Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1979 Umsjón: Olga Gudrún Árnadóttir UngUngaklúbburinn aftur út í kuldann Rætt við Reyni Ragnarsson, einn af stofnendum klúbbsins Unglingaklúbburinn var stofnaður i Reykjavík s.l. haust. Unglingasíðan hafði samband við Reyni Ragnarsson# einn af forsvarsmönnum klúbbs- ins og leitaði hjá honum upplýsinga um starfsemina o.fl. Reynir: — Formlega var unglinga klúbburinn stofnaöur i september s.l. en þá var hugmyndin aö hon- um oröin ársgömul. Upphaflega vorum viö fjögur sem aö þessu stóöum, fólk miíli tvitugs og þritugs sem allt haföi starfaö meö unglingum aö einhverju marki, og fengiö þannig áhuga á þeirra málum. Viö fórum af staö meö skoöanakönnun i fyrravetur til að ganga úr skugga um hvort krakkarnir heföu raunverulegan áhuga á að gera eitthvaö sjálfir til aö bæta eigin aöstööu til félags- lifs, —viö fórum á Hallærisplaniö og viðar og spuröum þá sem viö hittum fyrir, og viðbrögöin voru öll á einn veg: Mjög mikill áhugi. A þessum tima hafði Tónabær verið lokaður um langt skeið og flestir voru hlynntir þvi að komiö væri á fót diskóklúbb eða einhverju i þá áttina, þvi með lok- un Tónabæjar var girt fyrir eina möguleikann sem unglingar i Reykjavik höfðu á þvi aö sækja almenn böll. Lélegar undirtektir ráðamanna Eftir þessa skoöanakönnun sendum viö bréf til Æskulýösráös þar sem við fórum þess á leit aö fá aöstööu i Tónabæ til dansleikjahalds o.fl. fyrir unglinga, en undirtektir voru dræmar. Þó fengum við að halda eitt ball i febrúar s.l. en eftir þaö var okkur neitaö um frekari fyrirgreiöslu. Ástæöurnar voru sagöar fjárhagslegar. Viö vildum ekki gefast upp, og skrifuöum annað bréf, i þetta sinn til Borgarráös, sem eftir talsvert þref féllst á að við fengjum einhver afnot af Tónabæ, svo lengi sem Reykjavikurborg þyrfti ekki að bera neinn kostnaö af starfseminni. Eftir þetta varö Æskulýðsráö aö láta undan, okk- ur var úthlutaö 9 kvöldum fram til áramóta, þannig aö viö höföum haft húsiö til umráöa hálfsmán- aðarlega frá þvi i sptember. Krakkarnir sjálfir í öllum störfum Þessi böll Unglingaklúbbsins eru frábrugöin öörum böllum aö þvi leyti, aö krakkarnir sjá sjálfir um dyravörslu, miöasölu, fatageymslu og allt þess háttar. Þetta hefur gefist alveg feiknar- lega vel, krakkarnir hafa tekið á sig ábyrgðina og staöiö fullkomlega undir henni. Engar brotnar rúður engin alvarleg slagsmál, eða þviumlikt. Þaö er aödáunarvert hvaö þeim hefur ; tekist vel að halda áfengisvanda- málinu i skefjum, reglurnar eru settar af þeim sjálfum, og þeim er fylgt mjög skynsamlega. Jú, ég varö einu sinni dálitiö hræddur um aö allt ætlaöi i bál og brand þaö var strákur aö þvælast þarna sem virtist eindregiö ætla aö stofna til vandræöa, en þá gripum viö til þess ráös aö bjóða honum dyravarðarembætti á staönum, sem hann þáöi, og þessi strákur } ; hefur siðan veriö einn helsti drif- " krafturinn i starfseminni, geysi- lega duglegur. Þetta sýnir aö unglingarnir eru fullkomlega færir um aö sjá um sitt skemmtanahald sjálfir, ef þeim er bara gefið tækifæri. Stóru vandamálin skapast vegna þess aö unglingunum er ekki treyst til þess að bera ábyrgö á sjálfum sér. Tónabær lokar um áramót Þaö er þessvegna engin furöa þó krakkarnir séu sárir, núna þegar allt er farið aö rúlla svo vel, þvi Æskulýðsráö hefur i hyggju ab loka Tónabæ um áramót og nota næsta árið til þess aö innrétta þar Félagsmiðstöö fyrir hverfið. Þetta er stórt skref afturábak, þaö er bara verið aö reka krakkana aftur niöur á ; Hallærisplan. 1 Tónabæ væri hægt ' aö hafa fjölbreytta félagsstarf- semi, þetta er stórt hús og þar væri hægt aö innrétta á skömm- um tima ágæta aöstööu fyrir unglinga til alls kyns athafna. Ég botna ekkert i þvi hvers vegna h einmitt Tónabær á aö vera Félagsmiöstöö, i þessu hverfi býr sárafátt fólk sem liklegt er til þessaðnotfæra sérhana. Þetta er vafalaust ein af þessum skyndi- ákvörðunum sem teknar eru umhugsunarlitiö og menn geta svo ekki breytt. Viö ætlum aö reyna allt hvað viö getum aö fá endurnýjaðan samninginn viö : Æskulýösráö, það er starfshópur ; hjá okkur aö undirbúa þaö mál : (viö höfum einn starfshóp um hverja meiriháttar hugmynd sem upp kemur). Æskulýösráö hefur hingaö til ekki þurft aö bera eyris kostnaö af þessum böllum okkar, Framhald á bls. 25 Bravó, húrra, BRÉF! Kraftaverkiö hefur gerst: Úngllngasiöunni bárust tvö bréf i vikunni. Fyrst tveir gátu skrif- aö geta tuttugu skrifaö, ef tutt- ugu geta skrifað geta tvöhundr- uð skrifað. Ég hef tröllatrú á þvi að hjá ykkur leynist ýmislegt sem væri þess viröi að ræða það. Fleiri bréf! (Viö leggjum svo undir okkur allt blaöiö þegar þar að kemur). OLGA GUÐRCN Foreldrarnir vinna og vinna Hafnarfirði 2.12. 