Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 23
Margaretha Krook og Gösta Ekman I Ævintýri Picassos. Laugarásbíó: Ævintýri Picassos Ævintýri Picassos ber undirtitilinn „Þúsund ást- rikar lygasögur eftir Hans Alfredson og Tage Danielsson”. Þeir sem sáu Eplastriöiö i Háskóla- biói á sinum tima vita mætavel aö Hasse og Tage eru skemmtilegir, og Ævintýri Picassos styrkir þá skoöun hundraöfalt. Hér er i stuttu máli sagt um af- bragös gamanmynd aö ræöa, svo góöa aö enginn má láta hana framhjá sér fara. Ævi og listaferill Picassos er aöalviöfangsefni myndarinnar, meöhöndlaö á frjálslegan hátt. Ötal frægar persónur aörar koma viö sögu: Gertrude Stein, Hemingway, Guillaume Apollinaire, toll- þjónninn og listmálarinn Rousseau, Churchill og Hitler, svo nokkrir séu nefndir. Heimssögulegir og listasögulegir atburöir eru afgreiddir á sérstæöan máta, og má t.d. minna á atriöi þar sem Hitler og Churchill standa hliö viö hliö og mála myndir (þeir voru báöir málarar, þiö vitiö!) og þeir fara i hár saman: Hitler málar hakakross á mynd Churchills og Winston gamli stingur vindlinum sinum gegnum mynd Hitlers. Annars er ómögulegt aö segja frá þessari mynd, hún veröur aö upplifast. SU upplifun margborgar sig. Stjörnubíó: Oliver Bresk 1969 Leikstjóri: Carol Reed Þessi mynd er nU nokkuö komin til ára sinna en engu aö siöur gjaldgeng fyrir þá sem hafa gaman af aö sjá söngleikjamyndir. Þaö er hin alkunna saga Dickens sem liggur til grundvallar myndinni og reyndar ekki i fyrsta sinn sem Oliver Twist er kvik- myndaöur. Hver man ekki eftir hinni frægu tUlkun Alec Guinness á Fagin I mynd David Lean frá árinu 1948? Annars hefur Oliver veriö festur á ræmu allt frá dögum þöglu myndanna. En þessi hefur sem sagt hreppt sex OskarsvérÖ- laun og þaö segir kannski alla söguna um söng- leikjamyndina. Tónabíó: Audrey Rose Bandarisk 1978 Leikstjóri Robert Wise Enn ein afurö djöflamyndanna. I þetta skipti er um aö ræöa unga stUlku sem látin er og tekur sér bólfestu i likama annarrar telpu.Upphefst nU æöis- genginn bardagi um holdiö sem fram kemur i áköfum geðklofafyrirbærum. Þetta ætti aö vera kvikmynd fyrir islenska biógesti, þvi ein helsta skemmtun þjóöarinnar eru andafundir, andaglas, miðilslækningar og furöuleg fyrirbæri. Gamla Bíó: ívar Hlújárn Bandarisk 1953 Leikstjórn Richard Thorpe. Hin sigilda ævintýramynd meö Robert Taylor og Elisabeth Taylor. Þetta er mynd sem komin er til ára sinna og menn kannast eflaust við frá fyrri árum. 1 sjálfu sér er þakkarvert aö bióin skuli taka gamlar myndir til sýninga á ný, og þörf á að endur- vekja rómantikina I happy-end stil Holly- wood. En þjóöfélagsþenkjandi fólk mun eflaust fussa og sveia viö svona draumórum riddaramennskunnar. Nýja Bíó: Nosferatu Þýsk-bandarisk 1978 Handrit og leikstjórn: Werner Herzog Þetta er endurvakning á hinni sigildu blóösugumynd Nurnau um Nosferatu, undanfara DrakUla á hvita tjaldinu. Daninn Dreyer geröi einnig blóösuguna klassiska meö þöglu myndinni Vampyr. Mynd Herzog er myndræn upplifun.en skilur ef til vill ekki mikiö eftir. Sjá nánar um kvikmyndina i grein Ingibjargar Haraldsdóttur um Nosferatu á bls. 19 I dag. ■ résa Kjósum ekki! Brynjólfur Bjarnason um kosningarnar: Byggjum upp sem traustasta vörn gegn þeim ósköp- um. Fyrirsögn i Þjóöviljanum Listasagan í stuttu máli Nýr Italskur