Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.11.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 ýmissa fleiri, til að læra af þeim. Þeir reyndu að stæla tón- list þessara manna i einu og öllu. Þessi aðferð tiðkast svo- til ekkert i Bandaríkjunum i dag, þvi að djass og öll önnur tónlist er kennd mjög kerfis- bundið i tónlistarskólum þar. Fyrir kynni sin af trommaran- um Beaver Harris komst Brown i samband við Chicago djassarana i AACM (Assocation for the Advancement of Crea- tive Music) og skömmu eftir það höf hann starf með Archie Shepp. Siðan hefur hann leikið með Sheilu Jordan, Steve Kilhn, Art Blakey’s Jazz Messengers, Zoot Simms ofl. Hver í sína áttina F. Nú er þessari hljómleika- ferð að ljúka. Hvað er framund- an? D.R. „Þessi hljómsveit leys - ist nú upp. Við erum allir skuld- bundnir öðrum verkefnum og hverfum til þeirra.” F.Hver var ástæðan fyrir ferð ykkar um Evrópu sem hljóm- sveitar? D.R. „Kvartettinn var settur saman til að kynna plötu sem við gerðum fyrir Timeless út- gáfuna i Hollandi” C.B. „Við spiluðum fjórir á þessari plötu undir nafni George Adams/Don Pullen kvartettsins og nú erum við að fara heim aftur eftir að hafa kynnt plötuna i Evrópu.” F. Mun kvartettinn þá ekki starfa áfram i framtiðinni? , C. B. „Jú, það kemur vel til greina. Okkur var alls staðar tekið mjög vel þar sem við spil- uðum.” D. R. „Já, það má vel vera að við komum saman aftur. Af 24 stöðum, sem við lékum á, var allsstaðar uppselt nema á tveimur þeirra. Island var ann- ar staðurinn.” Dannie Richmond hlær svo að skin i hvitar tennurnar og Cameron Brown tekur undir hláturinn. D.R.,,Nú förum við allir heim til að sinna næstu verkefnum. Ég fer af stað á nýjan leik með „Mingus Dynasty” (hljómsveit Mingusar, sem starfar enn til minningar um hann). Við erum bókaðir langt fram á næsta ár um allan heim. Við eigum eftir að spila i Suður-Ameriku, Mexikó, Japan, Indlandi og við- ar. Þessi hljómsveit leikur eingöngu lög eftir Mingus. George Adams fer að spila með pianistanum McCoy Tyner og Don Pullen fer i ferðalag með Joseph Jarman og öðrum AACM mönnum.” C.B. „Min biður starf með þýska pianistanum Steve Kuhn og söngkonunni Sheilu Jordan (fyrrv. eiginkona Duke Jordan sem kom hingað sl. vor). En eftir það er ekkert ákveðið framundan. Það er mjög erfitt að þurfa að sjá fyrir konu og tveimur ungum börnum á lausaspilamennsku (free- lance). Tekjurnar eru ekki háar hjá djössurum nema þeir séu mjög þekktir. Þessi túr er búinn að vera mjög góður og ég hef haft ágætar tekjur. En það hef- ur bara gerst einu sinni áður — þegar ég var með Shepp — að ég hafi þénað jafn mikið. Yfirleitt eru störf stopul og tekjurnar litlar. Ég hef haft svona 150 doll- ara (60þús.) á kvöldi i þessari ferð, en fyrir venjulegt klúbbkvöld i New York eru aö eins greiddir 50 dollarar (20 þús.). Þetta eru ekki miklar eða öruggar tekjur.” F.Hvernig finnst þér að leika með þessum kvartetti? C.B. „1 dag er djassinn forystulaus. Það er enginn Duke Ellington eða Miles Davis eða Mingus. Þessi kvartett er þó að gera merkilega hluti. Hann dregur saman ýmsa hluti úr fyrristefnum s.s. be-boppi,free- djass osfrv. Það er verulega gaman að þessu”. Cameron Brown er ákaflega djúpt þenkjandi tónlistarmaður sem komist hefur örugglega áfram. Hann á greinilega virð- ingu samstarfsmanna sinna, þvi að Dannie Richmond fór mjög lofsamlegum orðum um hann og Dannie kallar ekki allt ömmu sina. Þrátt fyrir þetta ætlaði Brown sér aldrei að feta þessa braut. „Sjáumst næst” C.B. „Ef einhver hefði spáð mér þvi fyrir tiu árum síðan, að ég ætti eftir að spila með Dannie, Don og George, hefði ég sagt