Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 YFIRÖTUL BÖRN og matarlist dr. Feingolds Svonefnd „yfirötul" (hyperactive) börn hafa verið rannsðknarefni lækna í Bretlandi og Bandaríkjunum í æ ríkara mæli. Upphaflega var haldið að þessi óróleiki barnsins skapaðist í sam- bandi við heilaskemmdir en nú er álitið að ofnæmi eigi einhvern hlut að máli. Rannsóknir bandaríska læknisins Dr. Ben Feingold sem hér verður sagt frá hafa leitt í Ijós að lækning þessara barna er mjög undir fæðuvali komin. „Yfirötul” eöa „óróleg” börn hafa m.a. eftirtalin einkenni: Þau eiga erfitt meö aö einbeita sér, sofa illa, fá ofsa frekjuköst (tant- rums) — öskra, hoppa og haga sér svipaö og dýr i búri flestalla daga i þrjár til fjórar stundir i einu. Sum þessara barna eiga i erfiöleikum meö nám eiga erfitt meö að tala, eru klaufaleg og eiga jafnvel erfitt með aö halda jafn- vægi. Oft þjást þau af einhverjum eftirtalinna kvilla: höfuöverk, kvefi, astma, ofnæmi, húð- sjúkdómum, óþægindum i maga og ósjálfráöu þvagláti. Einnig eru þessi börn óeðlilega þorstlát. Þessi einkenni virðast niu sinnum tiöari hjá drengjum en stúlkum. ,/óvísindaleg" aðferð Bandarisk stofnun (The New York Institute of Child Develop- ment) er að kanna blýmengun i „hyperactivum” (afarórólegum) börnum og hefur hún komist aö niöurstööum sem hvetja til enn frekari ranns&kna. Samt telur þessi stofnun liklegt aö sum þess- ara barna þjáist af of lágu magni blóösykurs og aö þau eigi að vera á sérstöku fæöi, þ.e. boröa eggja- hviturikt (protein-rikt) fæöi, en aftur miklu minna af kolefnarik- um eða sætum mat. Aöurnefndur læknir, Dr. Fein- gold, hefur eftir margra ára ranns&knir gert lista yfir æski- lega og óæskilega fæöu fyrir þessi börn. Þaö má bæta þvi viö hér að nokkur skólamötuneyti þarlend hafa farið eftir þessum matar- lista, en eflaust hentar hann fleir- um en þeim sem hafa ofnæmi eins og umrædd börn. Þótt þaö sé vafalitiö miklu þægilegra að ná sér i pakka og niöursuðudósir af hinu og þessu fyrir f jölskylduna virðist auglj&st að ef börn eru skapvond ogeiröar- laus dag eftir dag, án þess þó að viröast veik, mætti reyna að breyta mataræði þeirra og kom- ast þannig aö raun um hvort ekki verður breyting til batnaöar á nokkrum vikum. Það er vitaö mái, aö iæknar eru ekki óöir og uppvægir i aö tileinka sér þessar rannsóknir Dr. Feingold, en telja má vist að ef stór og viðurkennd ranns&kna- stofnun (eins og t.d. American Medical Association) heföi unniö að þessum rannsóknum yröu þær strax viöurkenndar af þeim. Aætlaö er aö i Bandarikjunum einum saman séu uní 15% barna „hyperactive”, eöa um sex miljónir. Allt bendir til að þessi sjúkdómur hafi aukist gifurlega siöan i og eftir seinni heims- styrjöld, þ.e. i öllum iönþróuöum rikjum. Þessum börnum eru gef- in margskonar lyf, og álítur stór hluti lækna aö Feingold-fæöiö sé mjög svo „óvisindaleg” aðferö til lækninga. Nokkrir erlendir lækn- ar hafa þó tekið við sér og reynt þennan möguleika og nær undan- tekningarlaust hefur oröiö breyt- ing til batnaðar á þeim börnum er hafa þannig notið hjálpar slikra lækna. Einnig er þeim hjálp i að eiga fordómalausa foreldra, sem fús eru til aö reyna eitthvaö ann- aö en eilifar meöalagjafir, sem oft á tiðum gefa engan jákvæöan árangur Norma Samúelsdóttir skrifar SNl 'Jm- BÓKMENNTAVIÐBURÐUR Hannes F^tursson omstój*i^eftir KVÆmFYLfíSNI HALLGRÍMSSON í þessari bók er brugðið upp eftirminnilegum svipmynd- um af Jónasi Hallgrímssyni, lífi hans og list. Og Hannes er í senn nógu kröfuharð- ur fræðimaður og listfengur rithöfundur til að fjalla um þetta efni á þann hátt sem því er samboðinn. Bók hans er reist á víðtækri heimildakönnun og snilldarvel rituð. 11111111 Bræðraborgarstíg 16 Slml 12923-19156 „...lestur bókarinnr er skemmtun og hátíð sem heídur áfram allt kvöldið og alla nóttina og langt fram á morgun, og allt uns síðasta blaði er flett. “ (JS/Tíminn). „Útkoma Kvæðafylgsna er mikill bók- menntalegur viðburður.