Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.12.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Halli og Laddi komu fram I þessu gervi á Jólakonsert ’ 78 sem haldinn var um svipaö leyti I fyrra, og eru þeir meöal skemmtikrafta á tónleik- unum I kvöld. Háskólabíó í dag og í kvöld: Jólakonsert’79 Jólakonsert ’79 veröur haldinn I Háskólabiói i kvöld og hefst hann kl. 22.00. Tónleikar þessir eru ætlaöir til styrktar vistheimilinu Sólheimum I Grimsnesi og mun allur ágóöi af þessari skemmtun renna til heimilisins. A þessum tónleikum koma fram nokkrir af þekktustu skemmtikröftum landsins og má nefna I þvi sambandi hljóm- sveitirnar Brimkló og Brunaliöiö, auk þess söngvarana Pálma Gunnarsson, Björgvin Halldórs- son, Bjarka Tryggvason, Ragn- hildi Helgadóttur, Ruth Reginalds, Egil Ólafsson, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Magnús og Jóhann. Einnig koma fram grin- istarnir Omar Ragnarsson og Halli og Laddi. Þessu fólki til aö- stoöar veröur söngsveit og hópur hljóöfæraleikara. JónasR. Jónsson veröur kynnir á tónleikunum. Vistmönnum ýmissa stofnana i Reykjavik, s.s. elliheimila og þroskaheftu og fötluðu fólki, veröur boöiö uppá ókeypis skemmtun kl. 14.00 i dag þar sem efnisskrá jólakosnserts- ins veröur flutt. Allir sem aö þessum tónleikum standa veita vinnu sina endur- gjaldslaust. Skemmtanaskattur af þessum tónleikum fæst niöur- felldur og til stendur að gefa sölu- skattinn einnig eftir af hálfu rlkisins. Hinsvegar veröur aö greiöa leigu fyrir Háskólabló. Þaö er Hljómplötuútgáfan ásamt fleirum sem stendur aö þessum tónleikum, en þessir sömu aöilar stóöu aö svipuöum tónleikum I fyrra. Rann ágóöi þeirra tónleika, um 12 hundruð þúsund krónur, til stofnsjóös meðferöarheimilis fyrir einhverf börn. — jg Síðasti móhíkaninn Bókaútgáfan örn og Orlygur hefur gefiö Ut nýja bók I bóka- flokknum Slgildar sögur meö lit- myndum og er þaö hin heims- þekkta saga Siðasti móhikaninn eftir James F. Cooper I þýöingu Andrésar Indriöasonar. Bókin er eins og allar bækur I þessum flokki skreytt miklum fjölda mynda sem prentaöar eru i litum. — Síöasti Móhlkaninn er filmusettur og umbrotinn I prent- stofu G. Benediktssonar en prent- uö á Italfu. V erðlaunasamkeppni Sjómannablaðið Vikingur hefur ákveðið að efna til samkeppni um sögur er fjalli * um sjómannalif, sjávarútveg eða tengsl manns og sjávar. Greidd verða tvenn verðlaun: fyrir bestu frumsömdu söguna 200 þúsund kr., og fyrir bestu lýsingu á sannsögulegum atburði 200 þúsund kr. Handrit eigi lengri en sem nemur 20 vélrituðum siðum A4, berist Sjómanna- blaðinu Vikingi, Borgartúni 18, 105 Reykjavik, fyrir 1. mars 1980, merkt: Samkeppni, svo og dulnefni. Rétt nafn höfundar fylgi i lokuðu umslagi. Dómnefnd skipa: Guðlaugur Arason, Asi i Bæ og Guðbrandur Gislason. Sjómanna- blaðið Vikingur áskilur sér birtingarrétt gegn höfundarlaunum, á öllu efni sem berst til keppni. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar i aprilblaði Sjómanna- blaðsins Vikings 1980, I lifsins ólgusjó Ný bók efftir Jóhann J.E. Kúld Enginn sem sér Jóhann Kúld, teinréttan, kempulegan og léttan í spori, gæti ímyndaö sér að þar færi maður með svo ævintýralegan og átakamikinn lífsferil, sem raun ber vitni. Hér segir frá sjómannslífinu á síldarárunum og á öðrum fiskveiðum — siglingum á stríðs- árunum og kynnum af ótölulegum fjölda manna á sjó og landi, af öllum stéttum oa standi. — Langvarandi baráttu við berklana, dvöl á Kristnesi og Reykjahæli, ástvinamissi, fátækt og atvinnuleysi. — Verkalýðsbaráttu, vinnu- banni, Novu-slagnum og átökum í kjara- baráttunni, tilraun til að svipta kosningarrétti. — Bóka og blaðaútgáfu (Jóhann hefur skrifað 10 bæk- ur), — áætlun um stærstu ölverksmiðju í Evrópu, sem gufaði upp vegna striðsins. — Furðulegum dul- rænum fyrirbærum — og fjölmargt fleira mætti nefna semsagter frá af hispursleysi undanbragða- laust í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók. Fyrri bækur Jóhanns hlutu á sínum tíma einróma lof og seldust upp til agna, en þetta er efalaust hans besta bók.— Frásagnargleði hans er mikil og lífs- ferillinn svo fjölþættur að fáu verður við jafnað. Úr gömlum ritdómi: Hann er fæddur rithöfundur og óvíst að hann segði betur frá, þó hann hefði gengið i annan skóla en hinn stranga skóla reynslunnar, sem hann hefur staðist með sæmd. Guðmundur Finnbogason, landsbókavörður. Ægisútgáfan Keramik Krukkur, bollar og stell írá Höganás Höganás keramikið er blanda af gamalli hefðbundinni list og ný- tísku hönnun. Það er brennt við 1200°C hita sem gerir það sterkt og endingargott. Höganás keramik má þvo í upp- þvottavél, það er blýfrítt og ofnþol- ió. g cp co KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.