Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 Sverrir Hermannsson var einn þeirra frambjóöenda Sjálfstæöisflokks- ins sem baröist eindregiö gegn leiftursókn Geirs og Co á fram- boösfundum og þýddi litiö fyrir aöra frambjóöendur aö núa hon- um þeirri stefnu um nasir. Þegar kosningarnar voru afstaönar skundaöi Sverrir, þá nýkjörinn þingmaöur suöur, brenndi beint inn i Valhöll, þar sem flokksfund- ur stóö, hellti sér yfir Geir og Gunnar og reyndar flesta aöra i forystunni lika fyrir einstefnu- akstur sem leitt haföi flokkinn á blindgötu. Þegar Sverrir var bú- inn aö ljúka sér af rauk hann út og skellti öllum dyrum á eftir sér. Sagt er aö gluggarnir á Valhöll skjálfi enn. Djúpið heitir nýtt galleri sem opnað veröur um helgina. Er þaö staö- sett i kjallaranum undir veitinga- staönum „Horninu” i Hafnar- stræti. Richard Rikaröur Valtingojer myndlistamaöur er framkvæmdastjóri gallerisins. Stóö til aö opna með sýningu á Sverrir: Skellti huröum. verkum Alfreðs Flóka, en timi vannst ekki til aö ganga frá þeirri sýningu. t staðinn veröur opnuö sýning sex grafikera, þeirra Þóröar Hall, Jóns Reykdal, Eddu Jónsdóttur, Sigrid Valtingojer, Ragnheiöar Jónsdóttur og Bjarg- ar Þorsteinsdóttur. Ellert Schram er nú I öngum sínum eins Ólafur: Þeir siöustu veröa fyrstir. Ellert: Ný störf framundan. og aörir Sjálfstæðismenn yfir úr- slitum kosninganna. Sérstaklega er þó örvænting knattspyrnuhetj- unnar mikil að komast ekki á þing. Hefur kappinn meira aö segja gengið svo langt aö básúna það I fjölmiöla aö hann sé nú at- vinnulaus, og hyggist bara fara á sjóinn ef hann fái ekkert i landi. Einum blaöamanni okkar varð þaö á aö lesa þessa frétt upphátt á ritstjórnarfundi fyrr I vikunni. Þá heyöist rymja I framkvæmda- stjóra Þjóðviijans: „Okkur vant- ar jú blaðbera i Vesturbæinn.” Og aö lokum ein saga af Óla Jó. Gár- ungarnir segja aö meðal vinnu- staöa sem ólafur heimsótti i kosningabaráttunni var ónefnt barnaheimili. Þegar forsætisráð- herrann fyrrverandi var á léiö inn I heimiliö þustu alls kyns börn aö honum til aö skoöa fyrirbæriö. Fóstrurnar geröu þó sitt besta til að stjaka þeim i burtu frá stjórn- málamanninum. Þá varö Óla aö orði: „Svona, svona stelpur, leyf- iö börnunum aö koma til min.” ——:--— ASTARSOGURNAR jjíiiggf: FRÁ BÓKASAFNI FJÖLSKYLDUNNAR J eru hver annarri betri 6 gerólíkar bækur hver með sínu sögusviði - en tvennt eiga þær þó sameiginlegt: Þær eru spennandi og bráð- , skemmtilegar. Úrvalsþýðingar Snjólaugar Bragadóttur og Lofts Guðmundssonar Verð aðeins ENDURFUNDIR eftir Marion Naismith Snjólaug /slenskaói ÞRÍRDAGAR . eftir Joseph Hayes Loftur tsienskaði ÓSÁTTIR ERFINGJAR eftir Essie Summers ^0 Snjólaug (slenskaði ÁSTIR I ÖRÆFUM eftir Dorothy Cork Snjólaug íslenskaði SMYGLARINN HENNAR eftir Alice Chetwynd Ley Snjólaug íslenskaði ÁSTIR LÆKNA eftir Elizabeth Seifert Snjólaug íslenskaðí BÓKASAFN FJÖLSKYLDUNNAR ■ Arnartanga 70 g Simi 91 66293 Mosfollssveit Þegar ég gekk mig á kjörstaö fannst mér ég vera föðurlands- vinur, mannvinur og samfélagsvinur, minnst. Þarna var ég, hrimuö i framan, á leiö aö leggja mina litlu hönd á póginn til aö bjarga, ef ekki mannkyninu, þá altént landsmálum meö minu framlagi. Meö einhverja tilfinningu af óraunveruleika. það var svo stutt siöan ég bjargaöi heiminum á sama hátt. An þess aö dygöi. Slöan horföi ég á kosningasjónvarp. Þá varö mér ljóst að þetta er einn allsherjar skripaleikur. Það voru stuttir leikþættir milli atriöa sem opnuöu augu mln. Fyrst hélt ég aö þetta væru alvöruleikþættir, en svo kom fram aö þetta myndu vera alvöru framboösfundir i dreifbýlinu. Og, hæstvirtu stjórnmálamenn, atkvæöinu ykkar sárnaöi. Þarna sátu bændur og aðrir dreifbýlisbúendur og hlustuöu á einn frambjóöanda gera linnulaust grin aö einhverri land- búnaðarstefnuskrá, næsti maöur geröi grin aö siðasta ræöu- manni. Auövitaö er bráöfyndiö aö svo og svo margir fermetrar fari undir læöu og einn fjóröa úr högna, en svona er tölfræðin. Hvenær hefur vlsitölufjölskyldan staöiö á sléttu? Hver þekkir fólk sem á tvo þriöja úr barni? Mér finnst óþefur af