“ (Jón Þ. Þór/Tíminn). „Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin læsileg- asta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um annað skáld.“ (Heimir Pálsson/Helgarpósturinn). „Vinnubrögð Hannesar eru einstaklega vönduð og oft til hreinnar fyrirmyndar.“ (Helga Kress/Dag- blaðið). — í einu orði sagt: KJÖRGRIPUR Til eru bresk samtök, sem aö- hyllast Feingold mataræöiö. Þessi samtök hafa deildir i hinum ýmsu borgum Bretlands og er markmið þeirra að hjálpa „hyperactivum” (eöa afar óró- legum) börnum og fjölskyldum þeirra, meöal annars að vekja at- hygli heilbrigöisyfirvalda á þessu vandamáli. Þaö kostar tvö sterlingspund á ári aö vera meðlimur i þessum samtökum ásamt smávegis greiöslu fyrir fréttabréf sem kemur út árs- fjórðungslega. Þetta fréttabréf veitir upplýsingar um allt þaö nýjasta sem gerist I þessum mál- um. Heimilisfang samtakanna er: Hyperactive Children's Support Group (Hon. Secertary, Mrs. Sally Bunday), 59 Meadow- side, Angmering, Sussex, Eng- land. Matarlistinn Hér kemur úrdráttur úr Fein- gold matarlistanum, þ.e. þaö sem börnin mega ekki borða, og þaö sem er álitin æskileg fæöa: Varast skal: l.Ávexti og græn- meti sem innihalda Salicylates (sýrur eins og t.d. i asperini) i náttúrlegu formi, sem þau kunna aö hafa ofnæmi fyrir. Hættiö að gefa eftirfarandi fæðu (en ef þaö sýnir árangur eftir 4-6 vikur, má byrja aftur meö eina tegund i senn og ef sjúkdómurinn versnar ekki má gefa þá tegund áfram): epli, aprikósur, ferskjur, sveskjur, appelsinur, tómata, agúrkur, greipaldin, tengerínur, rúsinur. 2. Varist allan mat og drykk sem innihalda gervilit og gervi- bragö, einnig monosodium glutamate (þriöja kryddiö), „Nitrate Vanillin”, „Tartra- zine”, gult litarefni svo sem saffron og Anatto (appelsinugul- ur og gulur litur), einnig efni sem heitir „Butylated Toluene^BHT) sem notað er til að varna þvi að fita súrni. Mjög áriöandi er að lesa leiöbeiningar á pakkavöru sem hefur t.d. C(colour) fyrir litarefni og F (flavour) fyrir bragðefni. Varist allan kornmat meö litar- og bragöefnum (cocoa puffs o.fl.). Allar búöarkeyptar kökur, sæl- gæti (sem flest inniheldur litar- eöa bragöefni), kex, sumar fryst- ar vörur, frosinn fisk meö raspi (ef raspiö inniheldur litarefni^ reyktan mat, flestan verksmiöju- is, te, smjörliki, saltaö smjör, kinverska sósu (Soya Sauce), epla edik, litaðan ost, aspirin- töflur, hóstasaft, öll lituð meööl, magasölt (fruit salts). Forðast skal allt hvitt hveiti, strásykur og coladrykki. Of mikiö af þvi getur aukiö þorsta og eykur skapofsann sem ofnæmiö veldur. Þó ein- kennilegt kunni að viröast er bent á að einn munnbiti af „rangri” fæöu getur haft slæmar afleiöing- ar. Sum börn sýna þess merki eftir 2-4 klukkustundir, önur eftir 12 tima eöa lengur. Nota skal hvitt tannkrem og hvita sápu. Mælt er meö B- og C- vítamínum og barna-vitamins- safa til styrktar heilsunni. Heimatilbúið sælgæti Þaö sem má:Korn án litarefna (t.d. kornflögur, haframjöDjgróft brauö, allt nýtt kjöt, kjúklinga og hvitan fisk, heimatilbúinn is, heimatilbúið sælgæti og brjóst- sykur með leyfðu ávaxtabragöi, banana, sitrónur, perur, melónur, hrisgrjón, dökkan púðursykur, spaghetti, heimatilbúna búöinga, bragöefnalaust jógúrt, heimatil- búinn ávaxtasafa, 7-Up gosdrykk, mjólk, egg, hvitan ost, ósaltaö smjör, hreinar mataroliur og fitu, heimatilbúnar sultur eöa sultur án litarefna, hunang^ivitt edik og flest nýtt grænmeti. Auðvitaö þýöir allt þetta mikla vinnu fyrir þann sem matreiöir fyrir svona sjúklinga. Hægt væri svo sem aö framleiöa sérstakan mat meö þessa einstaklinga i huga, en þaö á sjálfsagt langt i land ennþá. Eöa hvaö? Þaö er vel þess viröi aö fylgjast meö ýmsu þvi er gefa myndi landi voru heilbrigöari börn. Ekki hvaö sist á barnaári! (!) þaö fer ekki á milli máia, aö á Islandi sem ann- ars staöar i heiminum á sér staö ýmiskonar öfugþróun I mataræöi. Viö eigum samt gott hráefni til ljúffengrar matargeröar. Reyn- um aö halda þvi fersku, þ.e. án gervi litar og gervi bragöéfna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.