Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 9. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 HeiOrún Sverrisdóttir HEIÐRÚN SVERRISDÓTTIR, FÓSTRA: Menntun „kvenna- stéttanna” eykst — Fóstrur eru Kvenna- stétt og ég tel ekki nokk- urn vaf a á að það á stóran þátt i, hversu léleg laun okkar eru. Hvort tveggja er að löngum hefur það ekki þótt vandaverk „að passa krakka", og eins hafa alltof margar fóstrur verið of linar við að krefjast réttlátra launa fyrir jafn ábyrgðarmikið og vanda- samt starf og starf okkar er. Jafnvel heyrðust þær raddir meðal fóstra hér áður fyrr að þær væru nú allt eins að vinna þetta að gamni sínu, peningar skiptu minna máli. Það er Heiörún Sverrisdóttir forstööumaöur dagheimilisins við Hábraut i Kópavogi sem segir þetta og hún er ómyrk i máli um þau smánarlaun sem fóstrum eru skömmtuð. Alltaf í sama launaf lokki — Við byrjum i 2. þrepi i 10. launaflokki og i þeim flokki erum við þaðan i frá og engir hækkunarmöguleikar koma til greina. Eina hækkunin er um eitt þrep i þessum sama flokki eftir 6 ára starf. Siðan ekki söguna meir. — Launin nú eftir hækkunina 1. des. eru 331.607 þús. á mán. i 2. þrepi og 344.718 þús. i þriðja þrepi. Það eru jafnframt há- markslaun fóstra. Þetta eru þau laun sem fólk með þriggja ára sérmenntun verður að sætta sig við. Og þessi sérmenntun hefst ekki fyrr en að loknu stúdents- prófi eða tveggja ára námi á uppeldisbraut I framhaldsskóla. Ég fæ ekki betur séð en að i „kvennastéttunum” sé sifellt „Fóstrur eru fjölmenn- asta stéttin í starfs- mannafélagi Reykja- víkurborgar en samt er alveg undir hælinn lagt, hvort nokkur fóstra er i samninganefnd félags- ins hverju sinni". en launin standa í staö verið að auka menntunar- kröfurnar og er það vel. En það vantar bara framhaldið. Launin ættu að hækka um leið; en þau standa i stað. — Það er alveg ljóst að við getum ekki sætt okkur viö þetta öllu lengur. Fóstrur eru alltaf á botninum, jafnvel þó að miðað sé við kvennastörfin svokölluðu. Það háir okkur lika mjög mikið að Fóstrufélag Islands er ekki stéttarfélag. Það er aðeins hagsmunafélag. Við semjum þvi ekki sjálfar um laun okkar, en veröum að fljóta með öðrum stórqm hópum, þegar samið er. — Fóstrur eru fjölmennasta stéttin i Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar, en samt er alveg undir hælinn lagt, hvort nokkur fóstra er i samninga- nefnd félagsins hverju sinni. Og laun fóstra á öllu landinu eru i stórum dráttum miöuö við laun fóstra i Reykjavik. A nokkrum stöðum úti á landi hafa náðst betri kjör, t.d. i Neskaupstað, Grundarfiröi og á Hellu, þar eru launin einum flokki hærri. Lika á Selfossvog þar verður aldurs- hækkun eftir 5 ára starf, þannig að hæst komast fóstrur jiar i 12. launaflokk. — Hafa fóstrur i hyggju að gera eitthvað róttækt i málunum á næstunni? — Fóstrur hér i Kópavogi sögðu allar upp starfi sinu I nóv. i fyrra vegna óánægju með launin. Við gerum kröfur um laun samkv. 12. flokki og hækk- unar i 13. flokk eftir eitt ár og i 15. flokk eftir fjögurra ára starf. FÓSTRUR Byrjunarlaun: 10. fl. 1. þrep kr. 305.578 Hámarkslaun: 10. fl. 3. þrep kr. 344.7Í8 Eftir þó nokkur fundahöld ákváðum við að biöa — upp- sagnirnar eru enn i gildi — þar til samið yrði næst. Það átti reyndar að gerast i sumar, en eins og menn vita hefur litiö gerst i samningamálum opin- berra starfsmanna þó að samn- ingar hafi veriö lausir frá 1. júli. — Við vildum lika fá greiðslu fyrir nauösynlegan undirbúning vegna daglegra starfa. Bæjar- yfirvöld tóku þeirri málaleitan okkar vel og viöurkenndu rétt okkar til þessara greiðslna i bréfi dags. 