1979 Kæra Unglingasiöa! Ég er ekki að skrifa þér af neinni andlegri þörf eða svoleiðis, heldur vegna þess að þú kvartar um að enginn skrifi. Með þessu áframhaldi lognast Unglingasiðan útaf, og það má ekki gerast. Þá eru það málefn- in. Ég var að lesa viðtalið við strákana i Kópavogi. Það eru sannarlega heppnir unglingar aö eiga ekki foreldra sem gera ekkert annað en skipa fyrir. Ég á að visu sæmilega foreldra en þau bera hag minn óþarflega mikið fyrir brjósti. Ég á aö passa mig á öllu og þau eru svo hrædd um að ég „lendi i einhverju” og eitthvað komi fyrir mig. Svo á maður að ganga menntaveginn verða eitthvað stórt og mikið. Skólakerfið er alveg ga ga, þar er logiö aö manni tómri vitleysu og er maður kvartar þá er náð i skólastjóra sem hringir heim og segir að maður eigi við samskiptavandamál aö búa, eöa eitthvaö álika. Svo er maður sendur til sálfræðings sem skólakerfið er búið að heilaþvo. En nóg erkomið af kvörtunum 1 bili. Já, tillögur um efni á siöuna. Það væri gott aö fara niöur á Halló og tala við krakkana, þó fáir þar séu kannski viöræðuhæfir. Svo mætti tala við krakkana á Unglinga- heimilinu i Kópavogi. Og taka viötöl viö börn ihaldsfólks, þeir krakkar eiga kannski við önnur kjör að búa en börn sósialista. Strákarnir i Kópavogi voru aö tala um að unglingar kynntust á svo yfirborðslegu plani, þar er ég alveg sammála. Unglingar gera litið af þvi að ræða um til- finningar og vandamál sin. Byrgja bara allt inni sér og gráta svo uppi rúmi á kvöldin yfir skilningsleysi annarra. Leikritiö Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur fir.nst mér lýsa samskiptum barna og fullorðinna vel. Þar er sýnt hvernig foreldrarnir vinna og vinna til þess að fá nóga peninga fyrir húsgögnum og áiika drasli og mega svo ekki vera að þvi aö hugsa um, hvaö þá tala viö börnin. En nú er vist nóg komið af vitleysu i bili. Ein 14 ára. Svar: Takk fyrir mjög góöar ábendingar. Ég er sammála þvi aö þaö væri mikil ástæöa til aö tala viö börn ihaldsfólks, en vandamáliö er: Hvar á aö ná i þau? Hvernig? Krakkar frá ihaldsheimilum fá aldeilis ekki aö fara i blaöaviötal, sist af öllu viö Þjóöviljann. Þessir krakkar hafa margir hverjir ekki lágmarksmálfrelsi (skyldi þaö vera mikiö skárra þar sem Þjóöviljinn er keyptur aö staöaldri???) Krakkar frá ihaldsheimilum lesa ekki þetta blaö og vita ekki af unglinga- siöunni og koma þar af leiöandi ekki af sjálfsdáöum til aö ræöa sin mál. Þaö væri ef til vill ekki úr vegi aö þiö vektuö athygli annarra á þessari siöu, tækjuö hana meö ykkur I skólann t.d. þarsem krakkar frá allskonar heimilum eru saman komnir. Þaö gæti ýtt undir þá aö vita aö á þessari siöu er þaö ekki flokkapólitikin sem gildir, heldur lifspólitikin: rétt/rangt — satt/logiö — gott/vont, os.frv. Fólk sem hefur ekki kosninga- rétt getur leyft sér aö hugsa fordómalaust um lifiö. Til„hinna vitru”: Hœttiö að ráðast á okkur! Komdu sæl! Loksins er komiö almennilegt efni fyrir okkur unglingana, blessuð gefstu ekki upp þótt þú fáir ekki bréf strax. Ég heiti Rúna og er i 7. bekk i Hafnar- firði. Annars ætlaði ég að minna þá fullorönu á að unglingar hafa skap, tilfinningar og hugsanir. Bið ég, og liklega fleiri, þá vitru. eins og þeir kalla sig, að hætta að ráðast á okkur og reyna að gera okkur að lifandi eftirmynd sinni. Það er hægt að hjálpa okkur að mynda skoöanir og setja upp dæmi um bæði sósiai- isma og kapitalisma, en fyrr má nú vera. Það fer lika frekar mikið i taugarnar á mér að fullorönir halda okkur verri en við erum. Þeir fullorðnu segja yfirleitt (það eru til undantekningar) þegar þeir sjá afvelta ungling af drykkju eöa reykjandi krakka á minum aldri „Oh þessi ungdóm- ur nú til dags.” En þið gleymið að við lærum þetta af ykkur sjálfum; hugsiði rökrétt og þá sjáið þið að þið eruð ekki hótinu betri. Vonandi hef ég ekki veriö of harðorð;en þetta er staðreynd: Þaö eru of margir af ykkur full- orönu sem hafa okkur fyrir rangri sök. Það eru náttúrlega til undantekningar bæði hjá full- orðnum og unglingum, en ég vona að þetta bréf hristi upp i báðum aöilum. Rúna Skyldu „hinir vitru” hafa eitt- hvaö til málanna aö leggja? Oröiö er laust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.