Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 9. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Jafnvel rotturnar veröa fallegar. Klaus Kinski og Isabelle Adjani f Nosferatu. Hestur Ævintýramaður og fylgihlutir Bílabrautir 20 gerðir Fjarstýrðir bilar Snúrustýrðir bi/ar Skautabe/ti 'y^mrisitx..................................................... Póstsendum samdægur s Leikfangahúsid Skólavöröustíg 10, Bergshúsi Sími 14806 Eru blóðsugur hlægilegar? Að byggja brú A fundi meö islenskum áhuga- mönnum um kvikmyndir s.l. vetur talaöi Werner Herzog mikiö um það „gat” sem væri á þýskri kvikmyndasögu. Þar átti hann við timabiliö milli tveggja gullalda, frá þvi aö nasisminn geröi útaf viö glæsilegt skeiö expresslónistanna gömlu og þangaö til nýja bylgjan reis i upphafi áttunda áratugsins. Herzog talaöi um að byggja trú þarna á milli, og eflaust á myndin um Nosferatu aö vera sú brú, eða a.m.k. hluti af henni. Fyrsta myndin um Nosferatu, ööru nefni Dracula, var gerö áriö 1922. Þá skapaöi Friedrich Wil- helm Murnau sitt sigilda meistaraverk, og Max Schreck lék aðalhlutverkið, greifann blóöþyrsta. Siöan hafa sem kunn- ugt er veriö geröar margar blóösugumyndir, bæöi i gamni og alvöru. Má e.t.v. segja aö blóösugan sé oröin útþvælt fyrir- bæri i kvikmyndasögunni og aö talsvert mikiö þurfi til aö vekja áhuga nútimaáhorfenda á henni. Werner Herzog notar sama söguþráö og Murnau geröi, þ.e. skáldsögu Bram Stokers, „Dracula”. Hann breytti nánast engu i sögunni sjálfri, og geröi sér meira að segja far um aö leita uppi staöi sem Murnau hafði kvikmyndaö og mynda þá frá sama sjónarhorni. Með þessu var hann i og með að votta Murnau aödáun sina og sýna fram á aö hann tæki upp þráöinn þar sem Murnau sleppti honum. Deyfandi fegurð Engu aö siöur er mynd Herzogs langt frá þvi aö vera bein stæling á mynd Murnaus. Gagnrýnendur hafa sagt um hana aö hún sé „deyfandi falleg”. Fegurðin yfir- gnæfi þau „myrku öfl” sem séu nauösynleg forsenda i hryllings- mynd. Jafnvel rotturnar, sem flæöa um tjaldiö i þúsundatali og eiga aö tákna pestina og dauöann, séu hvitar og pattarlegar og allt aö þvi fallegar. bótt undarlegt kunni að viröast eru gagnrýnendur þvi sem næst sammála um, að eina persónan i myndinni sem veki samúö áhorfandans sé Dracula, sem leikinn er af Klaus Kinski. Vandamál greifans er þaö, aö hann fær hvorki aö deyja né elska. Leikaranum tekst svo vel aö koma þessu til skila, aö áhorfendur skilja hversvegna hann kemur af staö plágum og stráir um sig hörmungum og dauöa, hvar sem hann fer. Kannski er þarna aö finna stærsta muninn á myndum þeirra Murnaus og Herzogs. Og kannski er þarna lika að finna sögulega skýringu á þeim timum, sem þessir tveir listamenn lifa og hrærast i. Þegar Murnau geröi sina mynd voru aöeins fjögur ár liöin frá lokum fyrri heims- styrjaldarinnar, en þýski expressionisminn reis úr rústum þess hildarleiks. Hryllingurinn, óttinn og „hin myrku öfl” voru þessum mönnum raunveruleg fyrirbæri. Herzog er maður annars tima. Hann hefur að visu látiö aö þvi liggja að hann sé miðaldamaöur og sæki sinar myndir aftur til siöari hluta miöaldanna. En slik- um yfirlýsingum ber að taka meö