framboðs- ræðu sem er komin i þaö slæmt rökþrot aö eina leiöin til aö halda athygli fundarsækjanda er aö gera grin aö tölfræöi og eini varnarvegur þess ásótta er aö rakka niöur kyngetu ræöumanns- ins á undan. Hvaöa andskotans erindi á þaö viö fólk hvort einhver von- glaöur frambjóöandi öfundi hrúta sem hafa fimmtlu ær til aö fróa sér á og hvort sú öfund stafi þá af aö viðkomandi maður gæti aldrei annað fimmtfu þingkonum. Erum viö atkvæöin ykkar klappliösem þarf aö halda kátum meö þvi aö segja kynlifsbrandara á kostnað hinna flokkanna? Ég hélt ekki. Eg hélt að mörg okkar værum vesælir volaöir leppalúöar sem leggja af staö út I búö meö þúsund kall og þegar Kynlíf alþingismanna viö komum þangaö er hann oröinn aö fimm hundruð kalli. Og þess vegna hélt ég aö aöaláhugamál okkar væri aö klossbremsa veröbólgubáliöog framboðsfundir væru einskonar slökkviliösæf- ing fyrir frambjóöendur Kannski er þetta kolvitlaust hjá mér. Kannski á það ekkert erindi viö atkvæðin ykkar hvaö þiö ætlist fyrir meö framtiö okk- ar. Mér var sagt aö svona væri þetta úti á landi, f jör á framboös- fundum. Þaö hét sig áöur fyrr að sveitamenn væru svo heimskir og litt veraldarvanir. Nú ku þaö vera visindalega sannaö að þeir eru ekki heimskari en gengur og gerist á mölinni. En gerir ræðumaður, sem fer á kostum með þvi aö halda þvi fram aö undangenginn ræöumaöur hafi tapað kyngetunni, ekki ráö fyrir aö dreifibýlisfólkiö sæki kyn til rómverja hinna fornu sem elsk- uöu mest þá keisara sem sáu þeim fyrir blóðugustum kappleikj- um? Er hann ekki óbeint aö halda þvi fram aö fundarmenn séu svovitlausir aöþaö sé vonlaust að reyna aö bjóöa þeim bitastæöa lausn á ullarvandanum eöa mjólkurmálunum? Eöa er hann aö- eins aö viðurkenna eigiö rökþrot? Heföi ég veriö bóndi þá hefði ég mætt meö fjárbyssuna og fret- aö á ræöumann. En bæði er bannaö aö útrýma stjórnmálamönnum hér á landi og svo er ég ekki bóndi. Aftur á móti finnst mér I lagi aö stinga upp á þvi viö ykkur kæru landsfeöur, úr þvi aö kosningabarátta ykkar hefur ekki tekiö þessa stefnu, aö þiö lagiö framboösfund- ina aö þessum nýju hugmyndum ykkar um kjósendur. Þiö gætuö fariö aö dæmi Don Juans og haldiö „kappreiöar” á staönum aldrei aö vita nema fundir yröu betur sóttir ef gestir ættu von á kynsvalli. • Nú er ég búin aö hlusta á ykkur i útvarpi og horfa á ykkur i sjónvarpi árum saman, elskulegu frambjóðendur, og alltaf sé ég þaö sama fyrir mér. Litla drengi I sandkassa, sem sökum skorts á tjáningagetu eöa einhverju skynsamlegu til aö segja, sitjiö og æpiö hver á annan: „Ég geröi þaö ekki, hann geröi það.” Þegar enginn fæst itil aö viöurkenna aö hafa aleinn og persónu- lega með flokkinn aö baki átt sök á siðustu gengisfellingu eöa kjaraskeröingu, þá stigiö þiö barndómsskrefiö til fulls og upp- hefjiö persónulegt niö hver um annan. Svo ætlist þiö ekki aöeins til aö viö kjósum ykkur, viö eigum lika að bera viröingu fyrir ykkur L Ég skal segja ykkur hverjum ég ber virðingu fyrir þessa dag- ana og þaö er högg fyrir neöan beltisstaö. Aö loknum þessum hápólitisku umræöum um hverjum stæði og hverjum stæöi ekki, steig Sigurlaug Bjarnadóttir i púltiö. Hún byrjaöi á aö ávita röggsamlega þessa tvo steggi fyrir dónaskap og benti þeim á að þarna væru alvarlegri mál á'dagskrá. Húrra, Sigurlaug, ég sé ljósiö framundan. Þú færö hæstu eink- unn fyrir aö vera málefnaleg. Svo sjáum viö til meö hitt. Þetta er undarlega öfugsnúinn heimur. Ef ég fer fram á aö getnaöarlimur konunnar veröi máöur úr oröabókum, þar sem hann siglir undir fölsku flaggi og getur gefiö litlum drengjum annarlegar hugmyndir, þá veröur allt vitlaust. En ef hæstvirtir frambjóöendur :stiga i stól frammi fyrir alþjóö og klæmast á kyngetu hvers annars, þá eru þeir sniöugir og eru kosnir á þing. Þiöskylduöhafa I huga, alþingismenn, aö hér situr þjóð sem á eftir aö brjóta blaö i sögu tiskunnar sem fókiö sem hætti aö ganga meö belti og tók upp sultarólar. Vér kjósendur höfum þvi miklu meiri áhuga á hvaö þiö getiö gert meö heilanum i ykkur en skaufanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.