að sá hinn sami væri klikk- aður. Ég ætlaði mér aldrei að verða tónlistarmaður.” A meðan Fingrarim spjallaði við Dannie Richmond og Cameron Brown i anddyri Loft- leiðahótelsins á mánudaginn voru George Adams og Don Pullen að skoða ullarflikur i verslun Rammagerðarinnar til að færa ættingjunum heima að gjöf. Gerard Chinotti og Eirikur Einarsson, stjórnarmenn Jazz- vakningar, gengu um gólf og litu öðru hvoru á klukkuna. „Flugvélin fer i loftið eftir 45 minútur. Þeir verða að flýta sér,” segir Gerard. „Veistu að ég kaupi dúkkur handa dóttur minni i hverju landi sem ég kem til”, skýtur Dannie Richmond inni og telur upp nöfn ótal landa sem hann hefur komið til „Þetta verður dýrmætt safn einhvern daginn”. Fingrarim þakkar þessum djasspostulum ógleymanlega tónleika og spyr að lokum hvort þeir hyggist koma aftur til íslands. „Já örugglega” segir Dannie, og Cameron Brown kinkar kolli. „Sjáumst næst”. —jg „Óöruggt starf” Hattur og Fattur komnir á kreik Hattur og Fattur nefnast tveir grallarar sem ólafur Haukur Sfmonarson hefur fóstraö i huga sér. Þessir sprelligosar voru tlöir gestir I Stundinni okkar fyrir u.þ.b.4 árum og skemmtu ungum sem öldnum meö uppátækjum sinum. Siöan hefur veriö heldur hljótt um þá Hatt og Fatt, nema hvaö þeir hafa heimsótt fóstra sinn ólaf Hauk endrum og eins og gantast viö hann. Ólafur Haukur er meðal okkar fremstu rithöfunda af yngri kynslóðinni og erhonum margt til lista lagt. Út hafa komið tvær hljómplötur með lögum og textum hans i flutningi Olgu Guðrúnar Arnadóttur. Kynjakarlarnir Hattur og Fattur hafa komist yfir nokkur af lögum ólafs Hauks, sem hann hefur dundað sér við aö setja saman milli skrifta. Nú hafa þeir sungiö þessi lög inná hljómplötu sem kemur nú út undir nafninu Hattur og Fattur og Olga Guörún. „Komnir á kreik”. Leikararnir Gisli Rúnar Jónsson og Arni Blandon fara með hlutverk Hatts og Fatts á plötunni, en Olga Guðrún Arnadóttir sem sér um unglingasiöuna hér I blaðinu hitti þá félaga er þeir lentu á Austur- veUi ogfylgdi hún þeim að nokkru leyti á plötunni. Að sjálfsögðu fylgdist ólafur Haukur með framgangi mála þegar Hattur og Fattur sungu lögin suöur i Hljóðrita I Hafnarfiröi og bregður honum fyrir í einu laganna á plötunni. Hattur og Fattur geta breytt eðli þyngdarlögmálsins sér i hag og látið fjögurra hjóla furðu- vagninn,semþeirferðasti aööllu jöfnu, sigla um loftin blá. En allt sem hefur sig til flugs veröur að lenda fyrr en seinna og svo er einnig með furöuvagn Hatts og Fatts. Eftir eitt af sinum ferða- lögum um háloftin, lenda þessir furðufuglar á Austurvelli og hefja skoðunarferð sína um höfuð- borgina. Hitta þeir stúlki eina (Olgu Guðrúnu) sem fylgir þeim um borgina og leiðir þá á ýmsar slóðir. Nokkru eftir að þeir eru lentir ákveða þeir að fá sér sund- sprett i sjónum, en þeim snýst hugur á sfðustu stundu og halda þeir i Vesturbæjarlaugarnar til að iðka sundfimi sina. Grallar- arnir Hattur og Fattur kynna sér einnig skólakerfið islenska og komast að þvi að þar eru hlutirnir um margt öðruvisi en þeir kysu að hafa þá. Hattur og Fattur sjá hlutina með öðrum augum en flestir og benda þeir á eitt og ann- að sem betur mætti fara. Þeim finnst of mikið af steinsteypu og Framhald á bls. 21 LamDar^ og íios í „nýju“ versluninni við Smiðjustíginn höfum við komið upp sér- stakri lampadeild. Með því viljum við auka þjónustuna við viðskiptavini okkar. Þar eru borðlampar, standlampar, loftljós og veggljós frá Lyktan AB í miklu úrvali bæði fyrir heimili og skrifstofur. Komið og skoðið nýju lampadeildina. r, KRISTJHfl SIGGEIRSSOfl HF. LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.