsla að I skoða myndir með Svavari, , hlusta á hann bera saman skyldar ■ myndir og bera fram dæmigerða I athugasemd eins og þessa hér: | Ég sé hvernig ég hefi fikraö mig ■ áfram i andúð gagnvart þvi sem I ég haföi verið að gera áöur... Ég I hefi mest gaman af myndum sem | ég hefi ekki tekið fram lengi. Mér • finnst þá útilokað að mála sllka I mynd framar, það þýðir ekki að I ganga veginn til baka. Einu sinni spuröi Svavar og ■ benti á nokkrar myndir sinar: I Heldurðu ekki aö fólk komi og I segi þetta er nú alveg eins og I krakkarnir minir eru að gera? ■ — Kannski, svaraði ég. Menn hafa lengi þann steininn klappaö. En hverju svarar þú þá? — Ég segi: börn eru góöir listámenn. Reyni að bjarga mér á þvi. Ég spurði Svavar llka að þvi, ■ hvað honum fyndist um I afturhvarf til hins figúratifa, um I „konsept” og aðra þá hluti sem J hafa verið á döfinni. Ég get, sagði Svavar, ómögu- I lega haft neitt á móti þvi. En mér | finnst þaö sé óþarflega mikið um , hliöarstökk á þeim brautum. Mér ■ finnst lika að sumt af þessu unga I fólki velti mjög fyrir sér tækni- | legum hlutum, sem mér finnast , ekki skipta neinu höfuðmáli. Ef mér leyfist að minna á þá | gömlu daga: þá skulfu menn af , áhuga á þvi að vinna einhver ■ ódauðleg verk, sem fullnægðu I þeim sjálfum og öllum heimi... | Það fer vel á þvi, aö láta þau • orð tengjast við innilegar heilla- I óskir til Svavars, sem er sjötugur I 1 dag. Arni Bergmann. ■ Nýtt jólakort frá Ásgrimssafni Jólakort Asgrimssafns á þessu ári er prentað eftir vatnslita- myndinni „A ferð yfir Kaldadal”. Myndin er máluð árið 1922 og þykir ein af öndvegismyndum safnsins. Sýnir hún hvernig As- grimur Jónsson ferðaðist þar sem voru vegleysur einar. Kortið er i sömu stærð og hin fyrrilistaverkakortsafnsins, með islenskum, dönskum og enskum texta á bakhlið, Grafik sá um prentun þessa korts,en Eirikur Smith listmálari vaidi myndina til prentunar, en hann hefur verið ráðunautur As- grimssafns frá fystu tið Einsog undanfarin ár helstsala jólakortanna snemma til hægðar- auka fyrir þá sem langt þurfa aö senda jóla- og nýárskveðju en þessar litlu eftirprentanir af verkum Asgrims Jónssonar má telja góða landkynningu. Ennþá eru fáanleg hin ýmsu kort sem safnið hefur látið prenta undan- farin ár. Agóði af kortasölunni er notaður til viðhalds listaverkum safnsins. Listaverkakortin eru aðeins til sölu i Asgrimssafni, Bergstaða- stræti 74 á opnunardögum og I verslun Rammagerðarinnar i Hafnarstræti 17. Safniö er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30-4. úrvalsvara á instöku verði Skoðið TY . saunaklefan til notkunar Nú bjóðum við hina viöurkenndu TYLO saunakiefa á einstak- lega hagstæðu verði. Fáanlegir i ýmsum stærðum. Lítill afgreiðslufrestur. Munið hina þægilegu kaupsamninga - allar afborgnnir með póstgiróseðlum i stað víxla. Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. IJJ Hringbraut 121 simi 10 600 Þaö datt dýrgripur, svona af tilviljun, upp I hendurnar á mér á dögunum. Mig langar að þakka hann nokkrum orðum og 1 leiöinni að benda öðrum á það að þeir eiga hans llka kost ef vilja. Það er ekki hversdagslegur atburöur að islenskt útgáfu- fyrirtæki, á þessum siðustu og..., sjái sérfært að láta frá sér ganga vandað snilldarverk á efnissviöi sem sjaldnast gerir i blóðiö sitt, fjárhagslega. Þegar þetta gerist er það heiður útgáf- unni og sómi þjóöinni. Þetta hefur Iðunn I Reykjavik gert með þvi að taka að sér út- gáfu á frábæru ritverki Hannes- ar Péturssonar, Kvæöafylgsnl, um skáldskap eftir Jónas Hall- grlmsson. Og það er ekki heldur hvers- dagslegur atburður að annað eins ljóðskáld og Hannes Pétursson beiti gáfum sinum, þekkingu og innsýn á skáldskap eftir slikt ljóðskáld sem Jónas Hallgrimsson. En þegar sá at- burður gerist er hann stórhátið. Og er það ekki undur að geta tekið óvæntan þátt i þessari hátlö með lestri bókarinnar — ef til vill ekki sist nú þessa dag- ana? Ef til vill þykir það undarlega að oröi kveöið, en fyrsta lýsing- in sem ég vil hafa á þessari bók er sú að hún er skemmtileg og jafnvel spennandi á köflum. Hannes er að greiða úr nokkrum fléttum i kvæðum Jónasar, út- skýra „fólgna staöi” I „felustil” Jónasar sem hann kallar svo. Og honum tekst að gera það af þvilikri lipurö, hugkvæmni og þekkingu ab það er óblandiö yndi að mega njóta þess. Annar þáttur þessarar skemmtunar er sá hversu Hannesi er lagiö að fara um efn- Hannes Pétursson Jónas Hallgrimsson Þeír eru góftlr saman ið höndum fræðimannsins, eins og það orð hefur ævinlega verið skiliö meöal Islendinga. Nú er Hannes að visu lærður háskóla- maður og tiökar strangöguð vinnubrögð og heimildarýni. 1 þessari bók bregður hann fyrir sig flestum undirgreinum bók- menntafræðinnar — ef fræði- grein má kalla — , allt frá upptekningu texta til menn- ingarsögulegra og fagurfræði- legra ályktana. En hann gerir þetta svo leik- andi létt, svo áreynslulitið, af slikri frásagnargleði og sögu- mennsku — eftir alla frumvinn- una, yfirleguna og gagnaleitina — aö þaö sér ekki I saumana. Og hann nálgast viðfangsefniö vegna mikilvægis þess i sjálfu sér eins og islenskir fræðimenn á öllum tlmum, sveitum og þorpum hafa gert. Varðar les- andann þá ekki endilega öllu að fallist sé þegar á sérhveria ályktun, heldur skiptir hitt mestu að hafa sllkan leibsögu- mann. Einnig þess vegna er lestur bókarinnar skemmtun og hátið sem heldur áfram allt kvöldið og alla nóttina og langt fram á morgun, og allt uns siðasta blaöi er flett. Og þá er eins og ör- skotsstund hafi liðið slban hún hófst. Mikil ánægja, nýr skiln- ingur, nýjar leiðir til að njóta skáldskaparins, verða eftir og endast. Þá ér lika eftir löngunin til að fá að glugga i þetta aftur og aftur... Mættu sem allra flestir, þeir sem á annað borö hirða um skáldskap, njóta þessarar skemmtunar. Ég vil fá að þakka fyrir mig. Tíminn, 14. nóvember. JS (Auglýsing)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.