22. febr. i fyrravetur. Að öðru leyti er mál okkar hér i Kópavogi i biðstöðu. — I sumar var aftur á móti ráðist i viðamikið mat á öllum störfum bæjarstarfsmanna. Þessu starfsmati mun nú vera lokið, en ég veit ekki ennþá, hvernig fóstrum reiddi þar af. Samninganefnd hefur aöeins verið kynnt plaggið litillega, en ég á von á að bráðlega verði niðurstööur þess kynntar öllum bæjarstarfsmönnum vel og rækilega — En þetta er ekki nóg,og hér er aöeins um að ræða fóstrur i einu bæjarfélagi. Eftir samningana 1978 skipaöi fóstru- félagið þriggja manna nefnd sem skyidi gera tihögur um markmið og leiðir i þeirri kjara- baráttu sem þá var sýnt að fóstrur yrðu að herða að mun. Þessi nefnd starfaði vel og hefur skilað áliti. Þar er höfuöáhersla lögðá samstöðu fóstra og einnig að þær kynni starf sitt og kjör betur en gert hefur veriö. — Oft hefur lika verið rætt um það i félaginu að hafa i samningagerð samflot með kennurum. Störf beggja stétta eru skyld og þvi væri samstarf þeirra i milli ofur eðlilegt. Lika hefur veriö talað um aö Fóstru- skólinn yrði deild i Kennara- háskólanum, en um það eru ákaflega skiptar skoðanir, bæði meðal kennara og fóstra. Tilbúnar í slaginn — Ertu þá nokkuð bjartsýn á árangur? — Ég geri mér alveg ljóst að enginn árangur næst nema með mjög harðri og vel skipulagöri baráttu og fullkominni sam- stöðu i stéttinni. Mér virðist sem fóstrur séu einmitt núna að sækja i sig veörið; viö höfum sýnt linku alltof lengi og fyrir bragöið er bara troðiö á okkur. Það þýöir ekki lengur að gera himinháar kröfur i hverjum samningunum á fætur öörum og fylgja þeim svo ekki eftir og sætta sig svo viö smánarlaun. Þegar fóstrur almennt skilja þetta og eru tilbúnar i slaginn, þá verö ég bjartsýn. —hs Starf við áætlanagerð Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga er laus staða fulltrúa, sem vinni að áætlana- gerð og almennum verkefnum á vegum sambandsins. Starfið miðast við, að umsækjandi hafi menntun á sviði háskóla- stigs s.s. þekkingu á áætlanagerð, tölfræðilegri úrvinnslu verkefna eða aðra menntun og reynslu sem að gagni má koma i starfinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi áhuga fyrir lands- byggðarmálum og áætlanagerð og geti unnið sjálfstætt að verkefnum. Upplýsingar um starfið gefur framkvæmdastjóri sambandsins Askell Einarsson, simi 96-21614, Akureyri. Umsóknir skulu vera skriflegar, ásamt upplýsingum um störf umsækjanda, menntun, ásamt meðmælum ef fyrir eru, og ennfremur með upplýsingum hvenær umsækjandi gæti hafið störf. Umsóknar- frestur er til lO.janúar 1980. Fjórðungssamband Norðlendinga Glerárgötu 24, Akureyri. IJ! Auglýsing Auglýst er eftir umsóknum um stöðu húsvarðar i Skúlatúni 2 (skrifstofur borgarverkfræðings). Umsóknarfrestur er til og með 15. des. n.k. og skal umsóknum skilað fyrir þann tima til skrifstofustjóra borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2. Umsækjandi skal tilgreina i umsókn nafn, heimilisfang, aldur, menntun og fyrri störf. Laun skv. kjarasamningi St.Rv. ■ ■* Fúlagsmalaslofnun Reykjavikurborgar 1| j Vonarstræti 4 simi 25500 Félagsráðgjafi eða starfsmaður MEÐ SAMBÆRILEGA menntun óskast i fulltrúastöðu i Breiðholtsútibúi, Asparfelli 12. Umsóknarfrestur til 31. des. n.k. Upplýs- ingar veita deildarfulltrúar i sima 74544. Duglegur, lagtækur maður óskast til að annast viðhald og eftirlit á húseignum félagsins. Laun samkvæmt kjarasamningi B.S.R.B. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins Laugavegi 11, simi 15941. Styrktarfélag vangefinna. Auglýsingasími er 81333 DiomnuiNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.