fyrirvara. Þegar verk Herzogs veröa metin i framtiöinni veröur hann ekki skoöaður sem miöalda- maöur, heldur barn sins tima. hversu frábrugðinn. sem hann kann aö vera jafnöldrum sinum og bræörum i llstinni. mwm Svona litur Klaus Kinski út þegar hann er ekki aö leika blóösugur eöa krypplinga. r Urkynjun Þaö sem viröist vera aö einkenna Herzog æ meir, eftir þvi sem myndum hans fjölgar, er úrkynjunarstefna i þvi, (dek- adentismi). Þeir sem aðhyllast þá stefnu sjá dularfulla fegurð tt sem öörum þykir harla ljótt: dauðanum,glæpum, striöum og öðrum hörmungum. Blóðsug- an hlýtur þvi að vera kjörin sögu- hetja. 1 Nosferatu er allt fallegt: lika dauöinn og plágan. t myndinni Woyzeck, sem Herzog geröi næst á eftir Nosferatu, gætir þessarar tilhneigingar einnig. Sú mynd endar á þessari gullvægu setn- ingu: „Svo fagurt morö höfum við ekki séö lengi.” Werner Herzog er mikill lista- maöur, enginn fær mótmælt þvi. Hann hefur skapaö listaverk sem munu lengi i minnum höfö. Hann hefur fundiö sýnum sinum myndrænt form sem er sérstætt, jafnvel einstætt I kvik- myndasögunni. Hann fer aldrei troönar slóöir, og um verk hans eru þvi afar skiptar skoöanir. En sú braut sem hann fer inn á I tveimur slöustu myndum sinum, Nosferatu og Woyseck, virðist varla geta leitt til annars en úr- kynjaörar naflaskoðunar i fila- beinsturni. Þar meö er alls ekki sagt aö hann eigi ekki eftir að skapa merk listaverk 1 framtiöinni, og þetta er auövitaö enginn endanlegur dómur yfir honum sem miklum listmanni. Þegar Herzog gerir mynd um blóösugu gerir hann þaö vafa- laust i þeirri trú aö hann geti haf- iö sig hátt yfir þau almennu viöbrögð nitimamanna aö hlæja aö því sem áöur þótti ógn- vekjandi. En það er einsog þaö hafi ekki alveg tekist. Þaö er algengt aö áhorfendur hlæi á „vitlausum stöðum” þegar veriö er aö sýna Nosferatu. Ingibjörg Haralds dóttir skrifar Nú í vikunni hófust í Nýja bíói sýningar á margumræddri kvikmynd Werners Herzogs: ,,Nosferatu — blóðsuga næturinnar”. Herzog er áreiðanlega mörgum minnisstæður frá því hann heimsótti okkur í fyrra. Nokkrar myndir ef tir hann hafa líka verið sýndar hér: Stroszek, Aguirre — reiði Guðs, Kaspar Hauser, Glerhjartað ofl. Margir telja Herzog fremstan í flokki þeirra ungu v-þýsku kvikmyndastjóra sem standa fyrir „nýbylgj- unni" svonefndu. Samt •munu flestir sammála um að erf itt sé að f lokka þenn- an sérstæða leikstjóra, skipa honum í sveit með öðrum; stundum er honum likt við klett í hafinu. Þegar Herzog var spuröur hvers vegna hann heföi kosið aö gera enn eina mynd um rúmenska greifann Dracula, svaraöi hann: Ég leita ekki uppi þemu, það eru þau sem leita mig uppi. Þetta svar er mjög i samræmi viö þá grundvallarsannfæringu Herzogs, aö hann sé útvalinn, einskonar spámaöur kvikmynda- listarinnar. Þegar hann fær sinar stórkostlegu hugmyndir — sem eru stórkostlegar, enginn fær neitað þvi — getur nákvæmlega ekkert hindraö hann i aö koma þeim I framkvæmd. Hvort sem þaö er malaria, eldgos, eöa fjand- skapur hollenskra bænda eöa perúanskra idiána, svo aðeins lit- iö eitt sé nefnt af þeim vand- ræöum sem Werner karlinn hefur lent i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.