þáttur hóf göngu sina i gær. Hann hélt ekki athygli minni. Þó verö ég aö segja að þátturinn var aö minu áliti bæöi mjög vel leikinn og tekinn. Þaö kom upp I hugann á mér aö flestir listamenn sem uppi hafa verið viröast hálfklikkaöir, aö minnsta kosti I lifanda lifi. Yfirleitt gleymist klikkunin þegar þeir eru komnir i jöröina og verkin lofa meistarann. Dagblaöiö islenskir samtíðarmenn Siggi sko — Jón snarsnUningur og allir hinir. Fyrirsögn I Helgarpóstinum Slembilukka „Þaö var lániö okkar aö fólk mundi eftir fortiöinni og hugsaöi til framtiöarinnar” — segir Páll Pétursson um kosningasigur Framsóknarmanna. Fyrirsögn i Timanum Mikilvæg spurning Þjóna jólakort tilgangi sinum? Fyrirsögn i Timanum Heimsvaldastefna mörlandans Island á tungliö lika. Fyrirsögn I Mogganum Var hann ekki dauður? Franco spilaöi af sér pottþéttu game i 42. spili Urslitaleiksins um heimsmeistaratitilinn i Rio De Janeiro. Austur gefur/Allir á hættu. Bridge-þáttur Visis Er hann að kalka? Menningin vex I lundum kommUnista. Fyrirsögn Svarthöföa iVIsi Fyrstur með fréttirnar Menn sem dreymir fyrir óorön- um atburöum, dreymir ýmist ljósar myndir af þvi sem gerist eöa táknmál, sem þeir eru mis- jafnlega glöggir aö ráöa i. íslend- ingar hafa jafnan haft mikinn áhuga á draumum og dulrænni reynslu yfirleitt og þvi vill Visir beina þvi til þeirra sem hafa oröiö fyrir slikri reynslu, og draum- spakra manna aö hafa samband við blaöiö sem fyrst, bréflega eöa simleiðis. Visir Loksins metnir að verðleikum Forráöamenn Hótels Loftleiöa töldu ástæöu til aö veita þeim Agnari Kofoed-Hansen og Jónasi Kristjánssyni ritstjóra riddara- titla fyrir framlag þeirra til Is- lenskra fiskrétta á Sælkerakvöld- um. Dagblaöiö Skattheimtumenn? Þjófar gripnir á skrifstofu fógeta. Fyrirsögn i Dagblaöinu Forsíðufregn á Prövdu fundin Sovéski ballettdansarinn Godunov vill aftur heim Fyrirsögn i Dagblaöinu Sunnudagur 9. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 vísna- mál % Umsjón: Adolf J. Petersen Forlög koma opin að Þaö hefur ekki tekist aö timasetja meö neinni nákvæmni svo öruggt sé, hvenær islensk alþýöuskáld hefja aö tjá hug, lifsviöhorf og tilfinningar i formi ferskeyttr- ar visu, en hvaöan sem fer- skeytlan er runnin, eða hvenær skeið hennar hefst, þá er samt vist aö hUn hefur um ótaldar aldir veriö tjáningar- fwm alþýöuskálda og aö von- um veröur hUn þaö enn um langan aldur. Skáldin hafa kveðiö fer- skeytlunni lof i hennar eigin formi, hUn hefur veriö helgur dómur i lifi þeirra og menn- ingu, hUn hefur veriö þjóöari- þrótt i oröslist, iökuö af þeim sem höfðu hæfileika til að yrkja og þeim sem sömdu kvæöalögin, en þau munu vera ein elsta gerö tónsmiöa hér á landi. Viö þessari listgrein tók þjóöin fegins hendi og naut hennar I rikum mæli, enda var fátt annað til aö stytta henni stundir i þrautum og þjáning- um fyrri tima. Eflaust á islenska þjóðin höfundum fer- skeytlanna og kvæöalaganna miklu meira aö þakka en hUn gerir sér grein fyrir eöa vill viöurkenna ef grannt er aö gáö. Ljóöagyöjan hefur snortiö margan mann meö sprota sin- um, meö lofsveröum árangri i mörgum tilvikum, enda hafa menn sungið henni lof frá aldaööli. Visnamál munu aö þessu sinni flytja lesendum sinum stuðlamál fyrri alda skálda. GuörUn Þóröardóttir á Vals- hamri, fædd 1816, kraup ljóöa- gyöjunni og kvaö: Gyðjan kvæöa helg og há hjá mér virstu standa, nú er ég þinar náðir á niöur krýp i anda. Hallgrimur Jónsson, f. 1787 á Lómatjörn, byrjar rimur af Þóröi hreöu meö þvi aö ákalla kvæöa*andann. Eg er sestur upp i horn, ástir þinar fala. Kærleiksbúin kvæöanorn, kenndu mér aö tala. Ari Jochumsson, f. 1839 i Skógum i Þorskafirði, baö ljóöagyðjuna að hjálpa sér viö að kveöa um afrek alþingis. Kom þú ljóöagyðjan góöa, gripi mig þin áhrif sterk, svo ég megi brögnum bjóöa brag um þingsins hildarverk. Oft er gott sem gamlir kveöa, segir máltækiö. Þaö munu orö aö sönnu sé skyggnst i rimleikni skálda frá fyrri öldum. Guömundur Bergþórsson, f. 1657 á Vatnsnesi i HUnaþingi, fékk lömun i fætur á barns- aldri og náöi aldrei likamleg- um þroska, en hann var skáld gott og orti mikiö, þó aöallega rimur. Þar eru fremstar i flokki rimur af Olgeiri danska. t mansöng fyrir einni rimu I þeim lýsir Guömundur veik- leika sinum og segir: Eg hef hlotiö manndómsmakt minnsta af sonum Nóa. Hvorki er mér til handverks lagt hey aö slá, eöa róa. Fyrst mig setti herrann hjá hraustra þarfarönnum, skapfeldlegast skilst mér þá aö skemmta frómum mönnum. Jón Vidalin biskup, f. 1666, haföi heyrt sagt frá Guö- mundi, frábærum gáfum hans og hörðum lifskjörum. Fýsti biskup aö sjá Guömund. Hann kom þvi eitt sinn aö bæ þeim á Snæfellsnesi þar sem Guö- mundur dvaldi og fann hann að máli. Töluöust þeim viö um hrlö. Undraöist biskup hve stór sál bjó i svo hrörlegum likama. Um þaö kvaö biskup: Heiöarlegur hjörvagrér, hlaöinn mennt og sóma. Yfir hann ég ekkert ber utan hempu tóma. Séra Matthias Jochumsson, f. 1835 i Skógum I Þorskafirði, kvaö visu þessa til Jóns Asmundssonar, sýslumanns á Eskifirði: Eg er herrans hempuflón sem heimurinn þyrnum stingur, en þú ert kóngsins kosta- ljón og kjörinn haustgeldingur. Séra Matthias hugöi aö viö- brögö almennings yrðu á þennan hátt viö hans enda- dægur: Ekki mun hiö unga Frón yrkja sorgarljóöin; þegar falliö liggur ljón látnum gleymir þjóöin. Þaö hefur veriö illt aö þola margskonar þungar bUsifjar af biskupum og öörum valds- mönnum á 17. öld, vegna þess eins aö vera andvigur Stóra- dómi. Þaö varð Guömundur Andrésson að reyna. Hann er fæddur 1615 á Bjargi i Miöfiröi og skrifaöi ritgerö um Stóra- dóm sem fór hálfilla fyrir brjóstiö á biskupi, svo aö Guö- mundur féll i ónáð. Hann lauk samt prófi frá háskólanum i Khöfn., I fornfræði og mál- visindum. Eftir hann liggja mörg ágæt ritverk, þeirra á meöal þessi kunna visa: Forlög koma opin aö, örlög kringum sveima, álögin úr uggastaö, ólög vakna heima. Sigriöur Jónsdóttir (Sigga Skálda) var f. 1640 i Eystra- Hrepp. HUn var förukona og lést aö Hólum i Hjaltadal áriö 1707. Eitt það merkasta sem eftir hana liggur er trUarljóöiö Geöfró, ennfremur talsvert af lausavisum. HUn lýsti viðhorfi sinu til samtiðarmanna: Tryggö finnst engin tófu með, titt þaö margir skrafa. En reyniö þiö hvort refsins geö rekkar engir hafa. Siguröur blindur i Fagradal, f. um 1470, var eitt mætasta skáld sinnar tiöar, einkum á rimur. Hann orti lika kvæöa- flokkinn Rósu, sem talið er hliöstætt Lilju eftir Eystein Ásgrimsson munk. I Reinaldsrimum er þessi kunna visa eftir Sigurö: Hygg þú aö þvi hringaláö hvaö hlaust af vilja þinum. Köld eru jafnan kvennaráö, kemur aö orðum minum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.